Fréttablaðið - 03.04.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.04.2002, Blaðsíða 24
FRETTABLAÐIÐ SlMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20, dreifing@frettabladid.is VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍr.ÍS Fyrstur með fréttirnar HUSogheimili w w w .husogheimili.is Bjálkahús ehf sími 511-1818 fax 511-1822 I Þráins Bertelssonar Verði ljós? Opnunartími þjónustuvers... f Internets um páskana verður sem hér segir: Skírdagur - Lokað. Föstudagurinn langi - Lokað. Laug- ardagur - Opið frá 12-19. Páskadagur - Lokað. Annar í páskum - Lokað.“ Þessar gagnlegu upplýsingar birtust á tölvuskjánum þegar ég varð fyrir vélarbilun úti á ómælishafi Inter- netsins um páskana. Þetta rifjar upp þá ströngu tíð þegar það þótti vera guðlast að hafa matsöluhús opin um hátíðar og einhleypingar urðu að lifa á munnvatni sínu ellegar múmíu- samlokum sem hægt var að fá keyptar út um ókristilega lúgu á Umferðarmiðstöðinni. —«— í GUÐRÆKNISKYNIfórégí kirkju á páskadagsmorgun og hlust- aði á fallega prédikun hjá biskupn- um okkar sem útskýrði Guðdóminn á skiljanlegu máli. Hins vegar fannst mér Guð verða dáldið fjar- lægur þegar drunurnar byrjuðu í pípuorgelinu og fluttir voru sálm- arnir Sigurhátíð sæl og blíð (við lag eftir Lully frá 1661), í dauðans bönd- um (við lag frá Wittenberg um 1524), Nú hljómar lofsöngs lag (frá 1574), Sjá ljós er þar yfir sem lagður var nár (danskt lag frá 1528) og loks Drottinn dó en lífið lifir (tiltölulega nýr smellur frá 1680 eftir Jóakim Neander). —♦— ■ EKKI svo að skilja að ég geri miklar kröfur til afþreyingar á stórhátíðum. Ég hafði gott af kirkjuferðinni og Sjónvarpinu tókst að koma mér skemmtilega á óvart með því að sýna myndir sem ég held að hljóti að hafa verið skrifaðar og framleiddar í tómstundum af fólki sem hefur orðið fyrir lágmarksáreiti af hálfu kvikmyndagerðarmanna. SEM ATVINNULAUSUM kvik- myndagerðarmanni i nær áratug hefur mér stundum fundist það vera soldil sóun að vera kastað á ösku- haugana á besta aldri; en núna sé ég nýja atvinnumöguleika opnast ef prestar eða sýslumenn eru farnir að sjá um kvikmyndagerðina. Ef til vill var það bara barnaskapur að láta sig dreyma um eyða allri ævinni í þá iðju að breyta peningum í ljós. Úr þvi að hver sem er getur gert kvik- myndir sem eru boðlegar þjóðinni á stórhátíðum þá hlýt ég að geta gift og grafið í afleysingum - með sann- gjörnum afslætti. ■ OPEL*©- Zafira bestur ...í sínum flokki skv. Auto Motor und Sport Maga7.ine Hið virta þýska bílatímarit, Auto Motor und Sport, hefur valið Opel Zafira sigurvegara í sínum stærðarflokki í langtímaprófun þar sem reynir á endingu og gæði. Er þetta gríðarleg viðurkenning fyrir það gæðastarf sem Opel leggur höfuðáherslu á við smíði á bílum sínum. í prófun Auto Motor und Sport þar sem eknir voru yfir 100.000 km, skaraði Zafira fram úr Volkswagen, Mercedes-Benz, og Renault, og var settur í efsta sæti yfir sjö sæta bíla fyrir gæði. Að prófuninni lokinni lagði Auto Motor und Sport sérstaka áherslu á aksturs- eiginleika Zafira; hið snjalla, en einfalda FIex7 sætakerfí; nákvæmt stýri og fjöðrunarkerfi, en öll þessi atriði áttu sinn þátt í því að Zafira lauk prófinu með miklum yfirburðum. eílUst af því besta - Opd Zafíra rtö V* Sævarhöfða 2a Sími 525 9000 www.bilheimar.is Bílheimar >,' . Viö bjóðum eidhús í ölium stærðum og gerðum... Jt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.