Fréttablaðið - 02.01.2002, Side 11

Fréttablaðið - 02.01.2002, Side 11
MIÐViKUPACUR 2. janúar 2002 Árið 2001: Minnistætt ár hjá Kinverjum ÁRSUPPCiðR Árið 2001 verður Kín- verjum eflaust afar minnistætt. Þrír stórir áfangar skyggðu á fles- ta aðra atburði í landinu á árinu. Kínverjar fengu inngöngu í Heimsviðskiptastofnunina (WTO) þann 11. desember eftir áralangar samningaviðræður, og Peking, höfuðborg Kína, fékk réttinn til að halda Ólympíuleikana árið 2008 og sigraði þar borgirnar Toronto og París í kapphlaupinu. Auk þess öðlaðist landsliðið í knattspyrnu í fyrsta sinn rétt til að leika í FÖGNUÐUR Kínverskir stúdentar fagna fregnunum þann 13. júlí um að Kína verði gestgjafi Ólympíuleikanna árið 2008. Heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu, sem haldin verður á næsta ári af nágrönnunum í Japan og Suður-Kóreu. „Allir þessir atburðir sýna að Kína er að styrkjast og á skilið aukna alþjóðlega virðingu,“ sagði hinn 37 ára gamli Pekingbúi, Wang Zhen, í viðtali við kínverskt dagblað. ■ Erlent: 10 frægir sem létust árið 2001 ársuppgjör Fjölmargar þekktar persónur úti í hinum stóra heimi önduðust á liðnu ári, þ.á.m. popp- stjörnur, rithöfundar og leikarar. Þó svo að andlát þeirra falli að miklu leyti í skuggann af þeim u.þ.b. þremur þúsundum manns sem létust í hryðjuverkaárásun- um á Bandaríkin þann 11. septem- ber, ætlar Fréttablaðið að birta lista yfir 10 af þeim þekktustu sem létust, í réttri tímaröð: Robert Ludlum, spennusagnahöfundur (12. mars) William Hannah, teiknimyndahöfundur (22. mars) David Rocastle, knattspyrnumaður (30. mars) Anthony Quinn, leikari (3.júní) GEORGE HARRISON Fyrrverandi Bítill- inn, George Harri- son, var á meðal þeirra sem létust á árinu. John Lee Hooker, tónlistarmaður (21.júní) Jack Lemmon, leikari (27. júní) Aaliyah, söngkona (25. ágúst) Isaac Stern, fiðluleikari (22. september) George Harrison, Bítill (29. nóvember) Nigel Hawthorne, leikari (26. desember) m

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.