Fréttablaðið - 02.01.2002, Qupperneq 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KJÖRKASSINN
2. janúar 2002 MIPVIKUDACUR
SKIPTAR SKOÐANIR
Þeir sem svöruðu síð-
ustu spurningu skiptust
nánast í tvo jafnstóra
hópa eftir því hvort
þeir hafa trú á
Manchester United eða
ekki.
Eiga Manchester United eftir
að verja Englandsmeistaratit-
ilinn?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Nei
Spurning dagsins í dag:
Þótti þér Áramótaskaupið vel heppnað?
Farðu inn á vísi.is og segðu
þína skoðun —__J
____________
Líkamsárás í Breiðholti:
Fjórtán ára
stunginn
með hnífi
lögreglumál Fjórtán ára drengur
var stunginn með hnífi í læri og
brjóst, rétt fyrir klukkan þrjú á
nýjársnótt. Atburðurinn átti sér
stað við Hraunberg í Breiðholti,
en þar höfðu hópar ungmenna
safnast saman. Að sögn lögregl-
unnar í Reykjavík leit í fyrstu út
sem drengurinn hefði hlotið al-
varlega áverka og var hann flutt-
ur á slysadeild Landspítalans í
Fossvogi. Að sögn yfirlæknis þar,
voru stungusárin grunn og fékk
drengurinn að fara heim að lok-
inni skoðun og meðhöndlun. Ekki
er vitað hvað olli því að árás-
armaðurinn, sem er nítján ára,
lagði til drengsins. Hann var
handtekinn stuttu eftir árásina og
situr í haldi lögreglu. Alls voru
fimm líkamsárásir kærðar til lög-
reglunnar á nýjársnótt. Að undan-
skilinn hnífsstungunni, hlaut eng-
inn alvarlega áverka. ■
[löcreclufréttirI
Að sögn lögreglunnar í
Keykjavík var töluverður
óróleiki í austurbæ Reykjavíkur
aðfaranótt nýjársdags. Hópar
ungmenna höfðu safnast saman
og mikið var um pústra og slags-
mál. í miðbæ Reykjavíkur var
hinsvegar, fremur rólegt. Hegð-
un þeirra sem leið áttu um bæ-
inn var til fyrirmyndar og menn
greinilega þangað kominir í
þeim tilgangi að skemmta sér og
fagna nýju ári.
Slökkviliðið í Reykjavík var
kallað út sautján sinnum, að-
faranótt nýjársdags. Að mestu
var um smábruna að ræða í
blaða- og ruslagámum á höfuð-
borgarsvæðinu. Blautt var í
veðri og hefur það eflaust átt
sinn þátt í því að ekki var um
fleiri og alvarlegri bruna að
ræða af völdum flugelda.
Maður handarbrotnaði er
flugeldaterta sprakk í hönd-
unum á honum. Gera þurfti að-
gerð á manninum. Um tuttugu
manns leituðu á slysadeild Land-
spítalans í Fossvogi vegna slysa
af völdum flugelda. Að sögn
vakthafandi yfirlæknis á slysa-
deildinni, var í flestum tilfellum
um minniháttar bruna á höndum
að ræða. Engir alvarlegir
augnskaðar vegna flugelda urðu
um þessi áramót.
Eignaspjöll voru unnin á fjór-
um skólum og tveimur leik-
skólum í Kópavogi aðfaranótt
nýjársdags. Rúður voru brotnar
í Hjallaskóla, Digranesskóla,
Kársnesskóla, Snælandsskóla og
leikskólunum við Skólatröð og í
Smárahverfi. Önnur minniháttar
spjöll voru einnig unnin á húsun-
um. Að sögn lögreglunnar í
Kópavogi er skemmdarvarganna
leitað.
Ekkert lát á skógareldunum í Ástralíu:
Sidney áfram í hættu
SLUPPU MEÐ SKREKKINN
Þessir íbúar í Macquarie Park í útjaðri Sidney fengu að snúa aftur heim í gær eftir að tek-
ist hafði að stöðva eldinn einungis fáeinum metrum frá íbúðarhúsunum.
sipney. ap Eldslogarnir í Ástralíu
teygðu sig víða tuttugu metra í loft
upp og stefndu sumir eldanna
óðum í áttina að miðborginni í Sid-
ney, þar spm fjórar milljónir
manna búa. í gær voru 250 íbúðar-
hús í Sidney í bráðri hættu, en
slökkviliðsmönnum tókst að stöðva
framgang eldanna á síðustu
stundu. Eldarnir í nágrenni Sidney
geisuðu þó áfram af fullum krafti,
og kom krafturinn í þeim og hrað-
inn reyndum slökkviliðsmönnum á
óvart.
íbúum í Sidney var sagt að
halda sig innan dyra, ástandið væri
of hættulegt til þess að hægt væri
að koma fjölda fólks burt frá heim-
ilum sínum. Margir íbúa gripu til
þess ráðs að sprauta vatni á hús sín
og garða með vatnsslöngum. Ekk-
ert manntjón hafði orðið í gær.
Fimmtán þúsund slökkviliðs-
menn, flestir þeirra sjálfboðaliðar,
unnu í gær hörðum höndum að
slökkva eldana, sem geisa á um
það bil hundrað stöðum í fylkinu
Nýja-Suður-Wales. Fyrstu skógar-
eldarnir kviknuðu á aðfangadag,
og er talið fullvíst að um helming-
ur þeirra hafi kviknað af manna
völdum, þar á meðal eldarnir sem
ógna miðborginni í Sidney. Hafa
átta manns verið handteknir, og
eiga þeir yfir höfði sér allt að fjórt-
án ára fangelsi.
Allt að 38 stiga hiti var á þess-
um slóðum í gær með hlýjum
vindi, sem gerir mönnum ákaf-
lega erfitt að hemja eldana. Búist
er við svipuðu veðri áfram þannig
að líklega verður ekkert lát á bar-
áttunni við eldinn alveg á næst-
unni. ■
T veir eldsvoðar á
þremur vikum
Eldur kom upp í húsi við Alfhólsveg. Einn fluttur á slysadeild. Eldur-
inn blossaði aftur upp um nóttina. Aðeins þrjár vikur eru síðan kviknaði
í húsinu. Fyrri bruninn var vegna rafmagns. Rekstrarstjóri telur ekki að
um íkveikju hafi verið að ræða. Lögreglan útilokar það þó ekki.
elpsvoði Einn var fluttur á slysa-
deild vegna gruns um reykeitr-
un, þegar eldur kom upp í húsi
við Álfhólsveg. Lögreglunni í
Kópavogi var tilkynnt um eldinn
á tíunda tfmanum á gamlárs-
kvöld. Þegar slökkviliðið kom á
staðinn var töluverður eldur í
myndbandaleigunni Þrumugrilli,
sem er í húsinu, en þar áttu elds-
upptök sér stað. Rýma þurfti
húsið, en á efri hæð þess er gisti-
heimili.
Slökkviliðinu gekk vel að
slökkva eldinn. Síðar um nóttina
blossaði eldur upp
að nýju og brugð-
ust slökkviliðs-
menn þá skjótt
við, enda voru
þeir á vakt við
húsið.
Töluverðar
skemmdir urðu á
myndbandaleig-
unni vegna elds
og reyks. Einnig
varð innrömmun-
arþjónustu í sama húsi, fyrir
töluverðum skemmdum, að
mestu vegna reyks og sóts. Gisti-
heimilið á efri hæð hússins,
slapp að mestu við skemmdir, en
þar voru sex manns þegar eldur-
inn kom upp. „Öll herbergin eru í
langtímaleigu. Einhverjir voru
ekki heima þegar eldurinn kom
upp. Hjá okkur búa nær ein-
göngu austurlandabúar, en eig-
endur gistiheimilisins eiga ein-
nig veitingastaðinn Nings. Við
teljum ekki að neinn hafi verið í
hættu vegna eldsins,“ segir Odd-
steinn Gíslason, sem sér um
rekstur gistiheimilisins, en það
—4.—
Það kemur
okkur þó
verulega á
óvart þar sem
búið var að
gera við það
sem olli eld-
inum fyrr í
þessum mán-
uði
—♦—
I '4
BRUNI
Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reyk-
eitrun. Forráðamenn hússins deildu hart meðan
slökkvilið vann að að því að slökkva eldana.
er í eigu sömu aðila og húsið við
Álfhólsveg.
Ekki eru liðnar nema rétt um
þrjár vikur síðan eldur kom upp
í sama húsi. Þá kviknaði í út frá
rafmagni, samkvæmt niðurstöð-
um rannsóknarmanna. „Senni-
lega hefur einnig kviknað í út frá
rafmagni núna,“ segir Odd-
steinn. „Það kemur okkur þó
verulega á óvart þar sem búið
var að gera við það sem olli eld-
inum fyrr í þessum mánuði. Ég
tel að það sé útilokað, að kveikt
hafi verið í.“
Að sögn lögreglunnar í Kópa-
vogi hófu rannsóknarmenn að
kanna upptök eldsins, strax að
morgni nýjársdags. Rannsókn
málsins stendur enn yfir og elds-
upptök eru enn ókunn. Ekki er, á
þessu stigi málsins, hægt að útiloka
að um íkveikju hafi verið að ræða.
arndis@frettabladid
Viðbótarlífeyrissparnaður:
Kynningarefni oft misvísandi
lífeyrir „Það er erfitt að nálgast
þessar upplýsingar, en sam-
kvæmt mínum heimildum var
ávöxtun séreignalífeyrissjóða á
síðasta ári að meðaltali neikvæð
um 12%. Sumir eru með viðun-
andi ávöxtun en aðrir ekki,“ seg-
ir Guðmundur Ólafsson, hag-
fræðingur, og bendir á að mikil-
vægt sé að sparendur gæti að
sér við val á mismunandi kost-
um. Hann segir dæmi um að
kynningarefni sjóðanna auð-
veldi sparendum ekki slíkt.
„Til dæmis ætti fólk sem er
komið á efri ár ekki að taka þátt
í sparnaði sem líkur eru á að
verði neikvæður langtímum
saman, en það eru dæmi um að
lítið sé minnst á slíkt.“ Þá segir
Guðmundur dæmi um að í aug-
lýsingum sé lítið minnst á tekju-
skatt sem líklegt er að komi til
lækkunar á viðbótarlífeyrinum.
„Meirihluti þeirra sem safna
viðbótarleyfi eru úr hærri stig-
um tekjudreifingar og því utan
skattleysismarka og því er þetta
ámælisvert. Það má vel vera að
sjóðir sem tapa miklu nú muni
hagnast síðar en staða þeirra er
samt sem áður umhugsunarverð
og einnig það að engar reglur
gilda um lágmarksávöxtun.“ ■
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON
Veit um sjóðsfélaga sem hefur gengið erf-
iðlega að fá upplýsingar um stöðu viðbót-
arlífeyris síns.
Eldsvoðar um áramót:
Þrír á slysa-
deild
ELDSVOÐAR Um klukkan ellefu á
gamlárskvöld kviknaði í íbúð við
Grýtubakka. Ung hjón voru í íbúð-
inni og í fyrstu var talið að börn
þeirra væru þar einnig. Fljótlega
kom þó í ljós að þau voru í pössun
annarsstaðar í bænum. Nágranni
fólksins kom þeim til hjálpar við að
slökkva eldinn. Þau voru öll send á
slysadeild vegna reykeitrunar og
var einn lagður inn til frekari að-
hlynningar. Talið er að kertaskreyt-
ing ofaná sjónvarpi hafi valdið
brunanum. Það er ekki eina kerta-
skreytingin sem olli bruna á höfuð-
borgarsvæðinu. Rétt fyrir klukkan
sjö á nýjársmorgun var slökkvilið
kallað að íbúð við írabakka. íbúðin
var mannlaus, en tveir lögreglu-
menn sem sinntu útkalli í sama húsi
urðu eldsins varir. Nokkrar
skemmdir urðu á báðum íbúðunum
vegna sóts og reyks. Aðrar íbúðir í
húsunum sluppu þó að mestu. ■
4—
Israelskir ráðamenn
deila:
Ætlaði að
bjóða vopna-
hlé
jerúsalem. ap Mjög hefur dregið
úr ofbeldisverkum Palestínu-
manna gegn ísraelsmönnum frá
því Jasser Arafat, leiðtogi Palest-
ínumanna, hvatti til þess í ræðu
sinni 16. desember að árásum á
ísraelsmenn yrði hætt.
Af þessum sökum hugðist Mos-
he Katsav, forseti ísraels, í gær
ávarpa þing Palestínumanna og
bjóða þeim vopnahlé í eitt ár.
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, lýsti sig hins vegar and-
vígan því og kom í veg fyrir
ávarpið. ísraelskir fjölmiðlar
höfðu eftir heimildarmönnum sín-
um á skrifstofu Sharons að hann
hefði kallað þessa hugmynd
Katsavs „heimskulega".
Forsetaembættið í ísrael er
ekki valdamikið og óvenjulegt að
forsetinn blandi sér í pólitísk
deilumál með virkum hætti.
Katsav sagðist engu að síður hafa
orðið fyrir vonbrigðum og gagn-
rýndi „tóninn" í viðbrögðum Shar-
ons, sem hann sagði vera „bæði
ósæmandi og óviðeigandi." ■
I LÖGREGLUFRÉTT I
Að sögn lögreglunnar í Kópa-
vogi var nokkuð um minni-
háttar eignaspjöll aðfaranótt nýj-
ársdags. Áramótasprengju var
kastað á svalir húss við Huldu-
braut. Sprengjan olli ekki miklu
tjóni á húsinu. Töluvert var um
að ungmenni köstuðu flugeldum
og sprengjum og ollu þannig
eignaspjöllum. Sandkassi við
Reynihvamm og rusladallur við
Brekkuhjalla voru einnig meðal
þess sem varð fyrir barðinu á
hinum sprengiglöðu unglingum.