Fréttablaðið - 02.01.2002, Side 4
SVONA ERUM VIÐ
KJónun manna
Aðeins fjögur prósent aðspurðra víldu
leyfa klónun manna og eingöngu eitt
prósent höfðu enga skoðun. Karlar vilja
fremur leyfa klónun heldur en konur.
Þeir sem hafa meiri menntun vilja einnig
fremur leyfa klónun heldur en þeir sem
minni menntun hafa.
Hvorki né 1%
Hlynnt(ur) Andvig(ur)
4%
mmm, ííiigg
Wj .
UMHVERFISMÁL Á ODDINUM
Hlustendur Rásar tvö völdu Ólaf F. Magn-
ússon mann ársins en hann sagði sig úr
Sjálfstæðisflokknum fyrir skömmu.
Maður ársins á Rás tvö:
Hlustendur
völdu Ólaf
MAÐUR ÁRSINS Ólafur F. Magnús-
son, borgarfulltrúi, var valinn
maður ársins á Rás tvö í dag. Val-
ið byggja hlustendur á þeirri
ákvörðun Ólafs að segja sig úr
Sjálfstæðisflokknum þar sem
hann átti ekki lengur samleið með
stefnu flokksins. Ólafur hefur
lagt áherslu á umhverfismál í
pólitísku starfi sínu og meðal ann-
ars barist gegn virkjunaráform-
um á Austurlandi. í öðru sæti var
sigmaður þyrlu varnarliðsins, Jay
Lane, sem lagði sig í mikla hættu
við björgun Eyþórs Garðarssonar
skipsbrotsmanns á Svanborgu.
Fimmtán stig skildu þá að en Ey-
þór var sjálfur í þriðja sæti. n
I SMÁTT I
Atvinnuleysisbætur hafa verið
hækkaðar úr 3.137 krónum á
dag í 3.404.
Sjómannafélag Reykjavíkur
vill ekki að Lífeyrissjóður sjó-
manna taki þátt í fjármögnun ál-
vers í Reyðarfirði. Sjómennirnir
segja að lífeyrir þeirra hafi lækk-
að nóg á liðnum tímum og ekki sé
verjandi að leggja fé í álverið af
þeim sökum.
Heigi Laxdal var endurkjörinn
formaður Vélstjórafélags ís-
lands - en þrír voru í framboði til
formanns.
FRÉTTABLAÐIÐ
2. janúar 2002 MIÐVIKUPAGUR
Aramótaávarp forseta íslands:
Sparnaður verði gerður að leiðarljósi
áramót Ólafur Ragnar Grímsson
forseti íslands gerði hryðjuverkin
11. september og afleiðingar þeir-
ra að umræðuefni í upphafi ára-
mótaávarps sem hann flutti þjóð-
inni kl. 13 á nýjársdag. Hann benti
á að komið hefði á daginn að
Bandaríkin hefðu með liðsinni
Breta glímt við leitina að for-
sprökkum hryðjuverkanna án
þess að NATO eða Evrópusam-
bandið væru beinir þátttakendur í
þeim aðgerðum. „Það er umhugs-
unarvert að hvorki Atlantshafs-
bandalagið né Evrópusambandið
er sá vettvangur sem áhrifarík-
ustu ríki heims kusu að gera að
samnefnara aðgerðanna sem grip-
ið var til,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson. „Sú heimsskipan þar
sem þjóðríkið er grundvallarþátt-
ur er enn í fullu gildi en það er
einmitt hún sem reynst hefur okk-
ar unga lýðveldi affarasæl og
heilladrjúg."
Forsetinn fjallaði einnig um
efnahagsmál í ávarpi sínu og
sagði hættumerki frá gömlum
verðbólgutímum hafa birst þjóð-
inni á ný með fallandi gengi og
óvissu í efnahagslífi. „Hluti vand-
ans kann að liggi í því að okkur
hefur hvorki sem einstaklingum
né þjóð, tekist að festa í sessi al-
mennan sparnað," sagði forsetinn.
„Árangursrík efnahagsstjórn,
vaxandi hagsæld og jafnvægi í
þjóðarbúskap eru forsendur þess
að sjálfstæðishugsjón okkar haldi
velli í umrótinu sem áfram mun
ríkja í heimsviðskiptunum." g
EFNAHACSSTJÓRNIN
SKIPTIR MÁLI
Ólafur Ragnar Grimsson
sagði í áramótaávarpi sínu
að árangursrík efnahags-
stjórn og jafnvægi í þjóðar-
búskap væru forsendur
þess að sjálfstæðishugsjón
héldi velli í umróti heims-
viðskipta.
Fyrsti dagur evrunn-
ar gekk að óskum
Nýr gjaldmiðill tók gildi um áramótin í tólf Evrópusambandsríkjum.
Þýska markið og franski frankinn heyra brátt sögunni til. Nýja myntin
tók þó fyrst gildi á eyjunni Reunion á Indlandshafi.
frankfurt. ap Tólf Evrópusam-
bandsríki tóku um áramótin upp
nýjan gjaldmiðil, evruna, og búa
sig jafnframt undir að kveðja
gömlu gjaldmiðlana. Gjaldmiðils-
breytingin hefur gengið vel, en
ekki reynir fyrir alvöru á hana
fyrr en í dag, fyrsta virka dag árs-
ins, þegar fjárstreymið eykst um
allan helming.
Fyrstu mánuðina verða reynd-
ar tveir gjaldmiðlar í gangi í öll-
um löndunum tólf, evran og gamli
gjaldmiðillinn. Óðum styttist hins
vegar í að þýsku mörkin, frönsku
frankarnir og aðrar ævagamlar
myntir Evrópuríkja heyri sögunni
til.
Seðlabanki Evrópu hefur hins
vegar einsett sér að koma nýju
seðlunum og myntunum eins
fljótt og hægt er til fólks til þess
að stytta þetta tímabil tveggja
gjaldmiðla sem allra mest.
Til þess að hraða dreifingunni
verða langflestir hraðbankar í
ríkjunum tólf eingöngu með evrur
og kaupmönnum er gert að gefa
fólki til baka í evrum, ekki gamla
gjaldmiðli hvers lands.
Engar breytingar urðu þó á
gjaldmiðlinum í þremur Evrópu-
sambandsríkjanna, þ.e. Bretlandi,
Danmörku og Svíþjóð, sem vildu
halda pundinu og krónunum frek-
ar en að taka upp evruna.
Romano Prodi, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, segist þó sannfærður
um að evran gangi það vel að
Bretar muni brátt hugsa sitt ráð
upp á nýtt.
Eina Norðurlandaþjóðin sem
ætlar að fórna gömlu myntinni
sinni fyrir evruna í þessari um-
ferð eru Finnar. Sauli Niinisto,
fjármálaráðherra Finnlands, seg-
ir þetta vera stórt stökk sem muni
gera efnahagslífið í Finnlandi
stöðugra. „Við munum þó áfram
eiga ánægjulegar minningar um
markið,“ sagði hann.
í Evrópu tók evran reyndar
EVRAN ER KOMIN í NOTKUN
Þarna sést þegar pylsa var keypt í Frankfurt i Þýskalandi í gær.
fyrst gildi í Finnlandi og Grikk-
landi, vegna þess að klukkan þar
er klukkustund á undan tímanum í
öðrum Evrópusambandsríkjum.
Örlögin höguðu því þó þannig,
að tveimur klukkustundum áður
en nýi gjaldmiðillinn tók gildi í
Finnlandi og Grikklandi var evran
orðin löglegur gjaldmiðill á lítilli
eyju í Indlandshafi. Skýringin er
sú, að eyjan er frönsk nýlenda.
Rene-Paul Victoria, borgarstjór-
inn í St. Denis, sem er höfuðborg
Reunion, varð því fyrstur manna
til þess að nota nýju myntina þeg-
ar hann keypti sér nokkra ávexti á
76 evrur rétt eftir miðnætti að
þarlendum tíma. ■
BJARTSÝNISTÓNN
Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti ára-
mótamótaávarp á bjartsýnisnótum en
minntist ekki á þrengingar í efnahagslífi.
Aramótaávarp forsætis-
ráðherra:
Ekki orð
um efna-
hagsmál
áramót Forsætisráðherra, Davíð
Oddsson, ávarpaði þjóðina sem
endranær í sjónvarpinu kl. 20 á
gamlárskvöld. Ávarpið var á þjóð-
ernislegum nótum en hvorki var
minnst á efnhagsmál né gengi
krónunnar.
Forsætisráðherra flutti þau
tíðindi að eftirlifandi ættingjar
Halldórs Laxness hefðu ljáð máls
á því að ríkið eignaðist hús skálds-
ins, Gljúfrastein í Mosfellsbæ og
þar og annars staðar í Mosfells-
bænum yrði í samstarfi við bæj-
aryfirvöld, leitast við að sýna
minningu skáldsins sóma.
Davíð þakkaði Björk Guð-
mundsdóttur áhrif í þágu þjóðar-
innar og sagði hana vafalítið
frægasta íslending sem uppi
hefði verið. „Áhrif Bjarkar í okk-
ar þágu eru ómæld og er mikið
þakkarefni, hvernig hún tengir
ætíð líf sitt og list landinu kalda
sem fóstraði hana,“ sagði Davíð.
Að lokum sagði Davíð að við ís-
lendingar heimtuðum ekki for-
ystusæti á alþjóðavettvangi í mál-
efnum sem varða margar þjóðir,
heilar álfur eða jafnvel alla
heimsbyggðina. „En við þurfum
heldur ekki að búa við neina
minnimáttarkennd af því tilefni.
Og við höfum alla burði til að
koma okkar sjónarmiðum að og
jafnvel vera öðrum fordæmi á
þeim sviðum, sem okkur hefur vel
vegnað. Við teljum að sú þjóð ein
sé stór þjóð, sem stendur sig vel.
Við skulum sannarlega öll stefna
að slíkum titli á nýju ári.“ ■
Gleðilegt ár - Þökkum viðskiptin
JF
Utsalan í fullum gangi
Full búð af góðum vörum
Tískuverslunin
Smort
Þrír íslendingar hafa unnið yfir 100 milljónir á fáum dögum:
Viðbrögðin eru misjöfn
30-ouvo
afsláttur
sia
Orinwfcœ v/ hiui&W'eg,
»W $18 HAHH
vinningar „Það þarf nú
nokkuð sterk bein til að
þola svona miklar breyt-
ingar á högum sínum,“
sagði Þórkatla Aðalsteins-
dóttir, sálfræðingur, þegar
hún var spurð að því hvaða
áhrif það gæti haft ef ein-
staklingur vinnur tugi
milljóna í happdrætti.
íslendingur vann rúmlega
44 milljónir króna í vík-
2#
EF ÉG VÆRI RlKUR
Þórkatla Aðalsteins-
dóttír og Már Wolf-
gang Mixa ráðleggja
vinningshöfum að
gefa sér tíma til að
„Vinningshafarnir
verða að spyrja sjálfa sig
hvort þeir vilji lifa öðru-
vísi lífi en fyrst þurfa þeir
að líta á líf sitt fram að
þessu en það hefur jafnvel
mótast af fjárhagslegri
stöðu þeirra.“ Þórkatla
segir vinningshafann
mega búast við ólíkum við-
brögðum fólks þ.á.m. öf-
und. Því verði vinnings-
aðlagast breyttu lífi.
ingalottói, annar 28 milljónir í get- hafinn að vanda sig hverjum hann
raunum og enn annar 35 milljónir í segir frá og hvernig hann segir frá.
lottói. Þegar einstaklingur vinnur stór-
ar fjárupphæðir er grundvallarat-
riði að leita til fjárhagsráðgjafa er
álit Más Wolfgang Mixa hjá eigna-
stýringu Sparisjóðs Hafnarfjarðar.
Hann segir að búast megi við því að
vinningshafinn vilji eyða dágóðri
upphæð í að láta drauma sína ræt-
ast en ráðleggur honum að leggja
stóran hluta inn á innlánsbók og
hluta í skuldabréfasjóð sem veiti
jafna og trygga ávöxtun. „Ég ráð-
legg fólki að hinkra því þegar fjár-
upphæðin er orðin hluti af lífinu
verða ákvarðanirnar um hvernig
verja á fénu vitrænni en ella.“ ■