Fréttablaðið - 14.03.2002, Page 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
14.mars 2002 FIMMTUDACUR
Mótmæla bíræfni ísraela í Reykjavík:
Til stuðnings Palestínu
ERLENT
Ibúar Evrópusambandsríkja
verða stöðugt óánægðari
með tilveruna. Þetta kemur
fram í nýrri rannsókn sem
norska dagblaðið Aftenposten
greinir frá. 55 prósent íbúa í
Þýskalandi, Bretlandi, Frakk-
landi, Ítalíu og Spáni telja
ástandið í heimalandinu mjög
slæmt. Þetta er nokkuð lakari
útkoma en í desember þegar 49
prósent sögðu hið sama. Mest
er óánægjan í Þýskalandi, 75
prósent eru óánægð með
ástand mála. Það eru þó mjög
misjafnar ástæður fyrir
^ánægju fólks á milli ríkja.
ClÞannig eru til dæmis
hryðjuverk Spánverjum efst í
huga en fjölgun glæpa hrjá
helst Frakka.
MÓTMÆLI Félagið Ísland-Palestína
efnir til mótmælastöðu fyrir fram-
an Grand Hótel Reykjavík á morg-
un rétt fyrir kynningu Ferðamála-
skrifstofu ríkisstjórnar ísraels
sem þar fer fram klukkan sex síð-
degis. Félagið hvetur borgarbúa til
að fjölmenna og sýna samhug með
þjáningum Palestínumanna og
stuðning við baráttu þeirra gegn
hernámi ísraela.
„Ísraelsríki hefur um áratuga
skeið ofsótt Palestínumenn á
grundvelli trúarbragða og þjóðern-
is og svipt þá grundvallarréttind-
um sínum. Félagið lýsir furðu sinni
á þeirri bíræfni ferðamálaskrif-
stofu ríkisstjórnar ísraels að efna
til kynningar á skemmti- og sólar-
landaferðum til landsins á sama
tíma og heimurinn stendur á önd-
inni vegna framferðis ísraelshers
[...] Hér er um skipulagðar þjóð-
ernisofsóknir að ræða, þar sem
hernaðarlegum yfirburðum er
beitt til að níðast á landlausri þjóð
sem getur litla björg sér veitt
gagnvart herþyrlum og flugskeyt-
um,“ segir í tilkynningu félagsins
Ísland-Palestína. ■
PALESTÍNSKIR FEÐGAR
VIÐ RÚSTAÐ HEIMILI
Misleh El Sultan hughreystir son sinn
fyrir framan eyðilagt heimili þeirra
í Jebaliya-Gazaströndinni, eftir árásir
ísraelshers á þriðjudag.
Rennidagar
19-20. mars stendur Fossberg ehf. fyrir kynn-
ingu á TITEX- og TUNGALOY-skurðverkfærum
(borar, fræsar, renniverkfæri, snittverkfæri).
Kynningin fer fram í sýningarsal okkar á
Suðurlandsbraut 14, Reykjavík.
Nánari upplýsingar í síma 57 57 600.
Kynningin fer fram á ensku en sölumenn okkar
verða til aðstoðar.
Allir áhugasamir velkomnir.
* FOSSBERG
4 ¥4 FASTEIGNA
W MIÐLUN
Síðumúla 11 • 108 Reykjavik
Sími: 575 8500 • Fax: 575 8505
Veffang: www.fasteignamidlun.is
Netfang: brynjar@fasteignamidlun. is
EINBÝLISHÚS
KLAPPARBERG
Fallegt einbýlishús á fjórum pöllum á
góðum stað í Breiðholtinu. Húsið er
viðarklætt steinhús, falleg gólfefni og
innréttingar, arinn í stofu, fallegur
garður með heitum pottti og hellu-
lagðri skjólgóðri verönd. Nánari upp-
lysingar á skrifstofu.
RAÐ- OG PARHUS
GILJALAND
Mjög gott 210 fm raðhús á tveimur
hæðum ásamt 26 fm bílskúr. Húsið
er í góðu viðhaldi bæði að innan og
utan. Stofan er rúmgóð með parketi
á gólfi og fallegu útsýni.suður-svalir,
borðstofa, 6-7 svefnherb., tvö bað-
herb., gott eldhús og fallegur suður-
garður. Suðurhlið hússins ásamt bíl-
skúr tekin í geng og máluð í sumar.
Toppeign á vinsælum stað. V. 22,9
m..
4RA HERBERGJA
ENGIHJALLI - KÓP.
4ra herb. 98 fm íbúð á 8. hæð (efstu
hæð) í lyftuhúsi. íbúðin er m.a. stofa,
borðstofa, þrjú svefnherb., rúmgott
eldhús, nýlegt flísalagt baðherb. o.fl.
Parket og flísar á gólfum. Þvotta-
herb. á 8. hæð. Tvennar svalir. Mikið
útsýni. Áhv. 4,9 m. húsbréf og bygg-
sj. Verð 11,8 m.
KAMBASEL - BÍLSKÚR
Góð 93 fm 3-4ra herb. íbúð ásamt
26 fm bíiskúr. Þrjú svefnherb., rúm-
gott eldhús, parketlögð stofa með
suð/vestur-svölum út af, nýlega end-
urnýjað baðherb. og þvottaherb. í
íbúð. Bílskúr með geymslulofti. Áhv.
5,8 m. V. 12,9 m.
3JA HERBERGJA
RAUÐÁS
Mjög falleg 73 fm íbúð á þriðju hæð
(efstu) auk geymslu í litlu fjölbýli í Ár-
bænum. Sérsmíðuð falleg eldhúsinn-
rétting, parketlögð stofa, tvennar svalir
með fallegu útsýni, tvö rúmgóð svefn-
herb., flísalagt baðherb. með glugga.
Húsið í góðu viðhaldi jafnt að innan
sem utan. Áhv. 2,1 m. V. 10,9 m.
HRAUNBÆR
Falleg 3ja herb. 69 fm íbúð á 2.h.
með sér inngang af svölum. Tvö
svefnherb., rúmgóð stofa með vest-
ur-svölum út af, gott eldhús með
borðplássi og flísalagt baðherb. Hús
og sameign í góðu ástandi, sameig-
inlegt þvottaherb. með tækjum
ásamt gufubaði á jarðhæð. Áhv. 4,0
m. byggingasj. V. 8,7 m.
2JA HERBERGJA
HJALTABAKKI
2ja herb. ibúð á jarðhæð áþessum
vinsæla stað í Bökkunum. íbúðin er
stofa, rúmgott eldhús, svefnherb.,
baðherb. o.fl. Stutt í skóla og alla
þjónustu. Verð 7,9 m.
Handfrjáls búnaður.
I HÖLPUM FRIÐINN Í UMFERÐINNI!
■ ■ : , ; „ i
www.handfrjals.is [V
Fasteignaskattar ekki
lækkaðir í Garðabæ
Minnihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar gagnrýnir sjálfstæðismenn
fyrir að leggja ekkert af mörkum í baráttunni gegn verðbólgunni. Segir
dæmi um að fasteignagjöld hafi hækkað um 11 til 16% um áramótin.
verðbólga Það er skylda Garða-
bæjar eins og annarra sveitarfé-
laga að reyna að leggja sitt af
mörkum til að hægja á verðbólg-
unni að sögn Einars Sveinbjörns-
sonar, bæjarfulltrúa Framsóknar-
flokksins. Tillaga minnihlutans í
bæjarstjórn um að lækka álagn-
ingarprósentu fasteignaskatts
íbúðarhúsnæðis úr 0,385% í
0,375% var felld á bæjarstjórnar-
fundi í síðustu viku.
„Meirihlutinn virðist hafa tak-
markaðan áhuga á að taka þátt í
þessu átaki með ASÍ og Samtökum
..4____ atvinnulífsins um
að hemja verð-
bólguna," sagði
Einar. „Samband
íslenskra sveitar-
félaga hefur tekið
saman yfirlit um
hlut sveitarfélaga í
vísitölunni. Hann
er um 5%. Þar
vega þyngst hlutir
eins og rafmagn,
hiti, dagvistar-
gjöld og fasteignaskattur. Við ráð-
um ekki yfir hita og rafmagni, það
eru veiturnar í kringum okkur. Við
ráðum hins vegar yfir dagvistar-
gjöldunum og fasteignagjöldun-
um. í Ijósi þess að dagvistargjöld-
in og fasteignagjöldin hækkuðu
umfram verðlag um áramótin þá
þótti okkur vænlegt að leggja til
lækkun á þeim. Sú lækkun átti að
vera viðleitni okkar í átakinu gegn
verðbólgunni. Þessari tillögu var
einfaldlega hafnað.“
Ingimundur Sigurpálsson, odd-
viti sjálfstæðismanna, sagði að al-
menn lækkun á fasteignaskatti
væri ekki inni í myndinni.
„Við hækkuðum viðmiðunar-
mörk á afslætti á fasteignaskatti
til tekjulítilla elli- og örorkulífeyr-
isþega," sagði Ingimundur. „Þá
hafa hækkanir á leikskólagjöldum
Ég verð var
við það að
margir íbúar
bæjarins eru
ákaflega
gramir yfir því
fasteigna-
gjöldin hækk-
uðu mikið
milli ára.
EINAR SVEINBJÖRNSSON
„Meirihlutinn virðist hafa takmarkaðan
áhuga á að taka þátt i þessu átaki með
ASÍ og Samtökum atvinnulífsins."
og á aðgangseyri sundlaugar, sem
fyrirhugaðar voru í upphafi árs
samkvæmt fjárhagsáætlun ársins,
ekki komið til framkvæmdar." I
bókun meirihlutans í fundargerð
bæjarstjórnar kemur fram að
hann líti á þetta sem mikilvægt
framlag Garðabæjar til þjóðar-
sáttar gegn verðbólgu.
Einar sagði leikskólagjöldin
hefðu verið hækkuð í september á
síðasta ári og í forsendum fjár-
hagsáætlunar væri gert ráð fyrir
annarri hækkun á þessu ári og
hvergi verið tekið fram að hætta
ætti við þá hækkun.
„Menn uppgötvuðu það eftir að
bréf birtist í Morgunblaðinu að af-
sláttakjör á fasteignasköttum til
tekjulágra eldri borgara voru orðin
lægri en í hinum nágrannasveitar-
félögunum. Þau voru því leiðrétt til
samræmis við það sem tíðkast ann-
arsstaðar. Þetta telja sumir nægja
en ekki við. Ég verð var við það að
margir íbúar bæjarins eru ákaf-
INGIMUNDUR SIGURPALSSON
„Við hækkuðum viðmiðunarmörk á afslætti
á fasteignaskatti til tekjulitilla elli- og ör-
orkulífeyrisþega."
lega gramir yfir því fasteigna-
fjöldin hækkuðu mikið milli ára.
ig veit ansi mörg dæmi um það að
hækkun fasteignagjalda fyrir
venjulegt sérbýli hafi verið á bilinu
11 til 16% umfram verðlag. Auðvit-
að eru líka dæmi um miklu meiri
og minni hækkanir."
Einar sagði að það hefði komið
fram hjá Ingimundi Sigurpálssyni,
oddvita Sjálfstæðismanna, að
hann teldi ekki taka því fyrir
Garðbæinga að vera með í þessu
átaki gegn verðbólgunni. Garða-
bær væri svo lítill. Einar sagði að
Bessastaðahreppur hefði sýnt
mikla ábyrgð með því að hrinda
þessu átaki af stað.
„Bessastaðahreppur er til fyr-
irmyndar og ég takk hattinn ofan
fyrir þeirra frumkvæði í þessu
máli. Það er hins vegar greinilegt
að sjálfstæðismenn hugsa ekki
alls staðar eins jafnvel þó sveitar-
félögin liggi saman."
trausti@frettabladid.is
Nasdaq:
Erfíð vika hjá
farsímarisunum
markaðir Bréf í finnska far-
símarisanum Nokia hafa lækkað
nokkuð í vikunni eftir afkomuvið-
vörun á þriðjudag. Þá var greint
frá því að sala á fyrsta ársfjórð-
ungi yrði minni en búist var við
þrátt fyrir að hagnaðarmarkmið
myndu að líkindum nást. Bréf
helstu samkeppnisaðilanna
Motorola og Ericsson urðu í kjöl-
farið einnig fyrir um 10% gengis-
falli, enda eru örlög fyrirtækjanna
talin samtvinnuð. Heimsmarkaðs-
hlutdeild Nokia er 37%, Motorola
hefur 17% og Ericsson 7%.
Sérfræðingar telja vaxtar-
möguleika fyrirtækjanna einna
helst felast í aukinni sókn á Asíu-
mörkuðum svo sem Indlandi og
Kína. í Kína eru nú um 150 millj-
ónir farsímanotenda. Þar mun
stór hluti notenda vera í þann veg-
inn að skipta út eldri farsímum
fyrir nýja. Einnig er litið til þess
að von er á nýjum símum frá
Nokia á Bandaríkjamarkað í sum-
ar sem þykja fremur líkjast far-
tölvum en farsímum. Óljóst er
hinsvegar hvernig notendur taka
þeirri þróun. ■
JORMA OLILLA MEÐ NOKIA 7650
Framkvæmdastjóri Nokia heldur á nýjustu
afurðinni: farsíma með stafrænni mynda-
vél og stýripinna.