Fréttablaðið - 02.05.2002, Page 22
FRÉTTABLAÐIÐ
SAGA PflCSINS
2. MAI
Jón Ólafsson Indíafari lést árið
1679, 86 ára að aldri. Hann sigldi
meðal annars til Indlands, þegar
hann var skytta á herskipum Dana-
konungs 1616-26. Eftir það var hann
var bóndi á Vestfjörðum og ritaði
endurminningar sínar árið 1661.
rið 1970 var Búrfellsvirkjun
vígð og var hún mesta mann-
virki sem Islendingar höfðu ráðist í
fram að því. Hún var stærsta vatns-
orkuver landsins.
Með fyrirvara um
samþykki Alþing-
is, undirritaði Jón
Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra,
samninginn um Evr-
ópska efnahagssvæð-
ið, árið 1992. Samning-
urinn tók gildi í ársbyrjun 1994.
22
2. maí 2002 FIMMTUDAGUR
„Draumur fyrir geggjaðan knattspyrnuáhugamann‘ ‘
Eggert Magnússon formaður
KSÍ var fyrir skömmu kjörinn
í framkvæmdastjórn Evrópska
knattspyrnusambandsins til fjög-
urra ára. „Það voru 14 menn sem
buðu sig fram og það þótti athygl-
isvert að ég skuli hafa fengið
meirihluta strax í fyrstu umferð.
Þarna er verið að kjósa um per-
sónu og ég fékk afdráttarlausan
stuðning. Eg lít því á þetta sem
viðurkenningu fyrir mín störf
heima og erlendis," segir Eggert.
Hann telur einkum tvær ástæður
fyrir miklu fylgi í kosningunum.
„Önnur er sú að ég hef starfað
lengi á þessum vettvangi, þekki
marga og þeir mig og vita hvað ég
stend fyrir. Hin er sú að af 52 Evr-
ópuþjóðum erum við í 25. sæti á
styrkleikalista, sem er frábært
hjá dvergríki. Þess vegna líta leið-
togar í knattspyrnusamfélaginu
til okkar með virðingu."
Eggert segir kjörið vera draum
fyrir mann sem er í knattspyrn-
unni af lífi og sál. Þá er ekki ein-
göngu átt við afskiptin af knatt-
spyrnunni almennt, heldur leikur
Eggert sjálfur knattspyrnu þris-
var í viku. Ekki lætur hann það
nægja heldur skokkar hann líka
reglulega. „Ég reyni að hreyfa
mig á hverjum degi, þótt það tak-
ist ekki alltaf. Ég get bara ekki
verið án þess og veit ekki hvernig
ég væri á álagstímum í starfi ef
ég væri ekki í formi. Ég tek
hlaupadótið með til útlanda og
held síðan skrá yfir þau lönd sem
____________ Persónan
Eggert Magnússon hlaut glæsilega kosningu
í framkvæmdastjórn UEFA.
ég hef hlaupið í,“ segir Eggert.
Þeir sem þekkja til Eggerts vita
að hann er líka atorkumaður á
öðrum sviðum og hefur sérstakt
dálæti á ís. „Já, ég læt það eftir
mér. Ég hafði nefnilega alltaf þá
speki, þegar ég þurfti að leggja af
hér áður, að líkaminn brenndi
hitaeiningum við það að ná köld-
um ísnum í líkamshita" segir Egg-
ert og hlær. ■
EGGERT MAGNÚSSON
Eggert verður sjálfsagt á ferð og flugi í nýja
starfinu, en hann er reyndar ekki óvanur
því. Framundan er 5 til 6 vikna ferð til
Kóreu og Japans á HM í knattspyrnu.
TÍMAMÓT
IARÐARFARIR____________________________
14.00 Sigurbjörg Sigurðardóttir verður
jarðsungin frá Stykkishólmskirkju.
13.30 Guðlaug Elín Úlfarsdóttir, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju.
ANPLÁT_________________________________
Sigurlína Guðjónsdóttir, Droplaugar-
stöðum, lést 18. apríl. Útförin hefur farið
fram.
Oddný Þórðardóttir, Stigahlíð 24,
Reykjavík, lést 21. apríl. Utförin hefur far-
ið fram.
Rannveig Jónsdóttir, Víðihvammi 32,
Kópavogi, lést 23. apríl. Útförin hefur
farið fram.
Bjami Sigursteinsson, Sigtúni 29,
Reykjavík, lést 30 april.
Guðjón Júníusson, Smyrilshólum 4,
Reykjavík, lést 30. apríl.
Súsanna Margrét Gunnarsdóttir,
Hrafnistu Reykjavik, lést 30. apríl.
Guðbrandur Ágúst Þorkelsson, Há-
teigsvegi 28, Reykjavík, lést 29. apríl.
Kristinn Erlendur Þorsteinsson, Silfur-
túni 18D, Garði, lést 29. apríl.
Andrés Bjarnason, Heiðarbrún 45,
Hveragerði, lést 28. apríl.
Guðmunda Runólfsdóttir, Laufbrekku
26, Kópavogi, lést 28. apríl.
Sigríður K. Pálsdóttir, Jöklafold 12,
Reykjavík, lést 27. apríl.
Stella Tryggvadóttir, Yrsufelli 7 Reykja-
vík, lést 27. apríl.
Þómý Gissurardóttir, frá Byggðarhorni,
lést 27. apríl.
AFMÆLI
Best að gleyma smáafmælum
Jón Böðvarsson er 72 ára í dag. Honum finnst réttlætanlegt að halda veglega upp á stórafmæli
en gerir ekki mikið úr þeim þess á milli.
E' g hef ekkert sérstakt fyrir
s
j j j-istafni í dag. Kannski að ætt-
mgjar líti inn, en það verður bara
að koma í ljós,“ segir Jón Böðv-
arsson íslenskufræðingur, sem
ekki þykir mikið koma til afmæla
af þessari stærðargráðu. Hann
sagðist hins vegar hafa haldið
rækilega upp á sjötugsafmælið í
Borgarleikhúsinu. „Meðal þess
sem var á tveggja tíma dagskrá
var pistill sjö manna sem settu á
svið ákveðna þætti úr lífi mínu.
Þá fluttu Ásdís Kvaran og Friðrik
Erlingsson Gunnarshólma, á
hvort á sinn háttinn og sögðu að
það væri eina kvæðið sem mætti
flytja, af því það varðar Njálu.
Friðrik lék það og vakti mikla
kátínu." Ástæða þess að það þótti
tilheyrandi að flytja kvæði tengt
Njálu er eins og margir vita sú, að
sagan hefur skipað mikinn sess í
lífi Jóns, eins og reyndar aðrar ís-
lendingasögur.
Jón hefur síðustu árin kennt á
námskeiðum í íslendingasögum á
vegum Endurmenntunarstofnun-
ar Háskólans og Mímis tóm-
stundaskólans og tóku um 400
manns þátt í vetur. Jón hefur auk
þess verið iðinn við að fara með
hópa á slóðir íslendingasagna.
JÓN BÖÐVARSSON
Jón hefur unnið að skólamálum frá 25 ára aldri og segist varla hafa samanburð við ann-
að. Þó var hann skrifstofumaður á tímabili en hefði ekki viljað leggja það fyrir sig.
Jón hefur stundað kennslu meira
og minna allt sitt líf eftir 25 ára
aldur. Hann kenndi meðal annars
í Menntaskólanum við Hamrahlíð
1966 til 76 og var skólameistari
Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1976-
84. „Þegar ég var í námi sjálfur
þótti mér ósennilegt að ég yrði
kennari. En kostirnir við kennslu
eru margir. Hún er fjölbreytt,
hver einasti bekkur er sérstakur
og maður er í miklum tengslum
við fólk. Auk þess ræður kennari
mikið hvernig hann hagar sínu
starfi. Sumarfrí eru líka góð þeg-
ar maður er kennari, en það gegn-
ir reyndar öðru máli um skóla-
meistara, því hans undirbúnings-
starf er mikið yfir sumartímann.
Guðmundur Arnlaugsson fyrrum
skólameistari MH sagði þó eitt
sinn að ef allt væri í lagi í skólan-
um hefði skólameistari ekkert að
gera.“ Auk kennslunnar segist
Jón stunda mikið bóklestur. Þá
fylgist hann vel með íþróttum,
einkum handbolta sem hann segir
áhugaverðan. „Það er svo mikill
hraði í íþróttinni, það getur eng-
inn verið góður handboltamaður
sem ekki er fljótur að hugsa,“
segir Jón.
bryndis@frettabladid.is
Dekk á góðu verði
Sóluð dekk Ný dekk
155-13 3.390 kr. 4.820 kr.
175/70-13 3.890 kr. 5.175 kr.
185/70-14 4.480 kr. 6.090 kr.
185/65-15 4.872 kr. 6.780 kr.
Verö miðað við staðgreiðslu
w
\
Opið
virka daga kl. 8-20,
laugardaga kl. 9-18
og sunnudaga kl. 10-15
v/qO^
^V°V’
| FÓLK í FRÉTTUM
Evrópuumræðan er enn til um-
fjöllunar í erlendum fjölmiðl-
um. Fyrir skemmstu birtist grein
í pólsku útgáfunni af Newsweek
þar sem greint er frá umræðunni
hér á landi og fjallað um náin
tengsl íslands og Evrópusam-
bandsins í gegnum EES-samning-
inn. Þá er lagt út af för Gunnar
Eggertssonar á víkingaskipinu ís-
lendingi til Vesturheims. Þar hafi
verið um stórfrétt að ræða sem
erlendir fjölmiðlar hafi veitt litla
eftirtekt þó hún ætti hug og hjör-
tu íslendinga. Væntanlega muni
það sama vera uppi á teningnum
þegar ísland gengur í Evrópusam-
bandið. Stórfrétt á íslandi sem
fari fyrir ofan garð og neðan í
umheiminum.
Ungir jafnaðarmenn í Reykja-
vík afhentu þingflokksfor-
mönnum tryggingavíxil á þriðju-
dag sem átti að vera táknrænn
fyrir ríkisábyrgðina til íslenskrar
erfðagreiningar og þeirrar upp-
hæðar sem hver og einn lands-
maður þarf að greiða ef ábyrgðin
fellur á ríkissjóð. Áður en jafnað-
armennirnir ungu afhentu þing-
flokksformönnunum víxilinn
gerðu þeir tilraun til að afhenda
Davíð Oddssyni, forsætisráð-
herra, víxilinn, og spurðu hvort
hann hefði áhuga á að skrifa undir
hann. Nei takk mun pent svar for-
sætisráðherra hafa verið.
Stjórnarmenn Sólheima, mcð
Pétur Sveinbjarnarson, í
broddi fylkingar hafa verið eilt-
hvað ósáttir með fjölmiðlaum-
fjöllun um stofnunina. Tala þeir
um að Sólheimar hafi verið lagðir
í einelti að ástæðulausu og fréttir
um að stjórriin geti ekki gert
grein fyrir tugum milljóna, séu
alrangar. Það er vel þekkt að hjá
íþróttaliðum að leita sálfræði-
hjálpar ef eitthvað amar að.
Stjórn Sólheima ákvað að beita
svipaðri taktík og fékk Árna
Johnsen til að rífa upp stemmn-
inguna. Flutti hann erindi um of-
sóknir fjölrtiiðla sem lagðist víst
misvel í fundarmenn. Spyrja
menn sig að því hvort Pétur sé
komin í svipaða stöðu og Árni
með dúkinn forðum. Það kemur í
ljós á næstu dögum þegar skýrsla
Ríkisendurskoðunar um starf-
semi stofnunarinnar verður gerð
opinber.
orfinnur Ómarsson, fram-
kvæmdastjóri Kvikmynda-
sjóðs, er sagður í ónáð hjá ráða-
mönnum eftir að
hafa staðið með
úthlutunarnefnd
Kvikmyndasjóðs
um að synja
Hrafni Gunn-
laugssyni um
styrk til að búa til
kvikmynd eftir
sögu Davíðs
Oddssonar, Glæpur skekur Hús-
næðismálastofnun. Sagt er að Vil-
hjálmur Egilsson, formaður
stjórnar Kvikmyndasjóðsins og
Ari Kristinsson hafi í mótmæla-
skyni ekki mætt við úthlutun
styrkja Kvikmyndasjóðsins.