Fréttablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 8
8 FRETTABLAÐIÐ 15. júní 2002 LflUGARDAGUR 16-liða úrslit hefjast í dag Danir mæta Englendingum SÁR OC SVEKKTUR Luis Figo, einn besti knattspyrnumaður heims, þerrar hér tár á kinn sinni eftir að Ijóst var að Portúgalar voru úr leik eftir tap gegn Suður-Kóreu. fótbolti Þýskaland og Paragvæ mætast í fyrsta leik 16-liða úrslita á heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu klukkan hálf sjö í dag. Þjóðverjar sigruðu E-riðil örugg- lega. Þeir lögðu meðal annars Sádi-Arabíu að velli með átta mörkum gegn engu. Liðið var ekki talið líklegt til afreka fyrir mót en nú fer að reyna á það. Paragvæj- ar, með markvörðinn Chilavert í fararbroddi, komst áfram úr B- riðli á betri markatölu en Suður- Afríka. Liðið er skipað mörgum stórskemmtilegum leikmönnum og gæti vel komið á óvart. Öll lið geta komið á óvart. Seinni leikur dagsins er leikur Englands og Danmerkur. Danir sigruðu A-riðil frekar örugglega. Slógu meðal annars Heims- og Evi'ópumeistara Frakka úr leik og Úrúgvæ. Dönum er spáð góðu gengi en ekki er hægt að útiloka David Beckham og félaga í enska landsliðinu. Englendingarnir komust upp úr hinum gríðar- sterka F-riðli, sem var nefndur Dauðariðillinn, ásamt Svíum. Ní- gería og Argentína sátu eftir en síðast nefndu þjóðinni hafði verið spáð heimsmeistaratitlinum. Það má því búast við hörku viðureign í dag klukkan 12.30.B DAVID BECKHAM Landsliðsfyrirliði Englands verður í eldlín- unni í dag. 32-liða úrslit Goca-Gola bikarsins: IR mætir Leiftri/Dalvík Sjö leikir fara fram í 32-liða úr- slitum Coca-Cola bikarkeppni karla í dag. Sindri á Hornafirði tekur á móti Val, ÍBV tekur á móti ungmennaliði FH, Fjarðarbyggð fær Breiðablik í heimsókn og ung- mennalið ÍA mætir Víkingi Reykjavík. Fram fer til Keflavík- ur og mætir ungmennaliðinu þar á bæ, ÍR mætir sameinuðu liði Leifturs og Dalvíkur. Allir leikirn- ir hefjast klukkan 14.00 og nú geta litlu liðin sýnt þeim stóru hvað í þeim býr. ■ Símadeild kvenna: FH mætir norðanstúlkum fótbolti FH og sameinað lið þurfa nauðsynlega á stigum að Þór/KA/KS mætast í Símadeild halda til að forðast fall. Það má íslendingurinn á HM Jon Dahl Tomasson annar markahæsti leikmaður heimsmeistaramóts- ins er af íslenskum ættum. Langalangaafi hans kenndi við Lærða skól- ann í Reykjavík. Afi hans var skóari í Hafnarfirði. kvenna á Kaplakrikavelli klukkan tvö á morgun, sunnudag. Bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar og því búast við hörkuviðureign. FH stúlkur hafa fengið tvær banda- ríska stúlkur til liðs við sig. ■ /LOKADAGURa AFSLATTUR AF ÖLLUM SKÓM OPIÐ FRÁ 10 - 16 í DAG TOPPSKORINN SUÐURLANDSBRAOT 54 fótbolti Hinn íslensk ættaði Jon Dahl Tomasson hefur farið á kostum með danska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Suður- Kóreu og Japan. Hann skoraði fjögur mörk í riðlakeppninni og er næst markahæsti leikmaður mótsins. Jon Dahl er einn fjórði íslend- ingur. Langalangafi hans var Hall- dór Guðmundsson sem kenndi við Lærða skólann, á árunum 1856-85. Sonur hans hét Tómas og var skó- ari í Hafnarfirði. Tómas þessi átti son sem hét Halldór. Halldór var sjómaður og hnefaleikakappi. Hann fluttist snemma búferlum frá íslandi til Danmerkur og tók saman við danska konu. Þau eign- uðust tvo syni, þá Ingolf og Bjarne. Bjarne er faðir Jons Dahl. Hægt er að rekja ættir Jons Dahls til margra frægustu knatt- spyrnukappa landsins. Oddur Friðrik Helgason, ættfræðingur og fyrrverandi sjómaður, rakti ættir Jons Dahl. Hann og knatt- spyrnutvíburarnir Arnar og Bjarki eru skyldir í sjötta lið. Rík- harður Jónsson, fyrrverandi leik- maður ÍA, er skyldur hon- um í sjöunda lið og Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, í áttunda. Jon Dahl sló fyrst í gegn með hollenska félaginu Heerenveen á árunum 1994- 1997. Þá var hann keyptur til Newcastle en stóð ekki undir væntingum. Hann var því seldur til Feyernoord sama ár. Þar lagði hann sig allan fram um að bæta upp lík- amlegan styrk og tækni. Þess var heldur ekki lengi að bíða að hann fyndi netmöskvana á ný. Á þeim fjórum árum sem hann spilaði með Feyernoord skoraði hann 55 mörk. Frammistaða hans Segðu skilið við óhollt skyndifæði, hreyfðu þig og byggðu upp stinnan og fallegan líkama og vertu FRJÁLS >. v ' 3 if- r« ,;m U k.S> 15 skammtar - verö aöeins kr. 1.995.- með HHEYSTI F»ðub6tar>fnl - Æflnqafatn.ður - R«fþj4lfuo«rt»ki hefur tryggt honum sæti í byrj- unaliði danska landsliðsins og hafa mörg lið verið á höttunum eftir honum. ítalska stórveldið AC Milan keypti kauða fyrr á þessu ári og mun hann spila með liðinu í ítölsku efstu deildinni. Jon Dahl Tomasson er fæddur 29. ágúst árið 1976 og verður því 26 ára á þessu ári. Hann er eini ís- lendingurinn sem vitað er um að hafi spilað leik og skorað í loka- keppni heimsmeistaramótsins. kristjan@frettabladid.i FORFEÐURNIR Tómas Halldórsson, skóari úr Hafnarfirði, er hér með fjölskyldu sinni. Halldór, afi Jons Dahl, er lengst til vinstri á myndinni. Oddur Friðrik Helgason ættfræðingur rakti ættir hans til hinna ýmsu knattspyrnu- manna. lIkir Jon Dahl Tomasson er sláandi llkur afa sín- um i föður ætt, Halldór Tómassyni, sjó- manni og hnefaleikakappa. Brautryöjandi í lágu lyfjaverbi frá 1996. Ap#tekið - Lipurö og lœgra vcrö Skeifynni - íðyfelli - Akyreyrí ÍÞRÓTTIR í DAG 15. JÚNl 06.10 Sýn (Þýskaland - Paragvæ) lLQO__Sýn HM 2002 (Danmörk - England) 13.40 Sýn Giilette-sportpakkinn 13.40 Sýn HM 2002 (Þýskaland - 2b) 14.00 Sindravellir Bikar karla (Sindri - Valur) 14.00 Keflavíkurvöllur Bikar (Keflavík U23 - Fram) 14.00Vestmannaeyjavöllur Bikar karla (ÍBV - FH U23) 14.00 iR-völlur Bikar karla (ÍR - Leiftur/Dalvík) 14.00 Eskifjarðarvöllur bikar (Fjarðabyggð - Breiða- blik) 14.00 Fylkisvöllur Bikar (Fylkir U23 - Stjarnan) 14.00 Akranesvöllur Bikar (ÍA U23 - Víkingur R.) 16.00 Sýn (Danmörk - England) 17.05 RÚV Íslandsglíman 2002 17.25 RÚV Austfjarðartröllið 16. JÚNl 14.00 Kaplakrikavöllur Símad. kvenna (FH-Þór/KA/KS)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.