Fréttablaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTABLAÐIÐ ÞRIDIUDACUR 5. febrúar 2002 9 Félag leikskólakennara Löngu tímabært að skoða lækkun skólaskyldu skólamái Á fundi Félags leik- skólakennara fyrir skömmu var samþykkt ályktun í tilefni af hug- myndum sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla ís- lands um styttingu grunn- og framhaldsskóla. Félagið bendir á að yfir 90% 5 ára barna hér á landi eru í leikskóla sem sam- kvæmt lögum er fyrsta skólastig- ið í íslensku skólakerfi. Leikskóla- kennar telja tímabært að skoða hvort ekki eigi að lækka skóla- skyldu með því móti að gera síð- ustu ár leikskólagöngu að skyldu þannig að hluti leikskólanáms verði foreldrum að kostnaðar- lausu. Björg Bjarnadóttir formaður telur aukna umræðu um skólamál, vera af hinu góða. „í leikskóla er lögð áhersla á leik sem náms- og þroskaleið og byggir leikskóla- starf fyrst og fremst á þeirri hug- myndafræði sem er frábrugðin kennslufræði grunnskólans. Lögð er megin áhersla á félags-, tilfinn- inga- og siðgæðisþroska ásamt því að efla samskiptahæfni og byggja upp sterka sjálfsmynd. Rannsóknir sýna, að árangursrík- asta leiðin fyrir nám barna á leik- skólaaldri og starf síðar á lífsleið- inni, er að læra í gegnum leik og eigin upplifanir í virkum sam- skiptum við börn og fullorðna." Björg segir ennfremur að allar breytingar þurfi að ræða vel á víðum vettvangi og gefa þurfi slíkri umræðu góðan tíma. „Við teljum að það sé mun betra fyrir börn að hefja sína skólaskyldu í leikskóla fremur en innan grunn- skólans. Umræða meðal fagfólks, foreldra og stjórnvalda er nauð- synleg til að geta sæst á það fyrir- komulag sem best hentar.“ ■ BETRA FYRIR BÖRNIN Björg Bjarnadóttir formaður Félags leik- skólakennara telur hentugra fyrir börn að hefja skólaskyldu á leikskóla fremur en í grunnskóla. Fiskveiðistjórnarfrum- varp: „Styttist í það“ Stiórnmál „Það styttist í það“, sagði Árni Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra í gær, þegar hann var spurður hvenær hann leggur fram frumvarp sitt um stjórn fiskveiða. Árni lýsti því yfir í þingræðu 12. desember sl. að hann stefndi að því að leggja það fyrir á fyrstu dögum þingsins. Þá taldi hann raunhæft að þingflokk- ar stjórnarflokkanna fengju frumvarpið í sínar hendur áður en þing hæfist að nýju 22. janúar. í gær vildi hann ekki segja til um hvenær mætti eiga von á frum- varpinu að öðru leyti en því að menn væru að vinna í því og það styttist í að það yrði lagt fram. ■ Félag grunnskólakennara: Innheimtir vangoldin kennaralaun í orlofi kiaramál Á milli 20 - 30 grunn- skólakennarar sem hafa farið í or- lof á þessu skólaári hafa ekki fengið greidd full grunnlaun. Astæöan er sú að stjóm náms- leyfasjóðs þar sem fulltrúar sveit- arfélaga eru í meirihluta, telur að þeir eigi ekki að fá greitt úr svo- nefndum „potti“ sem skólastjórar hafa umsjón með. Það sé vegna þess að greiðslur úr honum séu til kennara vegna álags og ábyrgðar í starfi. Það eigi því ekki við þá sem eru í orlofi. Guðrún Ebba Ólafsdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir að við þessu verði brugðist með því að fara í innheimtuaðgerðir gagn- vart þeim sveitarfélögum sem eiga í hlut. Hún vekur hins vegar athygli á því að stjórn námsleyfasjóðs hef- ur ákveðið að breyta um stefnu í þessu máli gagnvart þeim kennur- um sem fara í orlof á næsta ári. GUÐRÚN EBBA ÓLAFS- DÓTTIR Segist ekki hafa trú á öðru en að þau sveitar- félög sem I hlut eiga muni greiða það sem þeim ber. Þeir sem fara í orlof þá munu fá greidd full grunnlaun. Guðrún Ebba segir að það sé skoðun kenn- ara að þeir eigi að fá sömu grunn- laun í orlofi eins og þeir séu við kennslu. Það gildir bæði í ár sem og eftirleiðis samkvæmt kjara- samningi þeirra. Hún segir að þessi mismunur í ár geti numið 2 - 3 launaflokkum fyrir viðkomandi kennara sem er í orlofi. í pening- um talið gæti þetta verið á milli 10 - 20 þúsund krónur á mánuði sem þessir kennarar hafa orðið af vegna þessarar túlkunar hjá meirihluta námsleyfasjóðs á kjarasamningi kennara og sveit- arfélaga. ■ Útsala - Flísar Vegna veðurs í síðustu viku verður útsalan fram- lengd út þessa viku. Flísar, innréttingar, baðkör o.f.l. á 15-50% afslætti mætið og gerið góð kaup. Mílanó-Flísaverslun Ármúla 17a - Slmi: 511 1660 Sfml: 544 465B Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Síriii: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is 5NJDKEÐJUR Fyrir flestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða BILAÞJONUSTAN Súðarvogi 42 • Sími 588 6531 Loksins Loksins Við höfum opnað bílaþjónustu að Súðarvogi 42 Þar getur þú komið og gert við bílinn eða bónað hann Við aðstoðum þá sem þurfa á því að halda Lyftari og verkfæri á staðnum Hjólbarðaviðgerðir á staðnum ú cfl cFl t=i

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.