Fréttablaðið - 28.01.2002, Side 10

Fréttablaðið - 28.01.2002, Side 10
I Rí ITABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins 1 stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. [ BRÉF TIL BLADSINS Dla límdar mjólkur- fernur Skáti skrifar: Ég drekk mikið af fjörmjólk. Nú er svo komið að ég veit ekki hvort mér er unnt að halda því áfram. Ástæðan er ekki sú að mjólkin hafi breyst. Nei, það er annað sem hefur breyst. Það er hvernig fern- unum er lok- að. Svo virðist sem notað sé einstaklega sterkt lím með þeim afleiðingum að nánast er útilokað að geta opn- að fernurnar. Það er nánast án undantekninga að stórsér á fern- unni eftir að mér hefur tekist að opna hana. Það er víðar en á mjókurfern- um sem lím angrar mig. Ég borða mikið af eplum og á þeim er merkimiði sem er settur á með ekki síður sterku limi en notað er til að innsigla mjólkurfernur. Ekki veit ég hvort eplamiðarnir eru settir á með vélum eða fólk hafi atvinnu af þessum óskunda. Hvort sem er - mælist ég til þess að hægt verði að borga eilítið meira fyrir epli sem hafa enga slíka miða. ■ 10 FRETTABLAÐIÐ 28. janúar 2002 MÁNUDAGUR Frá tónlistarhúsi til ráðstefnuhallar 1983-1987 Samtök um byggingu tónlistar- húss yoru stofnuð 1983 undir forystu Ármanns Arnar Ármanns- sonar. Áhugamenn um tónlist höfðu lengi barist fyrir því að reist yrði hús sem hýst gæti tón- listarflutning. Ekkert hús hafði verið hannað með tónlistarflutn- ing sérstaklega í huga hér á landi. Sinfóníuhljómsveit Islands heldur tónleika sína í Háskólabíói sem er að mati þeirra sem gerst þekkja illa til tónlistarflutnings fallið. Haldin er norræn arkitekta- samkeppni um hönnun tónlistar- húss. Guðmundur Jónsson, arki- tekt, sigrar í samkeppni um hönn- un hússins sem rísa á í Laugardal. í framhaldi af samkeppninni er samtökunum úthlutað lóð og Dav- íð Oddsson, þáverandi borgar- stjóri, lýsir yfir að borgin muni gefa eftir öll gjöld sem snerta lóð og húsbyggingu. Fjöldi fólks ger- ist styrktarfélagar samtakanna og talsverðir fjármunir safnast, þó ljóst sé að söfnunarfé dugi aðeins fyrir broti kostnaðar. 1988-1994 Áhugafólk um bygginguna ger- ir ráð fyrir að hægt verði að hefja byggingu hússins sumarið 1991. Hið opinbera er ekki að svo stöd- du tilbúið að leggja fjármuni í bygginguna. Lítil hreyfing er á málinu á þessu tímabili. 1995-1998 Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, lýsir því yfir að hann muni beita sér fyrir því að ákvörðun um tónlistarhús verði tekin á kjörtímabilinu. Ljóst er að áhugi er bæði í ríkisstjórn og hjá borgaryfirvöldum að skriður komist á málið. Þórhildur Þor- leifsdóttir, leikhússtjóri, varpar fram hugmynd um að tónlistarhús verði reist við hið Borgarleik- hússins og Kringlunnar. Tillagan fær ekki mikla umræðu. Nefnd er skipuð og skilar hún skýrslu um málið, þar sem hug- myndir eru uppi um sameiginlegt ráðstefnu og tónlistarhús. Borgar- yfirvöld lýsa yfir áhuga á að slíkt hús rísi í miðborg Reykjavíkur. 1999-2002 Yfirvöld Reykjavíkurborgar, menntamála og samgöngumála Forsaga Eftir nærfellt tuttugu ára umræðu um að tónlistarhús sé á næsta leyti, hyllir undir það að slíkt hús rísi á svæði Austurhafnar f Reykjavík. Ríki og borg virðast samstíga um að reisa hótel, ráðstefnu og tónlistarhús. kynna ákvörðun um byggingu ráðstefnu- og tónlistarhúss við Reykjavíkurhöfn. Nefnd er falið að útfæra hugmyndir og kostnað- arskiptingu, auk þess að leita að fjárfestum að hóteli sem ráðgert er að rísi í samfloti. Samkeppni um skipulag svæðisins er haldin. Fyrstu verðlaun fá arkitektarnir Guðni Tyrfingsson, Lotte Elkjær, Mikel Fischer-Rassmussen og Lasse Grosböl. Borgarstjóri lýsir yfir að samningar um kostnaðar- skiptingu ríkis og borgar séu á lokastigi. ■ KVIÐDÓMURINN Samkörríulag sjómanna og útvegsmanna hefur mælst misvel fyrir. Leitað var til fimm manna og þeir spurðir álits á tillögunum. ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON FORSTJÓRI ÞJÓÐHAGS- STOFNUNAR Ekkimikil áhrif „Tillögurnar snúa náttúr- lega fyrst og ® fremst að framsalinu," sagði Þórður. „Ég hef ekki skoðað það sérstaklega hvaða áhrif þær koma til með að hafa á veiðarnar. Ég hef ekki trú á því að tillögurnar, ef þær kom- ast til framkvæmda, komi til með að hafa mikil áhrif í þjóðhagslegu samhengi, en það fer að sjálfsögðu eftir því hvernig þær verða útfærðar. Áhrifin frá þeim þurfa að vera mjög mikil til þess að þær hafi áhrif á þjóðarbúið." Þórður sagði að þegar væri verið að skapa mjög mikil verðmæti í sjávar- útvegi og að væntanlega myndu tillögurnar ekki að neinu marki hafa áhrif á afla upp úr sjó. „Mér finnst ekki augljóst að breytingarnar muni hafa mikil áhrif á brott- kast en þær gætu haft einhver áhrif.“ ■ ARI EDWALD FRAM KVÆM DASTJÓRI SAMTAKA ATVINNULÍFSINS Hefur áhrif á brottkast Ari Edwald sagðist ekki hafa skoðað tillögurnar í smáatriðum og því gæti hann ekki metið hugsanleg áhrif þeirra á þjóðarbúið. „Það er alveg ljóst að framsal aflamarks innan ársins hefur bæði kosti og galla,“ sagði Ari. „Það getur stuðlað að hag- kvæmni en hefur líka að miklu leyti verið upp- spretta að þeim deilum sem útgerðir hafa átt í við sjómenn. Uppspretta að þeirri gagnrýni sem hefur verið í gangi um um- gengni við auðlindina." Ari sagði að ef tillögurnar kæmust til framkvæmda myndu þær örugglega hafa áhrif á brottkast. „Það sem mér finnst stan- da upp úr er þessi ánægjulegi viðburður að þessir aðilar skuli taka sig saman um tillögugerð á þessu sviði.“ ■ GUÐJÓN HJÖRLEIFSSON BÆJARSTJÓRI í VESTMANNAEYJUM Þjóðarhagur að tillögunum „Mér þykir mjög athyglis- vert að full- trúar sjó- manna og út- vegsmanna hafi náð sam- an. Það getur til lengri tíma litið þýtt meiri sátt um fiskveiðistjórnunar- kerfi, sem deilur hafa ríkt um. Með tillögunum er verið að bregðast við um- ræðu um brottkast á fiski. Það mun sennileg minnka þegar þeir sem eru með úthlutaðar aflaheimildir þurfa að veiða stóran hluta þeirra. Tillögurnar þýða líklega fækkun í flotanum. Mörg kvótalítil skip hafa jafnframt verið dugleg að landa á fisk- veiðimarkaði, þær gætu þýtt minni umsvif þeirra. Heildaráfhrif eru mest í byggðarlögum þar sem aflaheimildir hafa minnk- að en kvótalítil skip hafa skapað sér rekstarum- hverfi með því að leigja aflaheimildir." ■ RAGNAR ÁRNASON PRÓFESSOR VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Voncindi ekki til frambúðar „Mér líst ekki nægilega vel á þessar til- lögur. Þær fela í sér tak- mörkun á við- skiptum með leigukvóta. Það þýðir að tækifæri þeirra sem vilja stunda útgerð á grund- velli leigukvóta eru skert. Það þýðir að þeir sem geta stundað svona útgerð verða færri en áður. Það þýðir jafnframt að tiltek- in hagkvæmi sem falist getur í útgerð á grund- velli leigukvóta glatast samfélaginu. Hitt er síðan annað mál að vera kann að þessar takmarkanir dragi úr öðrum vanda sem sjómenn og útgerðar- menn hafa glímt við. Eins og til dæmis það að sjó- menn hafa tekið þátt í svokölluðum kvótakaup- um, svo ekki sé minnst á brottkast kvótalítilla skipa og annarri slæmri umgengi um fiskimið." ■ MARKÚS MÖLLER DEILDARSTJÓRI VIÐ SEÐLABAN KAN N Sjómenn út úr skápnum „Tillögurnar þýða að kjarn- inn í sjó- mannahreyf- ingunni sem- ur frið við út- gerðarmenn upp á hlut í umframhagn- aðinum sem kvótakerfið á að mynda. Það var fyrir- sjáanlegt. Sérhagsmuna- félög á borð við sjó- mannasamtökin vinna fyrir sérhagsmuni þeirra sem ráða félögunum, ekki fyrir almannahagsmuni. En þeir fórna félögum sínum af kvótalitlum skip- um og skilja bágstödd sjávarpláss eftir í súp- unni. Þetta skerpir línur í baráttunni milli fyrning- arleiðar og veiðgjaldsræf- ils ríkisstjórnarinhar. Sjó- mannasamtökin höfðu alltaf ímugust á gjald- töku, nú eru þau komin út úr skápnum. Þetta breytir engu fyrir kvótahafa sem veiða sjálfir og veldur ekki stórkostlegu óhag- ræði, því áfram má selja langtímakvóta." ■ TILBOÐ A EGLA BREFABINDUM - VERÐ 274 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2002 B/C Atlantis penrti Verb 91 kr/slkk MULALUNDUR NOVUS MASTER gatar 25 blöð. Verö 382 kr Ikrtan Ljósritunarglærur. 100 stk \ pakka. Verb 1,867kr/pk Fuji disklingar 10 stk í pakka. Verð 399 kr/pk Skilblöð númeruð, lituð, stafróf eða eftir mánuðum. xi mmm »» i ' ■ teHLU. , ,,, i*V ! • i-::i : TRICOM reiknivél með strimli Verð 7.900 kr/stk ORÐRÉTT Vinnuslofa 5IBS • Hálúni Wc • Sími: 562 8500 • Beinn sími sölumanna 5628501 • Fax: 552 8819 • Heimasída www.mulalundut.is Tölvuskólinn Sóltúni Sóltuni 3 105 Rnykjavik sinii 5 62 62 12 netfang: skoli@tolvuskoli.not heimasíða: www.tolvuskoli.not Námskeið á næstunni Tolvunám 1 60 stundir Windows XP Word 2000 Excel 2000 Internet Tölvupóstur Næst konnt: 4.feb.-1 .mars kl. 8:30-12:00 mán., miö. og fös. Eldriborgarar 6.feb. kl.8:30-12:00 N á m s k c i ð H e f s t Acceps 2 0 I feb Word 2 04 . f e 1' O u 11 oo k 04 feb Front Paqe 1 08. fet> Windows 2000 1 I . feb. Tölvugrunnur 6 0 st. 2 6 fyrir algjöra byrjendm I e t' * W i n d o w s * I n t o r n e t * I ölvupóstur * Word Dreaniweaver 1 1 1 . feb. Myndvinnslu meö Photoshop 19. teb. 7 Vefsíöugerd Vofsiöugerd 1 HTML Front Page 60 stundir 18.feb-9.mars Vofsiöugorö 2 Dreámweaver Flash Fireworks 120 stundir Skráning í síma 562-6212 alla daga kl. 13-22 SYNIRNIR SLEPPA „Það er verið að hálshöggva mig og aðra sem eins er ástatt fyrir og mér verður hugsað til nafna míns, biskupsins.“ Jón Arason útgerðarmaður og skipstjóri, DV 25. janúar. FLUGFÉLAG HRÖKKLASTFRÁ ÍSLANDI „GO hafa verið mjög ánægðir hérna og vilja vera hérna. Þeir segjast hins vegar ekkert eiga eftir þegar þeir eru búnir að borga þennan háa kostn- að í Keflavík." Jón Hákon Magnússon taismaður flugfé- lagsins GO á íslandi, Fréttablaðið 25. jan- úar. ÍSLENDINGAR ERU ÖFGAMENN „íslendingar eru dálitlir öfgamenn. Annars vegar eru þeir einhver nýj- ungagjarnasta þjóð í veröldinni og hins vegar hliðhollir gömlum hefðum." Árni Björnsson þjóðháttafræðingur, Fréttablaðið 25. janúar. ÝMSIR VILJA FRAM „Ég gef kost á mér til áframhaldandi setu á R-lista og sækist að sjálf- sögðu eftir góðu sæti þar.“ Guðrún Jónsdóttir arkitekt og varaborgar- fulltrúi, Fréttablaðið 25. janúar. •i!'n..iii6. it. i :6ot<.ri«q2 ci.il siá : iíí r-

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.