Fréttablaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 24. janúar 2002 FIIVIMTUPAGUR / i n n: ^ í-> Fyrirtæki óskast, t.d.: • Okkur vantar stór og lítil fyrirtæki af öllum gerðum fyrir góða kaup- endur. Sérstaklega litlar heildsöl- ur með 20-100 MKR ársveltu. Fyrirtæki til sölu, t.d.: • Gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 7-15 herbergi. • Lítill sport pub í úthverfi. Mikil matsala. Auðveld kaup. • Veitinga- og skemmtistaður á Höfn i Hornafirði. Eigið húsnæði. • Lítil en mjög efnileg heildverslun með hreinsiefni. • Þekkt austurlenskt veitingahús í miðbænum. Velta 4 MKR á mán- uði og vaxandi. Góður hagnaður. • Heildverslun með þekktar heilsu- vörur. Ársvelta 27 MKR i fyrra en núverandi eigendur ráða ekki við ört vaxandi eftirspurn. • Lítil heildverslun með kex og sælgæti. Ársvelta 10 MKR. • Mjög góður söluturn í Hafnarfirði með bílalúgum, grilli og video. 6,5 MKR mánaðarvelta og vax- andi. • Stór útivistarverslun í góðum rek- stri. Ársvelta140 MKR. • Skyndibitastaður í atvinnuhverfi. Ársvelta 20 MKR. Þægilegt fyrir einn kokk. • Falleg og nýstandsett hár- greiðslustofa í Hlíðunum. Mikið að gera. Lágt verð af sérstökum ástæðum. • Rótgróin innflutningsverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðn- aðinn. Ársvelta 165 MKR. Mjög góður hagnaður. • Góð videósjoppa í Breiðholti með 4 MKR veltu á mánuði. Auðveld kaup. • Stórt og fjölbreytt heilsustúdíó. Eurowave, Ijósalampar, sogæða- nudd, leirvafningar og fl. Mjög góð staðsetning. • Rótgróið veitingahús við Bláa Lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði. • Lítil heildverslun með góða mark- aðsstöðu í matvöru óskar eftir sameiningu við fjársterkt fyrirtæki til að nýta góð tækifæri. • Veitingahús á Akranesi • Lítið verktakafyrirtæki sem starfar nær eingöngu á sumrin. Fastir viðskiptavinir, stofnanir og stórfyr- irtæki. Hagnaður 7-8 MKR á ári. • Verslun, bensínsala og veitinga- rekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Mjög góður rekstur. Árs- velta 160 MKR. • Efnalaug/þvottahús í stóru hverfi. Arðbær rekstur og miklir vaxta- möguleikar fyrir hendi. Mjög hentugt fyrir fjölskyldu. • Þekkt bílabónstöð með 15 MKR ársveltu. Stórir viðskiptavinir í föstum viðskiptum. Gott hús- næði, ný tæki. • Lítil en vaxandi tískuverslun i góðu hverfi. Þægilegur og örugg- ur rekstur með ágætan hagnað. • Góð blómabúð í Grafarvogi. Til sölu af sérstökum ástæðum. • Falleg gjafavöruverslun við Laugaveginn, heildsala og net- verslun. Mikil tækifæri. • Þekkt unglingafataverslun í Kringlunni. 24 MKR ársvelta. Auðveld kaup. • Falleg lítil blómabúð í Breiðholti. Mjög einfaldur og öruggur rekst- ur. Auðveld kaup. • Stór og mjög vinsæll pub í út- hverfi. Einn sá heitasti í borginni. • Söluturn á Akureyri. Lottó, video og grill. Ársvelta 20-24 MKR. Auðveld kaup. • Sérverslun á Djúpavogi. Eigið húsnæði á besta stað. 20 MKR ársvelta. • Skyndibitastaðurinn THIS í Lækj- argötu (áður Skalli). Nýlegar inn- réttingar og góð tæki. • Þekkt barnafataverslun. Eigin innflutningur. • Stór og glæsileg hárgreiðslustofa i miðbænum. 8 stólar og mikið að gera • Austurlenskur take-away mat- sölustaður á Akureyri. Ársvelta 18 MKR. FASTEIGNASALA • Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) • Sími 533 4300 • Gsm 820 8658 Knattspymustjóri Leeds: Fékk sjö hótunarbréf Epson deildin: Fimm leikir í kvöld körfubolti Fimm leikir fara fram í 14. umferð Epson deildarinnar í kvöld. Þáttaskil urðu í síðustu um- ferð. Bæði Njarðvík og Keflavík komust upp að hlið KR á toppnum. Njarðvík vann Breiðablik og Kefla- vík vann stórsigur á Stjörnunni. í kvöld keppa bæði KR og Kefla- vík. KR fer til Akureyrar, þar sem Þór tekur á móti því. Keflavík fer einnig norður, til Tindastóls á Sauð- árkróki. Einnig taka Grindavík á móti Skallagrími, Stjarnan á móti Haukum og ÍR á móti Breiðablik. Allir leikirnir hefjast klukkan 20, nema leikurinn á Akureyri. Hann hefst klukkan 20.30. ■ fótbolti David O’Leary, knatt- spyrnustjóra úrvalsdeildarliðsins Leeds, bárust sjö hótunarbréf á síð- asta ári frá nafnlausum aðila. Sam- kvæmt lögreglu voru bréfin ógn- andi og hrollvekjandi. Konu O’Le- ary var m.a. hótað í bréfunum. Talið er að þau tengist réttarhöldunum yfir Lee Bowyer og Jonathan Wood- gate, leikmönnum Leeds. Þeir voru kærðir fyrir líkamsárás á síðasta ári. Fyrsta bréfið, sem var jafn- framt það hrottalegasta, barst 14. febrúar. Það er stuttu eftir að fyrstu réttarhöldin yfir leikmönn- unum hófust. Sjöunda bréfið barst 18. desember. Bowyer var sýknað- ur f jórum dögum áður. HÓTUNARBRÉF Lögreglumaður í Vestur-Yorkskíri heldur hér á einu hótunarbréfanna til David O'Leary. Lögreglan segir bréfsendarann styðja málsstað. Hann greinir ekki frá honum í bréfunum. O’Leary og fjölskylda eru vernduð af lögreglunni. ■ Knattspyrnumót: Fjögur lið í Reykja- neshöllinni knattspyrnumót FH stendur fyrir 4-liða móti, Gatorede-mótinu, í Reykjaneshöllinni um helgina. Auk FH verða lið Fylkis, Keflavík- ur og KR þátttakendur. Á morgun mætast kl. 18.10 lið Fylkis og Keflavíkur og kl. 20.00 mætast FH og KR. Á sunnudaginn verður leikið um sæti. Klukkan 10.30 hefst leikur um 3. sætið og kl. 12.30 er úrslitaleikurinn. Boðið verður upp á veitingar í hálfleik. Stuðnings- menn liðanna ættu að mæta og sjá sín lið því nú styttist í sumarið. ■ Erum vel undirbúnir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir leikinn við Spánverja á morgun verða erfiðan. Sigurður Bjarnason, miðjumaður íslenska liðsins, tognaði á æfingu í gær og er í sjúkrameðferð. handbolti íslenska karlalandslið- ið í handbolta leikur á morgun við Spánverja í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Svíþjóð. 16 lið taka þátt í keppninni sem lýkur þann 3. febrúar. Riðill íslenska liðsins verður leikinn í borginni Skövde sem er um 150 km norðaustur af Gautaborg. Undir- búningur íslenska liðsins hefur verið góður og fyrir skömmu gerði lið- ið jafntefli við heimsmeistara Frakka í æfinga- leik. Fréttablaðið Guðmundi Guð- —4---- „Við erum að spila við lið sem hefur verið mjög framarlega undanfarin ár" —4 náði tali af mundssyni, landsliðsþjálfara, í gær er liðið var í rútu á Ieið til Skövde. „Leikurinn við Spán- verja leggst ágætlega í mig. Við erum að spila við lið sem hefur verið mjög framarlega undan- LEIKIR ÍSLENSKA LIÐSINS: Föstudaqur Spánn-ísland kl. 19:00 Laugardagur fsland-Slóvenía kl. 16:00 Sunnudagur Ísland-Sviss kl. 16:00 GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Guðmundur segir stemmninguna í hópnum vera fína. farin ár og eru kannski taldir sig- urstranglegri aðilinn í þessari viðureign," sagði Guðmundur. „Við erum búnir að búa okkur undir mótið eins vel og kostur er að mínu mati. Við áttum ágætis leik á móti Frökkum og ef hlut- irnir ganga upp þá er aldrei að vita. Þetta er hins vegar mjög erfiður andstæðingur." Guðmundur sagði stemmning- una í liðinu vera fína og ekki yfir neinu að kvarta í undirbúningn- um. „Við verðum bara að sjá hvað þetta skilar okkur í keppn- inni sjálfri," bætti hann við. „Við EM í SVÍÞJÓÐ: RIÐLAKEPPNI A RIPILL_____ B RIÐILL______ LIÐ LIÐ Svíþjóð Rússland Pólland Portúgal Úkraína Danmörk Tékkland ísrael LEIKIO f LEIKIÐ í GAUTABORG HELStNGBOBG C RIÐILL C RIÐILL LIÐ LIÐ Spánn Frakkland Slóvenía Króatía fsland Þýskaland Sviss Júgóslavía LEIKIÐ í LEIKIÐ í SVÖVDE JONKOPING æfðum í morgun og verðum ekki komnir fyrr en klukkan sjö til átta í kvöld. Við æfum síðan aft- ur á morgun (í dag].“ Að sögn Guðmundar tognaði Sigurður Bjarnason á kálfa í gær og varð að hætta á æfingu. Sagðist hann að ekki væri vitað hversu alvar- leg meiðslin væru. „Hann er í meðhöndlum hjá sjúkraþjálfara og sjúkranuddara sem eru með okkur. Við verðum að vona það besta bara,“ sagði Guðmundur. Sérstakan vef um EM mótið er að finna á visir.is. freyr@frettabladid.is Mike Tyson og Lennox Lewis slást á blaðamannafundi: Tyson sakar lífvörðinn hnefaleikar Allt fór í háaloft þegar Mike Tyson og Lennox Lewis héldu blaðamannafund í New York á þriðjudaginn. Þeir voru að kynna bardagann um heimsmeistaratitil- inn, sem er í Las Vegas 6. apríl, og annan bardaga í október. Forseti WBC (Alþjóða hnefaleikasam- bandsins) rotaðist og fékk skurð á höfði og hætta þurfti við blaða- mannafundinn. Tyson kennir líf- verði Lewis um herlegheitin. Nú er Tyson í vandræðum. Strax eftir atburðinn heyrðust raddir um að það ætti að banna honum að berjast fyrir fullt og allt. Hann þarf að öllum líkindum að verja mál sitt fyrir hnefaleikayfir- völdum í Nevada í næstu viku. Það þarf að sannfæra þau um að hann hafi einungis viljað kynna bardag- ann þegar hann réðst að Lewis. í byrjun blaðamannafundarins var lyson kynntur til leiks. Hann gekk vasklega upp á sinn stall og starði ógnvænlega í átt að stalli Lewis. Þegar heimsmeistarinn birtist gekk Tyson snögglega í átt að honum. Þá hrinti lífvörður Lewis Tyson og kýldi. Tyson svar- aði fljótt með vinstri krók og líf- vörðurinn féll. Lewis kýldi þá Tyson í hausinn og skar hann á enninu. Kapparnir lögðust í gólfið UPPHAFIÐ Hér ýtir lífvörðurinn við Tyson þegar hann ætlaði í störukeppni við Lewis. og glímdu um stund. Talið er að Týson hafi bitið Lewis í löppina. Sviðið fylltist af hoppandi karl- mönnum með sveitta hnefa á lofti. í öllum hamaganginum var Jose Sulaiman, forseta Alþjóða hnefa- leikasambandsins, hrint. Hann datt á borð og rotaðist. „Mér var sagt að við hefðum báðir samþykkt að fara í störukeppni. Lífvörður hans stressaðist og ýtti mér. Svo kýldi Lennox mig. Ég vildi kynna bar- dagann, ekki láta ógna mér. Eng- inn getur ógnað mér. Lennox fær að kenna á því í apríl." Breskir SORAKJAFTUR „Það ælti að setja þig í spennitreyju," sagði einn blaðamannanna á fundinum. Tyson svaraði með blótsyrðum og dólgslátum. veðbankar veðja á að Lewis vinni bardagann. Sulaiman sagði þetta einn af mörgum nýlegum atburðum, sem vanvirða hnefaleikaíþróttina. Hann tók Týson ekki sérstaklega fyrir. Aðrir hnefaleikamenn hafa hagað sér illa á blaðamannafund- um upp á síðkastið. Þar má nefna De La Hoya og Vargas í síðustu viku og Lennox Lewis og Hasim Rahman í haust. Slagurinn er ekki eina vandamál Tyson þessa dagana. Rannsóknar- lögreglumenn í Las Vegas fundu sönnunargögn, sem styðja mál kon- unnar sem segir Tyson hafa nauðg- að sér á síðasta ári. Ekki er búið að kæra Tyson fyrir verknaðinn. Sak- sóknarar ætla að grandskoða upp- lýsingarnar áður en þeir taka ákvörðun um kæruna. Önnur nauðgunarkæra á hendur honum var felld niður á síðasta ári. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.