Fréttablaðið - 14.03.2002, Síða 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
14. mars 2002 FIMMTUDAGUR
Framreiknað-
ur mannfjöldi
Hagstofa fslands hefur framreiknað fjölgun
fslendinga fram til ársins 2040. Samkvæmt
þeirri spá mun íslendingum fjölga um tæp
20 þúsund á hverjum tíu árum. Árið 2000
voru íslendingar 282.849 en samkvæmt
spánni verðum við orðnir 363.871.
2000 282.849
2010 305.354
2020 328.847
2030 349.119
2040 363.871
Faro í Portúgal
Glæpakvendi
framselt
til Islands
lögregla Fertug íslensk kona var
handtekin í Faro í Portúgal í lok
janúar og framseld til íslands.
Hún hafði verið dæmd í 15 mán-
aða fangelsi í Héraðsdómi
Reykjavíkur í júní 1997 fyrir fjár-
svik, skjalafals og misneytingu.
Konan mætti ekki til afplánun-
ar og hvarf úr landi. Hún hafði
verið eftirlýst af íslenskum
stjórnvöldum um alllangt skeið
áður en hún fannst í Faro. Þar var
hún handtekin að beiðni Alþjóða-
deildar Ríkislögreglustjóra. ís-
lenskir lögreglumenn sóttu hana
og fluttu til Islands í febrúar til
afplánunar dómsins. ■
fSTAK
Húsasmiðjan hefur einfaldlega boðið betur
að undanförnu segir forstjóri verk-
takarisans.
Istak dregið úr viðskipt-
um við Byko:
„Höfum
ekki fengið
skýringar“
viðskipti „Við höfum leitað eftir
skýringum frá ístaki en það hefur
ekkert komið út úr því,“ segir Jón
Helgi Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Byko. Hann segir
að fram að síðasta hausti hafi
ístak verið einn stærsti viðskipta-
vinur Byko. „Núna kaupa þeir
ekki hjá okkur nema þeir nausyn-
lega þurfi. Þeir gera það aðeins til
að fá vörur sem ekki eru fáanleg-
ar annarstaðar." Jón Helgi sagði
það vera undarlega tilviljun að
þessi breyting hafi átt sér stað
eftir svonefnt Árnamál. Hann
vildi þó ekki fullyrða að það væri
skýringin.
Páll Sigurjónsson, forstjóri
ístaks, vísaði því alfarið á bug að
dregið hefði verið úr viðskiptum
við Byko á nokkurn hátt vegna
Árnamálsins. Hann kannaðist við
að frá síðasta hausti hafi félagið
aukið viðskipti sín við Húsasmiðj-
una, meðal annars á kostnað
Byko. Það skýrðist þó eingöngu af
því að Húsasmiðjan hefði boðið
betur að undanförnu. Páll segist
hafa gefið Jóni Helga þessar skýr-
ingar.
„Við höfum átt mjög langt og
ánægjulegt samstarf við Byko.
Það er rétt að það er keypt svolít-
ið meira af Húsasmiðjunni núna,
en það á sér allt eðlilegar skýr-
ingar.“ ■
’Gjald á endurkomu- og slysadeild Landspítalans:
Hækkaði um 50%
siúkrahús Gjald á endurkomu- og
slysadeild Landspítalans-háskóla-
sjúkrahúss í Fossvogi hækkaði um
700 kr. um síðustu mánaðamót, fór
úr 1.400 í 2.100. Hækkunin er því
50%. „Það er verið að koma í bak-
ið á fólki. Það var verið að skipta
um tvo plástra hjá mér þannig að
mér finnst hækkunin ansi mikil,“
segir Bryndís Hilmarsdóttir, sem
varð óþyrmilega vör við hækkun-
ina þegar hún mætti á spítalann.
„Ég hef komið reglulega síðan ég
handleggsbrotnaði í nóvember,
það var engin viðvörun um hækk-
unina.“ Að hennar sögn var starfs-
fólk deildarinnar jafn hissa en það
varð fyrst vart við hækkunina
þegar það kveikti á tölvunum dag-
inn sem hún tók gildi og fékk
Fréttablaðið þetta staðfest.
Sigurður Páll Óskarsson, svið-
stjóri fjármálasviðs spítalans,
segir skýringu hækkunarinnar
vera tvíþætta. Annars vegar hafi
verðið verið óbreytt frá því að það
var sett á árið 1996. Hins vegar
hafi það aldrei verið kostnaðar-
greint. Við kostnaðargreiningu er
tekið mið af kostnaði spítalans við
þjónustuna. Hækkunin á við um
heimsóknir til sérfræðinga við
spítalann, þ.m.t. hjúkrunarfræð-
inga, annarra en lækna. Sigurður
Páll segir að starfsmönnum spít- landspítalinn fossvogi
alans hafi verið kynntar hækkan- 500/0 hækkun á umbúðaskiptum kom
irnar ■ Bryndísi illilega á óvart.
togarar við bryggju
Ef skip koma með fiskafganga frá vinnslu um borð í land getur aflaverðmætið aukist um einn og hálfan milljarð að sögn Kristjáns Páls-
sonar. Nú er heimilt að henda afgöngum en Kristján vill breyta því.
Rúmur milljarður
fer í hafíð ár hvert
Kristján Pálsson alþingismaður segir aflaverðmæti geta aukist um allt
að einn og hálfan milljarð verði skipum sem vinna fisk á sjó gert að
koma með allan afla að landi. Miklum verðmætum kastað fyrir borð.
Myndi engum árangri skila, segir forstjóri Samherja.
sjávarútvegur Aflaverðmæti út-
gerðarinnar gæti aukist um allt að
einn og hálfan milljarð króna á ári
ef fullvinnsluskipum og öðrum
skipum sem vinna afla um borð
> verður gert skylt
að koma með allan
afla að landi. Þetta
er niðurstaða at-
hugunar sem
Kristján Pálsson,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, lét
gera fyrir sig.
ásamt Einari Oddi
lagt fram laga-
Ég hugsa að
þetta sé afla-
verðmæti af
frystitogara og
gott betur.
Hann hefur,
Kristjánssyni,
frumvarp sem bannar skipum að
henda fiski og fiskhlutum í sjóinn.
„Það gæti skilað allt að einum
og hálfum milljarði fyrir útgerð-
irnar ef allt væri hirt sem er kast-
að fyrir borð í dag,“ segir Krist-
ján. „Einn og hálfur milljarður er
verulegur peningur. Bara þorsk-
hausar og hryggir eru einn millj-
arður. Það er þokkalegasta frysti-
hús sem veltir heilum milljarði.
Ég hugsa að þetta sé aflaverð-
mæti af frystitogara og gott bet-
ur.“
Á sínum tíma var tekin ákvörð-
un um að skip sem vinna afla um
borð þurfi ekki að koma með
fiskafganga að landi. Þetta segir
Kristján að hafi verið réttlætt
með því að kostnaður við breyt-
ingar á skipum og úreldingu því
samfara væri of mikill. Þau rök
ættu ekki við í sama mæli nú.
„Þetta myndi ekki skila neinum
árangri í verðmætasköpun fyrir
þjóðarbúið," segir Þorsteinn Már
Baldvinsson. „Það er alveg rétt að
það eru meiri verðmæti í þorsk-
hausum en voru áður. Enda erum
við allir sammála um að það séu
orðin það mikil verðmæti að okk-
ur beri að hirða þau. Hjá Sam-
herja erum við byrjaðir að hirða
þorskhausana úr þeim fiski sem
við vinnum úti á sjó.“
Þorsteinn segir mikið af því
sem kæmi að landi vera verðlaust
ef frumvarpið verður að lögum.
„Stór hluti af afla frystiskipa er
grálúða og karfi sem engum hefur
tekist að búa til jafn mikil verð-
mæti úr og frystiskipunum. Ég
bendi á úthafskarfann sem við
erum að veiða 45.000 tonn af. Það
er alveg rétt að það fer helmingur
af aflanum í sjóinn aftur. Það er
hluti sem menn vilja ekki greiða
fyrir, hvorki útlendingar, mjöl-
verksmiðjur eða aðrir.“
brynjolfur@frettabladid.is
Samkeppnisstofnun:
Viðræður við Esso í gangi
QLÍUFÉLÖGIN Komi viðbótargögn
sem Olíufélagið Esso vill veita
Samkeppnisstofnun að gagni við
rannsókn ætlaðra brota olíufélag-
anna gæti félagið fengið allt að
helmingi lægri sekt en Skeljung-
ur og Olís. Guðmundur Sigurðs-
son hjá Samkeppnisstofnun sagði
starfsmenn hafa verið í sambandi
við Olíufélagið undanfarna viku
um hvers eðlis þau gögn gætu
verið. Hann vildi ekki tjá sig
frekar um viðræðurnar. Aðspurð-
ur sagði hann að of snemmt væri
að fullyrða um hvort viðbótar-
gögnin gætu orðið til hækkunar
sektar Skeljungs og Olís samhliða
lækkun á sekt Esso.
„Ef viðbótargögnin upplýsa
málið fljótar og betur en annars
hefði oróið mun það leiða til
lækkunar á hugsanlegri sekt
þeirra.“ Guðmundur sagði
stofnunina ekki hafa sett sér end-
anleg tímamörk varðandi rann-
sóknina. Það gæti þó skýrst á
næstunni hvernig samstarfinu
við Esso verður háttað. ■
OLÍUFÉLAGIÐ
Of snemmt að fullyrða um hvort viðbótar-
gögn frá Esso geti orðið til hækkunar sekt-
ar Skeljungs og Olis samhliða lækkun á
sekt Esso.
Gatnamót Reykjanes-
brautar í Garðabæ:
Vilja ekki
frestun fram-
kvæmda
vegamál Bæjarstjórn Garðabæj-
ar hvetur samgönguráðherra,
þingmenn Reykjaneskjördæmis
og Vegagerðina til að fresta ekki
framkvæmdum við mislæg
gatnamót Reykjanesbrautar og
Arnarnesvegar annars vegar og
Vífilsstaðavegar hins vegar.
Samkvæmt tillögum sveitarfé-
laganna á höfuðborgarsvæðinu
að forgangsröðun vegafram-
kvæmda á svæðinu á fram-
kvæmdum við þessi gatnamót að
vera lokið árið 2006.
Ingimundur Sigurpálsson,
oddviti Sjálfstæðismanna í bæj-
arstjórn Garðabæjar, sagðist
telja ástæðu til þess að ætla að
ríkið hygðist fresta fram-
kvæmdum við þessi gatnamót.
Þó hefði hann ekkert fast í hendi
um það. Hann sagði að forsend-
an fyrir því að Garðbæingar
gætu sætt sig við að tvær stórar
umferðaræðar lægju í gegnum
bæinn væri að umferð þvert yfir
þær, þ.e. Reykjanesbraut og
Hafnarfjarðarveg, væri trygg.
Núna, þegar lægi fyrir að tvö-
falda ætti Reykjanesbrautina,
væri afar brýnt að ráðist yrði í
framkvæmdir við mislæg gatna-
mót á sama tíma. ■
-—♦—
Höfuðborgarsvæðið:
Öryggis-
miðstöð rís í
Skógarhlíð
öryggismál Slökkvilið höfuðborg-
arsvæðisins (SHS) er nú með til
athugunar að byggja við slökkvi-
stöðina í Skógarhlíð. Sú viðbygg-
ing er ætluð undir starfsemi Al-
mannavarna ríkisins, fjarskipta-
miðstöðvar lögreglunnar, Neyð-
arlínunnar, Slysavarnafélagsins
Landsbjargar auk slökkviliðsins
sjálfs.
Stjórn SHS hefur þegar sam-
þykkt framkvæmdirnar fyrir sitt
leyti. Aðildarsveitarfélögunum
sjö hefur þegar verið send beiðni
um heimild til 423 milljóna króna
lántöku til að fjármagna bygging-
una. ■
ALÞINGI
Brjóstmynd af Ásgeiri Ás-
geirssyni, fyrrverandi for-
seta íslands og forseta sameinaðs
Alþingis, verður afhent með við-
höfn í gamla eftirdeildarsalnum í
Alþingishúsinu síðdegis í dag.
Ættingjar Ásgeirs færa Alþingi
brjóstmyndina að gjöf. Ásgeir
var þingmaður frá árinu 1923 til
1952, forseti sameinaðs Alþingis
1930 til 1931, fjármálaráðherra
1931 til 1932, og forsætis- og fjár-
málaráðherra árin 1932-1934.
Hann var svo forseti íslands frá
árinu 1952 til ársins 1968.