Fréttablaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 1
%
FRETTABLAÐIÐ
FÓLK
Tyson sakar
lífuörðinn
bls 14
LISTIR
Flottasta
rokkljósmyndin
bls 17
FÓLK
Alkohólismi i
aðalhlutverki
RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf.
VERSLUN - HEILDSALA
ÖRYGGISKERFI
TÖLVULAGNAVÖRUR
VINNUSTAÐABÚNAÐUR
Hamarshöfóa 1 - Sími 511 1122
www.simnet.is/ris Ný Heimasíóaj
bls 22
: :
17. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 24. janúar 2002
FIMMTUDAGUR
70.000 eintök
65% fólks les blaðið
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRÉTTABLAÐIÐ
Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára
íbúar á
höfuð-
borgarsvæð-
inu í dag?
Meðallestur 25 til 49
ára á fimmtudögum
samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
október 2001
Cruise
spænsku
veikina
FÓLK
ÍÞRÓTTIR
Learyfékk sjö
hótunarbréf
pl '..
Leiðtogakjör blásið af
funpur Stjórn fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík hittist
í dag. Ætlunin var að ákveða þar að
efna til leiðtogaprófkjörs fyrir bor-
garstjórnarkosningar en nú þegar
allir fyrrverandi frambjóðendur
eru hættir við verður væntanlega
ákveðið hvaða form menn ætla að
hafa á þeirri ákvörðun að stilla
menntamálaráðherra upp sem
borgarstjóraefni.
Sýnir RIJV frá HM í
knattspymu?
alþingi Utandagskrárumræða undir
yfirskriftinni „Þjónusta RÚV og
heimsmeistaramótið í knattspyrnu“
hefst kl. 10:30 á Alþingi. Málshef j-
andinn Kristján L. Möller, Samfylk-
ingu, vill fótboltann á skjáinn og
krefur Björn Bjarnason um svör
varðandi umdeilda ákvörðun RÚV
að sýna ekki frá keppninni.
IVEÐRIÐ Í PAC |
REYKJAVlK Norðaustan 5-8
m/s og léttskýjað,
Frost 4 til 9 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
fsafjörður Q 5-8 Léttskýjað Qs
Akureyri Q 5-8 Skýjað Qe
Egilsstaðir © 5-10 Él Qe
Vestmannaeyjar Q 5-8 Léttskýjað Q8
Sorgin vegna
sjálfsvíga
fyrirlestur Sigurður Pálsson, prest-
ur, flytur fyrirlestur á vegum fé-
lagsins Ný dögun um sorgina sem
sumir glíma við vegna sjálfsvfga
vina eða aðstandenda. Fræðslu-
fundurinn er haldinn í Safnaðar-
heimili Háteigskirkju á annarri
hæð, og stendur frá kl. 20 til kl. 22.
Aðgangseyrir er kr. 500.
Borg framtíðarinnar
erinpi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, heldur hádegiserindi í
Odda, stofu 201 um lífsgæði og
samkeppni í Reykjavík, „borg
framtíðarinnar.“ Þar verður Ingi-
björg í boði stjórnmálafræðiskorar
Háskóla íslands.
IKVÖLDIÐ í KVÖLDI
Tónlist 18 Bíó 16
Leikhús 18 íþróttir 14
Myndlist 18 Sjónvarp 20
Skemmtanir 18 Útvarp 21
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT
..FJOLMIBIAKONNUN „QðlLUP I QKTðB£B.2l»l,
Knattspyrnuhúsið opn-
að eftir rúma 2 mánuði
íþróttahÚS Framkvæmdir við nýtt
knattspyrnuhús við Víkurveg í
Grafarvogi eru á áætlun að sögn
Snorra Hjaltasonar, hjá verk-
takafyrirtækinu TSH, sem bygg-
ir húsið ásamt Járnbendingu.
Húsið verður opnað í apríl og
munu íþróttafélögin í Reykjavík
nýtt sér aðstöðuna fram í maí.
Formlegur opnunarleikur verður
ekki fyrr en næsta haust.
Ekki verður aðeins leikin
knattspyrna í húsinu því þar
verður aðstaða fyrir ýmsar aðrar
íþróttir. Snorri sagði að hugsunin
væri sú að allir meðlimir fjöl-
skyldunnar gætu fundið sér þar
eitthvað við sitt hæfi. Þar yrði
líkamsræktarstöð, íþróttasalur,
aðstaða fyrir júdó, frjálsar
íþróttir, skotmenn, kylfinga, eldri
borgara og skautafólk svo eitt-
hvað væri nefnt. Hann sagði að
skautasvellið yrði opnað eftir
tæpt ár. í húsinu verður einnig
gistirými fyrir 70 til 80 manns og
veitingasalur með stórum sjón-
varpsskjá þar sem menn geta fyl-
gst með íþróttum og spilað ball-
skák. ■
Borgarráð hafnaði umsókn
nektarstaðarins Bóhem við
Grensásveg um lengingu á veit-
ingatíma áfengis. Eigendur stað-
arins vildu fá að hafa opið til
klukkan hálf sex á morgnana alla
daga. bls. 2
Síminn tapaði tæpum 300 millj-
ónum vegna fjárfestinga í fyr-
irtækinu IP-fjarskipti. Stjórnar-
formaður Símans segir fyrirtæk-
ið hafa verið meðvitað um að
fjárfestingin væri áhættusöm.
bls. 2
—
Reykjavik.com rambar á barmi
gjaldþrots. 10 starfsmenn eru
sagði eiga inni laun hjá fyrirtæk-
inu sem nemi samtals 10 milljón-
um króna. bls. 6
Eyþór dregur sig í
hlé og styður Björn
Eyþór Arnalds fylgdi í gær í fótspor Ingu Jónu Þórðardóttur og dró til baka framboð sitt í
leiðtogaprófkjöri. Héuin lýsti stuðningi við Björn Bjarnason. Ekki ástæða til að hafa prófkjör.
Betra að stillt verði upp sterkum lista.
stjórnmál „Þetta var ekki erfið
ákvörðun þegar ljóst var hvernig
málin stóðu“, segir Eyþór Arnalds
sem tók í gær ákvörðun um að
draga framboð sitt í leiðtogapróf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir
borgarstjórnarkosningar til baka.
„Þegar Inga Jóna var búin að
draga framboð sitt til baka lá þetta
beint við. Enn fremur þegar ég
taldi mig vita fyrir víst að Björn
færi fram.“
Um leið og Eyþór dró framboð
sitt til baka lýsti hann yfir stuðn-
ingi við að Björn Bjarnason,
menntamálaráðherra, tæki að sér
að leiða flokkinn í borgarstjórnar-
kosningum. „Ég hef lengi verið
þeirrar skoðunar að breytinga sé
þörf. Það er ljóst að með Björn
Bjarnason sem leiðtoga borgar-
stjórnarflokks sjálfstæðisflokks-
ins er hægt að ná fram slíkum
breytingum.“
Eyþór segist ekki trúa öðru en
að Björn gefi kost á sér. Það væri
nokkuð sem Sjálfstæðismenn ættu
að taka fagnandi enda væri hann
sterkur leiðtogi. Því sjái hann ekki
ástæðu til þess úr því sem komið
er að fram fari leiðtogaprófkjör
um hver skuli leiða listann eins og
allt stefndi í fyrir aðeins tveimur
sólarhringum síðan. Réttast sé að
uppstillingarnefnd fái tækifæri til
að raða saman sterkum lista sem
geti unnið meirihluta í borginni.
Sjálfur segist Eyþór vilja taka þátt
í því starfi. „Það eru liðin 20 ár síð-
an Sjálfstæðisflokkurinn vann
borgina síðast úr höndum vinstri
manna. Mér finnst það mjög við
hæfi að taka þátt í því að vinna
borgina á ný. Þetta er mjög sterkur
hópur sem er kominn fram og vill
vinna að málum. Mun sterkari en
nokkurn hefði órað fyrir. Ætli það
megi ekki kalla hann draumaliðið."
Beðið hefur verið eftir því hvað
Júlíus Vífill Ingvarsson ákveður
en hann hefur verið orðaður við
leiðtogaprófkjörið. Hann sagðist í
gærkvöldi ætla að sofa á þessu.
Ekki náðist í Björn Bjarnason.
Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík kemur sam-
an til fundar í dag. Til hans var
boðað eftir að Inga Jóna dró fram-
boð sitt til baka. Við því er búist að
st jórnin taki ákvörðun um að draga
tillögu s£na um leiðtogaprófkjör til
baka. Þess í stað verði Iagt til að
raðað verði upp á lista.
brynjolfur@frettabladíd.is
önguáætlun til
2014:
Halda í horf-
inu í borginni
samgöngur Halda á í horfinu í um-
ferðarmálum höfuðborgarsvæðis-
ins samkvæmt tillögum stýrihóps
samgönguráðherra um sam-
gönguáætlun 2003 til 2014.
Eitt framkvæmdamarkmiða
áætlunarinnar er að byggja og
endurbæta vegi og brýr á höfuð-
borgarsvæðinu í þeim mæli að
umferðarástand versni ekki frá
því sem er. Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, formaður stýrihóps-
ins, segir þetta verðugt markmið
enda sé umferðarástandið í borg-
inni með því besta sem gerist í
heiminum. í tillögunni segir engu
að síður að umferðarspár sýni að
ráðast þurfi í fjölmargar og dýrar
framkvæmdir ef umferðarástand
á ekki að versna verulega frá því
sem nú er. „Reyndar eru nú þegar
ýmsar götur og gatnamót komin
að eða mjög nálægt efri mörkum
afkastagetu," segir þar. ■
ÞETTA HELST I
KLÁRA FYRIR KOSNINGAR Unnið er hörðum höndum að byggingu knattspyrnuhússins við Víkurveg. Mikið verk virðist enn óunnið en engu
að síður er stefnt að þvl að húsið verði fullfrágengið og komið I notkun eftir rúma tvo mánuði, þ.e.a.s. i tæka tíð fyrir borgarstjórnarkosningar.
Víkurvegur í Grafarvogi: