Fréttablaðið - 06.05.2002, Side 1
6. til 12. maí 2002
Vikulegt sérblað um heimili, hús og fasteignamarkaðinn
FRÉTTABLAÐIÐ
FASTEIGNIR
mI
iSaSSÍ
FASTtlGNALEIT A NCTIWU
HÚSIN f TÚNUNUM
Sum húsanna eru með inndreginni sjöundu hæð, þar sem er þakíbúð.
Framkvæmdir í höfuðborginni:
2% íbúðir í Sóltúni
og Mánatúni
Níu hús með alls 272 íbúðír hafa verið reist í Sóltúni og Mána-
túni síðan framkvæmdir þar hófust árið 1996. íslenskir að-
alverktakar hafa byggt húsin sem teiknuð voru af Ingimundi
Sveinssyni arkitekt, sem einnig á heiðurinn af deiliskipulagi
svæðisins. Að sögn Gunnlaugs Kristjánssonar, framkvæmda-
stjóra þróunarsviðs íslenskra aðalverktaka, eru framkvæmdir
nú hafnar við tíunda húsið, sem standa mun við Borgartún 30a
og 30b. Það verður sex hæða, eins og hin húsin, með 24 íbúðum.
Alis eru því 296 íbúðir á þessum reit, þar sem áður var
geymslusvæði Eimskipa.
Gunnlaugur segir íbúðirnar hafa selst vel og nú séu aðeins
nokkrar óseldar. Nýjasta húsið er þó ekki farið í sölu enn.
„Kaupendur eru mikið til eldra fólk sem er að minnka við sig,
segir Gunnlaugur." Hann segir fólk yfirleitt mjög ánægt með
íbúðirnar. „Þetta hefur komið í Ijós í viðhorfskönnunum sem
við gerum, nokkrum mánuðum eftir að það er flutt inn.“
íbúðirnar eru tveggja til f jögurra herbergja og þeim er skil-
að fullbúnum án gólfefna. Verðið á þeim er á bilinu 12 til 25
miiljónir og eru þakíbúðirnar dýrastar.
í húsinu sem nú er verið að reisa verða 145-170 fermetra
íbúðir. Gunnlaugur segir þar vera skemmtilega nýjung sem er
að Iyftan opnast beint inn í íbúðirnar, þannig að íbúar þurfa ekki
að fara í gegnum sameign til að komast inn til sín.
Þess má geta að byggingarnar í túnunum voru tilnefndar til
verðlauna Byggingar- og skipulagsnefndar Reykjavíkur árið
2001. ■
Skrifborðstóll frá
sjöunda áratugnum
_______Uppáhalds
wmrnmMXmwm
s
Eg á gamlan skrifborðstól sem ég
gerði upp og mér þykir mjög
vænt um,“ segir Ásta Kristjánsdóttir
lögfræðingur og deildarstjóri hjá
ríkisskattstjóra. Hún segir að afi
hennar hafi verið smiður og unnið
lengi hjá Háskóla íslands við við-
hald. „Hann er dáinn fyrir nokkrum
árum en á meðan hann starfaði þar
enn var verið að skipta út skrifborð-
stólum þar. Afi var mjög nýtinn og
átti erfitt með að sjá hlutum fleygt
ef hægt var að nota þá. Hann tók
þennan stól til handagagns og ég sá
hann hjá honum og falaðist eftir hon-
um.“ Ásta segir ekki ólíklegt að ein-
hver prófessorinn hafi lengi setið í
stólnum. „Nú sit ég hins vegar í hon-
um við vinnu mína heima. Sonur
minn og lítil frændsystkin eru líka
dugleg við að snúa honum í hringi.
Ásta segir stólinn vera sérlega þægi-
legan og gott að sitja í honum við
vinnu. „Þetta er viðarstóll eins og
tíðkaðist á sjöunda áratugnum og ég
gerði hann allan upp með hjálp
mömmu. Síðan keyptum við á hann
nýtt áklæði og yfirdekktum. Hann er
því mikið stofuprýði og eftir honum
er tekið þar sem hann stendur." ■
Ásta Kristjánsdóttir
lögfræðingur á skrif-
borðstól sem afi hennar
tók til handagagns.
Yaranlegt saimband
JJ'Ð GJAmJOORTJN
Chiwpractk'
Sú besta
samkvKmt stærstu kíröpr»ktor»-samtökum i hcimi
• www.svefnogheilsa.is
Listhúsínu Laugardal, sími 581 2233
Dalsbraut 1, Akureyri, sími 461 1150