Fréttablaðið - 28.01.2002, Qupperneq 4
FRÉTTABLAÐIÐ
28. janúar 2002 MÁNUDAGUR
SVONA ERUM VIÐ
STÆRÐ LANDSINS
ísland er 103.000 ferkílómetrar að stærð.
Landgrunnið að 200 metra dýpi er
111.000 fermkílómetrar, landgrunnið að
400 metra dýpi er 183.000 ferkílómetrar
og efnahagslögsagan er 758.000 ferkíló-
metrar að stærð.
Island 103.000
Landgrunnið
að 200 metra dýpi 111.000
Landgrunnið
að 400 metra dýpi 183.000
Efnahagslögsagan 758.000 Allar tölur f km2
DALAI LAMA
Var glaðlegur að sjá þrátt fyrir veikindin
sem hafa hrjáð hann síðan í síðasta mán-
uði.
Indland:
Dalai Lama
lagður inn á
spítala
bombay ,ap Dalai Lama var lagður
inn á spítala í Bombay á Indlandi í
gær eftir að læknar fundu hnúð í
maga hans. Dalai Lama er æðsti
trúarleiðtogi búddista. Hann veif-
aði brosmildur til blaðamanna á
leið sinni á spítalann. „Dalai Lama
er glaður og ræðir mikið við að-
stoðamenn sína,“ sagði forstjóri
spítalans. Hann sagði verða ljóst í
dag, mánudag, hvað amaði að
Dalai Lama. Hann var staddur í
búddaklaustri í Bodhgaya á laug-
ardag þegar læknar afréðu að
best væri fyrir hann að komast
undir læknishendur. Trúarleiðtog-
inn neyddist til að aflýsa þátttöku
sinni í einni helgustu trúarathöfn
búddista vegna veikindanna, þeg-
ar í síðustu viku. ■
Iris Björk valin „Queen of the World“:
Bjóst ekki við að vinna
FEGURÐARSAMKEPPNI írÍS Björk
Árnadóttir var valin „Queen of
the World“ í samnefndri fegurð-
arsamkeppni í Dusseldorf
Þýskalandi á föstudagskvöldið.
Um 35 stúlkur frá jafn mörgum
löndum kepptu um titilinn.
Fegurðsamkeppni íslands
hefur um árabil sent þátttak-
anda í keppnina en þetta er í
fyrsta skiptið sem íslensk stúlka
hreppir titilinn. íris varð á sín-
um tíma í öðru sæti keppninnar
„Ungfrú ísland". Þetta er annar
titilinn sem íris hreppir á fjór-
um mánuðum en hún vann ein-
nig titilinn „Ungfrú Skandinav-
ía“ þann 6. október síðastliðinn.
Einnig var hún á meðal þeirra 15
efstu í keppninni Miss Europe
fyrr í þessum mánuði.
„Það var talað um að ég fengi
2000 evrur og bíl sem styrktar-
aðili keppninnar leggur til í
verðlaun,“ sagði íris. „Ég bjóst
ekkert við að vinna þannig að ég
hafði ekkert spáð í verðlaunin.
Svo eftir að keppninni var lokið
var ég keyrð beint upp á flugvöll
og ég hóf ferðalagið heim.
Þannig að ég verð að kynna mér
þetta.“
íris segir það hugsanlegt að
verði hún bundin samtökunum
næstu þrjú árin. Hún segist í
kjölfarið vera komin með verk-
efni fram í júní á þessu ári. íris
segist frekar hafa áhuga á því
að beita sér fyrir góðgerðamál-
um en að græða sjálf á ævintýr-
inu. ■
ÍRIS BJÖRK ÁRNADÓTTIR
Hefur frekar áhuga á að beita sér fyrir góð-
gerðamálum en að græða á ævintýrinu.
Ekki áfall þó verð-
bólga hafi verið langt
umfram þolmörk
Seðlabankastjóri segir það ekki áfellisdóm þó verðbólga hafi verið 9,4%
á síðasta ári. Þegar ný gengisstefna var tekin upp var stefnt að því að
verðbólga yrði ekki hærri en 6% Hugsanlegt að tiltrú manna hafi
minnkað segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar.
gengisstefna Verðbólga á síðasta
ári fór langt umfram þau mörk
sem sett voru þegar verðbólgu-
markmið voru
tekin upp sem
megin viðmið
peningastefnunn-
ar í mars á síðasta
ári. Birgir ísleif-
ur Gunnarsson,
Seðlabankastjóri,
segir að þrátt fyr-
ir þetta sé ekki
hægt að tala um
að það hefðu verið
mistök að taka
hana upp þrátt
fyrir að það hefði
gerast við betri að-
BIRGIR
ÍSLEIFUR
GUNNARSSON
Telur það ekki
grafa undan tiltrú
þó þolmörk hafi
ekki haldið.
SEÐLABANKINN
Ný gengisstefna tók gildi 28. mars. Verðbólga mátti verða 6% á árinu. 13. júní voru þol-
mörkin rofin og Ijóst að verðbólga yrði meiri.
e.t.v. mátt
stæður.
Peningastefnan gerir ráð fyrir
að stefnt sé að 2,5% verðbólgu á
ári. Þolmörkin
eru 1,5%. Verð-
bólga má því vera
l%-4%. Ákveðið
var þó að hafa þol-
mörkin víðari tvö
fyrstu árin.
Ástæðurnar voru
tvennar. Annars
vegar mikil verð-
bólga sem var ljós
þegar í mars.
Hins vegar var
óttast að ef Seðla-
TRYGGVI ÞÓR
HERBERTSSON
Tekur peninga-
stefnu 6-18 mán-
uði að skila ár-
angri.
banka tækist ekki að halda verð-
bólgu innan þolmarka fyrst um
Stórútsala!
Prjónagarn 30-45% afsláttur
Hannyrdavörur 35% afsláttur
sinn kynni trúverðugleiki að tap-
ast. Þolmörkin voru því ákveðin
3,5% á síðasta ári. Verðbólga
mátti því vera 6%. Verðbólga
varð hins vegar 9,4%, rösklega
helmingi meiri en stefnt hafði
verið að. Birgir ísleifur segist
ekki óttast að verðbólga langt
umfram þolmörk hafi orðið til
þess að grafa undan trú manna á
gengisstefnunni. Helstu ástæður
fyrir mikilli verðbólgu væri
þensla sem skýrðist af þáttum
sem bankinn hefði ekki stjórn á.
S.s. launahækkunum langt um-
fram framleiðniaukningu. Að-
spurður hvort tímasetningin á
gildistöku gengisstefnunnar væri
röng sagði Birgir að vissulega
hefði verið betra að taka hana
upp í eðlilegra árferði. Fyrri stef-
na hafi hins vegar verið gengin
sér til húðar og óvíst hversu lengi
Seðlabankinn gæti varið gengið.
Birgir kvaðst ekki geta sagt til
um hvort gengisstefnan væri að
skila árangri. Seðlabankinn birtir
nýja verðbólguspá í vikunni og
fyrr geti hann ekki tjáð sig um ár-
angurinn.
„Ég held að það sé alveg hugs-
anlegt að tiltrú manna hafi verið
jafn mikil og vonir stóðu til“, seg-
ir Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stöðumaður Hagfræðistofnunar
Háskólans aðspurður um hvort
mikil verðbólga kunni að grafa
undan trúverðugleika stefnunnar.
Frávik frá verðbólgumarkmiðum
á síðasta ári stafi þó einfaldlega
af mikilli þenslu á vinnu- og vöru-
markaði. I ár sé hins vegar útlit
fyrir að gengismarkmiðin náist.
brynjolfur@frettabladid.is
| ERLENT |
30 manns létust í flugslysi í
Angóla í gær. Flugvélin, sem
var í eigu flughers Angóla, brot-
lenti í suðausturhluta landsins.
Hún var af gerðinni Antonov.
Flugmenn munu hafa tilkynnt um
vélarbilun rétt áður vélin hrap-
aði. Ef marka má fréttir angólska
útvarpsins þá komust einhverjir
farþegar lífs af og voru fluttir á
spítala þar sem gert var að sár-
um þeirra.
Utanríkisráðherra Tyrklands,
Ismail Cem, sagði í gær að
Tyrkir væru reiðubúnir að hefja
viðræður við Grikki til að reyna
að finna lausn á deilum þeirra
um yfirráð yfir Kýpur og loft-
helgi yfir Eyjahafinu. Cem sagði
að vel gæti komið til greina að
leysa deiluna með aðstoð alþjóða-
samfélagsins. Ríkin tvö hafa
löngum eldað grátt silfur. Þau
hafa þó bætt samskiptin undan-
farin ár. Tyrkir hafa ávallt hafn-
að aðstoð utanaðkomandi aðila
við lausn deilanna.
Fjórir japanskir unglingar hafa
játað morð á 55 ára gömlum
heimilislausum manni. Ungling-
arnir sögðu eftir yfirheyrslur að
morðið hefði verið hefnd vegna
rifrildis við fórnarlambið. Ung-
lingarnir eru of ungir til að verða
sóttir til saka. Þeim er haldið
föngnum á heimili fyrir vand-
ræðabörn. Maðurinn fannst í
blóði sínu á föstudagskvöld. Að
sögn lögreglunnar hafa ungling-
arnir ekki komið við sögu lög-
reglunnar áður.
Slæleg vinnubrögð við viðgerð
á dómkirkjunni í Hróarskeldu
á sjöunda áratugnum valda því að
ráðast þarf í mjög kostnaðarsama
viðgerð á kirkjunni. Setja þarf
átta milljónir dkr. í verkefnið nú
þegar til að laga tréverk sem
heldur uppi hluta þaksins. Það
var sett upp á sjöunda áratugn-
um, í kjölfar bruna í kirkjunni.
Alls mun viðgerð á kirkjunni,
sem er tákn Hróarskeldu, kosta
um 85 milljónir dkr.
Ólafur Jóhann:
Sakaður um ritstuld
( v ^óIavöraÖLuííft -- Á tva/ m,
Smiðjuvegi 5, Kópavogi
BÓKMENNTIR Rithöfundurinn Ólaf-
ur Jóhann Ólafsson hefur verið
sakaður um að nota nær orðréttar
Fréttastofa AP bar setningar úr
„The Journey Home" eftir Olaf Jó-
hann saman við setningar úr bók
Fishers „The Gastronomicai Me".
Úr bók Ólafs:
„I adore swimming," she declared.
„Simply adore it..." She looked at
David. „You remember what I wrote
to you from San Sebastian, darling,
don't you?" David hung his head.
Úr bók Fishers:
„Oh yes," she was saying in a high
deliberate way to Chexbres, „I adore
swimming." Then she turned to look
full at David ... „Don't you remember
my letters from San Sebastian, darl-
ing? Don't you?" David lowered his
head ...
setningar úr bók bandaríska rit-
höfundarins M.F.K. Fishers í bók
sína Slóð fiðrildanna án þess að
geta heimilda.
Ólafur og útgefandi hans í
Bandaríkjunum, Pantheon Books,
gáfu út fréttatilkynningu þar sem
Olafur segist hafa viljað heiðra
höfund sem hann dái. Fisher lést
árið 1992 en hann var einkum
þekktur fyrir að skrifa mat-
reiðslubækur. Einnig kemur fram
í tilkynningunni að útgefandinn
íhugi nú að setja tilkynningu á
framan á bók Ólafs þess efnis að
hún innihaldi skírskotanir í annað
höfundaverk. Um er að ræða setn-
ingar úr bókinni „The
Gastronomical Me“.
Bók Ólafs var gefin út í Banda-
ríkjunum árið 2000 og hét þar
„The Journey Home“. ■
ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON
I fréttatilkynningunni kemur fram að hann
og útgefandi hans telji sig ekki hafa brotið
é höfundarrétti. Heldur hafi Ólafur aðeins
verið að votta Fisher virðingu sína.
r