Fréttablaðið - 14.03.2002, Page 22

Fréttablaðið - 14.03.2002, Page 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 14. mars 2002 FIMMTUDAGUR HRÓSIÐ Hrósíð fær Davíð Oddsson fyrir að horfa alltaf á björtu hliðarnar, líka þegar vísitala neysluverðs rýkur upp úr öllu valdi og kjarasamningar virðast í uppnámi eftir nokkrar vikur. TÍMAMÓT JARÐARFARIR_______________________ 13.30 Jónas Sigurðsson, fyrrum skóla- stjóri Stýrimannaskólans i Reykja- vík, verður jarðsunginn i dag frá Hallgrímskirkju. AFMÆLI____________________________ Gunnar Felixson, forstjóri, er 62 ára f dag. Helga Vala Helgadóttir, leikkona, er 30 ára í dag. STÖÐUVEITINGAR____________________ Þorkell Ágústsson hefur verið skipaður aðstoðarrannsóknarstjóri Rannsóknar- nefndar flugslysa. Sigurjón G. Geirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Landsbankans. Einar Kr. Guðfinnsson alþingismaður hefur verið skipaður formaður Ferða- málaráðs íslands. POKTOR____________________________ Brynhildur Davíðsdóttir varði á dögun- um doktorsritgerð í umhverfisfræðum við Boston-háskóla. ANPLÁT____________________________ Kristján Þórhallsson frá Björk í Mý- vatnssveit lést 12. mars. Sigfús G. Þorgrímsson, fyrrverandi aðal- varðstjóri lögreglu, Garðatorgi 7, Garða- bæ, lést 11. mars. Unnur Lúthersdóttir, Fannborg 1, Kópa- vogi, lést 23. febrúar. Jón Valgeir Guðmundsson frá Múla, Sigtúni 45, lést 8. mars. Guðsteinn Kristinsson lést 26. febrúar. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sæmundur Bjömsson, Hrútatungu, Hrútafirði, lést 11. mars. Albert Einstein hefði orðið 123 ára í dag: Maður aldarinnar stórmenni í dag eru liðin 123 ár frá fteöingu Alberts Einsteins, þekktasfa vísindamanns síðustu aldar. Einstein bréyttí', heims- myndinni og var valinn maður 20. aldarinnar af tímaritinu Time. Án afstæðiskenningar hans er hæpið að kennirigin um Mikla- hvell, skammtafræði eða raf- eindatækni hefði nokkru sínni lit- ið dagsins ljós, og auðvífað ekki heldur kjarnorkusprengjan. Einstein fæddist 1879 í Ulm í Þýskalandi og var frumburður millistéttarhjóna af gyðingaætt- um. Mamma lét strákinn læra á fiðlu og fyrir áhrif frá henni fékk hann dálæti á klassískum meist- urum eins og Bach, Mozart og Schubert. í upphafi unglingsára hallaðist Albert að gyðinglegum rétttrúnaði og skammaði foreldra sína fyrir að eta svínakjöt en and- lega rumskið náði ekki lengra og hann sneri sér að vísindabókum sem hann nálgaðist, eins og allt sem hann tók sér síðar fyrir hend- ur, með mikilli efahyggju í garð viðurkenndra sanninda og tor- tryggni gagnvart kennivaldi. Þeir skapgerðareiginleikar áttu áreiðanlega þátt í að sértæka afstæðiskenningin varð til árið 1905 og sú almenna árið 1915. Hann var orðinn heimsfrægur 1920 og hlaut nóbelsverðlaun árið eftir, að vísu ekki fyrir afstæðis- kenninguna. Hann flúði undan nasistum til Bandaríkjanna árið 1935 og starfaði sem prófessor við Princeton-háskóla til dauðadags. Hann lést úr hjartaslagi 18. apríl 1995,76 ára að aldri. ■ ALBERT EINSTEIN Hann var kenjóttur unglingur en það rætt- ist heldur betur úr stráknum. Stefán Jón Hafstein, sem vildi ekki mæta Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur, sjálfstæðiskonu, í Ríkisútvarpinu á mánudaginn, segir af og frá að glímuskjálfti hafi valdið því að hann afþakkaði gott boð eins og lesa mátti út úr mola sem birtist hér í gær. Stefán Jón hafði samband og sagðist hafa hlustað á Gísla Martein Baldursson lýsa því yfir að verið væri að vinna að stefnu Sjálf- stæðisflokksins í menntamálum. Stefán Jón segist tilbúinn að ræða menntamál við Guðrúnu Ebbu hvar og hvenær sem er þegar undirbúningi Sjálfstæðis- flokksins fyrir kosningarnar sé lokið og stefnan í menntamálum liggur fyrir. Hallgrímur Helgason, þjóð- skáldið góða, flutti rímu um Símamálið á Skjá einum á dögun- um. Þar er þessi erindi að finna: Davíð Oddsson dregur seiminn og dœsir að málinu lokið sé. Þjóðin er bœði þrjósk og gleymin. En Þórarinn Viðar að sérfé. Landssímamaðurinn litli góði í laumiflettir símaskrám. Forstjórinn þegir þunnu hljóði en Þórarinn Viðar að sér trjám. Óhreinn Loftsson utan gáttar úr ólgusjónum náði að sleppa. Nú efst á Baugi við þybbinn þráttar en Þórarinn Viðar að sérjeppa. í fréttatíma Sturla stendur og stamar grár af Símaraunum. Af þrautagöngu þvcer sínar hendur en Þórarinn Viðar að sér launum. | AFMÆLI I Hlýðir á píanóleik barnabarnanna Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, er 62 ára í dag. GUNNAR FELIXSON Gunnar hefur verið dyggur stuðningsmaður KR-liðsins frá blautu barnsbeini og lék með öllum flokkum félagsins. Hann sat í stjórn knattspyrnudeildar KR í rúm tuttugu ár og einnig í aðalstjórn félagsins. afmæli „Ég held upp á afmælis- daginn með því að hlýða á barna- börnin leika á píanó á nemenda- tónleikum," segir Gunnar Felix- son, forstjóri Tryggingamiðstöðv- arinnar, sem fagnar 62 ára afmæli sínu í dag. Hann segist ekki ætla að gera mikið úr deginum, það sé frekar að hann haldi upp á stóraf- mælin. Gunnar er kvæntur Hildi Guðmundsdóttur og eiga þau tvo syni, þá Guðmund og Ágúst, og dótturina Hörpu Lydiu. Barna- börnin eru orðin fimm talsins og 1 segist Gunnar hafa afskaplega § gaman af því að umgangast þau. | Foreldrar Gunnars, sem nú eru bæði látin, hétu Felix Pétursson frá Vatnsleysuströnd og Ágústa Bjarnadóttir ættuð úr Árnessýslu. Gunnar er yngstur þriggja bræðra. Eldri bræðurnir eru Hörður og hinn kunni íþrótta- fréttamaður Bjarni Fel. Bræðurnir ólust upp á Bræðra- borgarstíg í Vesturbæ Reykjavík- ur og fóru ungir að árum að halda með KR-liðinu í knattspyrnu. Gunnar lék með meistaraflokki KR í knattspyrnu á árunum 1959- 70 og varð margfaldur fslands- og bikarmeistari. Þess má geta að bræðurnir þrír léku allir samtímis með íslenska landsliðinu. Að- spurður hvort honum finnist knattspyrnan hafa mikið breyst í gegnum tíðina segir hann svo vera. „Knattspyrnan í dag er orðin miklu skipulagðari heldur en þeg- ar ég var að spila og er orðin meira í líkingu við atvinnuknatt- spyrnu. Það er mun meiri festa og fleiri æfingar að baki. Knatt- spyrnumenn í dag eru orðnir öfl- ugri í alla staði.“ Gunnar segist eiga önnur áhugamál fyrir utan knattspyrn- una. Hann hafi gaman af því að fara á skíði og veiðar. Ekki vildi hann gera upp á milli veiðiáa og aftók með öllu að hann væri hald- inn ofuráhuga á veiðum, heldur liti hann á þær sem tækifæri til að hitta góða félaga og njóta útiver- unnar. „Við hjónin höfum mikla ánægju af því að ferðast um land- ið og reynum að gera mikið af því. Það er úr mörgum fallegum stöð- um að velja.“ Gunnar hefur starfað óslitið hjá Tryggingarmiðstöðinni í 42 ár. Hann hóf þar störf árið 1960, þá nýútskrifaður úr Verzlunarskólan- um. Hægt og bítandi vann hann sig upp í fyrirtækinu og var orðinn aðstoðarforstjóri þess árið 1976. Það var síðan árið 1991 að Gunnar var gerður að forstjóra fyrirtæk- isins og gegnir því starfi í dag. kolbrun@frettabladid.is Ylirhalnir í miklu úrvali lyrir ungu stúlkuna mömmuna ömmuna og langömmuna 2 fyrir I af eldri vörum (borgar fyrir dýrari flíkina) hr 11*900 Nýjar vörur mokkajakkar stuttir og síðir með og án hettu \oAFM5ID Mörkinni 6, sími 588 5518 SAGA PAGSINS 6. MARS Vísindamaðurinn Albert Ein- stein fæddist í Þýskalandi 14. mars 1879. Einstein er best þekktur fyrir afstæðiskenningu sína sem breytti hugmyndum manna um alheiminn. Þessi mikli hugsuður lést í Princeton í Bandaríkjunum árið 1955. Mikhail Gorbachev var kjör- inn forseti Sovétríkjanna 14. mars 1990. Þrátt fyrir sigur í kosningunum var Gorba-chev mjög umdeild- ur, ekki síst vegna bágs efnahags lands- ins sem leiddi til afsagnar hans í desem- ber 1991. Fiðlarinn á þakinu var frum- sýndur í Þjóðleikhúsinu 14. mars 1969. Fleiri sóttu sýningar á þessu verki en nokkru öðru í hús- inu til þess tíma. fyrstu sem send voru út í beinni sjónvarpsútsendingu. Eftir að hafa setið saklausir í fangelsi í sextán var mönnun- um sex sem kenndir voru við Birmingham sleppt lausum 14. mars árið 1991. Mennirnir höfðu verið dæmdir af breskum dóm- stólum fyrir að sprengja upp tvær krár í Birmingham á Englandi árið 1974 í nafni IRA- hryðjuverkasamtakanna. Vinsæl kvikmynd hefur verið gerð um sögu þessara manna með Daniel Day Lewis í aðalhlutverki. Þeir eiga af- mæli í dag: Michael Caine, leikari, fæddur árið 1933, laga- höfundurinn Quincy Jones, fæddur árið 1933, og Billy Crystal, leikari, fæddur árið 1947. Jack Ruby sem kom Lee Harvey Oswald, meintum morðingja John F, Kennedy, fyrir kattarnef, var dæmdur til dauða 14. mars 1964. Ruby þessi rak næt- urklúbb í Dallas og sagðist sjálf- ur hafa verið frávita af sorg yfir morði Kennedys. Rétt- arhöldin yfir honum voru þau Kvikmynd Magnúsar Guð- mundssonar, Lífsbjörg í Norðurhöfum, var frumsýnd í Sjónvarpinu 14. mars 1989. Kröfu Grænfriðunga um lögbann á sýn- inguna hafði þá verið hafnað. Arið 1965 áttu Bítlarnir topp- lagið sem var „Eight Days a Week. Angurværa lagið „Seasons in the Sun“ í flutningi Terry Jacks var vinsælast árið 1974 og árið 1983 var það Michael Jackson sem átti topplagið, Billie Jean.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.