Fréttablaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 22
HRÓSIÐ
Hrósið fær hringjarinn í Hallgrímskirkju fyr-
ir að minna okkur á með klukknahljómi
hvað tímanum líður. Víst er að mörgum
finnst hljómurinn viðkunnalegur og ekki
síst heimilislegur í dagsins önn.
22
FRETTABLAÐIÐ
8. mars 2002 FÖSTUDACUR
Jón er hardur húsbóndi
Persónan
Eg er nú ekki vanur að gera mik-
ið úr svona afmælisdögum ég
hélt hins vegar upp á afmælið mitt
þegar ég var fimmtugur með pomp
og pragt,“ segir Guðjón Friðriksson
sagnfræðingur sem er 57 ára í dag
þann 8. mars. Þrátt fyrir að Guðjón
hugi ekki að deginum á hann allt
eins von á að þeir allra nánustu láti
sjá sig og þiggi kaffisopa í kvöld.
„Ég er hins vegar lítið fyrir bakstur
og játa að ég kann það hreint ekki,“
segir hann. Guðjón situr um þessar
mundir við skriftir í Reykjavíkur-
Akademíunni. „Ég vinn að ævisögu
Jóns Sigurðssonar og er mættur til
starfa fyrir níu og sit við til fimm.
Þessi bók er harður húsbóndi og ég
ber það ekki við að skrópa í vinn-
unni. Eins merkilegt og það er þá
Guðjón Friðriksson er ekki vanur að gera [
mikið úr afmælisdögum.;
held ég að ég sinni þessu starfi mun
betur en ef ég væri í vinnu hjá öðr-
um. Ég fæ jafnan samviskubit ef ég
verð veikur og dríf mig fljótt á fæt-
ur.“ Guðjón var á síðasta ári í húsi
Jóns í Kaupmannahöfn og hefur
væntanlega náð góðum tengslum
þar. „Ég geri það gjarnan þegar ég
skrifa að heimsækja þá staði sem
koma við sögu. Þannig fæ ég betri
tilfinningu fyrir því sem ég er að
koma frá mér. „
Guðjón hefur mikinn áhuga á
þjóðmálum, segist vera mjög póli-
tískur í eðli sínu. Aðspurður um
hvort á honum sé vinstri slagsíða
GUÐJÓN FRIÐRIKSSON
Hann segist vilja skrifa bækur sínar á aðgengilegan hátt þannig að almenningur lesi þær.
segist hann ekki getað neitað því.
„Ég hef alltaf haft gaman af að
fylgjast með og setja mig inn í þau
mál sem eru brennidepli hverju
sinni." Guðjón er kvæntur Hildi
Kjartansdóttur ritstjóra og á hann
tvær dætur frá því fyrir hjónaband
og stjúpson ■
SAGA DAGSINS 1 TÍMAMÓT |
8. MARS ÚTFÖR
Til byltingar kom í Rússlandi 8.
mars 1917 þegar alþýðan reis
upp til að mótmæla miklum skorti
á matvælum og lélegum kjörum.
Byltingaraldan reis fyrst upp í
Petrograd og viku síðar lauk mar-
gra alda keisaraveldi þegar Niku-
lás II. hrökklaðist frá völdum.
Talið er að með þessari byltingu
hafi fyrsta skrefið verið tekið í átt-
ina að kommúnismanum sem síðar
réði ríkjum.
Suez skurðurinn var opnaður á
ný fyrir almenna umferð 8.
mars 1957 eftir að ísraelar drógu
sig til baka af yfirráðasvæði Eg-
ypta.
Vinsælasta lagið í Bandaríkjun-
um árið 1956 var The Great
Pretender í flutningi The Platters.
Árið 1961 var Pony Time með
Cubby Checker vinsælast og árið
1970 trónaði lag Simon og Gar-
funkel, Bridge over 'IYoubled Wa-
ter á toppnum.
JARÐArFARIR
15.00 Einar Jón Blandon, Litlu-Hildisey,
Austur-Landeyjum, verður jarð-
sunginn frá Digraneskirkju í dag.
13.30 Guðrún Jónsdóttir, Hafnarstrætí
18b, Akureyri, verður jarðsungin í
dag frá Akureyrarkirkju.
13.30 Úlfar Þórðarson, læknir, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag.
13.30 Örn Egilsson, símsmiður, Fróð-
engi 6, Reykjavík, verður jarð-
sunginn frá Bústaðakirkju í dag.
14.00 Matthías Hannesson og Snorri
Norðfjörð Haraldsson verða
jarðsungnir frá Keflavíkurkirkju í
dag.
15.00 Hulda Einarsdóttir frá Hringsdal
verður jarðsungin frá Frikirkjunni í
Reykjavík i dag.
14.00 Asa Tryggvadóttir, Vesturgötu 22,
lést 4. mars. Minningarathöfn
verður í kapellu Fossvogskirkju í
dag kl. 15.00. Jarðsett verður frá
Staðarfelli á morgun.
13.30 Haukur Jörundarson, kennari,
Aflagranda 40, Reykjavík, verður
jarðsunginn í dag.
13.30 Gunnar Guðmundsson verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju í
dag.
13.30 Eyjólfur Hermannsson, Hjálm-
holti 1, verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju í dag.
AFMÆLI______________________________
Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og
rithöfundur, er 57 ára í dag.
Sigurður Hlöðversson, sjónvarpsmaður,
er 34 ára í dag.
STÖÐUVEITINCAR_____________________
Áslaug Þórarinsdóttir, lögfræðingur í
dómsmálaráðuneytinu, hefur verið skip-
uð af Dómsmálaráðherra að vera sýslu-
maður í Hólmavík frá 15. mars.
Magnús Bergsson hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Kjarnasviðs Aco-
Tæknivals.
Jón Skjöldur Karlsson, rekstrarfræðing-
ur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri
Ferðalausna ehf. á Akureyri.
Sigurður Ingólfsson hefur flutt sig um
set innan Norræna fjárfestingabankan-
um og hefur nú með höndum stjórn til-
tekinna fjármögnunarverkefna á sviði
umhverfisbóta í Rússlandi innan Al-
þjóðalánadeildar.
tmhusgogn.is
sem sameina fegurð og þægindi
vínrauður, grænn, rauðbrúnn,
Ijósbrúnn, dökkblár og svartur
200x245 cm
86 cm
Leður á slitflötum
vínrauður, Ijósbrúnn og dökkblár
-A 220x270 cm
bak:91cm
Alklæddur leðri
Mán. - fös. 10.00 -18.00 • Laugard. 11.00 -16.00 • Sunnutí. 13.00 -10.00
TM - HÚSGÖGN
Mannbætandi að
vera nærri honum
Ulfar Þórðarson læknir verður jarðsunginn í
dag. Hann var liðlega níræður að aldri og
lifði alla sína daga með gleði. Þannig minnist
Unnur Ulfarsdóttir föður síns.
Faðir minn var fyrst og fremst
mannvinur og það var mann-
bætandi að vera nálægt honum,“
segir Unnur Úlfarsdóttir um föð-
ur sinn Úlfar Þórðarson. Hann
lést í síðustu viku og verður jarð-
sunginn í dag kl. 13. 30 frá Dóm-
kirkjunni. Unnur segir að faðir
hennar hafi hlotið í vöggugjöf
óslökkvandi áhuga og ást á lífinu.
„Ég held að forsjónin hafi ætlað
honum að verða læknir og hann
var það af Guðs náð. Hann græd-
di ekki aðeins og læknaði. Stór
hluti lækninga hans var að gefa af
sjálfum sér og færa sjúklingum
sjnum gleði og von,“ segir Unnur.
Úlfar fæddist að Kleppi í ágúst
árið 1911. Foreldrar hans voru
Þórður Sveinsson yfirlæknir og
kona hans Ellen Johanne Sveins-
son. Úlfar var mikill áhugamaður
um íþróttir og var í Olympíuliði
íslands sem tók þátt í leikunum í
Berlín 1936. Þar lék hann sund-
knattleik með íslenska landslið-
inu. Hann var Valsmaður af llfi og
sál og sat í þeirri bygginganefnd
félagsins sem byggði upp aðstöð-
una á Hlíðarenda. Á árum áður
dvaldi hann nær öllum stundum á
Hlíðarenda og flestir Valsmenn
sem eru ekki því yngri minnast
hans.
Úlfar Þórðarson rak augn-
læknastofu í Lækjargötunni. Ekki
væri ofsagt að segja að stór hluti
íslendinga sem komnir eru af
barnsaldri hafi komið á stofuna
til hans. Þar þurfti ekki að panta
tíma; aðeins að mæta. Hann hafði
mörg járn í eldinum og var lengi
borgarfulltrúi sjálfstæðismann í
Reykjavík auk fjölmargra ann-
arra trúnaðarstarfa sem hann
gegndi.
„Faðir minn átti langt og gæfu-
ÚLFAR ÞÓRÐARSON
Hann var mikill Valsmaður og eyddi ó
fáum stundum i þeirra þágu.
ríkt líf. Hann varð fyrir sínum
sorgum en bar gæfu til að vinna
úr því pg halda áfram að njóta
lífsins. Ég held að hann hafi notið
hvers dags og aldrei leiðst. Fram
að því síðasta sótti hann sund-
laugarnar og var léttur og kátur. “
Unnur segir að eiga Úlfar Þórðar-
son að föður hafi verið ein sam-
felld skemmtun og óseigjanlegt
lán. „Ég gerði mér það betur ljóst
þegar ég vitkaðist hve lánsöm við
systkinin vorum að eiga slíkan
föður."
Úlfar var kvæntur Unni Jóns-
dóttur kennara sem lést 1994.
Auk Unnar áttu þau Þórð Jón sem
lést í flugslysi 1963, Ellen Elísa-
betu og Svein Egil. ■
FÓLK í FRÉTTUM
SíSumúla 30 -Sími 568 6822
- œvintýri líkust
Þeim sem þekkja til kom alls
ekki á óvart að Tómas Ingi 01-
rich hafi orðið fyrir valinu þegar
Davíð Oddsson valdi nýjan
menntamálaráðherra. Hann var
sigurvegari í samanburði milli
þeirra þi'iggja sem komu til
greina. Sigríður Anna Þórðardótt-
ir er þriðjiu maður á lista flokks-
ins í sínu kjördæmi - kjördæmi
sem hefur einn ráðherra. Einar
K. Guðfinnsson er í það litlu kjör-
dæmi og reyndar er farið að telja
hann til nýs norðvesturkjördæm-
is. Þar er fyrir einn ráðherra;
Sturla Böðvarsson. Tómas Ingi er
á sama hátt í norðausturkjör-
dæmi. Þar á Sjálfstæðisflokkur-
inn engann ráðherra. Halldór
Blöndal er á undan Tómasi á list-
anum. Talið er að búið sé með
skipan Tómasar í ráðherrastól að
ákveða hann sem næsta foringja í
kjördæminu.
Hið fyrra bréf Össurar Skarp-
héðinssonar til Baugsmanna
vakti eðilega athygli. Blaðinu
hefur borist vísa sem sögð er eft-
ir Kristján Hreinsson. Vísan er
svona:
„Össurflaug í æstum brag,
engu laug hann hvatur.
Alltfrá Baugi er í dag
öskuhaugamatur."
Þá eiga hagyrðingarnir eftir að
semja um hið síðara bréf Össurar.
Arne Aarhus, base stökkvari
kemur til landsins fyrir
frumsýningu myndarinnar Arne í
Ameríku. Arne er nú í Suður Afr-
íku þar sem hann er fyrirliði í
extreme maraþoni. Hann ætlaði á
Kilmanjaro eftir keppnina, en
aðstendendum myndarinnar tókst
að telja honum hughvarf. Arne
kemur um viku fyrir frumsýn-
ingu sem verður 27. mars.