Fréttablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
15. júní 2002 LAUGARDAGUR
HASKÖLABIO
HAOATOgGI « SÍMI 530 ih\ri - STÆRSTA >UT>Si»?]*LO U,MPSIi»S
smafífí
□□ Do'.by /DD/ .Í.S? Ihx SiMi 564 0000 - www.smarabio.is
Mœðgur í
vanda
Ispennumyndinni Panic Room
segir af mæðgum sem kaupa
húsnæði á Manhattan af sérvitr-
um auðkýfingi sem hefur ný-
lega látist. Sá hafði látið útbúa
rammgirtan öryggisklefa sem
heimilisfólk gæti hlaupið í ef
einhverjir óprúttnir réðust inn.
Fyrstu nótt þeirra mæðgna í
húsinu gerist það einmitt að þrír
ræningjar komast inn í húsið.
Mæðgurnar ná að hlaupa inn í
klefann og hefst þá spennandi
atburðarrás.
Við fylgjumst með baráttu
móður og dóttur við innbrots-
þjófana og tilraunum þeirra til
að láta umheiminn vita af sér.
Handritshöfúndinum David
Koepp tekst að ganga aldrei of
KVIKIVIYNDIR
PANIC R00M
langt og misbjóða skynsemi
áhorfandans. Leikstjórinn Dav-
id Fincher er mörgum að góðu
kunnur, leikstýrði m.a. Seven og
Fight Club. Honum tekist vel
upp hér. Kvikmyndatakan var
einstaklega skemmtileg og vel
útfærð. Jodie Foster leikur eitt
aðalhlutverkanna og í myndinni
mæðir mest á henni. Undirrit-
aðri hefur fundist hún upp og
ofan í gegnum tíðina en var í
þetta sinn þokkalega sátt. Ég
held að mér sé óhætt að mæla
með myndinni sem fínni afþrey-
ingu... og geri það hér með.
Kolbrún Ingibergsdóttir
TÓNLIST
Það tókst
Fáar rokkhljómsveitir höfðu
jafnmikil áhrif á framþróun
rokksins á síðasta áratugi og
bandaríska sveitin Korn. Hún er
skipuð fimm sérvitringum sem
allir virðast hafa það að leiðarljósi
að ná hljóðum úr hljóðfærum sín-
um sem hvergi hafa heyrst áður.
Nú er komið að fimmtu plötu
og orðið erfiðara að finna upp ný
hjálpardekk fyrir rokkið. Síðasta
plata þeirra „Issues" er að mínu
mati ekki aðeins þeirra besta,
heldur ein af betri rokkplötum síð-
asta áratugar. Ég var því með stór-
an hnút í maganum af ótta um að
verða fyrir vonbrigðum þegar
rannsóknarvinnan í nýjustu breið-
skífunni „Untouchables" hófst.
í stuttu máli; ekki jafn góð
plata og síðast en engin vonbrigði.
K o r n
færa sig
untouchableses lengra í
sömu átt
og þeir gerðu síðast. Reyna meira
að segja fyrir sér í poppsmíðum á
tveimur lögum. Er það þá popp
Korn?
Melódískt raddhafið skreytir
harða bassa- og gítareffektasúp-
una og inn á milli góðra hugmynda
heyrast svo fín lög að þau fram-
kalla gæsahúð. Ég spái því að lag-
ið „Toughless" verði þeirra
stærsti smellur frá upphafi.
„Untouchables" nær tilsettu
marki. Hún festir hljómsveitina
Korn í sessi sem eina merkileg-
ustu rokksveit okkar tíma. Punkt-
ur!
Birgir Örn Steinarssonorn:
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 4, 6. 8 og 10.15
íMULHOLLAND DRiVE Id. lO.fsj ^ C _________ ________ 8o810
|Y0UCANÖÖUNrÓNME kLÍTsogjsdi| ÍHIÁLPÉCERFISKUR kl.4og6i
ÍWAYNES WORLD kL6| H?®........kl. 6,8og 10SD 4,6,8 og 10
Málning
fywalla
Farvelartd
I MsssessRj
Farveland
mm
MALARINNJm
Bæjarlind 2 • Kópavogi • Sími: 581 3500
Nýtt á markaði:
WaterDrain gegn
vökvasöfnun
Nú er komið á markað náttúrulegt
fæðubótarefni sem dregur úr
vökvasöfnun í líkamanum. Auk
magnesíum og kalsíum inniheldur
WaterDrain jurtakrafta úr birki,
brenninetlu og klóelftingu en allar
eru þessar jurtir taldar vatnslos
r g
4
andi og hreinsandi hvort heldur er Jj-
fyrir blóð eða aðra vessa líkamans.
WaterDrain styrkir, hreinsar og
hvetur nýru, þvagfæri, Iungu og
húðina svo eitthvað sé nefnt. Dag-
skammtur er 2-3 töflur á dag eftir
því hvert markmiðið er, en í pakk-
anum eru 60 hylki eða allt að mán-
aðarskammtur. Fólk sem tekur lyf
skal ávallt hafa samráð við lækni
fyrir inntöku hvers kyns fæðu-
bótarefna sem þessa# Ö
Umboðsaðili | %7>1
WaterDrain á ft*
íslandi er I&d ehf. Innflutninöur 8, dreifing ehf.
Sætúni 8 -105 Reykjavík
IFRÉTTIR AF FÓLKI I
„Það er hollt að
guðlasta"
Þrátt fyrir að hljófhSveitin Forgarður Helvítis eigi rúmlega 10 ára
starfsferil að baki hafa þeir ekki gefið út breiðskífu, fyrr en nú. Platan
„Gerningarveður“ er komin út og í dag verða haldnir útgáfutónleikar.
tónlist í „Hinum guðdómlega
gamaleik" Dante’s var forgarður
helvítis bara nokkuð fínn staður
til þess að enda á. Þar ráfuðu sál-
ir um lausar við það vesen að
brenna í helvíti eða lifa undir
stöðugu eftirliti almættisins.
Nafnið er því kannski villandi.
Það er eins með hljómsveitina.
Fyrsta eiginlega breiðskífa
þeirra, „Gerningarveður“, er nú
fáanleg í Hljómalind og Japís á
Laugavegi. A plötunni eru 19 lög.
Flest ný, en það elsta nær aftur
til ársins 1995.
„Svo eru verk á milli,“ útskýr-
ir Sigurður Harðarson, eða ein-
faldlega Siggi Pönk, söngvari.
„Eitt þeirra er ljóð, eitt er svona
„artí-fartí“ gálgahúmor hjá okk-
ur. Verkið „Játning” er útúrsnún-
ing á trúarjátningunni. Hún mun
örugglega hrella einhverja krist-
na menn.“
Forgarðurinn hefur vakið at-
hygli fyrir blygðunarlaust guð-
last. Til dæmis er ritað aftan á
hljómsveitarboli þeirra „Brennið
kirkjur". Á plötunni er svo m.a.
að finna lögin „Guð er stærsta
lygi heims“ og „Krossfest börn“.
„Það er mjög hollt að guð-
lasta,“ útskýrir Siggi. „Það er
gott fyrir andlega h eilsu. Þeir
sem fá sjokk fara kannski að
velta því fyrir sér hvort viö höf-
um eitthvað til okkar máls. Fólk á
að hugsa málið, ekki að láta stýra
sér inn í eina ákveðna hugmynda-
fræði. Ég er á þeirri skoðun að
það sé eins með trúarbrögð og
alla hugmyndafræði. Fólk á að
skoða allt, taka það úr sem hent-
ar og smíða sinn eigin stakk.“
„Okkur hefur tekist að takast
á við alla okkar gleði og sorgir án
FORGARÐUl HELVÍTIS
„Að gera plötuna tók akkúrat meðgöngutím. " segir Sigurgrímur. „Þegar við vorum að
byrja frétti ég að frúin væri ó t. Nú á ég 6 vikna dóttur."
þess að hallast að einhverju
æðra. Við treystum á okkur sjál-
fa,“ bætir Magnús Halldór Páls-
son bassaleikari við.
„Þar sem við trúum ekki á
Guð getum við varla sagt að Sat-
an sé til heldur," segir Sigurgrím-
ur Jónsson, gítarleikari, sem í
neyð hefur sest í trommarastól-
inn. „Það er bara hvor sín hliðin á
sama blaðinu. Við erum á móti
kúgun og þeim sem vilja hafa yf-
irstjórn á öllum málum. Hvort
sem það eru ríkisstjórnir eða
kirkjan."
Útgáfutónleikarnir verða í
Hinu Húsinu í dag. Auk For-
gárðsins leika I Adapt, Spilldog
og þýska sveitin Heaven Shall
Burn. Ekkert aldurstakmark er
og aðgangur er ókeypis.
biggi@frettabladid.is
Bandaríski sjónvarpsleikarinn
Robert Blake, sem sakaður er
um að hafa myrt eiginkonu sína,
bauð tveimur
j áhættuleikurum
100 þúsund doll-
ara (tæpar 9 millj-
j ónir króna) fyrir
að drepa konu
! sína. Þessu halda
jsaksóknarar í
máli hans fram.
Verjendur hans
segja að allur málsflutningur sak-
sóknara byggist á ótrúverðugum
vitnum og þá vanti sárlega áþreif-
anlegar sannanir. Eiginkona
Blake var skotin til bana í maí í
fyrra. Blake gæti átt yfir höfði sér
lífstíðarfangelsi.
Ikvöld verða haldnir aukatón-
leikar til minningar um tónlist-
armanninn Jeff Buckley. Fyrri
tónleikarnir gengu framar öllum
vonum og ákvað sveitin, sem er
skipuð liðsmönnum úr Ensími,
LHOOQ og Skítamóral, að láta
undan þrýstingi um að endurtaka
þá. Buckley verður því minnst á
nýjan leik á Gauk á Stöng í kvöld.
Ameríska kvikmyndastofnunin
hefur valið Casabianca með
Humphrey Bogart sem bestu ást-
arsögu kvikmynd-
anna. Þetta varð
niðurstaðan þegar
fjöldi leikstjóra,
kvikmyndagerða-
manna, handrita-
höfunda og leik-
ara voru spurðir
hvaða mynd stæði
upp úr. Myndin
kom út árið 1942 og virðist svo
sannarlega standa fyrir sínu.
Poppstrengjabrúðan Britney
Spears og þeir sem kippa í
hennar strengi hafa verið kærðir
fyrir lagastuld. Tveir lagahöfund-
ar halda því fram að þeir hafi sent
Britney lag sem svo hafi verið
neitað. Þeim til mikillar undrunar
fannst þeim svo tvö lög af annarri
plötu stúlkunnar kunnugleg. Þeir
halda því fram að bæði lögin hafi
verið smíðuð eftir laginu sem þeir
sendu inn á sínum tíma.
BLACK KNIGHT forsýning ki. 8
IÍSÖLD________________ kl. 2 og 5.50
jSTAR WÁRS__________kl, 2, 5,8 og 10.50
fSPIDERMAN kl. 2, 5 og 10.10 |i
Sýnd kl. 2.4.6.8 og 10.10 Sýnd kL 6,8 og 10.10 b.i. 16 § Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 '"r 187 ÍHJÁLP ÉG ER FI5KUR kL 2, 4 ögTj j?Bj
i ALI G kl.4, 6, 8 og 10.10 ÍQUEEN OFTHE DAMNEC kl. 8 og 10.10 ||YHt
SKRÝMSU HF kL 2 1 [RESIDENT EVÍL kl. 10.10 b.i. l6|P*«f
jTHE MAJESI1C kl-8 j jSHj jBUBBLEBOY kl.4,6 0g8lrTl
jJIMMY NEUTRON kl.2 [W jPÉTUR PAN ki. 2\m
HÚSIÐ
Heimsendmg og sólt
Alltaf spennandi
tltbod!
Frúbcer hóptitbod
fyrir afmœllsveístur!
R
\TlXX