Fréttablaðið - 28.01.2002, Síða 2
KJÖRKASSINN
Ætlar þú að borða þorramat
á þorranum sem nú gengur
í garð?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
71%
ÁSÓKNí
ÞORRAMATINN
Landsmenn ætla að
háma í sig þorramat á
næstunni.
Spurning dagsins í dag:
Verða íslendingar Evrópumeistarar í
handbolta?
Fárðu inn á visi.is og segðu I
þína skoðun J
__________________csns
JÓN STEINAR CUNNLAUGSSON
Hann segir lögmanninn hafa kært án þess
að hafa umboð allra þeirra sem hann
sagði kærendur.
Oddi skráður fyrir kæru
án heimilaar:
Grafalvar-
legt mál
kæra „Það er grafalvarlegur hlut-
ur að starfandi hæstaréttarlög-
maður skuli senda frá sér á opin-
berum vettvangi ásakanir um
refsiverða háttsemi manns í nafni
einhverra sem hann hefur ekki
umboð fyrir,“ segir Jón Steinar
Gunnlaugsson lögmaður Sveins R.
Eyjólfssonar. í Ijós hefur komið
að Gunnar Sturluson hrl. hafði
ekki heimild til að leggja fram
kæru á Svein í nafni Prentsmiðj-
unnar Odda. Oddi var meðal þeir-
ra sem voru skráðir fyrir kæru á
Svein í tengslum við Eignarhalds-
félag Dagblaðsins. Jón Steinar
segir grunsemdir vakna um að
fleiri aðilar sem eru skráðir fyrir
kærunni kunni að hafa verið
skráðir að þeim forspurðum.
Á aðalfundi DB vegna ársins
1999 fékk Gunnar umboð til að
fara með atkvæði Odda. Forsvars-
menn Odda fréttu hins vegar ekki
af kærunni fyrr en Þorgeir Bald-
ursson framkvæmdastjóri sá nafn
fyrirtækisins á lista yfir kærend-
ur í fjölmiðlum. í tölvupósti sem
hann sendi lögmanni Sveins segist
hann hafa fengið þær skýringar
hjá Gunnari að Oddi hafi verið
dreginn inn í málið fyrir mistök.
Oddi eigi ekkert sökótt við Svein
og vilji ekki tengjast málinu. ■
Fljúga oftar til Lundúna:
Ekki fyrirséð
með lækkun
samgöngur Flugleiðir ætla aö auka
sætaframboð til og frá íslandi
næsta sumar. Einkum verður aukið
við flug til Lundúna, um 14 ferðir á
viku, og til Kaupmannahafnar, um
25 ferðir á viku. Að sögn Guðjóns
Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa
Flugleiða, býður flugfélagið upp á
allar tegundir fargjalda.
„Við reynum að bjóða alla
breiddina, þ.e. vera með lág far-
gjöld, viðskiptafarrými (Saga-
Class) og þar á milli. Það er erfitt að
segja annað en já þegar spurt er um
lágfargjöld."
Aðspurður hvort Flugleiðir
muni bjóða upp á fargjöld í líkingu
við Go flugfélagið sagði Guðjón.
„í vor erum við með lágfargjöld
fyrir ungt fólk, 18.900, en það er
ekki fyrirséð á þessu stigi að fara
með verðið eitthvað neðar. Flugið
þarf að bera sig.“ ■
2
FRÉTTABLAÐIÐ
28. janúar 2002 MÁNUDAGUR
Björn Bjamason:
Grunnurinn er að vinna fyrir opnum tjöldum
stjórnmál „Ég tel að megináhersl-
an hljóti að vera að taka upp betri
vinnubrögð en fylgt hefur verið í
tíð R-listans“, segir Björn
Bjarnason um áherslur í komandi
kosningabaráttu. „Takist mönn-
um að gera það og vinna skipu-
legar og meira fyrir opnum tjöld-
um og í nánari tengslum við
borgarbúa þá sé lagður grunnur-
inn að farsælli stjórn í Reykja-
vík.“
„Menn eiga eftir að setjast
yfir að móta stefnuna í einstök-
um útfærsluatriðum", sagði
Björn í gær. Þeim áherslum sem
hann vildi sjá hefði hann gert
grein fyrir í ræðu sinni á kjör-
dæmisþingi sjálfstæðismanna.
Þar gagnrýndi Björn R-listann
harkalega fyrir að stjórna fjár-
málum borgarinnar ekki nógu
vel. Hann gagnrýndi einnig að
skólum væri ekki veitt það sjálf-
stæði sem æskilegt væri og að
borgin væri í samkeppnisrekstri
í gegnum fjárfestingar sínar í
Línu.Neti. Björn gagnrýndi ein-
nig lengingu biðlista og stöðu
skipulagsmála. ■
BJÖRN BJARNASON
Taka verður upp betri vinnubrögð við
stjórnun borgarinnar en verið hefur í tíð R-
lista. Skipulegri vinna og nánari tengsl við
borgarbúa grunnur að farsælli stjórn.
Sj álfsmorðsárás
konu í Jerúsalem
Árásarmaður og aldraður maður létu lífið í sprengingu á fjölfarinni
verslunargötu. Árásarmaðurinn talinn vera kona og er það í fyrsta
skipti sem slíkt gerist. Israelar segja Arafat ábyrgan.
jerÚsalem. ap Tveir létu lífið og á
annan tug manna særðist í sjálfs-
morðsárás í Jaffastræti, fjölfar-
inni verslunargötu í Jerúsalem,
um miðjan dag í gær. Annar þeir-
ra sem lést var grunaður árás-
armaður, kona sem hafði hlaðið sig
sprengiefnum og sprengdi sig í
loft upp. Auk hennar lét karlmað-
ur á níræðisaldri lífið. Þrír slösuð-
ust alvarlega í sprengjuárásinni
og gera þurfti að minniháttar sár-
um níu einstaklinga til viðbótar. Á
annað hundrað manns voru fluttir
á sjúkrahús eða fengu aðhlynn-
ingu á vettvangi. Flestir þeirra
fengu áfalíahjálp.
Líbanska sjónvarpsstöðin Al-
Manar, sem er stjórnað af Hez-
bollah-hreyfingunni, greindi frá
því í gær að árásarmaðurinn væri
ung palestínsk kona sem stundar
nám í al-Najah háskólanum í borg-
inni Nablus á Vesturbakkanum.
Þrátt fyrir að mikið hafi verið um
sjálfsmorðsárásir á undanförnum
mánuðum og árum er þetta í fyrs-
ta skipti sem kona er árásarmað-
urinn.
Talsmenn palestínsku heima-
stjórnarinnar fordæmdu sjálfs-
morðsárásina harkalega og beindu
þeim tilmælum til George W.
Bush, Bandaríkjaforseta, að hann
sendi Anthony Zinni aftur á svæð-
ið til að miðla málum milli deiluað-
ila. Á laugardag sendi heimastjórn
Palestínu út ákall um að árásum á
ísrael yrði hætt. ísraelar gáfu
hins vegar lítið fyrir yfirlýsingar
Palestínumanna. Talsmaður Ariels
Sharons sagði að Arafat hvetti til
hryðjuverka. „Hann sendir
hryðjuverkamenn til Jerúsalem."
Hryðjuverkaárásir hafa verið
algengar í Jaffa stræti. Á þriðju-
(sraelskir löj
gær.
TVÆR ÁRÁSIR Á TÆPRI VIKU
lögreglumenn og sjúkraliðar bera særða konu á brott eftir sjálfsmorðsárásina í
•. Arásin í gær var önnur árásin
r árásin sem gerð er á Jaffastræti á innan við viku.
dag í síðustu viku skaut hryðju-
verkamaður tvær konur til bana
og særði á annan tug manna áður
en lögregla skaut hann til bana. í
ágúst á síðasta ári sprengdi
hryðjuverkamaður sig í loft upp í
veitingastað handan götunnar við
staðinn þar sem sprengjuárásin
var gerði í dag. Þá létu 15 manns
lífið.■
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Þjónustan mæti þörfum íbúanna
STJÓrnmál Við eigum eftir að móta
kosningastefnuskrá Reykjavíkur-
listans en hún verður samin á
grundvelli málefnasamnings þeir-
ra flokka sem standa að Reykjavík-
urlistanum. Þar mun framtíðarsýn
okkar birtast og um hana verður
kosið en ég legg líka mikla áherslu
á það í komandi kosningabaráttu að
leggja verk Reykjavíkurlistans á
kjörtímabilinu í dóm kjósenda og
það geri ég alveg óhrædd", segir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri. „Sú uppbygging sem við
höfum staðið fyrir, þjónustan við
fjölskyldurnar í borginni, leggur
grunn til framtíðar sem við mun-
um byggja á. Við höfum lagt aðalá-
herslu á að mæta því fólki sem býr
í borginni með þá þjónustu sem það
þarf á að halda fyrir sig og börn
sín.
„Hér hefur verið lagður grunn-
ur að lífsgæðum og framtíðarþró-
un borgarinnar til næstu áratuga.
Borgin hefur aldrei stækkað meira
en í okkar tíð. Við höfum sameinað
Reykjavík og Kjalarnes og eignast
land í suðurhlíðum Úlfarsfells. Allt
þetta munum við leggja í dóm kjós-
enda.“ Sjálf sér Ingibjörg Sólrún
Reykjavík fyrir sér samkeppnis-
færa við útlönd um ungt og atorku-
samt fólk vegna þeirrar þjónustu
sem er verið að byggja upp. ■
MÖRG VERKEFNI FRAMUNDAN
Haldið áfram að vinna að ýmsum
verkefnum s.s. uppbyggingu og skipu-
lagi í Vatnsmýri og blandaðri byggð í
slippnum við Mýrargötu.
Fugladauðinn á Norður-
landi:
Fuglar urðu
hungurmorða
fuglar Náttúrufræðistofnun ís-
lands áætlar að tæplega 4000
fuglshræ, af tíu fuglategundum,
hafi rekið upp á land á Norðurlandi
og Vestfjörðum. Algengustu teg-
undirnar eru stuttnefja og langví-
ur. Að sögn Kristjáns Lilliendahl,
hjá Hafrannsóknarstofnuninni,
sem hefur skoðað nokkur sýni,
dvelur fuglinn yfirleitt við ísrönd
sem liggur við Grænlandssund.
Svo virðist sem hann hafi villst af
leið þegar ísröndin færðist mjög
hratt austur til Kolbeinseyjar.
„Stuttnefjan á, í venjulegu ár-
ferði, að vera við ísröndina en þeg-
ar hún fauk fór stuttnefjan með.
Síðan fauk ísröndin til baka og
stuttnefjan varð eftir. Yfirleitt eru
ekki fuglar svo djúpt út af norður-
landi og því má ætla að rekja til or-
sökin til þessa.“
Kristján segir nóg æti sé fyrir
stuttnefjuna við ísröndina, s.s.
marflær, loðnu og átu.
„Þegar ísröndin fer og ætið
með, leitar fuglinn til lands. Þó nóg
æti sé að finna við grunnslóðirnar
er fuglinn orðinn of veikburða til
að éta þegar þangað er komið.“ B
—♦—
Keflavík:
Húsbrot og
líkamsárás
líkamsárás Tveir menn ruddust
inn í íbúð í Keflavík á laugardags-
kvöldið og börðu húsráðanda og
brutu leirtau. Gleðskapur hafði
verið í gangi þegar mennirnir réð-
ust inn óboðnir. Maðurinn kærði
líkamsárasina og var töluvert um
áverka í andliti hans, þá mest í
auga sem var blátt og marið.
Mennirnir voru fjarlægðir af
lögreglu sem þekkti vel til þeirra.
Ekki var um meiriháttar spjöll að
ræða samkvæmt talsmanni lög-
reglunnar. Talið er að málið fari
fyrir rétt.
Auk húsbrotsins og líkams-
árásarinnar var einn tekinn fyrir
ölvunarakstur og annar ökumaður
tekinn í þriðja sinn eftir að hafa
verið sviptur ökuleyfi. Sá gæti átt
fangelsisvist yfir höfði sér. ■
I INNLENT I
Flugvél frá SAS-flugfélaginu
með 151 farþega innanborðs til-
kynnti um bilun í hreyfli til flug-
stjórnarmiðstöðvarinnar í Reykja-
vík aðfaranótt laugardags. Þegar
var ákveðið að lýsa yfir viðbúnað-
arstöðu samkvæmt flugslysaáætl-
un Keflavíkurflugvallar og allir
viðbragðaðilar boðaðir samkvæmt
því. Vélin lenti heilu og höldnu rétt
fyrir klukkan 5.00 og var þá við-
búnaðarstöðu aflétt.
Tæplega 107 þúsund tonn af
loðnu hefur verið landað á
vetrarvertíð samkvæmt tölum frá
Samtökum fiskvinnslustöðva. Eft-
irstöðvar úthlutaðs fiskikvóta frá
Fiskistofu er því um 186 þúsund
tonn.