Fréttablaðið - 28.01.2002, Blaðsíða 8
8
FRETTABLAÐIÐ
28. janúar 2002 MÁNUPAGUR
Sóknargjöld:
Lítill sómi að innheimta skatt
af fólki utan trúfélaga
Gó<5 sala í hlutabréfum:
Lífeyrissjóðir
fariðmikinn
hiutabréf Miklar hækkanir á bréf-
um ýmissa félaga á Verðbréfaþingi
íslands það sem af er árinu skýrast
nokkuð af mikilli eftirspurn frá líf-
eyrissjóðunum. Nokkrir verðbréfa-
miðlarar sem blaðið ræddi við gáfu
þessar upplýsingar. Þeir sögðu að
desembermánuður skilaði jafnan
auknu fjárstreymi til lífeyrissjóð-
anna, enda hafi launþegar þá al-
mennt hærri tekjur. Það væri auk
þess áhrifavaldur að lífeyrissjóð-
irnir hefðu þurft að huga að vægi
einstakra fjárfestingaþátta hjá sér
fyrir áramót og af þeim sökum
haldið að sér höndum þar til janúar
gekk í garð. ■
frumvarp „Þetta er ekki stórt mál
í peningum eða stjórnskipun.
Hins vegar er þetta réttlætismál.
íslandi er lítill sómi að því að inn-
heimta skatt af mönnum vegna fé-
lagsaðildar sem þeim kemur ekk-
ert við“, segir Mörður Árnason
um lagafrumvarp sem hann hefur
lagt fram. Þar er kveðið á um að
ekki skuli innheimta sóknargjald
af þeim sem standa utan trúfé-
laga. í dag renna sóknargjöld
þeirra sem standa utan trúfélaga
til Háskóla íslands.
„Ég flutti þetta frumvarp á
næst síðasta þingi. Það vakti tölu-
verða athygli utan þings og fékk
mjög jákvæðar umsagnir, þar á
meðal frá Mannréttindastofu og
Siðfræðistofnun Háskólans en
frekar þurrlega frá Guðfræði-
deild Háskólans." Málið náði ekki
fram að ganga þá.
Andstæðingar þess að hætt
verði að innheimta sóknargjöld af
fólki utan trúfélaga hafa borið því
við að það kynni að verða til þess
að fólk segði sig úr trúfélögum af
fjárhagsástæðum. „Ég geri ráð
fyrir því að eitthvað yrði um það.
Enda er það sú mótbára sem menn
hafa haft um málið allt frá 1915.
Ég held hins vegar að Þjóðkirkj-
an, hvað þá önnur trúfélög,
myndu ekki leggjast af við þessa
breytingu. Það myndi frekar hvet-
ja þau til að halda sínu starfi hátt
á lofti.“ ■
MÖRÐUR ÁRNASON
Hef heyrt á prestum innan Þjóðkirkju
að ekki verði staðið til lengdar gegn
þessum breytingum.
Suðurlandsbraut 32 - Sími 533 1300 - Fax 533 1305
www.fasteiaansalan.is - Netfana: arund@fasteianasalan.is
Oddný I. Björgvinsdóttir Guðmundur Ó. Björgvinsson
sölu-og framkvæmdastjóri
Páll Höskuldsson sölumaður
Leifur Aðalsteinsson sölumaður
3ja herbergja
hdl. og lögg. fasteignasali
Halldór H. Backman
hdl. og lögg. fasteignasali
4ra-7 herbergja
ÁLFTAHÓLAR
Mjög góð og rúmgóð 110 fm 4ra herb. á 6
hæð í lyftublokk. Frábært útsýni,
suðursvalir, og húsið í góðu ástandi. Stutt
er í alla þjónustu, leiksvæöi á lóð.
V. 11.9 millj.
BÁRUGATA- REYKJAV.
Sérlega glæsileg 64 fm mikið endurnýjuð
kjallaraíbúð með sér inngangi. Rótgróinn
og eftirsóttur staður í miðborginni. V. 9.9
millj.
GRÝTUBAKKI
Góð 98 fm íbúð á fyrstu hæð í góðu fjöl-
býlishúsi. Ibúðin er mikið endurnýjuð. Áhv.
ca.6.8millj. V. 10.5 millj.
RÁNARGATA- REYKJAV.
Glæsileg 77 fm mikið endumýjuð kjal-
laraíbúð í þríbýlishúsi á góðum og rólegum
stað. Ljóst parket er á mestallri íbúðinni.
Sér inngangur. V. 9.9 millj.
UGLUHÓLAR
Glæsileg 85 fm íbúð á 3ju hæð í litlu fjöl-
býlishúsi. Baðkar og sturtuklefi. Öll her-
bergi með skápum.
Björt og rúmgóð stofa og borðstofa. Svalir í
vestur. V. 10.5 millj.
FÍFULIND-PENTHOUSE
Sérlega falleg 133 fm 4 herb. íbúð á
tveimur hæðum. Mikið útsýni, bíl-
skúrsmöguleiki á lóð. Uppþvottavél fylgir.
V. 15.6 millj.
SÉRHÆÐ-HAFNARF.
Sérlega skemmtileg 127 fm 3-4ra herb.
Neðri hæð með BÍLSKÚR í tvíbýli. Allt sér.
Frábært útsýni, góð staðsetning. V.13.7
millj.
VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR ALLAR
STÆRÐIR AF EIGNUM
m
FYRIRTÆKJASALA
ICI Akinc SÍÐUMÚLA 15
I5LANU5 SÍMI: 588 5160
.'YHIRTÆKI TIL SOLU
LÍTIÐ SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ
Gissur V. Kristjánsson hdl. og
lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali
SÖLUSTJÓRI
GUNNAR JÓN YNGVASON
DÖMUVERSLUN SEM ALLIR ÞEKKJA aóður hagnaður, selst vegna flutninga
SKYNDIBITASTAÐUR M/KJÚKLING og fl, mikill og góður búnaður, flott aðstaða
DAGSÖLUTURN í ATVINNUHVERFI með lotto , góð afkoma selst vegna veikinda
SÓLSTOFA 11 BEKKIR VELTA 18 MILL. flott sérhönnuð aðstaða, skínandi afkoma
HEILDSALA MEÐ GJAFAVÖRU flottar eftirsóttar vörur, góð velta og afkoma.
FRAMLEIÐSLA í SALATGERÐ öflugt dæmi með topp sölu og afkoman eftir því.
VEISLUÞJ M/ EIGIN SAL Á SPES STAÐ traust góð viðskiptasambönd , góð afkoma.
BAKARÍ / KAFFISTOFA traust 50m velta , góður flottur búnaður, mjög góð afkoma
SJÚKRAÞJÁLFARASTOFA 15-20 ára góð verkefnast. þekkt staðsetning .
HÁRSNYRTISTOFA OG LJÓSASTOFA í einni hagstæðri heild, með góða afkomu
VEITINGAST.VIDEOLEIGA. SJOPPA við stóran framhalds velta 80 m verð 19,9 m
GISTIHEIMILI VESTURLANDI 25 herber.hús, salir.bar og íbúð alls um 1100 fm
HEILSUSTUDIO góð velta , besti tíminn framundan, fæst á mjög góðu verði.
HEILDSALA MEÐ ÞEKKTAR BYSSUR og ýmislegt tengt skotveiði, traust umboð.
TRAUST RÓTGRÓIN SÉRVERSLUN með ritföng.leikföng, gjafavöru, bækur og fl
BLÓMA OG GJAFAVÖRUVERSLUN í Grafarvogí, falleg vel staðsett verslun.
SÖLUTURNAR GOTT ÚRVAL
MIKIL SALA, VANTAR ALLAR GERÐIR FYRIRTÆKJA Á SKRÁ
Skoðaðu heimasíðuna
.wíVJ.f’/rirtækjasala.is
Rádherra fær
heilbrigðisvottorð
Ríkisendurskoðun átelur landbúnaðarráðherra vegna sölu ríkisjarðar til
bróður hans. Sala jarðarinnar Uppsala er ekki ámælisverð og vinnubrögð
ráðuneytisins varðandi sölu ríkisjarða samræmast lögum á heildina litið.
-—♦—
„Landbúnaður
snýst ekki
bara um ær
og kýr."
SALA BÍKisiARÐA í áliti Ríkisendur-
skoðunar á fyrirkomulagi land-
búnaðarráðuneytisins kemur
fram að starfshættir jarðadeildar
landbúnaðarráðu-
neytisins eru taldir
samræmast lögum
á heildina litið.
Ráðherra er þó
átalinn vegna sölu
einnar jarðar og
bent á nokkur atriði sem taka
mætti til skoðunar. Guðni Ágústs-
son segist líta á álitið sem heil-
brigðisvottorð.
Landbúnaðarráðherra er átal-
inn af Ríkisendurskoðun vegna
kaupa bróður hans á ríkisjörð. í
því tilviki skrifaði ráðuneytis-
stjóri undir afsalið en mat Ríkis-
endurskoðunar er að koma hefði
átt málinu til seturáðherra vegna
þess að allir starfsmenn ráðuneyt-
is starfa í umboði ráðherra. Guðni
Ágústsson segist ekki hafa vitað
um málið þegar það var til vinnslu
í ráðuneytinu og að starfsmönn-
um jarðadeildar hafi ekki heidur
verið kunnugt um skyldleika
kaupanda við ráðherra en segist
meðtaka tilmælin.
Ríkisendurskoðun gerir ekki
athugasemd við sölu jarðarinnar
Uppsala en beinir því til ráðuneyt-
isins að það setji sér reglur um
við hvað skuli miða þegar tekin er
ákvörðun um hvenær maður telst
ábúandi samkvæmt jarðalögum.
Bent er á að bræðurnir sem keyp-
tu jörðina og seldu svo ísólfi
Gylfa Pálmasyni hafi ekki verið
búsettir þar þegar salan fór fram
SÁTTUR VIÐ ÁLIT RÍKISENDURSKOÐUNAR
Sala ríkisjarðarinnar Uppsala er ekki talin ámælisverð f skýrslu Rikisendurskoðunar þótt
landbúnaðarráðuneyti sé bent á að setja beri reglur um hvenær maður telst ábúandi jarð-
ar samkvæmt jarðalögum.
þótt þeir hefðu verið þar ábúend-
ur alla sína tíð. Að mati ráðherra
er einnig nauðsynlegt að taka til
skoðunar hvort forkaupsréttur
eigi að gilda ef augljóst er að
kaupendur hafa ekki burði, til
dæmis vegna aldurs, til að nýta
jörð.
Við mat á verðgildi jarða er nú
miðað við að ábúandi ætli að stun-
da þar áfram hefðbundinn bú-
skap. Ríkisendurskoðun beinir
þeim tilmælum til ráðuneytisins
að það kanni hvort tímabært sé að
taka tillit til annarra mögulegra
nytja í verðlagningu ríkisjarða.
Ráðherra tekur undir þessi sjón-
armið Ríkisendurskoðunar.
„Landbúnaður snýst ekki bara um
ær og kýr,“ segir hann og bendir á
verkefni eins og ferðaþjónustu og
skógrækt sem bændur stunda í
vaxandi mæli.
Á heimasíðu landbúnaðarráðu-
neytisins má finna upplýsingar
heiti og söluverð ríkisjarða sem
seldar voru á árunum 1997 til
2001. Þessar upplýsingar verða
uppfærðar árlega.
steinunn@frettabladid.is
Mikil umræða vegna morðs á kúrdískri konu í Svíþjóð:
Ráðstöfuð hjónabönd hafa
ekkert með trú að gera
noregur Eftir að Kúrdi sem bú-
settur hefur verið lengi í Sví-
þjóð myrti 26 ára gamla dóttur
sína fyrir viku síðan, hafa mikl-
ar umræður sprottið upp víða á
Norðurlöndum um fyrirfram
ráðstöfuð hjónabönd.
Dóttirin, Fadime Sahindal,
var myrt eftir að hún neitaði að
giftast kúrdískum frænda sín-
um vegna þess að hún var ást-
fangin af sænskum manni.
„Fyrirfram ráðstöfuð hjóna-
bönd hafa ekkert með trú að
gera,“ sagði Gerd Fleischer,
formaður sjálfhjálparsamtaka
fyrir flóttamenn og innflytjend-
ur í Noregi í samtali við Aften-
posten. Á síðasta ári fékk fólk
FADIME
Þessi mynd af Fadime Sahindal, var tekin
árið 1998. Morðið á henni hefurvakið
mikla athygli á Norðurlöndum. Fjölskylda
hennar flúði frá Tyrklandi til Svíþjóðar árið
1984 þegar Kúrdar börðust fyrir sjáifstæði
slnu i landinu.
af nánast öllum trúarbrögðum
aðstoð hjá samtökunum vegna
þess að því fannst sem verið
væri að beita það þrýstingi til
að kvænast aðilum sem það
vildi ekki kvænast. „Svipaður
þrýstingur myndast einnig í
sumum íhaldssömum kristnum
trúarhópum," bætti Fleischer
við.
Á undanförnum árum hefur
athygli beinst í auknum mæli að
ráðstöfuðum hjónaböndum hjá
múslimskum fjölskyldum. í
þeim tilvikum er hins vegar
ekki um trúarlegar ástæður að
ræða frekar en í öðrum trúar-
brögðum. Slík hjónabönd eru
einnig bönnuð af islam. ■