Fréttablaðið - 02.05.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.05.2002, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN LÍTILL GÖNCUHUGUR Langflestir netverja á Vlsi.is ætlaðu ekki að marsera í skrúðgöngu á hátíðisdegi verkalýðsins. Ætiarðu í fjöldagöngu þann 1. maí? Niðurstöður gærdagsins á yyww.vlsir.is E 7% Spurning dagsins í dag: Kemur sumarið mai? Farðu inn á vísi.is og segðu þlna skoðun ELDHAF f MADRID Slökkviliðsmaður berst við elda eftir bílasprengjur gærdagsins í Madrid. Madrid: Baskar sprengja hryðjuverk Mikill taugatitringur greip um sig í Madrid um miðjan dag í gær eftir að tvær bíla- sprengjur sprungu þar í borginni með háltíma millibili. Níu særðust lítillega. Talið er aðskilnaðarsam- tök Baska, ETA, standi að baki sprengjunum. Fyrri sprengingin varð nærri leikvangi knattspyrnuliðsins Real Madrid sem lék í gækvöld við erki- fjendur sína frá Barcelona í und- anúrslitum Evrópukeppni meistar- liða. Um tíma stóð til að fresta leiknum en af því varð þó ekki. ■ Seðlabankinn: Vaxtalækkun vextir Seðlabankinn hefur lækkað vexti um 0,3 prósent. í ársfjórðungsriti Seðlabank- ans sem kemur út 7. maí verður birt ný verðbólguspá til rúmlega tveggja ára og ítarleg greining á stöðu og horfum í efnahags- og peningamálum. Bankinn telur horfur á að markmið sitt og ríkis- stjórnarinnar frá í mars í fyrra um 2 1/2% verðbólgu náist fyrir lok árs 2003. Einnig að verðbólgan verði undir þessu markmiði á fyrsta fjórðungi 2004 að því til- skyldu að peningastefnan sé óbreytt. Bankinn segir flesta nýj- ustu hagvísa benda til að sam- dráttur eftirspurnar á vöru- og vinnumarkaði ágerist um þessar mundir. ■ FRÉTTABLAÐIÐ 2. maí 2002 FIMMTUDAGUR Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar úr leik: Varnarliðið sækir konu á Skjaldbreið slys Þyrla Bandaríkjahers í Kefla- vík flutti í gær konu sem slasaðist á Skjaldbreið á sjúkrahús í Reykjavík. Þyrlur Landhelgis- gæslunnar voru ekki til taks. Konan, sem er 26 ára gömul, slasaðst þegar hún féll af gúmmí- tuðru sem dregin var af vélsleða. Björgunarsveitir frá Laugarvatni og Selfossi héldu til aðstoðar með lækni og lögreglumann. Óskað var eftir aðstoð þyrlu og lenti her- þyrlan með konuna við Landspít- alann í Fossvogi um klukkan 18. Óttast hafði verið að konan væri með innvortis áverka. Sam- kvæmt upplýsingum sem fengust á Landspítalanum um tveimur tímum eftir að konan kom þangað höfðu ekki fundist alvarlegar áverkar á konunni. Hún átti þó eftir að fara í frekari skoðanir, m.a. myndatökur. Hún dvaldi á spítalanum í nótt. Eins og áður sagði var hvorug þyrla Landhelgisgæslunnay til taks í gær. Sú stærri, TF-LÍF, er nú í nokkurra vikna skoðun. TF- TF-SIF Á ÆFINGU Hvorug þyrla Landhelgisgæslunnar er starf- hæf í augnablikinu. TF-LlF er í skoðun en TF-SIF er biluð. SIF bilaði hins vegar í fyrradag. Vonast er til að varahlutur í vélina berist þannig að hún verði flug- hæf fyrir kvöldið í kvöld. ■ Rautt strik heldur: Fasteignir hækka efnahagslíf Greiningardeild Kaup- þings spáir 0,1 prósent hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og jafngildir hækkunin 1,2 prósent verðbólgu á ársgrundvelli. Gangi spáin eftir fer vísitölugildið í 222,1 stig í maí og verður því undir rauða strikinu sem samið var um. Helstu forsendur spárinnar gera ráð fyrir lækkun mat- og drykkjar- vöru þriðja mánuðinn í röð. Fata- og skóverð stendur nokkurn veginn í stað en gert er ráð fyrir að fast- eignaliðurinn hækki enn og skýrir hann að verulegu leyti heildar- hækkun vísitölunnar samkvæmt spánni. ■ Kári kærir Gísla vegna girðingar Kári Stefánsson hefur snúið vörn í sókn í skipulagsdeilu sinni við verðandi nágranna í Skerjafirði. Hann hefur kært Gísla Helgason og Herdísi Hallvarðsdóttur fyrir framkvæmdir á lóð þeirra. NÁGRANNAVAKT Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagrein- ingar, hefur krafist þess að verð- andi nágrönnum hans í Skerja- firði verði gert að fjarlægja girð- ingu og verönd sem ekki munu ___ ___ vera í samræmi _ . „ við deiliskipulag Fyrir stuttu hverfisins. Skipu- h°fu 08 lags- og bygging- Herdis hins arnefnd Reykja- vegar að reisa víkur hefur stað- tæplega fest ákvörðun tveggja metra byggingarfulltrúa háa girðingu á borgarinnar um að lóðamörkun- framkvæmdirnar um. verði stöðvaðar. ^ . Eins og kunn- ugt er hyggst Kári reisa óvenju stórt einbýlishús á lóðinni númer níu við Skeljatanga. Á næstu lóð vestan við lóð Kára er hús númer sex við Skildinga- tanga. Þar búa hjónin Gísli Helga- son og Herdís Hallvarðsdóttir tónlistarmenn. Þau voru meðal þeirra verðandi nágranna Kára sem kærðu fyrirhugaða húsbygg- ingu Kára í Skeljatanga. í kjölfar þess var byggingarleyfi sem Kári hafði áður fengið frá skipulagsyf- irvöldum í borginni úrskurðað ógilt. Kári hefur stefnt þeim sem veittu honum byggingarleyfið, þeim sem kærðu það og úrskurð- arnefndinni sem ógilti það fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Sátta hefur verið leitað í því máli án ár- angurs. UMDEILDUR SKJÓLVEGGUR Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir, verðandi næstu nágrannar Kára Stefássonar, hafa reist óleyfilegan skjólvegg á mörkum lóðar sinnar og lóðar Kára. í skipulagi er ekki gert ráð fyrir girðingum á lóðamörkum við Skeljatanga og Skildinga- tanga. Fyrir stuttu hófu Gísli og Herdís hins vegar að reisa tæp- lega tveggja metra háa girðingu á lóðamörkunum. Þá hafa þau verið að koma fyrir verönd sem nær að lóðamörkunum. Þau hafa ekki sótt um leyfi fyrir þessum framkvæmdum. Að auki er eldri girðing annars staðar á mörkum lóðar hjónanna sem mun heldur ekki samrýmast skilmálum. Gísla og Herdísi hafa nú feng- ið frest til að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum í málinu. Ekki náðist í aðila þessarar nýju deilu í gær. gar@frettabladid.is ANFINN KALLSBERG LÖGMAÐUR FÆREYJA Lögþingið í Færeyjum: Pattstaða Færeyska landstjórnin tapaði meirihluta sínum á lögþingini í kosningum á laugardag. Stjórnar- flokkarnir þrír höfðu áður 18 þingsætýgegn 14 sætum minni- hlutans. Úrslitin voru hins vegar á þá leið að jafnt er komið á með fylkingum, báðar hafa 16 þing- sæti. Aðalkosningamálið var það hvort Færeyjar ættu að taka sér sjálfstæði frá danska ríkinu. Al- gjör pattstaða virðist nú komin upp í því máli. Helsri sigurvegari kosninganann var stjórnarand- stöðuflokkurinn Sambandsflokk- urinn sem jók fylgi sitt um 8 pró- sentustig og fékk 26,0%. ■ Gallup: R-listinn með níu stjórnmál Reykjavíkurlistinn nýt- ur stuðnings 56% kjósenda, 39% styðja Sjálfstæðisflokkinn og 4% segjast kjósa Frjálslynda sam- kvæmt skoðanakönnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Væru þetta úrslit borgarstjórnarkosninga fengi R-listinn níu borgarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn sex. Samkvæmt könnuninni er fylgi flokkanna óbreytt síðustu tvær vikur. Könnunin sýnir sömu til- hneigingu og aðrar kannanir að undanförnu hvað snertir það að R- listinn nýtur fremur fylgis meðal kvenna en karla, og að D-listinn hefur meirihluta í Grafarvogi og Árbæ. ■ Ársskýrsla Ibúðalánasjóðs: 370 milljóna króna tap e az Reykjavík KL. 22 Á VÍDALÍN Sensei sér um að halda baráttuneistanum frá l.maí á lífi í mannskapnum. Ungt Reykjavikur- jét listafólk býður gestum og gangandi upp á skemmtilega dagskrá i elsta húsi bæjarins. | wwwxR.is.xn@XR.is REYKJAVIKURLISTINN | afkoma íbúðalánasjóður var rek- inn með rúmlega 370 milljóna króna tapi á seinasta ári. Árið áður var sjóðurinn rekinn með tæplega 470 milljóna króna hagn- aði. Breytingar á rekstrartekjum skýrist að mestu leyti á óhag- stæðri þróun verðlags og gengis. Gengistap á árinu varð 613 millj- ónir króna. Kostnaður við rekstur sjóðsins nam 721 milljónum króna og hækkaði um 7,2% milli ára. Hagn- aður er þó af heildarrekstri íbúð- arlánasjóðs fyrstu þrjú rekstrar- árin. Útlán sjóðsins í fyrra voru 355 milljarðar miðað við tæpa 300 árið 2000 og 264 á stofnárinu. Eig- ið fé sjóðsins nam 8,4 milljörðum eða 2,4% af eigin fé sjóðsins. Lántakendur voru um 77 þús- ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Meginverkefni íbúðalánasjóðs eru að veita einstaklingum lán til bygginga, kaupa eða lag- færinga á íbúðarhúsnæði í eigin þágu. Einnig að veita sveitarfélögum, félögum og félaga- samtökum lán til byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði. und talsins og lán voru um 150 þúsund en þess má geta að íbúðir á landinu öllu eru um 105.000 tals- ins. Lánafyrirgreiðsla íbúðalána- sjóðs er tvenns konar. Annars vegar húsbréfalán, sem nema um 80% af lánum sjóðsins, en hins vegar peningalán, þ.e. viðbótar- lán, leiguíbúðalán og lán til sér- tækra verkefna. ■ I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.