Skuld - 31.10.1882, Síða 4
100
Og er vjer höfum dskað að fá tækifæri til að satina
orð vor, þá hefir bæjarfógetinn álilið það óvið-
komandi málinu [að svo miklu leyti vjer get-
um skilið hans djúpsæju orð. En til þess að
gjöra honura ekki rangt til af misskilningi, skul-
um vjer prenta í næsta blaði kröfu vora og úr-
skurð hans um hana, sem vjerskiljum á þenn_
an veg]. Oss ber ekki að efa að þetta sje lög-
legt. Hversu rjettlátt það sje, er annað mál.
Meðan svona er varið meiðyrðalöggjöf vorri,
þá verða þeir háttvirtu herrar að fyrirgefa þótt
vjer tökum hattinn af og færurost undan að
nafngreina slarkarana.
peim stendur og nær að gjöra það sjálf-
um.
En hvernig prestar er von að þeir verði,
sem liggja fyrir hunda og manna fótum hjer
á götunum meðan þeir eru á prestaskólanum ?
Slíkt hefir presturinn okkar horft upp á, á leið
sinni í kyrkjuna á sunnudegi. J>ar erum vjer
sjónarvottur að. Vjer nefnum engin nöfn,
fað ætlum vjer að yfirláta Jionum.
Ritstj.
— Til þess að bera til baka ýmsar ósannar
sögur hefir herra kaupmaður Eggert Gunnars-
son beðið að auglýsa það er hjer fylgir:
»Reykjavík, 17. októb. 1882.
Eftir beiðni herra Eggerts Gunnarssonar
votta jeg það, að hann hefir sýnt mjer brjef og
málþráðarboð (ntelegrams») stýluð til hans frá
„The Icelandic Trading Company“ [inu ísl.
verzlunarfjelagi í Skotlandi], sem bera þess
vott, að hann hafði umboð frá tjeðu fjelagi til
að semja í Liverpool um fjárkaup á íslandi; að
hann hafði umboð frá tjeðu fjelagi til að kaupa
vörur hvar sem hann helzt vildi fyrir þess
reíkning; og að tjeð fjelag hefir til þessa eigi
getað komið til hans vörum þeim, sem honum
voru ætlaðar, sakir þess að ekkert skip var fá-
anlegt til þeirrar farar, og að fjelagið hefir tekizt
á hendur að senda tjeðar vörur við fyrsta
færi þetta haust.
W. G. Spence Patterson.
konsúll hennar brezku hátignar fyrir ísland“.
Að framan ritað sje rjett þýðing á vott-
orði herra Pattersons, vitnar
Ritstj. „Skuldar“.
— Eftir áskorun hr. Eggerts kaupmanns
Gunnarssonar er mjer ánægja að votta það, að
hann hefir sýnt mjer þau brjef og skilríki,
sem að framan eru nefnd, og get jeg að öllu
leyti borið ið sama, sem herra konsúll Palter-
son hefir vitnað, um efni þeirra. pess skal
getið, að síðustu brjefin og hraðfrjettirnar eru
frá allra síðustu dögunum, sem hr. E. G. var í
Englandi (í Liverpool) áður en hann lagði af
stað hingað til lands síðast.
20/io—82. Jón Ólafsson.
ritstj. „Skuldar“.
— PRÓFÍÍSLENZKU. 30. þ. m. lauk
cand. Schierbeck prófi í íslenzJm á lestrarsaln-
um í alþingishúsinu. íslenzkukennari Latínu-
skólans, hr. yfirk. Halldór Friðriksson prófaði,
en þeir rektor Jón porkelsson, Dr. phil., og
síra Hallgrímur dómkyrkjuprestur Sveinsson voru
prófdómendur. Aheyrendur skiftu hundruðum.
— Próf í læknisfræöi í f. m. tóku við
læknaskólann :
Asgeir Blöndal með 1. einkunn.
Bjarni Jensson með 2. eink.
— Burtfararpróf frá lærðaskólanum tóku í
þessum mánuði tveir piltar, er eigi gátu gengið
upp í sumar sakir afleiðinga af mislingasýkinni.
[>eir voru þessir:
Bogi Th. J. Melsteð ... 2. eink. 73 tr.
Friðrik Jónsson (utanskólasveinn) 2. — 67 —
— Próf í forspjallsvísindnm tóku 6. þ. m.:
Arnór porláksson fjekk dável.
Jóhannes Sigfússon — dável. +
Jónas Jónasson — dável.
porvaldur Jakobsson — dável.
Tveir af stúdentum, er það bar, tóku eigi
prófið að sinni.
— Embættaskipun. Hr. læknir Schierbeck
er í dag af landshöfðingjanum settur landlæknir
á íslandi frá 1. nóv. þ. á.
— Konsúll. Herra verzlanstjóri JakoJ) Hav-
steen er skipaður norskur og sænskur vara-
konsúll á Akureyri.
— Lærði skólinn var settur 2. dag þ. mán.
og var síðan haldið inntökupróf; tóku það 14
piltar, 3 til annars bekkjar og 11 til fyrsta
bekkjar. Ársprófi því, er frestað var í vor til
hausts, var slept, því að það þótti óhægt að
koma því við, þar eð piltar komu seint, og
voru þá margir hverjir eigi undirbúnir til að
taka próf, því að þeir höfðu eigi getað fengið
bækur sínar í sumar þar eð gufuskipsferðirnar
brugðust. í>ót,ti því helzta og einasta úrræðið
að víkja frá lagabókstafnum og flytja pilta upp
próflaust. I skólanum eru nú rúralega 120
piltar.
— Með póstskipinu 26. þ. m. sigldi hjeðan
Guðni læknir Gn.ðmundsson, sern hafði verið
settur kennari hjer við læknaskólann veturinn,
sem leið. Hans sakna margir hjeðan, því að
hann þótti heppinn og ólatur læknir.
_A. ii g 1 ý s i n g a x*
T H E
BRANDFORSIKRINGSSELSKAB I LONDON.
KAPITAL * 2,000,000 = KR. 86,000,000.
Forsikring overtages mod ILDSVAADE, saa-
vel paa INDBO, VARELAGERE, BYGNIN-
GER, SKIBE i Havn og paa Beding etc, etc.
som paa INDUSTRIELLE ETABLISSEMEN-
TER og FABRIKER, lil FASTE, BILLIGE
Præmier, ved Selskabets
GENERAL-AGENTUR FOR DANMARK
Joh. L. Madsen. Kontor: Ved Stranden 2, St.
Reprœsenteret. ved F. A. LOVE, Reykjavík.
N S K A. Tilsögn fæst hjá mjer með sömu
kjörum, sem að undanförnu.
Jón Olafsson.
I? N S K A. Tvær dömur, sera ætla aðlesaensku,
óska að fá aðrar tvær með sjer, svo að þær
verði 4 als, helzt byrjandi eða skamt komn-
ar. — Snúi sjer til Ritstjóra „Skuldar“,
Englisli made easy.
EN S K U N ÁMSYÓ K
HANDA BYRJÖNDUM
Eftir Jón Ólafsson.
Kemur út um mánaðamótin og kostar i bandi
1 kr. 50 a.
Betri framburðarreglur eru í þessari bók,
en í nokkurri annari íslenzkri eða danskri
kenslubók.
Bók, til að læra mikið af á litlum tíma.
<f3r EPILEPSIE.
Grundig Helbredelse af Nervesygdomme
ved
Auxilium orientis
af Dr. Boas, Avenue de la grande armóe, Paris
Dr. Boas Brochure gratis og franco paa For-
Iangende
Consultationer daglig fra 12 til 2 i alle Sprog
Med Ulandet pr. Correspondance
Kurhonorar betales efter Helbredelse.
fET Góður bær fæst nú til leigu hjer við
Reykjavík; þeir, sem vilja leigja hann, geta hald-
ið sjer til Einars prentara pórðarsonar.
r
% reiðanlegt verzlunarhús jí Leith á Skotlandi leyfir
‘ ®sjcr að tilkynna íslendingum, að peir eru viljugir að
selja bæði fisk, ull og lýsi eður aðrar íslenzkar vörur
við pví hæzta verði, sem fæst á inum enzka markaði,
fyrir venjuleg ómakslaun (Commission). Andvirðið
sendist aftur í peningum eður víxlbrjefum, sem horgast
á Skotlandi eður í Kaupmannahöfn eftir pvf, sem við-
skiftamenn ÓBka, eður vörum, sem Jieir geta tiltekið.
Adressa.
Messrs Gillespie & Catcart,
Bernard Street,
LeitTi.
Kaupmaður porlákur 0. Johnson hefir viðskifti við pessa
kaupmenn, og gefur hverjum, sem óska nákvæmari
upplýsingar.
Ennfremur geta menn fengið upplýsingar viðvíkj-
andi pessu húsi hjá:
Herra C. K. Hansen i K.höfn og
Herra Harry Levin sst.
Clydesdale Bankanum, Leith og Loudou.
— Tapast hefir laugardaginn 28. þ. m. hvít-
hornótt ær hjer um bil 3 vetur, stór, óglögt
hornmark, mun vera sýlt hægra biti cða lögg
aptan, blaðstýft aptan vinstra; blákrítuð fyrir
neðan ennisbrúsk; eyrnamark veit jeg ekki hvað
er. — Hvern sem hitta kynni bið jeg að gjöra
mjer aðvart eða koma til mín nefndri á.
Reykjavík, 31. október 1882.
porbjörg Sveinsdóttir yfirsetukona.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Jón Ólafsson, alþingismaður.
Prentuð hjá Einari pórðarsyni á hans kostnað.