Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2002, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 24.06.2002, Qupperneq 10
i m 11 ai»i aí >n > 10 FRÉTTABLAÐIÐ 24. júní 2002 MÁNUPAGUR Utgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvasðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINS | Nektardansinn dunar enn 1994 Framan af voru kynni íslendinga af nektardansi einkum tengd ferðalögum til útlanda. Stakar dansmeyjar höfðu þó komið til landsins fyrr. Ferðuðust þær með sveitáballahljómsveitum. Fræg- ust slíkra var eflaust Susan hin danska sem baðaði sig á skemmti- staðnum Óðali snemma á níunda áratugnum. Árið 1994 er stofnað- ur skemmtistaður sem býður upp á nektardans. Staðurinn er á Grensásvegi og fær nafnið Bó- hem. 1996 Rekstur fyrsta nektarstaðarins gekk nógu vel til þess að fleiri vildu vera um hituna. Slíkum stöð- um fjölgaði ört og um tíma virtist endalaus markaður fyrir þess konar starfsemi. Bera tók á um- ræðu um að vændi og önnur ólög- leg starfsemi tengdist starfsemi staðanna. Nektardansmeyjarnar voru flestar af erlendu bergi brotnar. Áberandi voru dansmeyj- ar frá Kanada og einnig frá Eystrasaltsríkjunum. Eigendur dansstaðanna vísuðu ásökunum um vændi og ólöglega starfsemi algjörlega á bug. 1999 Nektardansstaðir í Reykjavík eru sjö að tölu og þrír eru starfandi á Akureyri. Umræða um þessa starfsemi fer vaxandi. Stjórn- málamenn ræða um að koma böndum á hana. Rætt er um að beina slíkri starfsemi út úr mið- JÓNAS SKRIFAR: Eorsaga Umræða um vændi og ólöglega starfsemi á nektardansstöðum hefur enn á ný skotið upp kollinum. Orðrómur um vændi og glæpastarfsemi hefur verið tengdur stöðun- um frá því að sá fyrsti var stofnaður. borginni. Á Akureyri er haldinn fundur um nektardansstaði og klámvæðingu. Fram komu áhyggjur fólks úr ýmsurn geirum samfélagsins vegna þessarar þró- unar. Á þessum tíma virtist enda- laus markaður fyrir slíka starf- semi. Fram til þessa tíma höfðu nektardansmeyjar getað komið óhindrað til landsins, vegna und- anþáguákvæða í lögum um er- lenda listamenn hér á landi. Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, leggur fram frumvarp, þar sem nektardans er ekki skilgreindur sem listgrein. Þessi breyting hef- ur það í för með sér að þeir dans- arar sem koma frá löndum utan EES svæðisins þurfa að sækja um atvinnuleyfi. Viðræðunefnd Reykjavíkurborgar og ríkisins leggur til að lögum verði breytt til þess að sveitarfélög hafi mögu- leika á úrræðum til að hafa stjórn á þróun nektarstaða, næturklúbba og slíkrar starfsemi. ■ ORÐRÉTT Fátæktin er skömm þjóðfélagsins Kristín skrifar Eg vil fagna því að fjölmiðlar hafa að undanförnu beint kast- ljósinu að fátækt á íslandi. Ég vil líka lýsa aðdáun minni á konunni sem var í viðtali í Fréttablaðinu á föstudag. Það þarf mikinn kjark til að koma fram og segja frá stöðu sinni. Margir þeir sem eiga í erfiðleikum sökum fátæktar þora ekki að segja nokkrum manni frá því. Skömmin er of mikil. Skömmin er hins vegar ekki þeirra sem eru fátækir. Lífið leikur fólk með mismunandi hætti og suma grátt. Skömmin er hins vegar þeirra sem sitja þegjandi hjá og gera ekkert í málunum. Yfirvöld lands slíkra allsnægta sem ísland er ættu auðvitað að skammast sín fyrir að enn sé fólk sem býr við fátækt. Það er hörmu- legt að festa fólk í fátæktargildru. Velferðarþjóðfélag á að sjá til þess að þeir sem verða fyrir áföll- um þurfi ekki að gerast beininga- menn. Sárast er að horfa upp á það þegar börn þurfa að alast upp við fátækt. Sú bitra reynsla að vera skilinn eftir og fá ekki notið þeirra grunngæða sem aðrir fá notið getur markað djúp spor í sálarlíf þeirra. Samfélagið ber ábyrgð á velferð þegnanna. Stjórnvöld mega ekki skorast undan þeirri ábyrgð. ■ Gagnslaust þýlyndi Ekki er hægt að sjá neinn árangur af gagnkvæm- um heimsóknum íslenzkra og kínverskra ráða- manna í stjórnmálum, stjórnsýslu og viðskiptum. Ekki er heldur hægt að sjá neinn árangur af sendi- ráði íslands í Kína. Og allra sízt er hægt að sjá neinn árangur af því að skríða fyrir Kína. Sem viðskiptavinur kemst Kína varla á blað ís- lands. Um hálft prósent útflutnings okkar fer til Kína, miklu minna en til venjulegs smáríkis í Evrópu. Enda bjóðum við aðeins dýrar vörur, sem einungis ríkar þjóðir hafa efni á að kaupa, Evrópumenn, Bandaríkjamenn og Japanir. Ekki er einu sinni jöfnuður í hinum sáralitlu við- skiptum íslands og Kína. Þaðan kemur margfalt meira af vörum en fer þangað. Vöruskipta- jöfnuðurinn er óvenjulega óhagstæður, þrátt fyrir sendiráð í Peking og endalausar tilraunir til að koma íslenzkum vörum á framfæri í Kína. Samt hafa íslenzkir ráðamenn verið á stöðugum ferðalögum til Kína, stundum með fjölmennar sendinefndir kaupsýslumanna. Tilraun til að koma upp íslenzkri lakkrísverksmiðju þar í landi fóru frækilega út um þúfur. Og ekki er enn séð, að Orkuveita Reykjavíkur sjái aur fyrir sitt puð. Ekki er nóg með, að íslenzkir peningar hafði verið lagðir undir í lcínverska fjárhættuspilinu. Stjórnmálamenn hafa lagt orðstír sinn að veði með því að bjóða hingað illræmdum harðstjórum á borð við Li Peng og Jiang Zemin og efnt þannig til mót- mæla og sundrungar í þjóðfélaginu. Vigdís Finnbogadóttir klúðraði forsetatíð sinni með ógætilegum orðum á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking fyrir sjö árum. Þar sýndi hún þýlyndi og gagnrýndi þá, sem bentu á, að Kína hafði þverbrotið skilyrði, sem sett höfðu ver- ið fyrir því að fá að halda ráðstefnuna. Meira að segja hefur bilað teflon-húðin á Davíð Oddssyni forsætisráðherra, sem lét íslenzku stjórnsýsluna taka við 500 nafna svörtum lista frá kínverska sendiráðinu og lét senda lögreglumenn „Mestu máli skiptir þó, að Kína á eftir að ganga gegnum hríðir aðlögunar að lýðrœði, sem Indland ogýmisfleiri þriðja heims lönd hafa þegar komizt yfir. “ út um heim til að hindra friðsama sértrúarmenn í að trufla heimsókn Jiang Zemin til íslands. Eins og ýmsir fleiri ráðamenn í stjórnmálum, stjórnsýslu og viðskiptum víðar í heiminum eru ráðamenn hér á landi uppnumdir af stærð og upp- gangi Kína og telja þar vera mikil viðskiptafæri, þótt okkur væri nær að reyna að sinna betur ná- lægum mörkuðum, sem borga betur. Kína er ofmetinn viðskiptavinur. Hagtölur það- an eru stórýktar og marklausar með öllu. Vond reynsla er af fjárfestingum þar í landi. Mestu máli skiptir þó, að Kína á eftir að ganga gegnum hríðir aðlögunar að lýðræði, sem Indland og ýmis fleiri þriðja heims lönd hafa þegar komizt yfir. Kommúnistaflokkurinn í Kína hefur það eitt að markmiði að bíða ekki sjálfur sömu örlög og syst- urflokkurinn í Sovétríkjunum sálugu. Vegna þessa þolir hann enga sjálfstæða hugsun í landinu, ekki einu sinni sértrúarflokka og góðgerðasamtök. Þess vegna er Kína tifandi tímasprengja. Engin heilbrigð skynsemi er í dálæti íslenzkra ráðamanna á viðskiptum við þessa mestu tíma- sprengju nútímans, sem getur hvenær sem breytzt í vígvöll milli héraðshöfðingja. Helzt hefur verið bent á, að óhófsáhugi á ókeypis ferðalögum til Kínamúrsins valdi þýlyndi okkar manna. Við skulum hætta kínversku þráhyggjunni, hver sem er orsök hennar, og beina kröftum okkar að vexti vannýttra markaða í auðugum nágrannalönd- um okkar, þar sem leikreglur eru traustar. Jónas Kristjánsson EITTHVAÐ ANNAÐ EN ÉC MÁ ÞOLA Ég hef ekki séð aðra stjórnmálamenn fá aðra eins silkihanska- meðferð eins og núverandi borg- arstjóri fær hjá fjölmiðlum. Davíð Oddsson í viðtali við Morgun- blaðið, 23. júní. EINFALDLEIKI TILVERUNNAR Mér finnst oft eins og fólk vilji ekki viðurkenna að það hafi gam- an af Leiðarljósi. Maður les viðtöl við fólk þar sem það er spurt hvaða bók sé á náttborðinu og alltaf eru nefndar einhverjar tor- skildar bækur. Arndís Björnsdóttir er ekki hrædd við að lýsa aðdáun á Leiðarljósi Rikissjón- varpsins. DV, 23. júní. ER NOKKUR ÁSTÆÐA TIL AÐ HLUSTA Á ÞAÐ? Flokksmenn ráða því hvar menn lenda. Fólkið á líka eftir að svara því hvort það vill hafa mann áfram. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, um skipan framboðslista fyrir næstu þing- kosningar. DV, 23. júní. RÉTT EINS OG HEIMA Það reyndist íslenskum fyrir- mönnum létt verk að afnema þau lýðréttindi sem einkennt hefur vesturlönd í áratugi svo hinum tigna gesti liði eins og heima hjá sér. Ásgeir Friðgeirsson er ekki búinn að gleyma víðburðum sem tengdust komu Ji- ang Zemin. Strik.is, 23. júní BESSASTAÐAHREPPUR www.bessastadahreppur.is Álftanesskóli http://alftanesskoli.ismennt.is Ágætu kennarar Okkur í Álftanesskóla vantar kennara í almenna bekkjarkennslu í 1., 3. og 7. bekk. Álftanesskóli er einsetinn grunnskóli fyrir nemendur í 1.-7. bekk. í skólanum verða 240 nemendur í 14—15 bekkjardeildum. Góð starfsaðstaða. Mikil samvinna og öflugt skólastarf. Skólinn leggur sérstaka áherslu á stærðfræði, listir, upþlýsingatækni og skapandi starf. Sjá vef Álftanesskóla http://alftanesskoli.ismennt.is Upplýsingar veita Sveinbjörn Markús Njálsson skólastjóri, í símum 565-3662, 891-6590, netfang: sveinmar@ismennt.is og Ingveldur Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 565-3662, netfang: inka@ismennt.is. Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Álftanesskóla. Sjá einnig auglýsingu á vef Bessastaðahrepps www.bessastadahreppur.is Skólastjóri. INNHERJAR T ölvupósturinn frá lögreglunni —Original Message---- From: Ellen Tbomas [mailto:propl@ipropl.orgl Sent: 19 June 2002 14:00 To: info@Deace2000.ora Subject Fwd: RE: Human rights violations in lœland >From: Bjamí Guðmundsson <bjami.gudmundsson@lr.is> >To: "'Ellcn Thomas'" <prop 1 Qpprop 1 .org> >Subject: RE: Human righls violalions in Iceland >Date: Wcd. 19 Jun 2002 12:18:02 -0000 >X-Mailcn Intcmet Mail Servicc (53.2653.19) >X-MIME-Autoconvcrtcd: from quotcd-printablc to 8bit by pooky.zilch.net >g5JCQmAM022571 id \ kJcs5#g<L:~ Varðstjóri hjá lögreglunni sendi erlendri konu tölvupóst þar sem hann sagði henni að skipta sér ekki af því sem henni kæmi ekki við og hún væri komin á listann. Einnig var annar lögreglumaður sem sendi einum mótmælanda sms hótun líklega úr farsíma í eigu lög- reglunnar. Hvað er eðlilegt að lög- reglan fái að ganga langt í svona málum? Ættu þeir ekki að fá skó- sólann á ákveðinn stað?“ spyr einn Innherja á visi.is í forundran á stjórnmálaspjallþræðinum. Næsti maður tekur undir þetta sjónarmið og telur þessa menn þjóðinni og starfstéttinni til háborinnar skammar. „Það er enn einn vitnis- burðurinn um aumingjaskap yfir- valda að þeir skuli ekki hafa verið lækkaðir í tign og jafnvel reknir frá störfum." Einn innherja tortryggir að þetta sé satt. Hann spyr hvort eng- um hafi dottið í hug að tölvupóstur- inn sé falsaður. Tölvupóstur getur verið varasamur og auðvelt að villa á sér heimildir í honum. Flann er snarlega leiðréttur með það. „Mogginn, Fréttablaðið og RÚV hafa öll flutt fréttir af þessu máli. Það er búið að áminna kauða form- lega fyrir þessi embættisglöp." Allir eiga sér einhverja formæl- endur. „Mótmælendahyskið sem henti mótmælaskiltinu á fjallkon- una ætti’ frekar að vera barið til óbóta,“ segir einn sem er talsmað- ur sjaldséðra sjónarmiða í okkar heimshluta. „Þegar agaðir og þrautþjálfaðir lögreglumenn senda frá sér skila- boð sem hér um ræðir, -þá er vert að staldra við og hugleiða á hvaða leið við erum. Lögreglan vinnur eftir ströngum fyrirmælum frá yf- irboðurum sínum. Mjög vafasamt ná teljast að einstakir lögreglu- nenn taki það upp hjá sjálfunt sér ið senda slík skilaboð til einstak- linga í nafni embættis," segir einn sem telur greinilega þeirrar skoð- unar að umræddur tölvupóstur sé í þökk yfirvalda. Innherjar tjá sig ekki frekar um þá túlkun, enda fátt sem hönd á festir til að styðja full- yrðinguna. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.