Máni - 18.09.1880, Side 7

Máni - 18.09.1880, Side 7
13 M Á N I. 14 gátum um hefir samtakaleysi og dánægja með þá báða gjört þessi úrslit. þ>að er und- arlegt og ótrúlegt ef Reykjavík er svo snauð af þingmannaefnum, að eigi sé völ á öðrum en þessum eina; skyldi enginn maður hér í höfuðstað landsins vera betra þingmannsefni og frjálslyndari en H. Kr. FriðrikssonP Hvernig mundu Reykvíkingar fara að, ef þeir misstu hans við? Ætli þeir hlytu þá eigi að víkja út fyrir kjördæmi sitt þar sem hvívetna er nóg fyrir af þingmannaefnum, bæði embættismönnum og ólærðum bænd- um? — þ>að er einnig undarlegt að menn hér, sem margir munu álíta hæfilega þing- menn og í öllu falli þykjast vissir um að betri só en H.Kr. Friðriksson og E. þórðar- son, skuli eigi gefa kost á sér til þingsetu, eins og reynst mun hafa nú, er þess mun hafa verið farið á leit við nokkra menn hér. — í Árnessýslu eru kosnir alþingismenn: sira Valdimar Briem í Hrepphólum og Magnús Andrésson guðfræðingur í Rvík. í Skagafirði: Friörik Stefáusson bóndi í Vallholti og landritari Jón Jónsson. í Borgarfjarðarsýslu: Dr. Gr. Thomsen á Bessastöðum. í Gullbringu- og Kjósarsýslu: prófastur þórarinn Böðvarsson á Görðum, og þorkell prestur Bjarnason á Reynivöllum. — Veitt brauð: Oddaprestakall á Rangárvöllum skáldinú síra Matthiasi Jochumssyni, og ætlum vér að flestum muni þykja það að maklegleikum orðið. Síra Matthías er einn af þeim mönnum, er gædd- ur er góðum hæfileikum, en hefir eigi kom- ist hátt í embættistigninni, og hverjum ætti aö veita góð embætti, ef eigi þeim, er verið hefir þjóðinni til sóma, og vissa er fyrir að nafn hans verði um aldur og æfi á vörum þjóöarinnar? Nöfn hinna ágætu skálda verða ritin með óafmáanlegu letri í sögunni, en það eiukennir þau sérstaklega, að þjóðirnar hafa sjaldan sýnt þeim eins mikla virðingu og viðurkenningu lífs sem liðnum, og svo hefir verið og er enn hjá oss. Hjá oss eru nú þrjú ágæt skáld, er einkum eru fræg orðin um hinn menntaða heim og hinir lærðustu menn, en allir hafa þeir lengi orðið að bíða eptir viðunanlegri embættisstöðu. fetta eru launin fyrir það sem þeir frægja þjóð vora og tungu. Hólmar í Reiðarfirði eru veittir prófasti sira Daníel Halldórssyni á Hrafnagili. Talgáta. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7. Kend er eg við láð og lög; lítil sveit, — en giljadrög byggðarheitið benda á, — brjósti mínu liggur hjá. 7, 5, 6. Eg er sauða sumartröð, 7, 5, 2, 3. saman náluð pappírsblöð, 1, 2, 3, 4. huldumanna híbýli, 1, 2, 3. heiöarkvista aldini, 1, 3, 2, 7. æskumanna yfirsjón, 5, 6, 7. innao skerja fjarðaión, 4, 2, 3. dýra hafs og íugla fans, 5, 2, 3, 7. flóttavaldur letingjans, 1, 3, 6, 7. hvílustokkur, heiðarbrún, 3, 2, 7. hrífutinda galdrarún, 5, 2, 3. eg er mýri, sonur, sær, 7, 2, 3. svali’ eg þér þú verður ær. Höttur Hólbúi. Ý m i s 1 e g t. — Hvernig stendur á því, að sumir skóla- piítar og búðarsveinar ávalt hafa hattana á lopti fyrir mér á sunnudögum eða þegar eg geng skrúðbúin um göturnar með slegið sjal á herðunum og danska skó á fótunum, en þegar eg geng til vinnu í hversdagsföt- unum líta þeir eigi við mér þótt eg gangi hjá þeim og sé hin sama að öllu nema klæðnaðinum? — J>að eru kannske sjölin og kjólarnir á kvenfólkinu sem þessir herrar heilsa, en eigi persónurnar sjálfar? Þerna i Reykjavík.

x

Máni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Máni
https://timarit.is/publication/111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.