Fréttablaðið - 02.05.2002, Síða 8

Fréttablaðið - 02.05.2002, Síða 8
FRÉTTABLAÐIÐ 2. maí 2002 FIMMTUDACUR og svarið er? FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins E stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINS] Lok lok og læs og allt í gleri ELULÍFEYRISÞECI1 KÓPAVOGI SKRIFAR: ig langar að beina spurning- um til bæjaryfirvalda í Kópavogi og Strætó bs. Þær eru um skiptistöðina í Kópavogi sem stendur við Digranesveg. I kulda og trekki höfum við farþegar þurft að bíða mislengi eftir vögn- unum í vetur í alls konar veðri, eins og fólk veit sem notar stræt- isvagnana hér í bæ. Skiptistöðin er oft á tíðum harðlæst svo dögum skiptir, stundum er búið að brjóta rúður og þá er bara lokað, án þess að huga að því að laga og opna. Við farþegarnir getum bara beðið í hvaða veðri sem er. Ég man þá daga þegar ég var mun yngri, íbúi í þessum bæ, að þegar eitthvað var skemmt og eyðilagt, þá var bara drifið í að lagfæra og opna strax. Það var þegar S.V.K. var og hét. Þá var hægt að stóla á strætó. En tímarnir breytast . Hvers vegna er ekki löngu búið að setja myndavélakerfi í skiptistöðina? Eins og víðast hvar í borginni hennar Ingibjargar Sólrúnar þá mundu þessir skemmdarvargar hugsa sig tvisvar um, áður en þeir létu til skara skríða. Mig langar að beina þeirri spurningu til bæjar- yfirvalda og strætó, hvort þeir ætli ekki að koma skiptistöðinni í lag fyrir okkur farþegana sem ennþá notum strætó? ■ Þingmaður Hvers vegna á ríkissjóður, fyr- irtækin og fólkið í landinu að skrifa upp á víxil að fjárhæð 20.000.000.000 - tuttugu þúsund milljónir króna til handa einum lögaðila, herra þingmaður? „Af því bara.“ Óttast þú ekki að illa geti farið? „Nei.“ Hvers vegna segir þú það? „Af því bara.“ En þessi mikla fyrirgreiðsla er hún ekki fordæmisgefandi? „Nei.“ Hvers vegna ekki? „Af því bara.“ Nú var skammur tími til að fara yfir þetta mikla mál og þing- heimur varð að afgreiða það í flýti. Var það ekki slæmt? „Nei.“ Hvernig má það vera? „Af því bara.„ Þingmenn hafa sagt að ekki sé á það sættandi að þjóðin missi af miklu tækifæri sem felist í ábyrgðinni. Ert þú þeirra skoðun- ar? „Já.“ Hvaða er það sem sannfærir þig um að svo sé.“ „Það er nauðsynlegt að vera í farabroddi í hátækniiðnaði.“ Hvað sem það kostar? „Já.“ Hvers vegna er það svo mikil- vægt að hægt að er að réttlæta ábyrgðir upp á 20.000.000.000 þess vegna? „Af því bara.“ .Mál...DMiiia Sigurjón M. Egilsson skrifar um afstöðu Nú er vissulega hætta á að ábyrgðin falli á þjóðina, skerði hennar lífskjör um langan tíma. Veldur það þér ekki áhyggjum? „Nei.“ Hvers vegna ekki? „Af því bara.“ Alþingi er að fara lengsta sum- afrí landsmanna. Þingmenn koma aftur til þingstarfa á þeim tíma sem degi verður tekið að halla. Sennilega í október. Það er von- andi að þeir njóti hvíldarinnar. Hvað sem hver segir eru þeir vel að hvíldinni komnir, er ekki svo? Örþreyttir eftir fyrirgreiðslu síð- ustu daga. Það er ekki lítið á þá blessaða lagt. Sumir tala og tala og tala. Aðrir tala helst ekki og nenna ekki fyrir nokkurn mun að hlusta á þá sem tala og tala og tala. Halldór Blöndal sagði aðspurð- ur í útvarpi í vikunni að þingmenn komi alltaf að gagni. Dæmi hver fyrir sig. ■ KVIÐDÓMUR Spennandi kosningar framundan Bilið milli stóru framboðanna í Reykjavík hefur minnkað ef marka má kannanir. Bilið er mismunandi eftir könn- unum og hjá Talnakönnun fór Sjálfstæðisflokkur yfir. Það stefnir í spennandi lokasprett kosninganna í borginni. ÓLAFUR Þ. HARÐARSON PRÓFESSOR Spennandi barátta „Kannanirnar sem hafa verið að birtast bera það allar með sér að það hefur dregið saman með framboð- unum. Þetta er orðið miklu meira spenn- andi en það var. Hins vegar er ekki við því að búast að kannanirnar séu nákvæmlega eins. Það geta ýmsar ástæður legið að baki því að könnun Talnakönnunar sker sig nokkuð úr. Tímasetning getur skipt máli og svo sveiflast kannanir alltaf svolítið til. Maður getur ekki dregið of víðtækar ályktanir af einni könnun. Túlkunin er fyrst og fremst sú að munurinn hefur minnkað. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur verið í skel- eggri og harðri kosninga- baráttu að undanförnu án þess að hinir hafi svarað. Nú hljóta þeir að slá í mer- ina. Ég geri ráð fyrir að þeir svari af fullri hörku og að þetta verði lífleg kosn- ingabarátta." ■ CUNNAR H. KRISTINSSON PRÓFESSOR Úrslit ekki ráðin „Það sem hægt er að segja með nokkurri vissu út frá könnunum er að staða D listans hefur batnað. Það virðist ekki mikill munur á könnun DV og Félagsvísinda- stofnunar en Talnakönnun er öðruvísi. Það kemur alltaf fyrir að úrtak er skakkt. Hver sem er getur lent í því. Það getur verið að Talnakönnun hafi lent í því. Hins vegar getur það líka verið að þetta sé ennþá svo óráðið að svona sveifl- ur séu eðlilegar. Ég hugsa að einhver hluti fylgisins sé á hreyfingu. Sjálfstæðis- flokkurinn er augljóslega ekki með tapaða kosningu. Á sama hátt fær R-listinn viðvörun. Ég veit ekki hvað maður á að gera mikið úr áhrifum kannana á kosn- ingabaráttuna, nema þegar þær drepa framboð. Það virtist stefna í það með Sjálfstæðisflokkinn á tíma- bili. Það er alls ekki hægt að tala um ráðin úrslit.“ ■ STEFANÍA ÓSKARSDÓTTIR STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR D-listi sækir á „Það eru há skekkjumörk í þessum könnunum. Það hefur verið stígandi í þess- um könnunum fyrir Sjálf- stæðisflokk- inn. Könnun Talnakönnun- ar virðist skera sig nokkuð úr. Fylg- ið virðist vera einhvers staðar á bili þessara kann- anna. Ég held að Sjálf- stæðisflokkurinn hljóti að sækja á. Hann fékk ríflega 45% í síðustu kosningum. Hann hlýtur að stefna á að sækja meira fylgi en það. Það er erfitt að sækja það fylgi, en það er enn þá tími til þess. Sóknarfærið er kvennafylgið. R- listinn er kominn í varnarbaráttu. Það er von á því að slagur- inn verði harður. Svo er að sjá hvort Frjálslyndi flokkurinn nái að setja mark sitt á kosningarnar og taki mann frá öðru hvoru framboðinu." ■ BJÖRGVIN C. SIGURÐSSON SAMFYLKINGUNNI Forskotið mun halda „Marktækar kannanir segja mér að Reykjavík- urlistinn virðist halda nokkuð ör- uggu forskoti, þrátt fyrir fordæmalaus- an fjáraustur Sjálfstæðis- flokksins síðustu vikur. Að vissu leyti má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið að ná vopnum sín- um. Nú þegar Reykjavík- urlistinn fer að keyra bar- áttu sína af fullum krafti má búast við því að ör- uggt forskot hans haldist allt til enda. Könnun Fé- lagsvísindastofnunar virð- ist gefa það til kynna. Þetta verður hins vegar spennandi slagur og spurt að leikslokum eins og í öllum kosningum." ■ EYÞÓR ARNALDS SJÁLFSTÆÐISFLOKKI Fylgið á hreyfingu „Fylgið virðist vera á meiri hreyfingu en margir héldu. Óákveðnir virðast vera fleiri en gefið er upp í hvert sinn. Baráttan virð- ist standa á milli stóru framboðanna, Sjálfstæðis- flokks og R-lista. Ef eitt- hvað er að marka síðustu kannanir virðist hreyfing- in vera í áttina til Sjálf- stæðisflokksins. Ég held að mönnum hlaupi kapp í kinn við að sjá að það er hægt sem menn héldu kannski um tíma að væri ekki hægt. Fylgið er á það mikilli hreyfingu að það er góður möguleiki fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vinna kosningarnar." ■ súpuleikurinn Maggi-súpur eru vel þekktará íslenskum heimilum fyrirgott bragð og einfalda eldamennsku. Þú geturvalið á milli 11 súputegunda sem • eru hverannarri Ijúffengari. Taktu þátt í léttum leik! Sendu inn toppa af 7 súpupökkum og þú ert með í ieiknum. ( þottinum eru 20 glæsilegir vinningar: 1. Utanlandsferð að eigin vali að andvirði 120.000 kr. 2. Heimilistæki að eigin vali fyrir 80.000 kr. 3. Heimilistæki að eigin vali fyrir 50.000 kr. 4.-9. Glæsilegt pottasett að andvirði 15.000 kr. 10.-20. Gjafakarfa full af góðgæti. 21.-70. Bíómiðar í Háskólabíó. Sendu inn 7 toppa fyrír 20. maí ásamt upplýsingum um nafn, heimili og sfma til: Maggi-leikur, Pósthólf 4132,124 Rvík. ORÐRÉTT AÐ SLÖKKVA ÞORSTA MED HUNCRI Björn Bjarnason er alger and- stæða hins kalda og fjarlæga valdhroka sem ríkt hefur í Ráð- húsi Reykjavíkur sl. átta ár. Jakob F. Ásgeirsson, Morgunblaðið, 30. apríl EKKI SEINNA VÆNNA Sigur heimavinnandi húsmæðra Fyrirsögn leiðara. Morgunblaðið, 30. apríl KANNAST MAÐUR VIÐ ÞAÐ Nemendur tóku þessu ekki vel. Sumir brotnuðu saman og brustu í grát Sveinn Ingimarsson, stærðfræðikennari um samræmt próf í stærðfræði. Frétta- blaðið, 30. apríl VÖN AÐ KREPPA TÆRNAR Þetta er starf sem á ágætlega við mig vegna þess að ég þekki nokkuð vel hvar skórinn kreppir Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heil- brigðisráðherra og framkvæmdastjóri Vel- ferðarsjóðs barna. Fréttablaðið, 30 apríl. HEILACT JÓHÖNNU SKAMM Það er ekki annað hægt en að lýsa skömm sinni á svona vinnubrögðum. Jóhanna Sigurðardóttir um frumvarpið um að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Fréttablaðið, 30. apríl EILÍFT FERÐALAC En það er einn hlutur sem er skrýtinn. Alla ævina hef ég aldrei haft þá tilfinningu að ég væri heima hjá mér, hvorki á Islandi né erlendis. Það voru einungis þrír dagar í Dublin árið 1966, sem ég hafði þessa tilfinningu. Þorgeir Þorgeirsson, rithöfundur. Fréttablaðið, 30. april FÁ HELDUREKKERTFYRIR SINN SNÚÐ Mesta athygli mína vakti hörmu- leg frammistaða áhorfenda. Ekki í fyrsta sinn sem maður verður vitni að því. Þegar keppandi leit- ar aðstoðar þeirra eru þeir alltof oft úti að aka. Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður um Viltu vinna milljón. DV, 30 apríl. EN ANNARS ERUM VIÐ MIKL- IR HEIMSBORGARAR Erlendir alþjóðajöfrar líta á okk- ur íslendinga sem auðtrúa sveita- menn, þegar kemur að viðræðum um stóriðjuframkvæmdir. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar. DV, 30. apríl HALDA MENN KANNSKI AÐ ÞAÐ SÉ GAMAN í BRUSSEL? í stað þess að refsa embættis- mönnum eins og vera ber, með uppsögn, á víst að senda þá í út- legð þar sem þeir fá enn betri og tryggari sess að launum. Valdimar Jónsson, DV, 30. apríl.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.