Fréttablaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 24. janúar 2002 FIIVIIVlTUDflGUR SVONA ERUM VIÐ VELTA BÍLATENGDRA ATVINNUGREINA Heildarvelta bilatengdrar umboðs- og heildverslunar dróst saman á milli áranna 2000 og 2001. Mestur var samdrátturinn í bílasölu. Athyglisvert er að velta bensín- sölu jókst um 23% á milli tímabila. Velta fjögurra atvinnugreina er hér sýnd án VSK og borin saman. Jan.-okt. 2000 Jan.-okt. 2001 0/0 - breyting Bílar 29.000 19.150 -34% Bílaviðgerðir 7.450 7.300 -J,70/o Fylgihlutir í bíla 3.450 3.400 -1f9o/o Vélhjól 357 260 -26% HEIMILD: PJÓÐHAGSSTOFNUN Prófkjör xD á Akranesi: Ellefu fram- bjódendur kosningar Ellefu manns hafa boðið sig fram í prófkjöri sjálfstæðis- manna á Akranesi sem fram fer 16. eða 23. febrúar. Auk tveggja núverandi bæjarfulltrúa langar níu nýliða að spreyta sig. Frambjóðendurnir eru: Egill Ragnarsson, veitingamað- ur, Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, iðnrekstrarfræðingur, Gunnar Sig- urðsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Hallveig Skúladóttir hjúkrunarfræðingur, Ingþór Berg- mann Þórhallsson, pípulagningar- maður, Jón Gunnlaugsson, svæðis- stjóri og bæjarfulltrúi, Kristjana Guðjónsdóttir, nemi, Lárus Ár- sælsson, verkfræðingur, Sæmund- ir Víglundsson, byggingatækni- fræðingur, Sævar Haukdal, fram- kvæmdastjóri og Þórður Þ. Þórð- arson bifreiðastjóri. í prófkjörinu gefst þátttakend- um kostur á að skrifa númer fram- an við nafn fimm eða fleiri fram- bjóðenda. ■ [ LÖGREGLUFRÉTTIR Maður stal peningum úr af- greiðsluborði söluturns í Austurbænum um hálftólfleytið í fyrrakvöld og komst á brott. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var um gripdeild að ræða, þar sem ræninginn var ekki vopnaður. Eins og fram hefur komið í frétt- um mun flutningaþjónusta við Vestmannaeyjar skerðast í byrjun maí þegar Herjólfur fer í slipp. Vegna þessara aðstæðna hefur Eimskip ákveðið að mæta flutn- ingaþörfum Vestmannaeyinga. Eimskip býður tímabundið sér- stök kjör á flutningi bíla milli lands og Eyja. Flutningsgjald á bíl verður kr. 7.000 á meðan á tímabil- inu stendur. Bílarnir verða fluttir á sérstökum gámaeiningum sem eru sérstaklega ætlaðar til bílaflutn- inga. Tveir lótust og 14 særðust í skotárásinni í Jerúsalem: Israelsmenn hóta hefndaraðgerðum NABLUS.VESTURBAKKANUM.AP Talið er að um 15 þúsund Palestínu- menn hafi verið viðstaddir jarðarför fjögurra meðlima Hamas-samtakanna, sem drepnir voru í fyrradag eftir innrás Isra- elshers í borgina Nablus á Vest- urbakkanum. Mikil reiði var á meðal viðstaddra og hvöttu þónokkrir þeirra til þess að sjálfsmorðsárásir verði teknar upp að nýju. Al-Aqsa herdeildirnar, sem hafa tengsl við Fatah-hreyfingu Yasser Arafat, leiðtoga Palest- fnu, hafa lýst yfir ábyrgð sinni á skotárás sem átti sér stað í Jer- úsalem í fyrradag. Tvær konur létu lífið og 14 manns særðust í árásinni. ísraelsmenn hétu því í gær að hefna árásarinnar. Að sögn ráðgjafa Ariel Sharon, for- sætisráðherra, munu þeir bregð- ast við á „viðeigandi“ hátt. Bandaríkjamenn hafa sett aukinn þrýsting á Arafat og vilja að hann stöðvi árásir hryðju- verkamanna þegar í stað. ■ GRÍMUKLÆDDIR Grímuklæddir Palestínumenn bera lík eins þeirra fjögurra meðlima Hamas-samtakanna sem drepnir voru í fyrradag. BÖRN HIÁ DAGMÆÐRUM Niðurgreiðslan er ætluð til þess að lækka gjaldið hjá dagmæðrunum í áttina að því sem gerist í öðrum dagvistarúrræðum. Það ætti að koma sér vel, bæði fyrir foreldra og dagmæður. Hærri nidurgreiðsla vegna dagmæðra Borgarráð hefur samþykkt að niðurgreiðsla gjalds vegna vistunar hjá dagmæðrum verði hækkuð. Hægt því börnum hjá dagmæðrum hefur fækkað. Ekki vitað hvort gjöld dagmæðra muni lækka í kjölfarið. Hlut- fall niðurgreiðslu verður endurskoðuð í sumar. dagvistun Samþykkt hefur verið í borgarráði, að niðurgreiðsla á dagvistargjöldum barna hjá dag- mæðrum hækki um tíu prósent. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Leikskóla Reykjavíkur seg- ir, að leikskólaráð hafi samþykkt að koma til móts við dagmæður og hækka niðurgreiðslur til þeirra. Niðurgreiðsla á átta til níu stunda vistun, vegna barna gifta foreldra eða sambúðarfólks hækki úr tíu þúsund krónum, í ellefu þúsund. Niðurgreiðsla vegna níu stunda vistunar barna einstæðra foreldra og námsmanna hækkar úr 22 þús- undum í ríflega 24 þúsund. „Nið- urgreiðslan er ætluð til þess að lækka gjaldið hjá dagmæðrunum í áttina að því sem gerist í öðrum dagvistarúrræðum. Það ætti að koma sér vel, bæði fyrir foreldra og dagmæður," segir Bergur. Nið- urgreiðsla vegna vistunar hjá dagmóður er mun lægri en vegna annarra dagvistarúrræða. Að sögn Bergs hafa Leikskólar Reykjavíkur til umráða ákveðna upphæð til niðurgreiðslu á gjöld- um dagmæðra. Börnum hjá þeim hafi fækkað undanfarið. Því hafi verið hægt að hækka niður- greiðsluna, án þess að sækja um aukafjárveitingu í borgarsjóð. „Við munum endurskoða niður- greiðsluna á miðju ári,“ segir Bergur. „Við getum ekki séð fyrir hve mörg börn verða í vistun hjá dagmæðrum. Því er ekki hægt að segja til um það nú, hvort við nið- urgreiðum gjaldið enn frekar." Dagmæður séu sjálfstæðir at- vinnurekendur og megi, sam- kvæmt ákvörðun Samkeppnis- ráðs, ekki samræma gjaldskrá sína. Verðlag á þjónustu þeirra sé því mismunandi. Bergur segist ekki vita hvort þær muni verja niðurgreiðslunni til lækkunar á dagvistargjöldum. „Dagmæður vilja fylgja verðlagshækkunum eins og aðrir. Við vonum þó að hækkun niðurgreiðslunnar verði til þess að þær hækki dagvistar- gjöld til foreldra minna en ella,“ segir Bergur. arndis@frettabladid.is Rússar draga verulega úr síldveiðum: Nýir mark- aðir gætu opnast SÍLDARKVÓTI „Það er ljóst að allt svona hefur áhrif á framboð. Ef þetta hefur áhrif á Rússamarkað er ljóst að Norðmenn sinna hon- um meira. Þeir hafa alltaf gert það,“ sagði Björgúlfur Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunar á Neskaupsstað, en aðeins verður leyft að veiða 200 tonn af síld á austurmiðum Rúss- lands á þessu ári. í fyrra var kvótinn rétt rúm 106 þúsund tonn og er því um 99% niður- skurð að ræða. „Þetta getur haft veruleg áhrif á alla markaðssetningu. I fljótu bragði sýnist mér það því þá vantar í markaðinn. Norð- menn færðu sig meira yfir til Rússlands í fyrra og þá léttist á Evrópumarkaði." ■ INNLENT enntamálaráðuneytið og Nýherji gerðu nýlega með sér samning um sölu á Norton Antivirus veiruvarnarhugbúnaði fyrirtækisins Symantec, til allra opinberra skóla á íslandi. I'Tréttatilkynningu segir að til- gangur samningsins sé að ná hagstæðum kjörum á hugbúnað- inum, sem er vissulega þarfa- þing í öllum skólum á tímum internetvæðingar og aukinnar áhættu á tölvuveirusmiti með pósti. Frá árinu 1995 hafa eigendur símanúmera getað skráð sig á bannlista. Þá frábiður viðkom- andi sér t.d. markaðshringingar og skoðanakannanir. Tæp 39 þús- und númer eru skráð á bannlista og er það um 10 prósent númera. Skráningafrestur í Símaskrána rennur út á fimmtudag. Þorrinn í fjöilunum Nesbúð á Nesjavöll■ um er staðurinn fyrir þorrablótin. • Hin landsþekktu þorrahlaðborð Jóru. • Gistirými fyrir 120 manns • Heitir pottar úti við • Mikil náttúrufegurð • Sérstakt tilboð á þorramat og gistingu V«lkomin í / , V l 1 Nesbúð, Nesjavöllum, Sím i: 482 3415. Þyduútköll við erfiðar aðstæður: Avallt leitad aðstoðar varnarliðs BlÖRGUN Sú regla hefur verið tekin upp í sjóbjörgunarstjórnstöð Land- helgisgæslunnar að alltaf skal kall- að eftir aðstoð þyrlubjörgunar- sveitar Varnarliðsins þegar óskað er eftir aðstoð þyrlu Landhelgis- gæslunnar við álíka aðstæður og voru þegar Svanborg SH fórst við Snæfellsnes. Þetta kom fram í svari dómsmálaráðherra við fyrir- spurn Guðjóns A. Kristjánssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, um útkallstíma björgunarþyrlu og stjórn björgunaraðgerða. Guðjón gagnrýndi að ekki hefði verið kall- að strax eftir þyrlu varnarliðsins. Dómsmálaráðherra greindi frá því að farið hefði verið yfir verk- lagsreglur og skoðaðar leiðir til að flýta útkallstíma. Meðal annars hefði verið lagt til að bifreiðir sem flytja áhafnarmenn út á flugvöll fengju forgang í umferð. Sú leið hefði vakið andmæli lögreglu á sínum tíma. Hún hefði því ekki verið farin. Það kynni þó að breyt- ast. ■ EKKI EINSÖMUL Varnarliðsþyrlur verða hér eftir kallaðar út gæsluþyrlum til aðstoðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.