Fréttablaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 12
klukkustundum dögum eftir kosningar... eftir kosningar... verðum við búin að: ... verðum við búin að: Hefja rekstrarúttekt á fjármálum borgarinnar og fyrirtækja hennar. Hefja undirbúning að sölu á Línu.neti. Stöðva umhverfisslysið í Geldinganesi. Gera áætlun um aukið aðgengi borgarbúa að upplýsingum og þjónustu sem tengjast borginni. Sérstök áhersla verður lögð á skilvirkari samskipti borgarbúa við borgarstjóra með því að fjölga viðtalstímum um helming. Boða til opinna borgarafunda í öllum hverfum borgarinnar til að fara yfir þau mál sem helst brenna á borgarbúum. Boða til fundar með íbúum og hagsmunaaðilum í miðborginni með það að markmiði að gera áætlun um uppbyggingarstarf og hreinsun í miðborginni. Halda fund með dómsmálaráðherra til þess að fara yfir löggæslumál borgarinnar og ræða gerð sérstaks þjónustusamnings viö lögregluyfirvöld þar sem áhersla verður lögð á bætta löggæslu í borginni og aukið öryggi í hverfum borgarinnar. Óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um uppbyggingu hjúkrunarrýma í borginni þar sem Reykjavíkurborg skuldbindi sig til að leggja fram minnst 250 milljónir á ári til málaflokksins. Óska eftir fundi með ríkisvaldinu og hagsmunaaðilum til að ræða framtíðarskipan flugvallarins með það að markmiði að mæta þörf Reykjavíkur fyrir aukið byggingarland í Reykjavík án þess að vegið verði að flugöryggi eða gengið gegn hagsmunum Reykjavíkur og landsbyggðarinnar í samgöngumálum. ■■ Samþykkja lækkun fasteignagjalda um allt að 20% með afnámi holræsaskattsins. Samþykkja að stórlækka og leggja af fasteignaskatta og holræsagjöld á eldri borgara. Samþykkja að stórlækka og leggja af fasteignaskatta og holræsagjöld á öryrkja. ■■ Styrkja stöðu Orkuveitu Reykjavíkur sem öflugs fyrirtækis í eigu borgarinnar með því að endurskoða reksturinn og tryggja bætta afkomu. ■■ Taka ákvörðun um stuðning við uppbyggingu Eirar og Hrafnistu og um frekari uppbyggingu Droplaugarstaða. Yfirfara biðlista eftir þjónustu borgarinnar og setja fram tillögur til að útrýma þeim. ■■ Leggja fram áætlun um úrbætur vegna húsnæðisvanda þeirra sem búa við óviðunandi aðstæður og eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði. ( Leggja fram áætlun um að eyða biðlistum eftir leikskólaplássi þar sem öllum börnum eldri en 18 mánaða er tryggt leikskólapláss. ■■ Auglýsa nýskipan skólaráða í 4-5 skólahverfum borgarinnar þar sem aukið samstarf leik- og grunnskóla er tryggt og með því fá foreldrar fleiri tækifæri til að hafa áhrif á skólastarfið í sínu hverfi. ■■ Fella niður stöðumælagjöld í miðborginni þegar lagt er í skamman tíma. Samþykkja breytta skipan lóðaúthlutana í borginni og afnema almennt lóðauppboð. Efna til hugmyndasamkeppni varðandi uppbyggingu á Mýrargötusvæðinu. Taka til endurskoðunar skipulagstillögur vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóð Landssímans í Grafarvogi og lóð Alaska í Breiðholti. Leggja fram tillögu um breytingar á aðalskipulagi, meðal annars vegna nýs skipulags á Geldinganesi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.