Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2002, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.06.2002, Qupperneq 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 24. júni 2002 MÁNUPAGUR SVONA ERUM VIÐ Meöalfjöldi íbúa í hverri íbúð hefur fallið um helming frá 1920. Meðalíbúa- fjöldinn á íbúð var hæstur 1930 en lækk- aði jafnt og þétt þar til hann hefur staðnað undanfarinn áratug. Tímabil íbúar á íbúð 1920 4,93 1930 5,41 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000 4,95 4,39 4,11 5,41 2,66 2,52 2,54 HEIMILD: HÚSNÆÐISMÁL I REYKJAVlK, SKÝRSLA BORGARFRÆÐASETURS. Spá Þjóðhagsstofnunar: Stutt sam- dráttarskeið efnahacsmál Þjóðhagsstofnun spáir 0,8% samdrætti í lands- framleiðslu á þessu ári. Það er litlu meiri samdráttur en stofnun- in spáði upphaflega, 0,5%. Heldur á að rætast úr á næsta ári. Þjóð- hagsstofnun gerir ráð fyrir að hagvöxtur nemi 2,4% á næsta ári. Niðurstaða spár Þjóðhags- stofnunar er að samdráttarskeiðið verði stutt. Gert er ráð fyrir að verðbólga haldi áfram að lækka. Þannig er spáð 5% verðbólgu milli þessa árs og síðasta en 2,7% verð- bólgu milli þessa árs og næsta. Dregið hefur úr viðskiptahalla. Hann var 4,3% af landsframleiðslu á síðasta ári. Þjóðhagsstofnun spá- ir því að hann verði eitt prósent í ár en 1,5% á næsta ári. ■ —-♦— Vegstyttingar: Fámilljón frá Byggða- stofnun SAMGÖNGUR Leið ehf., sem vinnur að athugunum á mögulegum veg- styttingum frá Vestfjörðum til Reykjavíkur, fær eina milljón króna í styrk samkvæmt sam- þykkt stjórnar Byggðastofnunar. Styrkurinn er ætlaður til undir- búnings vegalagningar milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar. Þessi leið myndi stytta vegalengd milli Reykjavíkur og ísafjarðar um 40 kílómetra og koma á heilsárssam- göngum milli Strandasýslu og Reykhólahrepps. Með styrkveit- ingunni tekur stjórn Byggðastofn- unar undir áherslur Vestfirðinga um mikilvægi úrbóta og framfara í samgöngumálum. ■ ERLENT Veðurstofan í Japan hefur var- að við hugsanlegu eldgosi í fjallinu Asama, rúmlega 100 kíló- metrum norðvestur af Tókýó. Á laugardag mældust hundruð smá- skjálfta en mikil virkni hefur ver- ið þar og leggur reyk frá fjallinu. Fyrir 200 árum eða svo varð mik- ið gos sem olli mannfalli og alvar- legu tjóni. Fyrir 12 árum varð smágos án tjóns. Mikið hefur verið um spreng- ingar á ferðamannastöðum á Spáni undanfarna daga og er ETA- hreyfing Baska talin standa Sprengingarnar eru taldar tengj- ast leiðtogafundi Evrópusam- bandsins sem haldinn var í Sevilla. Fjölskyldum þeirra 67 Breta sem létust í hryðjuverkaárás- unum 11. september hafa verið boðnar bætur, um milljón dollara sem samsvarar um 89 milljónum íslenskra króna. Lögfræðingur sem fer fyrir skaðabótasjóði segir að þeir sem gangi að tilboðinu geti ekki gert frekari kröfur á ríkis- stjórn Bandaríkjanna. Byggðastofnun lánar loðdýrabændum: Myndarleg fyrirgreiðsla til loðdýrabænda loðdýrarækt Stjórn Byggðastofn- unar samþykkti að veita liðlega 100 milljóna króna lán til 16 loð- dýrabænda, gegn því að viðskipta- bankarnir felldu niður verulegar fjárhæðir. Afskriftir viðskipta- bankanna, þar með talið Lánasjóðs landbúnaðarins, láta nærri að nema 170 milljónum króna af 570 milljóna heildarskuldum búanna. Eftirstöðvum eldri lána verður ennfremur skuldbreytt. Málefni loðdýrabænda hafa verið til umfjöllunar í talsverðan tíma hjá Byggðastofnun en stofn- unin kemur að þeim til að tryggja framhald á loð- dýrarækt á íslandi. Lána- fyrirgreiðslan var sam- þykkt á fundi stjórnar Byggðastofnunar í fyrri viku og er þess vænst að þar með hafi viðunandi LOÐDYRABUSKAP- UR TRYGGÐUR 100 millónir voru lán- aðar til 16 loðdýra- bænda. grundvöllur skapast fyrir áfram- loðdýrabænda er því bjartari en í haldandi rekstri fyrrgreindra 16 langan tíma. I loðdýrabúa. Aðgerðir rík- isstjórnarinnar til þess að greiða niður loðdýrafóður um 90 miljónir króna árin 2001 til 2003 eiga einnig að styrkja rekstrargrundvöll búanna. Nú eru loðdýrabú starfrækt á Suðurlandi, í Skagafirði og Vopnafirði. Skinnaverð hefur heldur þokast upp á við. Framtíð Deilur Indverja og Pakstana: Það var stutt í styrjöld erlent Pervez Musharraf, forseti Pakistans, sagði í viðtali við BBC að stutt hafi verið í stríð Pakistans og Indlands fyrir skömmu í bar- áttu þjóðanna um Kashmír hérað- ið. Hann segir enn mikla spennu ríkja milli þjóðanna. „Við vorum mjög nálægt því. Þegar Indverjar fluttu heri sína í átt að landamærunum, var hættan orðin mikil og hún ríkir enn,“ sagði Musharaf. Bæði Pakistanar og Indverjar bjuggu sig undir stríð eftir að árás var gerð á ind- verska þingið í desember. ■ Hrafh grjóthreinsar Laugarnesfjöruna Samþykktir borgaryfirvalda um stöðvun framkvæmda við hús Hrafns Gunnlaugssonar hrína ekki á kvikmyndaleikstjórann. I gær var verið að hífa stórgrýti úr fjöru bæjarins neðan við hús Hrafns. Mál hans eru að öðru leyti í biðstöðu í borgarkerfinu. skipulagsmál Hrafn Gunnlaugs- son kvikmyndaleikstjóri lét fyrir helgi flytja talsvert af stórgrýti úr fjörunni framan við hús sitt í Laugarnesi. ---4,---- Grjótnám er óheimilt í fríðlandinu á Laugarnesi. --------- Eins og kunnugt er stöðvuðu borg- aryfirvöld allar framkvæmdir við hús Hrafns í síð- asta mánuði eftir að vettvangsskoð- un hafði leitt í ljós margvíslegar óleyfisframkvæmdir. Hrafn hef- ur vísað fullyrðingum yfirvalda í þeim efnum algjörlega á bug. Grjótið sem fjarlægt var fyrir helgi var vel utan lóðamarka Hrafns, eins og reyndar fjaran öll. Maður sem vann að verkinu þegar Fréttablaðið bar að garði á fimmtudag sagði sér ekki kunn- •ugt að hann væri að störfum á borgarlandi. Hann væri einfald- lega að fara að fyrirmælum Hrafns sem hefði bent á tiltekna „lausa“ steina ofan á klöppunum sem ætti að færa úr fjörunni sunnan við húsið. Að minnsta kosti einn annar maður var að störfum við sjálft hús kvikmynda- leikstjórans. Bjarni Þór Jónsson, lögfræð- ingur hjá embætti byggingarfull- trúa, fór á vettvang í Laugarnesi og skoðað vegsummerki síðdegis á fimmtudag. Bjarni sagði í sam- talið við Fréttablaðið að þá hafi steinarnir úr fjörunni verið komn- ir norður fyrir húsið. Þar hafi Hrafn verið að mynda göngustíg úr þeim. Bjarni segir þá fram- kvæmd út af fyrir sig ekki vera leyfisskylda, þó steinarnir væru í GRJÓTNÁM I BÆJARFJÖRU Hinar skapandi hugur Hrafns Gunnlaugssonar var að störfum í gegnum þennan vörubíl með krana í Lauganesinu á fimmtudag. sverara lagi. Honum hafi hins vegar ekki verið kunnugt um það þegar hann heimsótti Hrafn að steinarnir væru úr fjörunni. Þá hefði hann gert borgarverkfræð- ingi og gatnamálastjóra viðvart borgarland heyrði undir þá. Grjótnám er óheimilt í friðland- inu á Laugarnesi. Biðstaða er í máli Hrafns í borgarkerfinu. Eins og kunnugt er gerir krefst Hrafn 37 milljóna króna bóta vegna fyrirhugaðrar vinnustofu sem hann hefur ekki fengið að reisa. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála seg- ir borgina hafa beitt Hrafn órétti með því að skipuleggja vinnustof- una út af kortum með nýju deiliskipulagi fyrir Laugarnes. Borgin vill hins vegar að Hrafn fjarlægi áðurnefndar óleyfis- framkvæmdir. Ekki er að merkja að það bóli á hreyfingu í því máli. Ekki náðist í Hrafn Gunnlaugs- son. gar@frettabladid.is Viðbrögð við Falun Gong Ber merki geð- þóttaákvörðunar stjórnmál Ákvörðun stjórnvalda um að loka landinu fyrir Falun Gong-iðkendum ber öll merki þess að vera geðþóttaákvörðun sagði Lúðvík Bergvinsson eftir fund allsherjarnefndar Alþingis urn ákvarðanir stjórnvalda í tengslum við komu Jiang Zemin hingað til lands. Hann segir að hart hafi verið gengið fram við að vernda öryggi og sálarheill forsetans. Svo hart að gengið hafi verið á ýmis sjónarmið um mannréttindi. Lúóvík segir að fram hafi komið að ekki hafi verið lagt mat á því hvernig fólk það væri sem stundaði Falun Gong. Hættumati hafi verið ábótavant. Litlar upplýsingar fengust um uppruna þeirra svörtu lista sem stjórnvöld fóru eftir að sögn Lúðvíks. Þeir embættis- menn úr forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðuneyti sem komu á fundinn vísuðu á lögregluyfir- völd þegar óskað var upplýsinga um listana. Engir fulltrúar lög- reglunnar mættu á fundinn þó svo óskað hafi verið eftir nær- veru þein-a. Einnig hafði verið óskað eftir því að utanríkisráð- LÚÐVÍK BERGVINSSON Ósáttur við þau svör sem fengust á fundi allsherjarnefndar. herra og dómsmálaráðherra mættu á fundinn. Þau mættu ekki. ■ STUTT ðalframkvæmdastjóri UNESCO, Koichiro Matsuura, kom til landsins í gær. Matsuura er hingað kominn í boði Tómasar Inga Olrich, menntamálaráð- herra, og mun dvelja hér á landi þar til á morgun. Matsuura mun funda með menntamálaráðherra og Sverri Hauki Gunnlaugssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðu- neytinu, meðan á heimsókn hans stendur. Forsvarsmenn veitinga- og súlustaðarins Óðals fagna þeirri umræðu sem nú er í gangi um vændi, mansal og önnur fé- lagsleg vandamál sem tengjast hinum svokallaða kynlífsiðnaði. Þeir ítreka jafnframt enn og aft- ur að alhæfingar um að vændi þrífist í Reykjavík í skjóli nætur- klúbba séu út í hött. Staðurinn muni hér eftir sem hingað til starfa innan ramma laganna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.