Fréttablaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 8. mars 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 13 Fjárhagur FIFA betri: Blatter bjartsýnn fótbolti Gagnrýnendur forseta FIFA, Sepp Blatter, fengu í gær tækifæri til að láta í ljós óánægju sína á óvenjulegum fundi hjá stjórn FIFA. Blatter hefur verið ásakaður um slæma fjárhagslega stjórnun, mútur og að fara illa með sjón- varpsrétt á Heimsmeistarakeppn- inni. Framkvæmdastjórn FIFA bað um fundinn. 13 af 24 fulltrúum báðu um ítarlega útlistun á fjár- hagsstöðu FIFA. Lennart Johans- son, forseti knattspyrnusambands Evrópu, er í fararbroddi gagn- rýnenda Blatter. Þeir telja 30 millj- arða gjaldþrot ISL/ISMM, markaðs- fyrirtækis tengt FIFA, hafi verið al- SEPP BLATTER Forseti FIFA. Getur skýlt sér á bak við góða fjárhagsstöðu. varlegra en látið var uppi. Blatter var hinsvegar fullur sjálfstrausts. Fjárhagsdeild FIFA tilkynnti hagn- að á þriðjudaginn og að ekki þyrfti frekari neyðarráðstafanir vegna gjaldþrotsins. ISL/ISMM var í fyrra í viðræðum við FIFA vegna sjónvarps- og markaðsréttar, m.a. á HM 2002 og 2006. Þýska fyrirtækið Kirch Media borgaði í janúar 68 milljarða fyrir réttinn á HM. ■ Vonbrigði á afmæli Real Madrid: Deportivo bikarmeistari fótbolti Sergio Gonzalez og Diego Tristan tryg- gðu liði sínu Deportivo la Coruna konunglega spænska bikarmeistara- titilinn með mörkum í fyrri hálfleik á móti Real Madrid á Bernabeu leikvanginum í Madrid á miðvikudaginn. Raul Gonzalez minnkaði muninn fyrir Real en það dugði ekki til og leikurinn fór 2-1. Zinedine Zidane og fleiri hjá Real áttu góð færi í leiknum en aldrei rataði boltinn í markið. Mark Tristan var mjög ánægjulegt fyrir hann. Real var búið að semja við hann sumarið 2000. Þegar Florentino Perez tók við forsetastöðunni hjá Real rifti hann samningnum. Þessi úrslit voru vonbrigði fyrir Real Madrid. Félagið var að halda upp á hundrað ára afmæli sitt á mið- vikudaginn. 70 þúsund áhorfendur horfðu á leikinn. Meirihluti þeir- ra var farinn af vellin- um þegar fyrirliði Deportivo, Fran Gonzalez, tók við bikarnum úr hendi Juan Carlos Spánarkonungs. ■ COPA DEL REY Brasilíumaðurinn Djal- minha hjá Deportivo La Coruna fagnar eftir sigur- inn á Real Madrid Ný og betri lok á Kotasælu! Kotosælunni trygg)3 jafnari gæði og betn endingu vörunnar. Prófaðu Kotasælu í nýjum og þægilegri umbúðum. Álfilma sem innsiglar dósina og tryggir jafnari gæði og betri endingu. Plastlok sem heldur dósinni þéttlokaðri eftir að innsiglið hefur verið rofið. íslenskir ostar - hreinasta afbragð 0 . www.ostur.is 533 2200 1 8 PIZZA pWfW | • 'cC' r v" 2.390 kr. 16" PIZZA 1.900 kr. 4 Hamborgarar. 1.990 kr. 2 fyrir 1 f maíseðli ef sótt er! 16" PIZZA HHBIHHHHHr ** I % WVMwF , 'w w W vVl v. pst 12” PIZZA. ART-AD

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.