Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2002, Qupperneq 7

Fréttablaðið - 24.06.2002, Qupperneq 7
Farðu pottþétt alla leið með ATLAS! í tílefni þess að geislaplatan Pottþétt 28 er komin út ætla ATLAS-kort í samstarfi við Norðurljós að styrkja Götusmiðjuna, meðferðarheimili fyrir ungt fólk. Þú ferð inn á www.atlaskort.is, kaupir Pottþétt 28 á aðeins 1.500 krónur (fullt verð er 2.499) sem renna munu óskiptar til Götusmiðjunnar. Upplag plötunnar á www.atlaskort.is er 300 eintök. Pottþétt 28 inniheldur Lasgo „Something", Holly Valance „Kiss Kiss“, Fat Joe feat. Ashanti „What’s Luv?“, Daysleeper „Kumbh Mela“ og 16 aðra stórsmelli. Götusmiðjan stofnaði meðferðarheimili fyrir ungt fólk á aldrinum 15 til 20 ára í júní 1998. í lok árs 1999 flutti Götusmiðjan meðferðarheimilið á Árvelli á Kjalarnesi þar sem heimilið er í dag. Markmið Götusmiðjunnar er að aðstoða ungt fólk sem hefur leiðst út úr hinum hefðbundna samfélagsramma og inn í heim fíkniefna og afbrota, til að fóta sig og koma lífi sínu á réttan kjöl. Götusmiðjan hefur starfsleyfi frá Barnaverndarstofu og þjónustusamning um 12 rými fyrir ósjálfráða ungmenni. Um 80 til 90 ungmenni nýta sér meðferðarúrræði á Árvöllum árlega. Farðu á www.atlaskort.is og leggðu góðu málefni lið! atlaskart.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.