Fréttablaðið - 24.06.2002, Page 16

Fréttablaðið - 24.06.2002, Page 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 24. júní 2002 MÁNUDACUR HASKOLABIO AI Olli.l • SlMI VII) I V * V • Sl/IHMA SÝNINGAK1 )A( D LANOSINS smnnnK^Bió huosaihi wtrtm □□ Dolby /DD/SJÍ"; Thx slMI 564 0000 - www.smnrablo.is [RE5IDENT EVIL ~ ~ kí. Í0.l6] ^ |BUBBLE BOY kl. «, S ogT] g kl. 4, 6, 8 og 10.10 vrr 393 Sýnd W. 5.50,8 og 10.10 ggj IHJÁLP ÉG ER FISKUR kl. « og 6 |.|SS |AUC M.4,6,8ogl0.10|^3 ÍQlÆB'IOFTHEDflMNBD 8 og 10,10 ||”j3 TEKINN FÖSTUM TÖKUM James Bond hittir hér óvin sinn Zao sem leikinn er af Rick Yune. Leaves með tónleika: Upphitun fyrir útlönd tónleikar Hljómsveitin Leaves ætlar að leyfa íslenskum aðdá- endum að hlýða á tóna sína i Iðnó í kvöld. Sveitin vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi fyrir tónleikaferðalag um Bret- land en hún mun meðal annars spila á Glastonbury hátíðinni í lok mánaðarins. Leaves hefur vakiö þó nokkra athygli ytra og gerði m.a. sex plötu samning við plötuútgáfuna Dreamworks í Bandaríkjunum fyrir nokkru. Steven Spielberg er einn eiganda Dreamworks. Fjölmiðlar ytra hafa einnig sýnt Leaves áhuga. f kvöld munu fulltrúar frá sjónvarpsstöðvun- um MTV, BBC og Channel 4 fylgjast með sveitinni sem og blaðamenn frá tímaritunum NME og Arena. Leaves hefur tvisvar áður spilað á íslandi, á Icelandic Airwaves hátíðinni og hituðu upp fyrir The Strokes á Broad- way. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00 og er aðgangseyr- ir 500 krónur. ■ Á ÚTLEIÐ Hljómsveitin Leaves er á leiðinni til Bret- lands I tónleikaferðalag. Hún mun meðal annars spila á Glastonbury hátíðinni. FLOTTUR BÍLL James Bond er ekki vanur að keyra um á druslum. Hér skoðar hann nýjustu bifreið sína sem hönnuð er af R. James Bond: Nýjar myndir á Netinu kvikmyndir Nú er búið að setja myndir úr næstu James Bond kvikmynd, Die Another Day, á Netið. Á myndunum má sjá Pi- erre Brosnan, í hlutverki James Bond, og John Cleese, í hlutverki R, skoða bifreið þess fyrrnefnda. Ekki hafa birst myndir frá íslandi en eins og alþjóð veit var hluti myndarinnar tekin hér á landi. Die Another Day verður frum- sýnd þann 22. nóvember í Bret- landi og bíða aðdáendur njósnara hennar hátignar spenntir eftir myndinni eins og alltaf þegar þessar myndir eru frumsýndar. ■ | FRÉTTIR AF FÓLKI Fyrirsætan Cindy Crawford íhugar nú að ferðast með út fyrir gufuhvolfið og heimsækja rússneska menn sem dveljast í geimstöð. Hún lét hafa þetta eftir sér þegar hún frétti að einn geimfaranna vildi fá fyrirsætu í heimsókn til sín. Geimfarinn, Val- ery Korzun, segist frekar vilja fá Crawford til sín en Lance Bass úr NSync sem hefur lýst yfir áhuga á að ferðast þangað. Bass hefur gengist undir miklar þrekæfing- ar og próf. Rússneska geimfara- stofnunin segir að hann megi ekki gera sér of miklar vonir þar sem hann verður varla kominn í nægilegt form fyrir október næstkomandi þegar flaugin fer. Britney Spears er voldugasta stjarna heims samkvæmt nýj- um lista frá tímaritinu Forbes. Fólki er raðað niður á listann eftir árstekjum. í fyrra var Britney í fjórða sæti en stekkur nú upp í það fyrsta og skýtur þar með mörgum af fræg- ustu stjörnum heims ref fyrir rass. Hún halaði inn 26 milljónum punda, sem samsvarar rúmum 3 milljörðum íslenskra króna, birtist á forsíðu tíu tímarita og kom 373 sinnum fram í sjónvarpi og útvarpi. í öðru sæti varð Tiger Woods en Steven Spielberg og Madonna komu skammt á eftir. Söngvarinn R. Kelly, sem er kærður fyrir barnaklám, hef- ur samið lag vegna málsins. Það ber heitið Hea- ven, I Need A Hug eða Knúsaðu mig Kristur. Lag- ið var frumflutt á lítilli útvarpsstöð í Chicago. Það fjallar um at- burði síðust mán- uða í lífi söngvar- ans. Þar segir hann fólk hafi ver- ið of fljótt á sér við að dæma hann. -'tp' ÞÓRA OC HILDUR Salka hefur ekki eingöngu hafið göngu nýs bókaklúbbs heldur líka opnað nýjan vef á slóðinni www.salkaforlag.is. Þar er boðið upp á ýmsar nýjungar. Höfum tínt gullmolana út Bókaforlagið Salka hefur sett á laggirnar nýstárlegan bókaklúbb. Klúbburinn ber heitið Hugur, líkami og sál. Bækur klúbbsins eru sérstaklega ætlaðar konum sem gjarnan leggja of mikið á sig og huga ekki nóg að eigin velferð. bókaklúbbur Bókaútgáfan Salka hefur hrundið af stokkunum nýj- um bókaklúbbi sem ber heitið Hugur, líkami og sál. Fyrsta sending í klúbbnum er nú á leið til meðlima en hún inniheldur nýja bók eftir hinn víðþekkta fyr- irlesara og rithöfund Victoriu Moran sem er höfundur metsölu- bókar Sölku Fegraðu líf þitt. Nýja bókin ber heitið Láttu ljós þitt skína og fjallar um það hvernig við getum ræktað sálarlíf okkar og líkama með uppbyggilegum hætti og hlotið að launum hug- arró og geislandi útlit. Með pakk- anum fylgir einnig skemmtileg gjöf og fréttabréf með ýmsum upplýsingum og góðum tilboðum er lúta að þessum málaflokki. Þær Hildur Hermóðsdóttir og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir er reka Sölku segjast strax hafa orð- ið varar við mikinn áhuga á klúbbnum þrátt fyrir litlar sem engar auglýsingar. „Sjálfsrækt- arbækur seljast vel á íslandi enda virðast fslendingar mjög andlega leitandi. Við höfum farið í gegnum hundruð sjálfsræktar- bóka sem okkur berast og tínt gullmolana úr. Sumar af þessum bókum finnst okkur ekki hæfa ís- lendingum enda gera þeir kröfur um það besta og það er einmitt það sem við viljum bjóða í klúbbnum okkar.“ Nútíminn gerir sívaxandi kröfur til okkar sem gerir það að verkum að okkur gefst æ minni tími til að huga að andlegum málefnum og sjálfsuppbygg- ingu, „segja þær. „Sem dæmi um dugnað íslenskra kvenna má nefna að þær eiga bæði fleiri börn en konur í nágrannalöndun- um og vinna jafnframt meira úti. Konur eiga það til að vera full kröfuharðar við sjálfar sig, legg- ja of mikið á sig en láta sitja á hakanum að hugsa um eigin vel- ferð.“ Með hinum nýja bóka- klúbbi leggur Salka metnað sinn í að senda meðlimum reglulega vandaðar og glænýjar bækur er lúta að andlegri uppbyggingu og líkamlegu heilbrigði. Að auki mun klúbburinn standa fyrir námskeiðum og fyrirlestrum af ýmsum toga sem ýmist verða í boði Sölku eða á sérstöku tilboði fyrir meðlimi. ■ edda@frettabladid.is Kennarar og foreldrar mmmi | : . | | | Ofvirkntbckin.ís ] g hr< tonBira ég fin\<Sra \ aðstoð sem hentar öllum börnum. Mikilvæg m.a. við athyglisbresti, misþroska, ofvirkni, tourette og sértækum námsörðugieikum. um- sagnir og netverð á ofvirkni- bókin.is Pöntunarsími: 895-0300

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.