Fréttablaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTABLAÐIÐ
8. mars 2002 FÓSTUDACUR
Friðrik Pálsson:
Engin greiðsla
eftir starfslokin
landssíminn Engin starfsloka-
samningur verður gerður við Frið-
rik Pálsson, fráfarandi stjórnarfor-
mann í Landssímanum.
Eins og kunnugt er samdi Frið-
rik um sérstakar aukagreiðslur til
sín í gegn um einkafyrirtæki sitt
Góðráð vegna starfa sinna sem
stjórnarformaður Landssímans.
Að sögn Friðriks stöðvast þessar
greiðslur þegar hann hættir sem
stjórnarformaður á aðalfundi
Landssímans næsta mánudag. „Að
sjálfsögðu. Þetta er einfaldlega
sama dæmið og þegar þú færð þér
smið til að vinna fyrir þig: Hann
rukkar bara tímana sem hann vinn-
ur og búið,“ segir Friðrik. ■
Gjaldþrotaskipti Nasco:
Niðurstöðu beðið í máli sjómanna
þrotabú Alls bárust kröfur upp á um
770 milljónir króna í þrotabú Nasco
sem varð gjaldþrota árið 2000. Að-
eins forgangskröfur hafa verið
greiddar. Jóhann H. Níelsson hrl.
skiptastjóri segir að enn sé verið að
innheimta og ganga frá viðskipta-
kröfum og því séu eignirnar ekki
ljósar. Eignirnar velti auk þess að
nokkru leyti á niðurstöðu Héraðs-
dóms Reykjavíkur í málum sjó-
manna sem störfuðu hjá Nasco.
Annars vegar gera nokkrir sjó-
menn kröfu á búið um greiðslu upp-
sagnarfrests í kjölfar gjaldþrotsins.
Um álitamál er að ræða þar sem sjó-
mennirnir gerðu ekki ráðningar-
samninga beint við Nasco, heldur
við útgerðarfélög tengd Nasco sem
skráð eru á eyjunni Isle of Man; svo-
nefnd hentifánafélög. Hins vegar er
um að ræða ágreining milli sjó-
manna, sem sannanlega unnu hjá
Nasco, og þrotabúsins um túlkun
ákvæða um fjárhæðir vegna upp-
sagnarfrests. Málin voru flutt síð-
asta haust og er niðurstöðu að
vænta á næstu dögum. Byggða-
stofnun er stærsti kröfuhafinn í
SKIP NASCO
Styttist í niðurstöðu úrskurðarmála fyrrum
sjómanna Nasco gegn þrotabúinu um
greiðslu uppsagnarfrests.
búið með 145 milljónir króna
ábyrgðarkröfu vegna skuldar
rækjuvinnslu Nasco í Bolungarvík.
Á meðal annarra helstu kröfuhafa
eru Eimskip með 75 milljónir króna,
Búnaðarbankinn 64 milljónir, Olís
43, Esso 35, Skagstrendingur 35. ■
Ahrif Noralverkefnisins
rædd á þingi:
Kallað efitir
mótvægisað-
gerðum
VEXTIR „Verði þetta niðurstaðan
getur þetta haft veruleg áhrif á
skuldir fyrirtækja og heimila",
sagði Jóhanna Sigurðardóttir í
umræðu á Al-
þingi í gær um
efnahagsleg
áhrif Kára-
hnjúkavirkjunar
og álvers í Reyð-
arfirði. í svari
forsætisráð-
herra við fyrir-
spurn hennar
um mótvægisað-
gerðir kemur
fram að Seðla-
bankinn telur
sig kunna að
þurfa að hækka
stýrivexti um
allt að 2,5 %
verði ekki gripið
til annarra mót-
Jóhanna sagði
JÓHANNA SIC-
URÐARDÓTTIR
Ótækt að þing fær
ekki upplýsingar um
mótvægisaðgerðir
éður en ákvörðun
er tekin um virkjun.
vægisaðgerða.
áhrifin ekki síst geta orðið mikil á
íbúðakaupendur vegna affalla á
húsbréfum.
Davíð Oddsson sagði ekki hægt
að fullyrða um að vextir myndu
hækka. Hann lagði áherslu á að
tími gæfist til að ákveða mótvæg-
isaðgerðir þegar tekin hefði verið
ákvörðun um framkvæmdir.
Stuðla mætti að jafnvægi með því
að haga öðrum framkvæmdum
stjórnvalda með hliðsjón af þeim.
„Bæði atvinnulífið og heimilin
kalla á miklu meiri vaxtalækkun",
sagði Ögmundur Jónasson og
hafði áhyggjur af áhrifum vaxta-
hækkunar á skuldsett heimili.
Tveggja prósenta vaxtahækkun
sagði hann vera 200.000 króna
aukaskattur á fjölskyldur sem
skulda tíu milljónir í íbúðarlán.
„Til hvaða mótvægisaðgerða ætl-
ar ríkisstjórnin að grípa til fyrir
hönd heimilanna ef þessi yrði
raunin?“ ■
Æ fleiri arabaríki styðja
friðartilboð Sádi-Arabíu
Ekkert lát á ofbeldisverkum ísraelsmanna og Palestínumanna. Utanrík-
isrádherra Bandaríkjanna gagnrýnir hörku Sharons. íran styður friðar-
tilboð Sádi-Araba. Utanríkisráðherrar arabaríkjanna ræða tilboðið nán-
ar um helgina.
RAMALLA. WASHINCTON. KAÍRÓ. AP
Israelski herinn herti enn hernað
sinn gegn Palestínumönnum í
gær. Ráðist var á tvær flótta-
mannabúðir á Vesturbakkanum,
sprengjum varpað á palestínskar
lögreglustöðvar og flugskeytum
skotið á höfuðstöðvar Jassers
Arafats í Ramalla. Þá gerði
Palestínumaður sjálfsmorðsárás
við innganginn að landnemabyggð
Gyðinga á Vesturbakkanum.
Bæði Colin Powell, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, og Kofin
Annan, framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, gagnrýndu á
miðvikudaginn harðlínustefnu
Aríels Sharons, forsætisráðherra
ísraels.
Bandarísk stjórnvöld hafa und-
anfarið einkum gagnrýnt Arafat
fyrir að gera ekki meira til þess
að koma í veg fyrir hryðjuverk
Palestínumanna. I gær beindi Col-
in Powell gagnrýni sinni einnig að
Ariel Sharon, sem hefur boðað
linnulaust stríð gegn Palestínu-
mönnum þangað til sigur vinnst á
þeim.
„Ef þú lýsir yfir stríði á hendur
Palestínumönnum og heldur að þú
getir leyst vandann með því að sjá
hve marga Palestínumenn er
hægt að drepa - ég veit ekki hvort
það kemur þér neitt áleiðis," sagði
Powell. Hann sagði að bæði Shar-
on og Arafat verði að huga vand-
lega að afleiðingum stefnu sinnar,
sem leiði aðeins af sér meira of-
beldi.
í gær lýsti Iran yfir stuðningi
við friðartilboð Sádi-Araba. Bash-
ar Assad Sýrlandsforseti lýsti yfir
stuðningi sínum fyrr í vikunni,
með nokkrum semingi þó. Jórdan-
UNGIR FLÓTTAMENN KREFJAST HEFNDA
Þúsundir Palestínumanna í flóttamannabúðum í Damaskus í Sýrlandi sýndu í gær stuðn-
ing sinn við uppreisn Palestínumanna og kröfðust hefnda fyrir fallna Palestínumenn.
Nærri fjórar milljónir Palestínumanna hafa stöðu flóttamanna á yfirráðasvæðum palest-
ínsku heimastjórnarinnar og í nágrannaríkjunum.
ía og Egyptaland styðja einnig til-
boðið, auk þess sem reikna má
með stuðningi Líbanons.
Tilboðið frá Abdúlla, krónprins
í Sádi-Arabíu, felst í því að ísra-
elsríki afhendi öll hernumdu
svæðin í skiptum fyrir viðurkenn-
ingu arabaríkja. Um útfærsluna
verði ísraelsmenn hins vegar að
semja við Palestínumenn, Sýr-
lendinga og Líbanon.
Embættismaður í Sádi-Arabíu
sagði frönsku fréttastofunni AFP
að tilboð Abdúllas sé í aðalatrið-
um byggt á ályktunum Sameinuðu
þjóðanna, þar á meðal ályktun nr.
194 sem kveður á um að Palest-
ínskir flóttamenn eigi rétt á því að
snúa aftur til ísraels. Tillögur
Sádi-Araba verða ræddar á fundi
utanríkisráðherra arabaríkjanna í
Kaíró um helgina.
Úrslitum gæti þó ráðið hvort
Arafat fái að yfirgefa Ramalla til
þess að fara á leiðtogafund
Arababandalagsins í Beirút í lok
þessa mánaðar. Palestínumenn
segjast hafa fengið fullvissu fyrir
því frá Abdúlla að hann muni ekki
leggja tilboð sitt formlega fram á
leiðtogafundinum í Beirút nema
Arafat verði viðstaddur. ■
Utsala!
Pelsgarn 15% afsláttur í mars, allir litir.
Páskaútsaumur í úrvali
GPl Skólavörubúðin - Arvaf^.
/ / rteimíj, ícfÁ dg starft -
Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími 564 3988
Hafrannsóknastofnun:
Togararallið kostar
tæpar 100 milljónir
sjávarútvecur Togararall Haf-
rannsóknastofnunar hófst sl.
mánudag. Það stendur í hálfan
mánuð. Fyrir utan rannsóknar-
skipið Árna Friðriksson hafa fjór-
ir togarar verið teknir á leigu í
þetta verkefni eftir útboð meðal
útgerða. Það eru Páll Pálsson,
Ljósfell, Brettingur og Bjartur.
Þrír fyrst nefndu togararnir verða
í þessu verkefni í fimm ár en
Bjartur í þrjú ár. Jóhann Sigur-
jónsson forstjóri Hafró segir
markmiðið með þessum langtíma-
samningum sé að ná fram stöðug-
leika í stað þess að skipta árlega
um skip. Heildarkostnaður Hafró
vegna rallsins, úrvinnslu gagna og
fleira nemur um 100 milljónum
króna. í þessum leiðangri munu
skipin taka alls um 600 tog á
veiðislóðum umhverfis allt landið.
Fimm starfsmenn Hafró eru í
hverjum togara auk átta vísinda-
manna um borð í Árna auk áhafna.
Jóhann segir togararallið mjög
mikilvæg þátt í vöktun botnfisk-
tegunda. Það eru þorskur, ýsa,
ufsi, karfi auk flatfiskstofna eins
og t.d. kola og grálúðu. Hann bend-
ir á að þarna sé um að ræða staðl-
aðar mælingar með sömu aðferð-
um ár eftir ár á sömu veiðislóðum.
Fyrir vikið verður samanburðar-
hæfnin á milli ára mjög sterk út
frá vísindalegu gildi þessara mæl-
inga. Hann segir að stofnunin sé
að skoða með hvaða hætti sé hægt
að koma til móts við þá gagnrýni
að í þessu ralli sé ekki tekið nægj-
anlega mikið tillit til útbreiðslu
nytjastofna á grunnslóð. ■
Minnkandi viðskiptahalli:
Nálægt 20
milljarðar
efnahacsmÁl Fjármálaráðuneytið
telur ekki óraunhæft að gera ráð
fyrir að viðskiptahallinn geti orðið
um eða innan við 20 milljarða
króna á þessu ári. Seðlabankinn
spáði því í ársfjórðungsskýrslu
sinni í síðasta mánuði að viðskipta-
halli á árinu yrði 33 milljarðar.í
vefriti fjármálaráðuneytisins í
gær kemur fram að síðustu þrjá
mánuði hafi innflutningur dregist
saman um 20% á einu ári, sem þýði
minni halla en gert var ráð fyrir.
Tölur Hagstofu um vöruskipta-
jöfnuð að undanförnu séu mun
hagstæðari en gert hafi verið ráð
fyrir í spá Seðlabankans. ■
Vaxtahækkanir vegna
Noralverkefnisins:
Otímabært
að tjá sig
um þetta
vextir „Það er alveg ótímabært að
tjá sig nokkuð um þetta", sagði
Birgir ísleifur Gunnarsson, seðla-
bankastjóri, um svar forsætisráð-
herra við fyrirspurn Jóhönnu Sig-
urðardóttur um efnahagsleg áhrif
framkvæmda við Kárahnjúka-
virkjun og álver í Reyðarfirði. í
svarinu kemur fram að stýrivext-
ir kynnu að þurfa að hækka um
allt að 2,5 prósentustig til að koma
í veg fyrir verðbólgu umfram
verðbólgumarkmið. Er þar vísað í
mat Seðlabankans en tekið fram
að ekki fengust upplýsingar um til
hvaða mótvægisaðgerða stjórn-
völd kynnu að grípa.
„Þetta er bara fræðileg niður-
staða hjá okkur," segir Birgir ís-
leifur. „Við vitum ekki hvort af
þessum framkvæmdum verður
eða hvenær. Við getum ekki sagt
um hvenær eða til hvernig mót-
vægisaðgerða þurfi að grípa. Það
fer alveg eftir stöðunni í efna-
hagslífinu." Hann segir umrædd-
ar vaxtahækkanir ekki miðaðar
við vexti eins og þeir eru í dag
heldur vexti eins og þeir verði á
viðkomandi tímabili. „Það er ekki
hægt að álykta að vextir verði
tveimur prósentustigum hærri en
þeir eru í dag.“ ■
—♦—
Lögreglurannsókn á
Skerj afj arðarslysinu:
Ovissa um
framhald
löcreclumál Óvissa er nú um
framhald rannsóknar lögreglunn-
ar í Reykjavík á Skerjafjarðar-
slysinu.
Að sögn Egils Stephensen sak-
sóknara hjá lögreglustjóraemb-
ættinu þarf ef til vill að fara fram
frekari rannsókn áður en afstaða
er tekin um það hvort ákært verð-
ur.
„Þetta tekur bara því miður
svona langan tíma. Málið er flókn-
ara og seinunnara heldur en menn
gerðu ráð fyrir. Eitt af því sem
verið er að ákveða er hvort rann-
sókn er endanlega lokið. Og ef svo
er hvert rannsóknin þá leiðir.
Nægir það sem fyrir liggur til
ákæru? Ef svo ekki verður málið
fellt niður,“ segir Egill.
Skerjafjarðarslysið er því enn
til meðferðar hjá lögfræðideild
lögreglunnar. Að sögn Egils
mundi frekari lögreglurannsókn á
málinu felast í viðbótarskýrslu-
tökum.
Þess má geta að kæra Félags
flugumferðarstjóra vegna þeirrar
ákvörðunar Flugmálastjórnar að
veita aðgang að hljóðritunum úr
fiugturninum í Reykjavík kvöldið
sem Skei-jafjarðarslysið varð er
einnig til áframhaldandi meðferð-
ar hjá embætti Lögreglustjórans í
Reykjavík. ■
.1