Fréttablaðið - 02.01.2002, Page 14
14
FRÉTTABLAÐIÐ
2. janúar 2002 MIÐVIKUDACUR
ÍÞRÓTTIR
Hver er innlenda
íþróttafrétt ársins?
„3-1 sígur íslenska landsliðsins í
knattspyrnu á Tékkum á Laugardals-
velli í sumar."
Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður.
li Heklusport kl. 22.30
ffl sun Fulham - Man. Utd. Enskl boltinn kl. 13.40
1 Sacramento - Boston NBA ki. 02.00
þri Leicester - Arsenal Enski boltinn kl. 17.20
Leeds - West Ham Enski boltinn kl. 19.50
miö Man. Utd. - Newcastle ú Enskiboitinnkl. 19.50 ~/C
lau Spænski boltinn kl. 19.50
sun ítalski boltinn kl. 13.45
Carditf - Leeds Enski boltinn kl. 15.50
Aston Villa - Man. Utd. Enskl boltinn kl. 18.50
M. Grizzfies - S. SuperSonics NBA kl. 21.00
U13>15
38)42) 44)
BÓNUSTÖLUR
Alltafá *
/J miðvikudögum
Jókertölur
mlðvlkudags
5 0 7 1 1
Fjórar evrópskar hæðir:
Virtasta skíðastökkskeppnin
SKíði Á sunnudaginn fór fram í
Oberstdorf fyrsta keppni af fjór-
um í hinni árlegu Fjögurra hæða
skíðastökkskeppni í Þýskalandi
og Austurríki. Keppnin var fyrst
haldin þegar síðari heimstyrjöld-
inn var nýlega lokið en hún er nú
haldin fimmtugasta árið í röð.
Hún hefur aldrei fallið niður, að-
eins verið frestað lítillega vegna
slæms veðurs.
Fjögurra hæða keppnin er sú
virtasta í skíðastökksheiminum.
Hún er haldin fyrstu daga hvers
árs þannig að allir bestu stökkvar-
ar heims geti tekið þátt, bæði at-
vinnu- og áhugamenn. Upphaf-
lega var hugsað sem svo að þeir
Norðurlandabúar, sem voru í öðr-
um vinnum, gætu notað jólafríið
til að koma sér á keppnisstað.
Rúmlega þrjátíu þúsund manns
mæta til að horfa á hverja keppni
en nú er þeim einnig sjónvarpað
út um alla Evrópu.
Fyrstu tvær keppnirnar fara
fram í Þýskalandi, Oberstdorf og
Garmisch-Partenkirchen, en hin-
ar í Austurríki, Innsbruck og Bis-
hofshofen.
Þjóðverjinn Sven Hannawald
vann bæði í Oberstdorf á sunnu-
daginn og Garmisch-Parten-
kirchen í gær. Hann vann einnig
fyrstu verðlaun á Heimsmeist-
aramótinu í Noregi árið 2000 en
segir miklu betra að vinna í Fjög-
urra hæða keppninni. Þar þurfa
stökkvararnir að vera upp á sitt
besta marga daga í röð við mis-
munandi aðstæður. „Ég trúði
þessu ekki,“ sagði Hannawald eft-
ir sigurstökkið í gær. „Ég stopp-
aði neðst í brekkunni, sá áhorf-
endur ærast og hugsaði með mér
að þetta væri of gott til að vera
satt.“ ■
ÍOO METRA STÖKK
Einn keppendanna í Fjögurra hæða skíða-
stökkskeppninni svífur hér yfir þýska þorp-
ið Carmisch-Partenkirchen í gær.
MARKASKORARI
Gíneubúinn Souleymane Oulare var
markahæsti leikmaður Genk þrjú ári i röð.
Hann kom ekki við sögu í sigri Stoke á
Blackpool í gær.
Guðjón Þórðarson semur
við Gíneubúa:
Fjölgar í leik-
mannahópi
Stoke
fótbolti Souleymane Oulare, frá
Gíneu, er genginn til liðs við Stoke
City. Hann var þó ekki á vara-
mannabekknum þegar Stoke vann
Blackpool 2-0 í gær.
Oulares fékk frjálsa sölu frá
Las Palmas vegna fjárhagskragga
spænska liðsins. Það þýðir að
Guðjón Þórðarson þarf ekki að
greiða liðinu krónu fyrir Gíneubú-
ann. Oulares er 29 ára og skrifaði
undir átján mánaða samning. Hjá
Stoke hittir hann fyrir Bjarna
Guðjónsson en þeir spiluðu saman
með Genk í Belgíu. Hann varð
markahæstur leikmanna Genk
þrjú ár í röð og spilaði einnig fyr-
ir tyrkneska liðið Fenerbahce.
„Oulare er leikmaður sem ég
hef verið á eftir í lengi. Hann er
frábær markaskorari, sterkur í
loftinu og jafnvígur á báða fæt-
ur,“ sagði Guðjón Þórðarson, þeg-
ar samningurinn var í höfn.
„Hann hikaði ekki andartak þegar
við buðum honum saming og
hlakkar til að spila aftur með
Bjarna. Ég hef fulla trú á því að
hann aðlaðist enskri knattspyrnu
og ég er ánægður með að fá
hann.“ Þórður Guðjónsson, eldri
bróðir Bjarna, spilaði með Oulare
hjá Las Palmas og Genk. ■
Peking merkilegust
Val Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar á Peking fyrir leikana 2008 al-
þjóðleg íþróttafrétt ársins. Michael Schumacher í öðru sæti.
ap. london íþróttablaðamenn AP-
fréttastofunnar, sem eru staddir út
um allan heim, töldu það að Kín-
verjar skyldu fá að halda Ólympíu-
leikana árið 2008 vera alþjóðlega
frétt ársins í íþróttaheimum.
í júní síðastliðnum hafði Peking
betur en Toronto, París, Istanbul og
Osaka þegar Alþjóðlega Ólympíu-
nefndin gekk til atkvæða. Þetta var
umdeilt val þar sem Kínverjar eru
mjög umdeildir fyrir mannréttinda-
brot. Frægt er þegar þeir sóttu um
að halda Ölympíuleikana árið 2000
fyrir átta árum og töpuðu fyrir
Ástralíu með aðeins tveimur at-
kvæðum, sem þeir misstu einmitt
vegna mannréttindabrota. En al-
þjóðasamfélagið lítur nú Kína mild-
ari augum og reyndist árið landinu
vel á þeim vettvangi. Vonast er til
þess að andi Ólympíuleikanna verði
til þess að Kínverjar taki til í bak-
garðinum hjá sér.
í öðru sæti yfir merkilegustu
íþróttafréttirnar var sigurmet
þýska ökuþórsins Michael
Schumacher í Éormúlu 1 kappakstr-
inum. Hann vann bæði sinn fjórða
heimsmeistaratitil og sló met
Frakkans Alain Prost, sem sigraði
51 kappakstur á sínum ferli.
Schumacher er nú sigursælasti öku-
þór keppninnar með 53 sigra.
í þriðja sæti voru jafnar fréttir
um tvo heimsfræga Bandaríkja-
menn, Michael Jordan og Tiger
Woods. Jordan sneri aftur í NBA
deildina með liðinu Washington
Wizards en Woods varð í apríl fyrst-
ur kylfinga til að vinna öll fjögur
stærstu golfmót heimsins.
í fimmta sæti varð síðan und-
ankeppni HM í knattspyrnu 2002 og
öll dramatíkin í kringum hana.
Brasilíubúar og Þjóðverjar, sem
hafa báðir unnið heimsmeistaratitil-
inn þrisvar sinnum, rétt komust í
úrslitakeppnina. Hollendingar
komust ekki á meðan Kína, Slóven-
ía, Senegal og Ekvador komust í
fyrsta skipti.
í sjötta sæti lenti sigur Goran
Ivanisevic á Wimbledon. Ivan-
isevic hefur þrisvar áður keppt til
PEKING 2008
Það að Kínverjar skuli fá að halda Ólympíuleikana 2008 er alþjóðleg íþróttafrétt ársins.
úrslita en aldrei unnið. Hann rétt
komst í keppnina í ár og enginn
bjóst við miklu af honum. í sjö-
unda sæti lenti Bandaríkjamaður-
inn Lance Armstrong, sem vann í
Tour de France hjólreiðakeppn-
inni. Þetta var hans þriðji sigur í
röð en fyrir fimm árum var Arm-
strong greindur með krabbamein.
Zinedin Zidane var síðan næstur á
lista en hin himinháa upphæð, sem
Real Madrid greiddi fyrir færslu
hans frá Juventus, sjö milljarðar
króna, vakti gífurlega athygli. ■
51 STIG
Jordan stekkur upp að körfu Charlotte Hornets I leiknum á laugardaginn. Hann skoraði 24
stíg í fyrsta leikhluta en alls 51 stig I leiknum.
NBA-deildin:
Jordan sjóðandi heitur
KöRFUBOiTi Michael Jordan tróð um
helgina ofan í alla þá sem efuðust
um ágæti endurkomu hans í NBA-
deildina. Gagnrýnisraddir heyrðust
eftir tapleik Washington Wizards á
móti Indiana í síðustu viku. Þar
skoraði Jordan, sem er 38 ára, að-
eins sex stig. Þetta var annar tap-
leikur Wizards í röð og Jordan sá
ástæðu til að gefa út yfirlýsingu:
„Léleg frammistaða mín í leiknum
þýðir ekki að ég sé búinn að vera og
að Wizards séu farnir í tapsiglingu.“
Þessi yfirlýsing átti rétt á sér. Á
laugardaginn mætti liðið Charlotte
Hornets og fór Jordan á kostum,
skoraði 51 stig. Hann skoraði fyrstu
13 stigin í leiknum, en auk góðrar
hittni gaf hann fjórar stoðsendingar
og náði sjö fráköstum. Wizards
unnu 107-90.
„Mér líður betur. Hnéð er að
komast í lag,“ sagði Jordan á sunnu-
dag. Hann var þá að æfa sig fyrir
leikinn á móti New Jersey Nets á
mánudag. „Ég fer í leikinn vitandi
að ég er búinn að finna skotið, ég er
búinn að finna taktinn. Ég get ekki
skorað 50 stig á hverju kvöldi en ég
ætti að geta ógnað á vellinum."
Jordan stóð við þessi orð. Litlu
munaði að hann bætti eigið NBA-
met þegar hann skoraði 22 stig í röð
á móti Nets. Metið er sett 1987, 23
stig í röð.
Jordan skoraði 45 stig á móti
Nets, gaf sjö stoðsendingar og náði
tíu fráköstum. Hann fór einnig á
kostum í kúnstum og snúningum.
Wizards vann leikinn með 98 stigum
á móti 76 og hefur unnið 11 af síðus-
tu 13 leikjum. ■