Fréttablaðið - 03.04.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.04.2002, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 3. mars 2002 MIÐVIKUDAGUR IETTABLAÐ1Ð Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson óg Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalslmi: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- ' uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins (stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. Hættu- legir jeppar Sunnlendingur skrifar áð vekur jafnan undrun mína og hneykslan, þá sjaldan ég á erindi í höfuðstaðinn, að sjá hversu margir kjósa að aka þar um á rándýrum og risastórum jeppabifreiðum. Bæði eyða þær miklu eldsneyti og eru óhag- kvæmar að því leyti og svo menga þessar bifreiðar einnig meira með sínum stóru vélum og mikla bruna. í borginni er jafnan greið- fært enda saltausturinn hvergi meiri þannig að engin þörf er fyr- ir torfærutröllin. Oft er talað um að jeppar séu öruggari öðrum bílum, en ég vil leyfa mér að benda á að það á bara við um þá sem í jeppanum eru. Þeir sem eru svo óheppnir að lenda í árekstri við jeppa á fólks- bílnum sínum eru í þeim mun meiri hættu á að bíða bana eða hljóta varanleg og alvarleg ör- kuml. Þannig mætti færa rök fyr- ir að jeppar séu þjóðhagslega óhagkvæmari en smærri bílar. Það er skiljanlegt að lands- byggðarfólk sem jafnvel þarf að fara fjallvegi kjósi stærri bíla, en hvað hinir eru að gera annað en að bæta sér upp smæðina, hvort heldur er líkamleg eða sálræn, er mér fyrirmunað að skilja. ■ Sannleikurinn mun gera yður frjálsa 14. FEBRUAR urlandi," sagði Valgerður er hún Geir A. Gunnlaugsson gerir sér mælti fyrir friimvarpinu. grein fyrir því að Norsk Hydro muni ekki standa við dagsetningu 28. FEBRÚAR ákvörðunar um álver á íieýðarfirði. Þórður Friðjónsson, formaður sám- Ljóst er £ hans huga að fjárfestirtg ráðshefridar um Reyðarálsyerkefn- fyrirtækisins í Þýskalandi muni ið, greinir iðnaðarfáðherra frá því kalla á frestun ákvörðunar. Geir að tímasetningar verkefnisins séu í um áætlun. í viðtali við Fréttablað- þegir um þessar upplýsingar. Á uppnámi. Valgerður segist hafa ið 18. mars segir Thomas Knutzen, sama tíma stendur Valgerður gert sér ljóst að hún'yrði að ná tali upplýsingafulltrúi Norsk Hydro: Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra í af forstjóra Nörsk Hydro vegna „Samkvæmt tímaáætlun okkar tök- ræðustól Alþingis og mælir fyrir málsins. Það samtal fór ekki fram um við ákvörðun 1. september.“ frumvarpi um Kárahnjúkavirkjun. fyrr en 19. mars. Geir Gunnlaugsson segir, í sömu Röksemdir fyrir virkjun eru meðal frétt, fulltrúa Norsk Hydro ekki annars þær að ekki verði orka sótt 16. MARS hafa sagt neitt sem gefi honum til- annað fyrir álver á Reyðarfirði. Morgunblaðið birtir frétt þess efnis efni til að tímaáætlanir muni ekki „Veigamestu efnahagsáhrifin koma að Norsk Hydro vilji frestun á standast. hins vegar fram á rekstrartíma byggingu álvers á Reyðarfirði. Val- virkjunar og álvers þegar skapast gerður Sverrisdóttir segir að ekk- 22. MARS munu yfir 1.000 ný störf á Miðaust- ert hafi verið ákveðið um að breyta Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- . - v- F,orsaga Reyðarálsverkefníð er í upplausn. Geir A. Gunnlaugsson hafði pata af þvi um miðjan febrúar að tímaáætlanir væru í uppnámi. Þórður Friðjónsson og Valgerður Sverrisdótt- ir höfðu grun um það sama í febrúarlok. 1 IÓNAS SKRIFAR: Hinn illi öxull Bush Bandaríkjaforseti neitar að fordæma nýjustu hryðjuverk ísraelsstjórnar í Palestínu. Hann held- ur áfram að styðja aðgerðir Sharons forsætisráð- herra ísraels, þótt þær hafi gengið fram af siðuðu fólki um allan heim og hafi slökkt síðasta vonar- neistann um frið í Miðausturlöndum. Hræsni Bush er takmarkalaus, þegar hánn krefst þess enn, að Arafat, forsáetisráðhérra Palestínu, stöðvi sjálfsmorðsárásir örvæntingar- fullra Palestínumanna, rétt eins og hann hafi að- gang að einhverjum „on/off“-takká í stofufangelsi Israelsmanna í Ramallah í Palestínu. Bandalag Bandaríkjanna og ísraels er mesta ógnunin við heimsfriðinn um þessar mundir. Það hindrar friðsamlega sambúð vesturs og ísláms og sogar hefndaraðgerðir að Vesturlöndum. Verst áf öllu er, að það hefur klofið Vesturlönd í tvær and- stæðar fylkingar, Ameríku og Evrópu. í samanburði við hinn illa öxul Bandaríkjanna og ísraels fer lítið fyrir öðrum ógnunum við heims- friðinn. Stjórnir íraks og Norður-Kóreu eru hættu- legar umheiminum, en mynda engan öxul sín á milli, né heldur við íran, sem er hættulaust um- heiminum, þótt það gefi Palestínu vopn. Það er út í hött hjá Bush Bandaríkjaforseta að kalla írak, íran og Norður-Kóreu öxul hins illa í heiminum. Eini illi öxullinn á heimsmælikvarða um þessar mundir er öxull Bandaríkjanna og ísra- els, linnulaus stuðningur heimsveldis við ofbeldis- hneigt og ofstækisfullt smáríki. í skjóli neitunarvalds Bandaríkjanna í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna hefur ísrael lengi komizt upp með sívaxandi brot á alþjóðasamningum um meðferð fólks á hernumdum svæðum. ísraelsmenn eru farnir að trúa, að vegna sérstakra aðstæðna gildi almennar siðareglur ekki um ísrael. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra endur- speglar almenn viðhorf ríkisstjórna Evrópu, þegar hann fordæmir nýjustu aðgerðir Sharons í Palestínu. Satt að segja eru leiðtogar Evrópu al- „Mikilvœgt er, að þjóðir ríkjanna tveggja, sem mynda hinn illa öxul heimsins, heyri, að þœr hafa alls engan siðferðilegan stuðning umheimsins. “ mennt gáttaðir á ofstæki ísraelsríkis og ekki síður á stuðningi Bandaríkjanna við ofstækið. Hernaðarlega skiptir Evrópa engu og getur ekki gert neitt í málinu, hvorki sameinuð né sem einstök ríki. Evrópa getur staðið uppi í hárinu á Banda- ríkjunum í gagnkvæmum tollmúrum og mun gera það í vaxandi mæli, en hún getur aðeins verið áhorfandi að hryðjuverkum hins illa öxuls. Evrópa getur veitt Palestínu pólitískan stuðning og reynt að ná samstöðu við ríki íslams um skyn- samlega stefnu friðar í Miðausturlöndum. Mikil- vægt er, að þjóðir ríkjanna tveggja, sem mynda hinn illa öxul heimsins, heyri, að þær hafa alls eng- an siðferðilegan stuðning umheimsins. Ekki eru horfur á, að ástandið lagist í bráð. Senn fer að hefjast undirbúningur kosninga í Banda- ríkjunum. Þar er hefðbundið, að enginn nær kosn- ingu til þings, ef hann efast um réttmæti stuðnings Bandaríkjanna við ísrael. Því má ekki búast við raunsæjum röddum frá Bandaríkjunum í bráð. í Evrópu eru menn farnir að skilja gerjun ver- aldarsögunnar, enda er kalda stríðið langt að baki. Rofin er samstaða vesturs, eins og hún kom skýrast fram í Atlantshafsbandalaginu. Menn munu fjölga aðildarríkjum og fjölyrða á hátíðar- fundum um samstöðu, en innihaldið er dautt. Lokið er stuttu friðarskeiði eftir kalda stríðið og risin ný ógnun við heimsfriðinn, öxull Banda- ríkjanna og ísraels, þar sem heimsveldi hefur gert utanríkisstefnu lítils ofbeldisríkis að sinni. Jónas Kristjánsson jlaiuiújimri .avjv/atjúi aljiLb RHOLT-GOTUHÆÐ GLÆSiLEG 314 M2 JARÐHÆÐ MEÐ GLUGGUM Á 3 VEGU. SKIPTANLEGT. STÓRIR GLUGGAR. GOTT STIGAHÚS, LYFTA. GOTT GEYMSLUHÚSNÆÐI Á NEÐRI HÆÐ FYLGIR. MÖRG BÍLASTÆÐI FYLGJA. í LOKUÐU BÍLAHÚSI. LAUST STRAX. HAGSTÆÐ ÁHVÍLANDI LÁN. HAGSTÆTT VERÐ. 'iHTi'H'i'Miiifi'iMimmiiii* i'i' i' iir<|ni ii m m wn Iin*ii'i|ii|i imíi i tihwi nw imiimimwimiiiimi Innherjar kynda undir stól Valgerðar „Það verður gaman að fylgjast með því hvernig umræðan um Reyðarál, Norsk Hydro og allt það þróast nú eftir páska. Kannski þróast hún ekki neitt og fer aldrei á flug,“ segir einn innherja á stjórnmálaspjallþræði á visi.is. „Mér finnst ekki ósennileg teóría að ríkisstjórnin hafi vitað að Norsk Hydro væru hættir við (voru reyndar aldrei með ef grannt er gáð), þegar strax eftir áramót. En þessu var haldið leyndu, svo var pínupons lekið í Moggann en þess gætt að það væri nógu andskoti nálægt pásk- um svo teygja mætti lopann inn í hátíðarnar.“ Sá er ekki bjartsýnn á framhaldið og telur að allir draumar um þessa stóriðju séu úti. „Þeir reyna að halda álvers- draumnum fram yfir næstu al- þingiskosningar tel ég,“ segir einn. Málið er enda viðkvæmt í kjördæmi formanns Framsóknar- flokksins. „Já, ráðherra hefur fest skegg- ið ærlega í póstkassanum í þetta skiptið," segir einn og fleiri taka undir það. Innherjar fullyrða að Valgerður hafi vitað um það fyrir löngu að búið væri að blása verk- efnið af. Af þeirri fullyrðingu draga menn svo sínar ályktanir og krafan um afsögn fer að láta á sér kræla. „Ráðherra sem hylmir yfir lygum annarra ber að segja af sér,“ segir einn og segist geta nefnt mýmörg dæmi um afsagnir vegna sambærilegra mála á Norð- urlöndum. „Það á eftir að hitna svakalega undir þessu liði á næstu dögum, ég heyri hvernig hnífarn- ir eru nú slípaðir," bætir annar við. Innherjar eru að vanda harðir í horn að taka. Einn heldur þó uppi smá vörnum. „Stóllinn hennar er orðin mjög heitur, en mér finnst hálf hrægammalegt ef hún verður látin fara og aðrir, sem gert hafa mun stærri bommertur (sjávarút- vegur, samgöngur) fái að sitja áfrarn." ■ ráðherra, les upp yfirlýsingú um að Norsk Hydro muni ekki treysta sér til að standa við þær tírnaáætlanir sem ráð var fyrir gert. Hún ségir ákvörðunina hafa komið íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu og lýs- ir yfir vonbrigðum sínum. Hún seg- ir mikilvægt að Norsk Hydro sé enn inni í myndinni, en nú hafi stjórnvöld og Landsvirkjun fullt frelsi til að ræða við aðra um að- komu að verkefninu. ■ I ORÐRÉTT I CÆTI ORÐIÐ RÁÐHERRA Ég er ráðin til þess að segja: „Já“, „ahaa?“ og „ha ha ha ha“. Ég á helst ekki að láta ljós mitt skína, ég er bara aðstoðarmanneskja. Beta rokk, aðstoðarmaður Sigurjóns Kjartanssonar, fyrrverandi tvíhöfða. Fréttablaðið, 2. apríl. SKÁRRA AÐ VITA HVER ER AÐ SKIÓTA Það olli okkur ótta að við vissum ekki hver var að skjóta á hvern. Jóhann Kárason, stöðvarstjóri Atlanta í Lagos, um það þegar skotið var á bíla sem nálguðust bílalest flugliða fyrirtækis- ins. DV, 2. apríl. HUGSAÐ YFIR HEFTINU Ég er mjög hugsi yfir þessu. Þetta eru náttúrulega hrylli- lega miklir vextir Jóhanna Sigurðardótt- ir, alþingismaður, um yfirdráttarlán heim- ilanna. Fréttablaðið, 2. apríl. VINIR HINS FRIÁLSA HEIIVIS Jasser Arafat er óvinur ísraels og óvinur hins frjálsa heims Ariel Sharon, forsætisráðherra fsraels. Fréttablaðið, 2. apríl. RAUNVERULEIKINN RUGLAR MENN Egill virðist hafa étið upp hrátt ruglið úr Erni Sigurðssyni, tals- manni Betri byggðar, sem hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri um samgönguáætlun sem ekki er til. En hver er raunveru- leikinn sem ruglar þessa ágætu menn? Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, um skrif Egils Helgasonar. Morgunblaðið, 2. apríl. LJÓSKURNAR KLIKKA EKKI Ég skrapp í Kringluna fyrir stuttu í snyrtivöruverslunina Hygeu, þar tók á móti mér kona að nafni Jóna (ljóshærð) og lang- ar mig til að þakka henni fyrir frábæra þjónustu. Ég kom til að spyrjast fyrir um næturkrem og langaði til að fá prufu hjá henni til að prófa. Næturkrem konan. Morgunblaðið, 2. april. ÖLL MÁL ERU HEILBRIGÐIS- MÁL Þetta var hálfgerð heilsugæsla að gera þessa mynd. Það tóku allir þátt í þessu og þetta var mikil lyftistöng fyrir andlegt upplag íbúa hér á svæðinu. Á þeim for- sendum talaði ég við þetta lyfja- fyrirtæki. Lýður Árnason, heilsugæslulæknir, um styrk lyfjafyi. 'kis við kvikmynd sem hann gerði. Fréttablaðið, 2. apríl. VIÐ STÍGUM V2ST ÖLL DANSINN Fjölmiðlar ættu að hætta þeirri tvö- feldni sem birtist í því að hafa uppi gagnrýni á ferminguna og óhófið henni samfara en hafa svo drjúg- ar auglýsingatekjur af öllu sam- an. Jakob Ágúst Hjálmarsson, dómkirkju- prestur. Morgunblaðið, 28. mars.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.