Fréttablaðið - 02.05.2002, Blaðsíða 4
4
F RÉTTABLAÐIÐ
2. maí 2002 FIMMTUDAGUR
SVONA ERUM VIÐ
Landjæknisembættið hefur á heimasiðu
sinni flokkun dánarorsaka landsmanna
á því herrans ári 1995. Hér að neðan
getur að llta nokkrar valdar dánarorsakir
það árið:
Orsök/SjúkdómurDauðsföll %
Æxli 475 24,7%
Sjúkdómar í blóðrásarfærum 824 42,8%
Sjúkdómar í öndunarfærum Sjúkdómar 255 13,2%
í meltingarfræum Sjúkdómar 43 2,2%
I bvag- ob kvnfærum 27 1.4%
Meðfæddur van- skapnaður og ástand sem á upptök í
burðarmáli 36 1,9%
Slysfarir, eitrun
og ofbeldi 151 7,9%
Mótmæla ríkisábyrgð
vegna IE:
Þingmenn
skrifi upp á
víxil
iwÓTMÆll „Við afhentum formönn-
um þingflokkanna tryggingavíxil
fyrir ábyrgðinni til Islenskrar
erfðagreiningar og báðum þá um
að koma þessu til skila til sinna
þingmanna svo þeir gætu tekið
eigin ákvörðun um hvort þeir
vildu skrifa undir víxilinn," segir
Bryndís ísfold Hlöðversdóttir,
formaður Ungra jafnaðarmanna í
Reykjavik.
Ungir jafnaðarmenn afhentu
þingflokksformönnunum trygg-
ingavíxla upp á 69.862 krónur og
vildu þannig ítreka andstöðu sína
við áform stjórnvalda um að
veita ríkisábyrgð vegna upp-
byggingar lyfjaþróunarfyrirtæk-
is IE. ■
—♦—
Ahrif veðurfars á fuglalíf:
Tafír á varpi
fuglar „Veður seinustu daga hef-
ur fyrst og fremst haft áhrif á far-
fugla sem komu til landsins áður
en veðrið skall á. Sumir þeirra
komu nú óvenju snemma," segir
Guðmundur Guðmundsson fugla-
fræðingur á Náttúrufræðistofnun
íslands. „Hugsanlega getur orðið
svelti og tafir á varpi. Það voru
margir fuglar farnir að leita í
varpstöðvar snemma."
Guðmundur segir að stór hóp-
ur fugla sem hafi verið kominn
inn í landið, hafi leitað aftur til
strandar. Þó séu fáar tegundir
komnar af stað með varp en það
hefst hjá flestum um miðjan maí.
Fyrir tveimur árum kom hret í
júnímánuði. Guðmundur segir að
á þessum tíma sé hættan lítil en ef
hretið nái svo langt fram á sumar
geti það haft alvarlegri afleiðing-
ar í för með sér. ■
Kennarar gagnrýna stærðfræðipróf:
Próflð ekki nægilega vel samið
SAMRÆMD próf Kennarar gagn-
rýna samræmt próf í stærðfræði,
segja það ekki hafa tekið nægilegt
mið af því námsefni sem hefur
verið notað. Langflestir skólar
nota bókina Almenn stærðfræði,
sem hefur verið kennd í nokkur
ár. Námsskráin var endurskoðuð
árið 1999 en nýtt námsefni er ekki
komið. Steinn Ólafsson, stærð-
fræðikennari í Álftamýrarskóla,
segist telja að stærðfræðiprófið
hafi byggst um of á námsskránni
en ekki þeim námsgögnum sem
flestir nota.
Birgir Sigurðsson, stærðfræði-
kennari í Réttarholtsskóla, segir
kennara vissulega leggja auka-
verkefni fyrir nemendur, til að
mæta námsskránni. En hann
gagnrýnir að allt of mikið hafi
verið um flóknari útfærslu á að-
ferðum stærðfræðinnar.
Sigurgrímur Skúlason, sviðs-
stjóri samræmdra prófa, segir að
bæði skólar og foreldrar hafi gert
athugasemdir við prófið. Hann
segir hugsanlegt að einhver dæmi
verð felld úr prófinu, ef það kem-
ur mjög illa út. Niðurstöður úr
prófinu koma eftir um þrjár vik-
ur. ■
NEMENDUR í PRÓFI
Margir fengu áfall í stærð-
fræðiprófinu sl. mánudag.
íslandsbanki:
Milljarður í
hagnað
uppgjör Hagnaður íslandsbanka á
fyrstu þremur mánuðum ársins
2002 eftir skatta var 979 milljónir
króna. Hagnaðurinn jókst um 32
prósent á milli ára. Arðsemi eigin
fjár eftir skatta var 20,7 prósent.
Hreinar vaxtatekjur jukust um 21
prósent milli ára.
Bjarni Ármannsson, forstjóri,
segir að framlög á afskriftar-
reikning séu enn há. Launakostn-
aður hafi aukist en annar almenn-
ur rekstrarkostnaður dregist
saman. Niðurstaðan renni stoðum
undir að að kostnaðarhlutfall
verði um 50 prósent á þessu ári. ■
Árangur íslenskra líf-
eyrissjóða ásættanlegur
Ef borin er saman ávöxtun lífeyrissjóða í nágrannalöndum okkar sést
að íslenskir lífeyrissjóðir hafa staðið sig sæmilega. Samsetning eigna
og íjárfesting í innlendum skuldabréfum bætir árangur.
HRAFN MAGNÚSSON
Menn halda að sér höndum þegar svona niðursveiflur verða; hvort sem það er hérlendis
eða erlendis.
lífeyrissjóðir „Það er augljóst að
fjárfestingaárangur íslenskra líf-
eyrissjóða á síðasta ári er viðun-
andi í samanburði við lífeyrissjóði
í nálægum löndum,“ segir Hrafn
Magnússon, framkvæmdastjóri
Landssambands lífeyrissjóða.
Hann segir þó ekki ásættanlegt að
sýna neikvæða ávöxtun tvö ár í
röð.
í samanburði á ávöxtun lífeyr-
issjóða í nokkrum löndum í kring-
um okkur, sem tímaritið Pensions
& Investments gerði, sést að ár-
angur íslensku lífeyrissjóðanna er
ekki sá lakasti. Sérstaklega ef
horft er á lækkun hlutabréfavísi-
talna fyrirtækja hér á íslandi og í
Bandaríkjunum. Hluti fjárfest-
inga lífeyrissjóða er í hlutabréfum
fyrirtækja.
„í þessum samanburði njótum
við þess að okkar eignarsöfn eru
frábrugðin því sem aðrir sjóðir
eru með. Erlendir sjóðir eru yfir-
leitt með meira bundið í hlutabréf-
um. íslenskir lífeyrissjóðir eru
ÁVÖXTUN 200:
SAMANBURÐUR MILLI LANDA*
1
Bretland -11,8%
Sviss -7,40%
Japan -5,80%
Bandaríkin -5,70%
ísland -3,25%
Kanada -1,30%
Ástralía 4,2%
Lækkun vísitalna 1
S&P 500 -11,88% 1
Aðallisti VÞl -11,25% 1
*Samantekt Pensions & Investments. Talan fyrir ísland hefur bara að geyma 1
ávöxtun stærstu lífeyrissjóða.
með stærstan hluta af sinni fjár-
festingu í innlendum skuldabréf-
um, sem hafa ávaxtast vel. í því
liggur þessi munur,“ segir Hrafn.
Ástralía sker sig þó úr í þessum
samanburði. Þar var ávöxtun líf-
eyrissjóða 4,2 prósent og eina
landið þar sem eignir sjóðsfélaga
uxu. Samkvæmt Pensions & In-
vestments, sem er fagtímarit um
fjárfestingar lífeyrissjóða, hafði
hækkun hlutabréfa á mörkuðum í
Ástralíu á síðasta ári þar mest að
segja. Hlutabréfavísitalan hækk-
aði um 10,5 prósent í fyrra. Fá fyr-
irtæki í upplýsingaiðnaði, vöxtur
frumvinnslufyrirtækja og umfang
banka á markaðnum hafði þau
áhrif að vísitalan hækkaði.
Hrafn segir alla halda að sér
höndum í niðursveiflu á mörkuð-
um. Áhættudreifing íslenskra líf-
eyrissjóða í erlendum hlutabréf-
um hefur verið meiri en í öðrum
ríkjum. Stjórn á áhættu í fjárfest-
ingu hafi fleygt fram. „Þekking á
þessu sviði hefur eflst mjög mikið
hjá lífeyrissjóðunum á liðnum
árum.“
bjorgvin@frettabladid.is
Verkalýðsfélag Húsavíkur:
25 milljónir í
bætur til 210
félagsmanna
verkalýðsmál Á sl. ári fengu 210 fé-
lagsmenn í Verkalýðsfélagi Húsa-
víkur greiddar samtals um 25 millj:
ónir króna í atvinnuleysisbætur. í
þessum hópi voru 93 karlar og 117
konur. Um sl. áramóti voru 912
manns skráðir í félagið . Skráðir at-
vinnuleysisdagar voru rúmlega 10
þúsund. Þetta kom fram á aðalfundi
félagsins sem haldinn var fyrir
skömmu.
Aðalsteinn Á. Baldursson for-
maður félagsins segir að það hefði
komið stjórn félagsins á óvart hvað
þessar bótagreiðslur voru miklar til
félagsmanna á síðasta ári. Hann
segir að menn eigi eftir að skoða
það nánar hvað hefur valdið þessu.
Sérstaklega í ljósi þess að mönnum
hefur fundist að veruleg sókn hafi
verið í atvinnumálum á félags-
svæðinu á síðustu misserum. ■
—♦—
Vöruskipti við útlönd:
14 milljarða
afgangur
efnahagsmál Vöruskiptajöfnuður
við útlönd á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs var 13,8 milljörðum
skárri en á sama tíma í fyrra,
samkvæmt samantekt Hagstofu
Islands. Vöruskiptaafgangur nú
nemur 5,6 milljörðum króna með-
an skiptin voru óhagstæð um 8,2
milljarða á sama tíma á síðasta
ári. Fluttar voru út vörur fyrir
53,4 milljarð króna en inn fyrir
47,8 milljarða króna.
í marsmánuði einum og sér var
hins vegar 2,4 milljarða króna
halli, en þá var flutt til landsins
flugvél fyrir 5,9 milljarða og hefði
staðan því að öðrum kosti verið já-
kvæð. í fyrra voru vöruskipti í
mars óhagstæð um 7,3 milljarða
króna á sama gengi. ■
iVið erum 5 ára i
frábær afmælistilboá
Norðlingaölduveita:
Sögð vera hagkvæmasti kosturinn
Viðbúið er að einhverjar athugasemdir verði gerðar við fyrirhugaða framkvæmd sem er
sunnan Hofsjökuls. Svæðið er á afrétti Ásahrepps, Djúpárhrepps og Gnúpverjarétts.
landsvirkjun Landsvirkjun telur að
Norðlingaölduveita sé hagkvæm-
asti kosturinn til orkuöflunar með
skömmum fyrirvara. Fyrirtækið er
einnig þeirrar skoðunar að niður-
stöður mats á umhverfisáhrifum
bendi eindregið til þess að friðland
Þjórsárvera haldi einkennum sín-
um þrátt fyrir tilkomu veitunnar.
Þessi framkvæmd muni því ekki
koma til með að hafa umtalsverð
neikvæð áhrif á umhverfið. Nýting
og verndun Þjórsárvera geti því
farið saman. Þetta kemur m.a. fram
í skýrslu um mat á umhverfisáhrif-
um sem Landsvirkjun hefur lagt
fram vegna áforma um byggingu
þessarar veitu.
í skýrslunni kemur ennfremur
fram að alls færu um 8% af hreið-
ursstæðum heiðargæsarinnar í
Þjórsársverum og nágrenni undir
vatn. Það samsvarar um 550 af
6.800 hreiðrum á öllu svæðinu.
Norðlingaölduveita hefði því áhrif
á innan við 2% af heildarvarpstofni
heiðargæsarinnar. Með þessu lóni
mundu fara um 2,3 ferkílómetrar
af votlendi undir vatn og 7,2 fer-
kílómetrar af grónu landi. Þar af
1,5 km2 í friðlandi Þjórsárvera.
Áformað er að stífla Þjórsá austan
við Norðlingaöldu og mynda 29 km2
lón í 575 metra hæð yfir sjávar-
máli. Vatni verður síðan dælt úr
lóninu um 13 km göng yfir í Þóris-
vatnsmiðlun. Landsvirkjun telur að
með veitunni sé hægt að auka orku-
framleiðslu í virkjunum á Þjórsár-
og Tungnasvæðinu á mjög hag-
kvæman hátt. Það er í Vatnsfells-
stöð, Sigöldustöð, Hrauneyjafoss-
stöð og væntanlegri Búðarháls-
virkjun. ■