Fréttablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 15. júní 2002 LAUGARPAGUR • Dagsöluturn í atvinnuhverfi með áherslu á léttar veitingar. Lítil en vaxandi velta og miklir möguleikar. • Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hag- nað. Gott tækifæri fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi. • Verslun, bensínssala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög góður hag- naður. Ársvelta 180 MKR og vaxandi með hverju ári. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón. • N-1 bar í Keflavík. Til sölu eða leigu. Vinsæll skemmtistaður á besta stað í Keflavík. • Bón & þvottabíllinn. Sniðugt þjónustu- fyrirtæki í fullum rekstri. Sérlega hentugt fyrir framtakssama námsmenn sem vilja hafa góðar tekjur. • Veitingastaður í atvinnuhverfi. Mánaðarvelta 3 MKR á mánuði. Eingöngu opið virka daga kl. 7-17. Lágt verð - auöveld kaup. • Snyrtivörudeild úr heildverslun. Litalína sem er í nokkrum góðum verslunum og hægt er að efla. Hentugt fyrir konu sem hefur vit á snyrtivörum og langar í eigin rekstur. Lágt verð. • Sólbaðsstofa í Garðabæ. Sú eina í bænum. 5 bekkir + naglastofa. Verð 6 MKR, góð greiðslukjör. • Heildverslun með tæki og vörur fyrir byg- gingariðnaðinn. Ársvelta 130 MKR. Góður hagnaður um margra ára skeið. Hagstætt verð. • Lítil blómabúó í miðbænum. Besti tíminn framundan. Verð 2,7 MKR, góð greiðs- lukjör. • Skyndibitastaður í Kringlunni. Einstakt tækifæri. • Verksmiðja sem framleiöir gróðurmold o.fl. Góð viðskiptasambönd. • Sérstaklega góður söluturn í Kópavogi. Tvær bílalúgur, mikil veitingasala. Góður hagnaður. • Vel þekkt og vaxandi sérverslun með flísar. 50 MKR ársvelta. Góð umboð. • Þekkt kvenfataverslun í Skeifunni. Góð þýsk innkaupasambönd. Auðveld kaup. • Videóleiga á Akureyri. Góð staðsetning. Skipti möguleg. • Góður og vaxandi söluturn í Grafarvogi. Velta 2,7 MKR á mánuði.Verð aðeins 4,5 MKR. • Lítil smurbrauðsstofa með góð tæki og mikla möguleika. • Bílaverkstæði á góðum stað í Kópavogi. Hentugt fyrir 2 menn. Verð 2,5 MKR. • Lúxus snyrtistofa í miðbænum. Gott tæk- ifæri fyrir nýútskrifaðan snyrtifræðing. Eigandi til í að hafa umsjón sem meistari. Auðveld kaup. • Skemmtilegt fyrirtæki í afþreyingar iðnaöinum sem búið er að byggja upp með öflugri markaðssetningu og öflun fas- tra viðskiptavina. Hentar bæði sem sérstakur rekstur eða í bland með öðrum rekstri. • Spennandi sérverslun með notaðan fatnað (second-hand) í miðbænum. • Lítil rótgróin sólbaðsstofa í Vesturbænum.4 bekkir og stækku- namöguleikar. Auðveld kaup. • Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur.Ársvelta 100- 1000 MKR • Videósjoppa í Breiðholti með 5 MKR veltu á mánuði. Auðveld kaup. • Eitt af vinsælustu veitingahúsum bæjarins. Mjög mikið að gera. • Lítill sport pub í Árbæjarhverfi. Besti tíminn framundan. Auðveld kaup. • Heildverslun með þekkt fæðubótaefni sem aðallega eru seld í apótek. Ársvelta 20 MKR. • Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1 -2 starfs- menn, sérstaklega smiði. • Sérhæft fyrirtæki sem setur lakkvörn á bíla. Gott einkaumboö, tæki og lager. Hentugt fyrir tvo menn. • Rótgróin deild úr fyrirtæki, sala mælibú- naðar fyrir framleiðslu- og matvælafyrirtæ- ki. Framlegð 5 MKR á ári. • Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 15 herbergi, ársvelta 20 MKR. Möguleiki á 15 her- bergjum til viðbótar og lítilli íbúð fyrir eiganda. • Verslunin Dýrið, Laugavegi. Sérstök ver- slun með mikla möguleika. • Fiskréttaverksmiðja í lítilli starfsemi. Góð tæki, húsnæði, vörumerki og uppskriftir. Auðveld kaup.^|, mn FASTEIGNASALA • Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) • Sími 533 4300 • Gsm 820 8658 Listdansskóli íslands: Lokaverkefni í Loftkastalanum FYRSTA ÁRS NEMENDUR Nemendurnir semja verkin í Saltare sjálfir. dans í dag flytja nemendur List- dansskóla íslands lokaverkefni ársins í Loftkastalanum. Undan- farin þrjú ár hafa nemendur verið látnir sjá algerlega um að setja lokaverkefni sitt upp utan skól- ans. Þetta árið heitir sýningin Saltare, sem er latína og þýðir að dansa. „Við gerum þetta alveg sjálf,“ segir Anna Tómasdóttir, einn nemendanna sem standa að sýn- ingunni. „Þetta eru tíu frumsamin verk en alls erum við tuttugu sem tökum þátt í sýningunni." Verkin eru ýmist eftir nemendur á fyrsta eða öðru ári í skólanum. Eitt er eftir danskennarann Cameron Corbett, sem dansaði áður með ís- lenska dansflokknum. Tveir strákar taka þátt í sýningunni og Anna segir alltaf vanta fleiri í skólann. Listdansskóli íslands skiptist í klassíska deild og nútímadansa. í þeirri klassísku er meiri áhersla á ballet. Það skilar sér lítið í Saltare þar sem verkin eru ýmist nútíma- dans eða djassballet. „Það er ver- ið að þjálfa okkur upp í að verða atvinnudansarar í skólanum,“ segir Anna. Flestir nemendurnir eru bjartsýnir á framhaldið þegar skólanum er lokið. „Það verður nóg að gera þegar við erum búin að útskrifast." Sýningin er klukkan 19 í Loft- kastalanum. ■ 10.00 Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur heldur fyrirlesturinn Lands- lag, fólk og menning á Loftinu í Hinu húsinu. Þar ræðir hann áhrif náttúrunnar á þróun ís- lenskrar menningar í gegnum ald- irnar. Aðgangur er ókeypis. 13.00 Diane Burko heldur fyrirlesturinn í leit að landslagi á Loftinu í Hinu húsinu. Myndasýning af rannsókn hennar á formi lands- lags í suðvesturhluta Ameríku, Himalayafjöllunum, Normandy og Bellagio. Einnig sýnir hún myndir frá eldfjöllum. Aðgangur ókeypis. GÖNGUR______________________________ 9.50 Félag eldri borgara í Hafnarfirði ætlar í morgungöngu og tekur rútu frá Hraunseli. 14.00 Guðmundur Halldórsson skor- dýrafræðingur skoðar smádýralíf- ið i Alviðru. Upplýsingar í síma 898 1738. OPNANIR___________________________ 14.00 Safnasafnið í Eyjafirði opnar sér- sýningu á leirverkum eftir Sigríði Ágústsdóttur á Akureyri. 15.00 Sýningin LiST MEÐ LyST opnuð I Norræna húsinu. Á opnuninni verður síld og snaps. Sendiherra Svíþjóðar, Herman af Trolle, opn- ar sýninguna að viðstaddri Birgittu Castenfors sýningarstjóra. 17.00 Farandsýningin Ferðafuða opnar í Ketilshúsinu á Akureyri. Sýningin, samanstendur af smáverkum fjöl- da listamanna. Ferðafuða verður á Akureyri til 7. júlí og heldur þá til Seyðisfjarðar. SÝNINGAR__________________________ Islenska kvennalandsliðið í fótbolta, sem á góðan möguleika á því að kom- ast á HM í Kína, áritar í HM-heiminum í Smáralind í dag. „Eins og það gerist best í bíó“ Sólstöðuhátíðin á Fjörukránni í Hafnafirði hefur verið haldin árlega frá því 1994. Hún stendur nú yfir sem hæst og fara menn þangað og horfa menn drepa mann og annan. Kann kat thad lasta. VÍKINGAR Á FJÖRUKRÁNNI Dagskrá hátíðarinnar er hægt að sækja á www.fjorukrain.is. hátíð Á fimmtudag var sett Sól- stöðuhátíð á Fjörukránni í Hafna- firði. Þetta er orðinn árlegur við- burður sem er ávallt á dagskránni í kringum 17.júní. Sólin er hæst á lofti ár hvert þann 21. júní. Hafn- firðingar kunna vel að meta söng, mjöð, mat, bardaga og dans að hætti víkinga. Jafnvel svo mikið að það var eitt af fyrstu verkum nýja bæjastjórans, Lúðvíks Geirs- sonar, að ávarpa gesti. „Dagskráin er í gangi allan daginn,“ segir Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukráar- innar „Hér eru bardagar, leikhóp- ar, sögumenn, bogaskyttur, járn- smiðir og dansleikir á hverju kvöldi. Það er færeyska hljóm- sveitin Taxi sem hefur komið hingað nokkrum sinnum og gert allt vitlaust. Svo ætlar barna- stjarnan Brandur að syngja fyrir gesti í dag.“ Taxi leikur hefðbundna ball- tónlist en á staðnum er dönsk-ís- lensk hljómsveit sem hefur sér- hæft sig í því að leika íslenska þjóðlagatónlist. Þau leika á eftir- líkingar af hljóðfærum sem hafa fundist frá þessum tíma. í bardögunum er svo sannar- lega tekist á og rennur svitinn af mönnum í lítratali. Er engin hætta á því að fólk meiði sig? „Þetta eru þjálfaðir menn. Þetta er bara eins og það gerist best í bíómyndunum. Auðvitað getur fólk meitt sig en það hefur ekki gerst ennþá. Og svo deyja allir, þetta er mjög raunveru- legt.“ Hasarinn vekur greinilega áhuga yngri Hafnfirðinga því Jó- hannes segir að nokkrir mæti með sverð í hönd á staðinn. Hann segist einnig vona að byggðar- safnið í Hafnafirði nái að næla sér í víkingaskipið íslending. „Það væri nú aldeilis flott að hafa það hér í nausti hér fyrir aftan.“ Sólstöðuhátíðin stendur alla helgina og fram á 17.júní. biggi@frettabladid.is MYNDIRNAR BEINT HEIM AG¥A<& firmpokfcnn m á pósthúst, HEIMS&m*ÐtJ? „ FRAMKÖLLUN & FILMUR ........ 1W, 2SW lKíjR#«í$i, Slffli $44 4(1 .'8(1 & <■ • * Húni II hentar einkar vel til sjó- manns í einu við veiðarnar. Efti á meðan skipstjórinn spilar á n / Ogleymanleg upplifun! Upplýsingar& bók Hvalciskodun - Sjósfoiigaveiði - Veisltfsainr - B

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.