Skuld - 12.01.1883, Síða 2

Skuld - 12.01.1883, Síða 2
122 sonar verður ekki sjeð, að hann hafi not- að; hann hlýtur jió að hafa þekkt liana, pví að hennar er getið í formálanum hjá ívari —; en pað er að minni hyggju að- alókosturinn við bók hans; jeg er sann- færður um, að hefði hann notað hana kappsamlega, hefði bók hans orðið miklu betri og notasælli. Jeg heíi blaðað all- mikið í bókinni og tekið eftir ýmsum þýð- ingum, og þeim, „íslenzkum“ orðum, sem jeg hefi sjeð. Mýmörg af „fornnorskum“ og „íslenzkum“ orðum eru rangrituð, eða rangprentuð rjettara sagt, t. d. skedja (afklippe), nyte (anvende), vinnjfærr (ar- bejdsfur); gandrejd (Asgardsrej) tarflaus (unudig) fyrir þarflaus; (tarflaus væri: sá, sem engan tarf á); natftskógur (noddeskov) f. hnotskógur er slæmt, og ótal önnur fleiri. Hverri reglu höf. fylgi í að gjöra mun á „fornnorskum1 og „íslenzkum“ orð- um, verður eigi sjeð; mjer er næst að halda engri, enda eru nokkur takmörk þar á milli ómöguleg; hann sannar þetta bezt sjálfur, þar sem hann kallar t. a. m. óvilja- verk, „íslenzkt“ undir „vanvare“, en „forn- norskt“ undir ,.ufrívillig“, Oss Islending- um þykir og kátlegt að sjá önnur eins orð, sem t. d. sálaður, afskurður, sundra, sætt, dagsetur, hlífa, reitur, æsing, gildur, alvara, áminning, hugboð, angur, tregi, koddi, og ótal fleiri vera nefnd fornnorsk, (eins og þau væru ekki íslenzk), enn orð sem handaskömm(á að vera handar-), strokk- ur, hreppur, ógeðslegur, hlumur andnögl (sem þýðir ekki „neglerödder“, heldur sama sem „annagl“ á norsku), hnoð, svepp- ur og fleira talin „íslenzk“; sum „íslenzk" orð eru rangrituð: seglsteinn f. segul- (Magnet); lang-gamma f. lang-amma (olde- moder) o. fl.; íslenzkt orð seila = liulning (hule) og klura (krog) þekki jeg ekki. pað þykir mjer og undarlegt, að hann skuli segja, að ’fornnorskt( á (= flad) liafi verið borið fram sem g, (þ. e. stutt o), sem vitanlega hefir aldrei átt og ekki get- að átt sjer stað. þ>að er víst og rangt að höf. undir ’Hil’ lætur ’hil’ í ’hil bonde’ vera nafnorðið (heill, hvk); hjer mun það heldur vera ávarpsfall (vokativ) af einkunn: heill = salvus (heill bóndi = sæll bóndi, myndum vjer segja). Auk þessara smá- galla og annara eins, sem varla verður hjá komizt að öllu í öðru eins verki og þessu, er það aðalgalli í þessa stefnu, að höf. hefir ekki borið saman nándarnærri öll þau orð, sem hægt væri, heldur að eins allmörg, hvers vegna verður eigi sjeð. Hins vegar vildi jeg óska þess, að Norð- mönnum skildist, að íslenzkan eins og hún er nú, hefir mjög mikla þýðingu fyrir þá, einmitt þegar þeir eru að vinna að þessu, að smeygja af sjer útlenzkuhelsinu. Ið öruggasta og bezta hjálparlið þeirra er íslenzkan auk þeirra eiginna mállýzka. Jeg gæti tekið hjer til dæmis ótal orð upp á það, að höf. hefði tekizt betur orðasmíð sín, ef hann hefði þekt (eða hirt um?) íslenzku orðin, en jeg læt það lijá líða, af því að jeg sje ekkert verulegt gagn við það; það yrði ekki nema örfá af ótali. Yíða er ónákvæmni og ef til vill rangt í bókinni. “Ballon’ þýðir höf. með ’ve(j)rbal’, veður- böllur (á ísl. kallað loft- skip, loftbátur) en að ’ve(j)r’ þýði loft, er mjög efasamt; vejr- í ’vejrboge’ þýðir víst nokkuð annað; nfl. stormur, óveður. Að ’dári’ sje komið af dá í ’dánsel’ (afmagt), sýnist varla að vera rjett; ’rund’ sýnist höf. ekki að vita eða viðurkenna, að sje komið af ’rotundus’, og þá er það fullskilj- anlegt, að það sje eigi fornt í gotnesku málunum og als ekki til í íslenzku. þess- ir og þvílíkir smágallar eru reyndar of margir, en þeir rýra þó ekki ina stór- kostlegu þýðingu, sem bókin í heild sinni hefir, þá, að kennaNorðmönnum að brjóta af sjer útlenzkt málhelsi, en taka upp í staðinn eiginleg norsk orð, sem eru sann- arleg gullkorn hjá hinum, og að þessibók verði bjargvættur norskunnar og bani dönskunnar í Noregi fyrr eða síðar, þar um þykist jeg sannfærður. En það er ekki þar með nóg. Bókin hefir eða get- ur haft mjög mikla þýðingu fyrir oss Is- lendinga; hún getur verið oss uppspretta orða og orðasmíðar á ótal vegu. Fyrst er það, að hún getur alveg komið í stað- in fyrir orðabók Meyers yfir evrópeisk orð, í öðru lagi gefur hún oss leiðbein- ingu til þess að firrast útlend (dönsk) orð og talsháttu, sem smám saman eru að læð- ast inn í mál vort og reyna að spilla hreinleik þess. Ollum þeim, sem láta sjcr annt um, að málið haldist hreint og ó- blandið, ræð jeg til þess að eignast þessa bók, sem þar að auk er mjög ódýr. Jeg vil svo ekki orðlengja þetta meir að sinni, en enda greinarkorn þetta með því að óska þess af alhug, að Norðmönn- um gangi vel og auðnist að lyktum að sigra í „málstreitu“ sinni, og hefja sitt eigið ’bænda og byggðamál’ til bókmáls, og annars þess, að oss íslendingum sjálf- um takist að koma fyrir þeir sendingum, þeim voðagestum, sem einstakir og það enda lærðir menn gjöra sitt til að veita friðland á Isíandi, sem þeir eiga alt ann- að en góðar þakkir skildar fyrir, og ins þriðja þess, að íslendingar og Norðmenn bindist sterkum fjelagsböndum til þess að að vinna að þessu, verndan máls og þar með þjóðernis1. Ritað í septembermán. 1881. Finnur Jónsson. Mjer brá við þegar jeg las greinina í „Skuld“, nr. 166 og 167, með fyrirsögn- inni: „uppgjörðarhallærið á íslandi“, eftir dr. Guðbrand Vigfússon, og get því ekki leitt hjá mjer að senda yður, herra rit- stjóri, línur þessar, sem eiga að bera vitni um það, að kvartanir manna lijer í Iíang- árvallasýslu út af harðærinu og afleiðing- um þess sjeu ekki ástæðulausar. Skóla- stjórinn á Möðruvöllum hefir líka látið til sín heyra, engrein hans gengur mest út á Norðurland, sem mjer er ókunnugra um. En þess hefi jeg orðið var, að sumir launamenn, sem ekki fást við búskap, koma því miður stundum of ókunnuglega að ástandi alþýðu. Staða þeirra villir sjónir fyrir þeim, því þeir hafa allir nægta nóg, hvað sem ábját- ar. pað er sitthvað að geta leikið sjer að launum sínum innan fjögra veggja og þurfa ekki annað en fara í vasann til að uppfylla þarfir sínar, sem almannafje streymir jafn- óðum í aftur um hver mánaðamót; eða hitt, að vera að berjast við óblíðu náttúr- unnar, vetur, sumar, vor og haust, til þess eftir mætti að reyna til að halda atvinnu- vegum sínum í horfinu, og verða þar á ofan að sjá og reyna stórkostlegann brest á þeim í öllum greinum. En hinum, sem ekki starfa að neinum atvinnuvegi, en hafa jiióg lianda sjer og sínum, hættir við því, að hugsa annað en er um hagi alþýðu og bjargræði hennar; þeir að vísu heyra tal- að um bágindi í hörðu árunum, en það er 1) Til þess að sýna, hvernig bókin er rituð og sniðin, set jeg hjer, áu þess að velja, tvö orð og meðferð þeirra. „^elbreö (@unhl;eb), hejl-brigð (helbr.), f„ hælse (eg. hejlse, av. heil) h.-far, n. Sv. hel- bregda. Jfr, gl. n. heilbrigðr, adj., o: "web goö <5eIbreD". @om sm •&. (frifF) * *hejl, hælseleg; hælsog(e), hejlsam. Mk. "han hæv ikkje ejn hælse daga. «Ho vart ikkje hælse- mænneskje mejra. rív bet »el meö n? (paa nxonte 6teö), *er det man-hejlt? Jfr. 6unt» þeb, funb. Mk. hælsebot, f. (o: JÍÆgeöoni), dryk’, m.,- laus, 1. nieö neö»bruöt ý>„ 2. fav= hg foc ý.n,, *h.-lojse, f., ^elfelosbeö; b»aö foiti ineöforec ýielfelosbeö. Fræmdeles* hælse- mærke, o: <£egn til en »is e(elbreÖ|tilft(Uiö, onö el goö.-, *h. rád, f„ o: éunöbeösregler; h.-slægen(e), = skam-sl.; - stærk,- vatn,- vejk. Ipoluniinos, *romfræ’k(e), *rom-stor, *ruv- en, ruvsam, tyk; svær, omfangsrik, *stor-roma, *uven ; bindstærk. Stjarnan þýðir,að þauorð, sem hún stendur við, eru tekin úr mállýzku; e milli sviga táknar að ívar í Ási skrifi þar e, sem Knútur ritar æ, Mk. = merk. Hjer af gætum vjer lært ekki svo lítið. Vjer gætim eftir þessu þýtt voluminos, rúmfrekur, rúmstór, þykkur, ummálsmikill, stórrúmaður o. s. frv.

x

Skuld

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.