Fréttablaðið - 29.07.2002, Síða 8
FRÉTTABLAÐIÐ
FRÉTTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja hf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili
á höfuð-borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Er það svo mikils virði?
að munar feikn hversu land-
búnaðarafurðir eru dýrari hér
á landi en víðast annars staðar.
Bankakerfið er dýrara hér en í
mörgum öðrum löndum. Svona er
eflaust hægt að telja iengi áfram.
Við verðum að spyrja okkur
hvort það sé þess virði að borga
meira til bankanna, sem allir
reyndar hagnast vel ár eftir ár,
og hvort við séum tilbúin að
borga meira til að halda uppi
landbúnaði og hvort fámenni hér
kosti meira í bankakerfinu svo
tryggt verði að einhver sam-
keppni verði viðhöfð.
Reyndar er ekki að sjá að
nokkur samkeppni sé á milli olíu-
félaganna. Það heyrir til algjörra
undantekninga ef munar eyri á
bensínlítra. Þess vegna er ekki að
sjá að neytendur hagnist nokkuð
þó hér séu þrjú olíufélög. Trúlega
breyttist fátt þó þau sameinuðust
tvö eða öll. Ætli þjónustugjöld
banka og vextir séu ekki með
ámóta hætti að litlu muni í verð-
lagningu. Þrátt fyrir það er varla
þorandi að draga meira úr sam-
keppni peningastofnana. Bankar
eru með það viðkvæma þjónustu
að það hlýtur að vera álitamál
hvort þorandi sé að á þeim mark-
aði verði ekki tryggð samkeppni.
Skiljanlega er ótti meðal fólks
á landsbyggðinni ef sparisjóðirn-
ir verða seldir. Útibúum banka
hefur fækkað og víða á lands-
byggðinni er ótti um enn frekari
samdrátt. Kaupi stóru bankarnir
MáJ...manm
Sigurjón M. Egilsson
skrifar um matarverð
sparisjóði hér og þar er ekki úti-
lokað að þjónusta verði enn
skert.
Allt þetta kostar peninga. Þess
vegna verðum við að gera upp
við okkur hvort það sé pening-
anna virði að halda þeirri þjón-
ustu sem við búum við, framleiða
áfram mest af þeirri landbúnað-
arvöru sem við neytum og hvort
við viljum tryggja einhverja
samkeppni sem viðast í okkar fá-
menna samfélagi. Það er augljóst
að sökum fámennis kostar okkur
hlutfallslega meira að gera eitt
og annað. Til að mynda er líklegt
29. júlí 2002 MÁNUDAGUR
að við náum ekki sömu forsend-
um í rekstri og milljónaþjóðir.
Fámennið kostar sitt. ■
Sumarleyfl
þingmanna
Rannveig hringdi:
Mikið er ég sammála Hafsteini
sem vakti athygli á í Frétta-
blaðinu að sumarleyfi þingmanna
er enn í gangi og sér ekki fyrir
endann á. Sér í lagi var eftirtektar-
vert að einn þingmaður er á háum
launum frá Alþingi við að ganga
erinda Búnaðarbankans við að
komast yfir sparisjóð okkar Reyk-
víkinga. Hér á ég við Pétur Blön-
dal. Hann lætur greinilega ekki
stjórnast af öðru en þrá sinni eftir
peningum. Ekki er ég viss um að
allir umbjóðendur hans, það eru
kjósendur Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, séu mjög hrifnir af því
með hvaða hætti hann hefur kosið
að verja löngu sumarfríi sínu.
Það færi kannski betur að Pétur
hagaði sér eins og flestir starfsfé-
lagar hans. Það er að vera ekki
sýnilegir í sumarfríinu og skipta
sér ekki af verkum sem engan
veginn geta talist til starfa þing-
manna.
í endurtekinni umræðu um
sparnað hér og þar verða þing-
menn að svara hvort þeir geti ekki
komist yfir þau verk sem Alþingi
afrekar á ári hverju þó þeim
fækki. Það má lengja starfstíma
Alþingis talsvert. Það er búið að
lengja vetrarsetu yngstu grunn-
skólabarna. Það er ekki til mikils
ætlast að þingmenn sitji jafn lengi
að störfum og yngstu börn þjóðar-
innar. ■
LESENDABRÉF
Lesendur geta skrifað bréf í
blaðið. Æskilegt er að hvert
bréf sé ekki lengra en sem nemur
hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að
senda bréfin í tölvupósti, rit-
stjorn@frettabladid.is, hringja í
síma 515 7500, faxa í síma 515 7506
eða senda bréf á Fréttablaðið,
Þverholti 9,105 Reykjavík.
Segja nautgriparækt leggjast
af hækki verðið ekki
Kúabændur á Suðurlandi eru óánægðir með þau verð sem sláturleyfishafar greiða þeim
fyrir nautakjöt. Offramboð af ungnautum á undanförnum árum hefur leitt til verulegrar
verðlækkunar segir forstjóri Sláturfélags Suðurlands.
„Við verðum
að sjá
töluverða
hækkun á
þessum betri
flokkum."
LflNDBÚNflÐUR Mikil óánægja er
meðal sunnlenskra bænda með
það verð sem sláturleyfishafar
greiða fyrir nautgripakjöt. Stjórn
félags kúabænda á Suðurlandi
hafa kallað eftir verðhækkunum
og lýsir furðu sinni á því að verð
fyrir bestu flokka kýrkjöts og
......- nautakjöts skuli
ekki hækka þegar
framboð sé lítið
eins og nú sé.
Lágt verð sem
fæst fyrir bestu
flokka nautakjöts-
og dýrkjöts getur
leitt til þess að
verulega dregur úr framleiðslu og
hún jafnvel lagst af að stórum
hluta segir Sigurður Loftsson, for-
maður Félags kúabænda á Suður-
landi. Hann segir að verðlagning
sláturleyfishafa leiði til þess að
bændur leggi áherslu á mjólkur-
kýr í stað þess að rækta upp
holdanaut. Þetta leiði m.a. til þess
að þeir gripir sem fæðist séu slak-
ari framleiðslugripir fyrir nauta-
kjöt. Afleiðingin verði sú að lakari
flokkar kjöts verði stærri hluti
framleiðslunnar. „Við verðum að
sjá töluverða hækkun á þessum
betri flokkum."
„Ef það á að vera einhver raun-
hæf framleiðsla á nautakjöti hlýt-
ur hún að vera af einhverjum aðil-
um sem ekki eru í mjólkurfram-
leiðslu. Það er þar sem menn eru
með virkilega slæma afkomu.
Menn hafa ekkert til að hjálpa
undir fastakostnað við framleiðsl-
UNCNAUT
Sunnlenskir bændur óttast að nautgriparækt leggist af að stórum hluta hækki ekki þau verð sem bændur fá fyrir bestu flokka nautakjöts.
una,“ segir Sigurður. „Það er úr
svo litlu að spila þegar búið er að
greiða fastakostnaðinn að við spá-
um því að þetta muni leggjast af
að stórum hluta.“
Steinþór Skúlason, forstjóri
Sláturfélags Suðurlands segir að
komið hafi verið til móts við kúa-
bændur með staðgreiðslu kúa sem
koma til slátrunar. „Áður var ver-
ið að borga kýrnar 25. dag annars
mánaðar eftir slátrun. Það má
segja að það að staðgreiða sé
ígildi verulegrar verðhækkunar
þar sem við fáum vörurnar ekki
staðgreiddar.
„Það gengur ekki upp rekstrar-
lega að ala upp ungnaut til slátr-
unar og sölu,“ segir Steindór. Verð
á markaði ráðist að stórum hluta
af framboði og eftirspurn. Síðustu
þrjú til fjögur ár hafi verið mikið
offramboð af ungnautum sem hafi
leitt við verulegrar verðlækkun-
ar. „Það er spurning hvenær að-
stæður skapast til að verðið fari
að stíga aftur. Það ræðst af verð-
þróun annarra kjöttegunda og því
framboði sem er á nautakjöti."
brynjolfur@frettabladid.is
Við bjóðum ótrúlegan afslátt af 4,0 - 6,0 hö B&S
sláttuvélum með drifi og án drifs sem og hinum ómissandi
bensínhekk-klippum, keðjusögum og orfum.
af Flymo rafmagnssláttuvélum, hekkklippum og orfum
____________Aðeins þekkt vbrumcrki sem tryggja endingulli!!
R sL U nS —■ ©Husqvama
Dalvegur16a 201 Kópavogur Sími 544 4656 Fax 544 4657 mhg@mhg.is
LEIKSKÓLAKENNARAR
Okkur á Undralandi vantar leikskólakennara í 100%
starf frá 13 ágúst. Undraland er 15 ára lítill notaleg-
ur einkarekin 30 barna leikskóli í nýju húsnæöi í
Kópavogi. Fáist ekki leikskóla kennari, verður ráðin
leiðbeinandi
Allar nánari uppl í s. 899 8654 Sonja
eða 862 3029 Bryndís.
KEA - samvinnufélag tilbúið í fjárfestingu:
Nýr íjölmiðill á Akureyri
byggðafesta Starfsmenn Atvinnu-
þróunarfélags Eyjafjarðar vinna
nú að útreikningum á hagkvæmni
og rekstrarmöguleikum nýs fjöl-
miðils á Akureyri sem gæfi út
dagblað og ynni og seldi ritstjórn-
arefni til annarra fjölmiðla.
Helstu ráðgjafar í undirbúnings-
vinnunni eru tveir fyrrum rit-
stjórar dagblaðsins Dags, Birgir
Guðmundsson og Jóhann Ólafur
Halldórsson. Dagur var lengi gef-
inn út á Akureyri við góðar undir-
tektir heimamanna.
í undirbúningsstarfinu er gert
ráð fyrir að KEA - samvinnufélag
verði fjárhagslegur bakhjarl
nýrrar ritstjórnar á Akureyri
enda yfirlýst stefna samvinnufé-
lagsins að stuðla að byggðafestu á
svæðinu. Ef af verður má gera ráð
fyrir að 10 nýr störf verði til á rit-
stjórn hins nýja blaðs og jafnvel
fleiri ef vel gengur að framleiða
og selja ritstjórnarefni til fleirri
aðila. Horfa menn ekki síst til ak-
ureysku sjónvarpsstöðvarinnar
Aksjón í þeim efnum:
„Menn sjá að það vantar ein-
hvern vettvang sem þennan hér
fyrir norðan en umræðan fór
fyrst af alvöru af stað þegar DV
lagði niður ritstjórn sína hér. I
raun er þetta spurning um lífs-
gæði hér fyrir norðan. íbúarnir
verða að hafa einhvern vettvang
fyrir sjálfa sig,“ segir Birgir Guð-
mundsson sem starfar sem ráð-
gjafi við stofnun ritstjórnarinnar
sem enn hefur ekki hlotið nafn. Að
mati Birgis er allt útlit fyrir að af
stofnun blaðsins verði. KEA sé til-
búið með fjármagnið og aðeins
eigi eftir að reikna út hvernig best
verði að þessu staðið. Grundvöll-
urinn sé vissulega fyrir hendi. ■
BIRGIR GUÐMUNDSSON
Nýr fjölmiðill í fæðingu nyrðra.