Fréttablaðið - 14.03.2002, Síða 12
FRÉTTABLAÐIÐ
ÓLYMPÍULEIKAR
14. mars 2002 FIMMTUDACUR
Meistaradeild Evrópu:
Mikil spenna í B-riðli
FYRSTA LYFJAHNEYKSLIÐ
Nú standa yfir vetrarólympíuleikar
fatlaðra í Salt Lake City. Þeir eru, líkt og
nýafstaðnir leikar, ekki lausir við hneykslis-
mál. Þjóðverjinn Thomas Oelsner missti
tvenn gullverðlaun ( skíðagöngu og var
settur í tveggja ára keppnisbann vegna
ólöglegra stera. Þetta er fyrsta lyfjamis-
notkun sem kemst upp um á vetrarólymp-
íuleikum fatlaðra.
fótbolti Manchester United og
Bayern Munchen eru örugg
áfram í Meistarakeppni Evrópu.
Liðin, sem eru bæði í A-riðli,
mættust í gær og skildu jöfn, 0-0.
Nantes og Boavista gerðu einnig
jafntefli í hinni viðureign riðils-
ins,_ bæði lið skoruðu eitt mark.
í B-riðli er staðan heldur jafn-
ari. Barcelona og Liverpool mætt-
ust í gær í hörku viðureign. Þeir
ensku voru mun sterkari til að
byrja og áttu tvö góð færi fyrir
hlé. Spánverjarnir bitu frá sér í
seinni hálfleik en hvorugu liði
tókst að skora og niðurstaðan því
0-0. Roma og Galatasary mættust
í hinum leiknum og skildu liðin
jöfn, 1-1. Liverpool er neðst í B-
riðli með 4 stig en á enn mögu-
leika á að komast áfram. Róðurinn
verður þó erfiður þar sem Roma
er í efsta sæti með 7 stig.
Barcelona er með 6 stig og
Galatasary 5. ■
Lið A-riðiil leikir stig
Man.Utd. 5 9
Bayern M. 5 9
Boavista 5 5
Nantes 5 2
Roma B-riðilI 5 7
Barcelona 5 6
Galatasar. 5 5
Liverpool 5 4
JAFNTEFLI
Allir leikir Meistaradeildar Evrópu f gær
enduðu með jafntefli. Hér kljást Vincent
Wlontella leikmaður Roma og Akman leik-
maður Calatasary.
Shaquille undir hnífinn:
Lidagigt
í stóru tá
KÖRFUBOLTI Shaquille O’Neal hjá
L.A. Lakers segir 80 prósent líkur á
að hann fari í skurðaðgerð á stóru
tá hægri fótar í vor.
Hann er með liðagigt í
tánni og þjáist. Hann
var m.a. settur á sjúkra-
lista hjá Lakers í byrjun
febrúar. Að aðgerðinni
lokinni mun það taka
Shaq þrjá eða fjóra mánuði að jafna
sig í tánni. Því mun hann líklega
missa af byrjun tímabilsins næsta
haust. Það er eðlilegt að hann þurfi
langan tíma til að jafna sig. Hann
notar skónúmer 55 og er því ekki
um neina smátá að ræða. ■
„Keppnin milli annarra liða var
síðan óvenju jöfn og spennandi.
Það voru allir að reyta stig af öll-
um. Deildin hefur staðnað örlítið
undanfarin ár. En margir strákar
eru að koma upp. Þeir hafa burði
til að faera keppnina upp á hærra
plan.“ í fyrstu umferð úrslita-
keppninnar kemst það lið áfram
sem fyrr vinnur tvo leiki. Þau lið
sem eiga heimarétt, spila fyrsta
leik á heimavelli, standa því bet-
ur að vígi. í næstu umferð þarf að
vinna þrjá leiki. „Úrslitakeppnin
er krydd í tímabilið, það
skemmtilegasta á árinu,“ segir
Jón.
Keflvíkingar eiga heimarétt-
inn á móti Haukum. „Keflavík
tekur þetta í tveimur leikjum.
Þetta verður ekki auðvelt en liðið
er sterkara en Haukar. Þeir eru
brokkgengir." Njarðvík á heima-
réttinn á móti Breiðablik. „Þetta
fer 2-1 fyrir Njarðvík. Blikarnir
komu á óvart í vetur, spila góðan
körfubolta og verða sífellt betri.
Þeir gætu strítt Njarðvík en tapa
oddaleik á útivelli." Þó KR eigi
heimaréttinn á móti Hamar spáir
Jón Hamar sigri. „Þetta er ekki
eftir bókinni. KR-ingar eru taldir
sterkari. Hamar hefur hinsvegar
tak á KR. Ég hef það á tilfinning-
unni að Hamar slái KR út í þriðja
leik í Vesturbæ." Fjórða viður-
eignin er milli Tindastóls og
Grindavíkur. Tindastóll á heima-
réttinn. Jón segir það skipta sköp-
um. „Heimavöllur þeirra er
sterkur og skiptir sköpum. Tinda-
stóll vinnur 2-1. Grindavík hefur
þó verið að eflast síðustu vikur og
var að fá inn nýjan leikmann,
Tyson Patterson.“
Jón segir Njarðvík líklegasta
liðið til að hampa íslandsmeist-
aratitlinum. Úrslitakeppnin sé
samt löng og ströng og aldrei að
vita hvað kemur upp á.
halldor@frettabladid.is
Óheppinn Akureyringur:
f ■ i •• rin* ••
lonn Ijorva
föst í nefi
hanpbolti Jónatan Magnússon hjá
KA hefur vakið athygli í vetur
vegna ófrýnilegs nefs, jafnvel
verið líkt við nashyrning. Af-
skræmingin átti sér stað þegar
hann lenti í samstuði við Þorvald
Tjörva Ólafsson hjá Haukum í úr-
slitaleiknum í fyrra. Hann nef-
brotnaði. Framtönn Tjörva brotn-
aði. Jónatan átti að fara í aðgerð í
vor. Eftir leik KA og Afturelding-
ar á dögunum verkjaði hann mik-
ið og lét mynda nefið. Kom í ljós
að brotið úr framtönn Tjörva sat
þar enn. Það hreyfðist í leiknum
og sýking kom í sárið. Tönnin var
fjarlægð í gær. ■
Hamar neglir KR
í kvöld hefst úrslitakeppni Epson-deildarinnar í körfubolta með þremur
leikjum. Jón Orn Guðmundsson, fráfarandi þjálfari IR, spáir í spilin.
körfubolti í síðustu viku lauk
deildarkeppni í Epson-deildinni.
Keflavík vann Breiðablik í spenn-
andi leik og tryggði sér deildar-
meistaratitilinn. KR var skammt
á eftir í öðru sæti. Átta efstu liðin
í deildinni komust áfram í úrslita-
keppni, sem sker út um íslands-
meistaratitilinn. Skallagrímur og
Stjarnan, sem tapaði öllum leikj-
um í vetur, féllu niður í fyrstu
deild. Þór, Akureyri og ÍR lentu í
níunda og tíunda sæti.
Jón Orn Guðmundsson til-
Heimilisdagar
Kastari
Verð áöur 1,790 kr,
Verð 795 kr.
Heimilisdúkar
glæsilegt úrval
20-40% afsláttur
10-40%
afsláttur
gólfefni
málning
hreinlætistæki
ALLOC
Smellt ALLOC parket
ekkert lím, bara að leggja
Verð J .690 kr. m2
Baðkarshurð
Verð áður 26.664 kr.
Verð 15.990 kr.
Sturtuhaus
5 stillingar
Verð 1.359 kr
HUSASMIÐJAN
Slmi 6?6 3000 • www.huM.is
kynnti í síðustu viku að hann ætl-
aði að hætta að þjálfa lið ÍR. Jón á
25 ára feril að baki í körfubolta.
Hann er búinn að þjálfa úrvals-
deildarlið í sex ár, fyrst Þór á Þor-
lákshöfn í tvö ár og síðan ÍR í
fjögur. „Það var komið nóg,“ seg-
ir Jón. „Ég ætlaði að hætta fyrr
þannig að þetta var ekki erfið
ákvörðun. Þjálfarastarfið er
tímafrekt. Oft er erfitt að sam-
ræma það með vinnu og öðru.“
Jón segist svekktur yfir því að ÍR
komst ekki í úrslitakeppnina. Lið-
ið hafi hinsvegar ekki spilað nógu
vel í vetur.
í vetur hafa, að mati Jóns, þrjú
lið borið af í Epson-deildinni,
Keflavík, Njarðvík og KR.
ÚRSLITAKEPPNi
EP5QN-DEILDARINNAR
Keflavik-Haukar Keflavik Föstudaginn 15. mars kl. 19
Ásvellír Sunnudaginn 17. mars kl. 20
Keflavík Þriðjudaginn 19. mars kl. 20
KR-Hamar KR húsið Fimmtudaginn 14. mars kl. 20
Hveragerði Sunnudaginn 17. mars kl. 20
KR húsið Þriðjudaginn 19. mars kl. 20
Njarðvik-Breiðablik Njarðvík Fimmtudaginn 14. mars kl. 20
Smárinn Sunnudaginn 17. mars kl. 20.30
Njarðvík Þriðjudaginn 19. mars kl. 20
Tindastóll-Grindavík
Sauðárkrókur Fimmtudaginn 14. mars kl. 20
Grindavík Sunnudaginn 17. mars kl. 20
Sauðárkrókur Þriðjudaginn 19. mars kl. 20
jÍPRÓTTIR í DAG|
16.45 RÚV
Handboltakvöldið endursýnt.
18.00 Sýn
Heklusportið endursýnt.
18.50 Sýn
NBA-tilþrif.
19.00 Sýn
Heimsfótbolti með West Union.
19.30 Sýn
Sýnt frá Genuity Championship
golfmótinu f Bandarikjunum.
20.00 Körfubolti
Þrír leikir i úrslitakeppni
Epson-deildar karla í
körfubolta. KR tekur á móti
Hamar í KR-húsinu. Breiðablik
fer til Njarðvikur. Tindastóil
tekur á móti Grindavík á
Sauðárkróki.
20.50 Sýn
Leiðin á HM.
22.30 Sýn
Heklusport