Fréttablaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
5. febrúar 2002 ÞRIÐIUDACUR
Verðbólguspá:
Lækkar milli
mánuða
efnahagsmál Greiningardeild ís-
landsbanka spáir því að vísitala
neysluverðs lækki um 0,3% milli
mánuða. Gangi það eftir lækkar
tólf mánuða verðbólga úr 9,4% í
8,9%. Ástæður sem Greiningar-
deild íslandsbanka tiltekur eru
verðlækkanir opinberra aðila og
einkaaðila til að stuðla að stöðug-
leika á vinnumarkaði. Útsölur
verða líka til að lækka neyslu-
verðsvísitölu. Gengishækkun að
undanförnu á að skila sér í minni
verðhækkunum og jafnvel verð-
lækkunum. Hagstofa birtir vísi-
tölu neysluverðs næst á þriðjudag
eftir viku. ■
Hengilsvæðið eitt opið:
Framleiða
snjó í brekk-
urnar
VETRARÍÞRÓTT Ómar Skarphéðins-
son, forstöðumaður Hengils-
svæðisins, segir að snjóvélar
blási nú tilbúnum snjó í einu
brekkuna sem hægt er að hafa
opna á skíðasvæðinu. Ráðgert er
að opna svæðið aftur klukkan
fjögur í dag. Opið var í sex daga
í síðustu viku.
Aðspurður um af hverju ekki
fleiri snjóvélar væru í gangi á
skíðasvæðum hér á landi sagði
Ómar aðstæður verri en erlend-
is. Vélarnar noti jafn mikið vatn
á klukkustund og tvö hundruð
manna byggð. Slökkva þurfi á
miðstöðvum til að spara raf-
magn, svo mikil orka fer í snjó-
gerðina.
Ómar segir vindinn líka vera
versta óvin sinn því hann feykir
um helming framleiðslunnar í
burtu. Einnig þyrlast hann upp í
vindinn og fýkur í burtu þegar
fólk skíðar. Hér þurfi að hanna
sérútbúna skíðabrekku til æf-
inga þar sem hægt er að fram-
leiða snjó. Þá þurfi leiðslur til að
flytja nóg vatn og rafmagn að
vera til staðar. ■
I ERLENT I
A tlantshafsbandalagið, NATÓ,
Xivonast til þess að ógnin við
hryðjuverk verði til þess að
bæta tengslin við Rússa. NATO
og Rússar héldu eins dags ráð-
stefnu í gær. Þar kom fram að
Rússum finnst mjög að sér vegið
í umfjöllun um aðgerðir þeirra í
Tsjetsníu. Það er mat Rússa að
þar eigi þeir í höggi við hryðju-
verkamenn. Sumir líta hins veg-
ar á stríðið þar sem baráttu fyr-
ir sjálfstæðu ríki. Ráðstefnan er
liður í tilraun NATÓ til að bæta
tengslin við Rússa áður en
NATÓ stækkar enn frekar, eins
og hugsanlegt er.
■ Flugfélagið British Airways:
25 milljarða tap á
þremur mánuðum
LONPON.AP Flugfélagið British Air-
ways, tilkynnti í gær taprekstur
upp á um 25 milljarða króna fyrir
skatta þá þrjá mánuði sem eftir
lifðu af síðasta ári. Forsvarsmenn
fyrirtækisins segja útkomuna vera
betri en búist var við eftir árásirn-
ar á Bandaríkin þann 11. septem-
ber. Rúmlega 9 milljarða króna
hagnaður varð hjá fyrirtækinu árið
áður. 7000 manns hefur verið sagt
upp störfum hjá fyrirtækinu und-
anfarið ár vegna niðursveiflunnar.
Búist er við að enn fleiri verði sagt
upp á næstunni. ■
FLUGVÉLAFLOTI
Flugvélafloti 747-véla British Airways flug-
félagsins. Wlikið tap varð á rekstri félagsins
vegna árásanna á Bandaríkin.
Vísindasjóður:
Styrkir rannsókn
á gosinu í Eldgjá
jarðfræði Vísindasjóður hefur
ákveðið að styrkja rannsókn á eld-
gosinu í Eldgjá um 1,5 milljónir
króna. Gosið í Eldgjá árið 934 er
sagt vera stærsta gos á íslandi á
sögulegum tíma. Sem dæmi má
nefna að gossprungan var um 75
kílómetra löng og lá þriðjungur
hennar undir jökli. Verkefnisstjóri
þessarar rannsóknar er Guðrún
Larsen jarðfræðingur hjá Raunvís-
indastofnun Háskóla íslands. Með-
umsækjandi hennar um styrkinn
var Þorvaldur Þórðarson hjá Há-
skólanum í Honolulu á Hawaii í
Bandaríkjunum. Langtímamark-
mið rannsóknarinnar er að fá sem
nákvæmastar upplýsingar um gos-
hegðun, magn og gerð gosefna,
lengd gossins og breytingar á efna-
samsetningu kvikunnar. Nákvæm-
ari þekking á framvindu gossins er
sögð vera forsenda þess að hægt sé
að meta umhverfisáhrif slíks goss
til fullnustu og áhrif svipaðs goss á
nútímasamfélög. í þeim efnum
nægir að nefna áhrif á flugsam-
göngur yfir N-Atlantshaf. ■
Hestamadur mætti
hjólum og datt af baki
Reiðstígar við Elliða- og Rauðavatn hafa verið mikið gagnrýndir.
Kristján Heiðar Kristjánsson hestamaður sagði að það væri ekki
spurning hvort annað slys yrði á svæðinu heldur hvenær.
HESTAR ERU HRÆDDIR f EÐLI SÍNU
Kristján Heíðar kristjánsson sagðist hafa orðið var við vélknúin farartæki á hjólreiða-
stígunum sem væri stórhættulegt og ólöglegt.
hestar Hestamaður missti stjórn
á hesti sínum þegar hann mætti
hópi ungra drengja á reiðhjólum
við Víðidal. Kristján Heiðar
Kristjánsson sagði að hesturinn
hefði gjörsamlega tryllst. Hann
hefði kastað honum af baki og
hlaupið heim í hesthús. Kristján
sagðist hafa bólgnað illa á hné og
verið frá vinnu í tvo daga vegna
slyssins.
„Það sem gerist er að ég mæti
þremur ungum drengjum á hjól-
um og öskra á þá að hægja á sér,“
sagði Kristján Heiðar. „Hesturinn
hrekkur við en strákarnir stoppa.
Þegar ég ríð af stað aftur hreyfðu
strákarnir sig eitthvað og þá gjör-
samlega tryllist hrossið og ég
dett af baki. Þetta gerðist reynd-
ar ekki nákvæmlega á þessum
nýju stígum upp við Rauðavatn,
en nálægt þeim. Þetta sýnir vel
hvað getur gerst þegar hjól og
hestar mætast.“
Nýju hjólreiðastígarnir við El-
liða- og Rauðavatn skarast við
reiðstíga sem voru fyrir á svæð-
inu. Kristján Heiðar sagði
ákvörðun borgaryfirvalda um að
samtvinna stígana ótrúlega.
„Þetta er náttúrlega alveg út
úr kortinu. Það er fáránlegt að
láta sér detta það í hug að setja
saman stíga fyrir reiðhjól og
hross. Hestar eru flóttadýr og
hræddir í eðli sínu. Þá hef ég tek-
ið eftir því að ökumenn vélsleða,
krossara (vélhjóli) og fjórhjóla
hafa nýtt sér þessa nýju stíga
sem er náttúrlega ólöglegt. Eg
var á þessum sama hesti um dag-
inn og mætti krossara. Ég fann
hvernig hesturinn spenntist upp
en var sem betur fer viðbúinn og
stökk af baki. Eftir að krossarinn
var farinn framhjá hljóp hestur-
inn í marga hringi í kringum
mig.“
Kristján Heiðar sagði að það
væri ekki spurning hvort annað
slys yrði á svæðinu heldur
hvenær. í Fréttablaðinu fyrir
skömmu sagði Hrannar B. Arn-
arsson, borgarfulltrúi R-listans
og formaður umhverfis- og heil-
brigðisnefndar, að stígarnir yrðu
ekki aðskildir úr þessu.
trausti@frettabladid.is
MIKIÐ TJÓN
I' eldhúsi Ítalíu er flest brunnið og veitinga-
salurinn er einnig ónýtur eftir eldsvoðann í
fyrrinótt.
Eldsvoði á veitinga-
staðnum Italíu:
Ekki ljóst
hvenær
opnað aftur
eldsvoði Ljóst er að gríðarlegt
tjón varð í eldsvoða á Veitinga-
staðnum Ítalíu við Laugaveg í
fyrrinótt. Verið er að rannsaka
upptök eldsins en líklegt er talið
að þau hafi verið í pizzaofni stað-
arins. Að sögn Salvatore Torrini,
eins eiganda staðarins, verður
staðurinn opnaður að nýju að
loknum endurbótum en ekki er
ljóst hvenær. „Við verðum fyrst
að kanna hversu mikið þarf að
gera og það tekur svolítinn tíma.
Það er ekki hægt að segja neitt
eins og er.“
Veitingastaðurinn Ítalía er á
Laugavegi 11 en einungis tvær
vikur eru liðnar síðan eldsvoði
varð við Laugaveginn, tveimur
húsum ofar. Þá kviknaði í út frá
logandi kerti í íbúð. ■
Samfýlkingin
Prófkjör Samfylkingarinnar
í Reykjavík
Efnt verður til bindandi prófkjörs til þess að velja 3 efstu menn
Samfylkingarinnar í Reykjavík dagana 13.- 17. febrúar. Kjörfundur
verður á skrifstofu Samfylkingarinnar í Reykjavík 4. hæð og verður kosið
aila virka daga frá 16-19, laugardag og sunnudag frá 10 til 17. Próf-
kjörið er opið öllum félagsmönnum og þeim stuðningsmönnum
Reykjavíkurlistans sem lýsa yfir stuðningi og fara á póstlista Sam-
fylkingarinnar. Félögum Samfylkingarfélaganna í Reykjavík verður
sendur kjörseðill með nöfnum frambjóðenda og geta þeir póstsent
atkvæði sín til og með 15. febrúar n.k.
Framboðsfrestur rennur út þann 9. febrúar kl. 17 og skulu framboð
hafa borist prófkjörsnefdarmönnum á skrifstofu Samfylkingarinnar
fyrir þann tíma.
Prófkjörsnefndin.
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur:
Spá í sameiginlegt
framboð fyrir völdin
Húsavi'k Framsóknarflokkur og
Sjálfstæðisflokkur á Húsavík
hafa skipað fulltrúa í nefnd sem á
að kanna möguleika á því að þess-
ir flokkar bjóði fram sameigin-
lega við komandi kosningar til
sveitarstjórnar í vor. Hannes
Höskuldsson formaður uppstill-
ingarnefndar sjálfstæðismanna
segir að tilgangurinn með þessu
sé að komast að því hvort það sé
vænlegri leið til að ná meirihluta í
bæjarstjórninni með því að bjóða
fram sameiginlegan lista í stað
þess að gera það í sitt hvoru lagi
eins og verið hefur. Hann segir að
nefndinni hafi ekki verið sett nein
tímamörk að öðru leyti en því að
menn muni ekki ganga frá fram-
Wliklar hræringar eiga sér stað um þessar
mundir í bæjarpólitíkinni.
boðslistum fyrr en séð verður
hvort Reykjahreppur sameinast
Húsavík í kosningu sem fram fer
9. mars n.k.
Þessir flokkar skipa minnihlut-
ann í bæjarstjórn Húsavíkur. Þar
eru þeir með 2 fulltrúa hvor flokk-
ur á móti 5 fulltrúum Húsavíkur-
listans. Það er mikil breyting frá
því sem var hér á árum áður þeg-
ar þessir flokkar voru ráðandi í
bæjarpólitíkinni þar nyrðra. Á yf-
irstandandi kjörtímabili hafa ein-
nig orðið töluverðar breytingar á
skipan manna frá þessum flokk-
um í bæjarstjórn. Hjá sjálfstæðis-
mönnum hefur oddviti flokksins
farið og komið aftur en fulltrúinn
sem var í öðru sæti hætti á kjör-
tímabilinu. Þá hefur sá sem skip-
aði þriðja sæti listans við síðustu
kosningar ákveðið að hætta. Hjá
Framsókn hætti annar af tveimur
bæjarfulltrúum flokksins sem
náðu kjöri 1998. ■