Fróði - 27.09.1880, Page 1
F R Ó Ð I.
I. AR.
22. blað. Akureyri, mánndaginn 27. september 1880.
253 254 255
Á s k o r u n,
Til þess að komast, ef verða
mætti, betur í skilning um eðli norður-
Ijósanna, sem að nokkru leyti er enn
þá ráðgáta, hefir undirskifaður reynt
að koma því til leiðar tvö síðustu
árin, að þessar loptsjónir væru athug-
aðar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.
Mjer hefir heppnazt að fá í þessum
lönduin menn svo hundruðum skiptir,
er hafa verið fúsir til að styðja þetta
mál, og er þegar komið frá þeitn ekki
svo lítið safn af skýrslum. Vaeri mikið
undir því komið, að athuganir þessar
yrðu einnig gerðar á íslandi, er liggur j
svo norðarlega og gæti því greitt ríf-
legt tillag f þessu efni. Jeg leyfi mjer
þvf að skora á vini náttúrunnar að
athuga norðurljósin, og get þess um leið
að talsvert af eyðublöðum til að rita
á skýrslur um athuganir með nauðsyn-
legum leiðarvísi er nú sent ymsum af
prestunum, og að aðrir þeir, er vilja
taka þátt í þessu, geta látið herra
k a u p m a n n J. G. M ö 11 e r á
B 1 ö n d u ó s i vita það ; rnunu þeim
þá verða sendar á sumrinu þær leið-
beiningar er þörf er á.
Björgvin í Noregi í júnímánuði 1880.
Sophus Tromholt
(gagnfræðakennari).
* * *
Vjer YÍljum mæla hið bezta fram
með því. að sem flestir góðir menn verði
við áskorun hins norska vísindamanns,
peirri sem prentuð er hjer fyrir ofan.
Hvergi á Norðurlöndum eru norðurljós-
in svo algeng sem hjer á landi, og vjer
höfum því hið bezta tækifæri til að at-
huga þau. J>að eru og öll líkindi til
þess, að vor á meðal sjeu eptir tiltölu
allt eins margir vinir náttúrunnar og vis-
indanna eins og annarsstaðar á Norð-
urlöndum, en það mundi þó líta svo út,
sem þetta væri ekki, ef fáir eða engir
vildu verða til að taka þátt í þessari
samvinnu annara Norðurlandabúa, að
athuga norðurljósin.
Askorun herra Tromholts, sem skrif-
uð er í júnímánuði, hefir eigi borizt oss
fyrri enn nú í september, og af því
leiðir, að þeir, sem vilja verða við til-
mælum þessa vísindamanns, geta ef til
vill eigi fengið í tækan tíma eyðublöð
þau, er hann vísar á, til að rita á at-
huganir sínar. En til bráðabyrgða gætu
menn þá skrifað þær á annan pappír
og fært síðan inn í eyðublöðin þegar
þau fást. |>essi eyðublöð eru strykuð
þannig, að fremst er dálkur fyrir mán-
aðarnafnið, þá annar fyrir daginn, hinn
þriðji til að skrifa í hvað klukkan er
þegar athuganin byrjar, og hinn fjórði að
skiifa í tímann, þegar hún endar. Svo
er eyða þar fyrir aptan til að rita í
lýsing á noi'ðurljósinu í það skipti, lög-
un þess og litum, hi'eyfingum þess og
hvar það er á himninum.
Hvað tímann snertir, er þess óskað,
að dagurinn eða sólai'hringurinn sje tal-
inn frá miðdegi til miðdegis, en ekki
frá miðnætti til miðnættis eins og venju-
legt er í daglegu lífi, og að klukkustund-
irnar í sólarhi'ingnum sjeu taldar áfram
allt að 24, en ekki tvennar 12. |>annig
t. a. m. skal skrifa 2. okt. kl. 14, það
sem algengt er að kalla 3. okt. kl. 2
f. m. og svo frv.
|>að segir sig sjálft, að því betra er
því betur sem norðurljósunum er lýst.
Yenjulegast sýna noi'ðurljósin sig með
þrennum hætti: 1. sem jafnt ljós um
norðurloptið; 2. sem ljósbogi (einn eða
fleiri), er hvelfist yfir dimmum og dökk-
leitum fláka á himninum í lögun sem
sneið utan af kringlu; 3. sem geisla-
straumar, er opt hafa ymsa liti og hreyf-
ast alla vega. |>egar mikið er um norð-
uxijós, sýnist á stundum sem lýsandi
gufumekkir gjósi upp á loptið með mikl-
um hraða, eður að geislastraumarnir
renni upp að sjerstökum punkti sunnan
við kvirfilpunktinn og geislar breiðist
svo þaðan í allar áttir. þetta kalla
menn norðurljósakrónu. Skyldi eitthvert
hljóð eða þytur heyrast í loptinu, þegar
norðurljósin eru á ferð, þá er mjög æski-
legt að þess sje getið, og hljóðinu sem
nákvæmlegast lýst.
Herra Sophus Tromholt hefir gefið
út nokkur stjörnukort til að draga upp
á þau myndir af norðui'ljósum. |>essi
kort geta þeir fengið ókeypis hjá hon-
um, sem annt er um þetta mál og vilja
verja talsverðum tíma til athugana á
norðurljósunum. Með kortunum fylgir
leiðarvísir til að þekkja stjörnur.
Eyðublöð, sem athuganir hafa verið
i’itaður á, er beðið að senda fyrir lok
maímánaðar til „det meteorologiske
Institut i Kjöbenhavn, K“.
Kaupstaðarskuldirnar og kaflið.
(Framhald.)
Þá eru munaðarvörukanpin.
Þau eru nú víst ekki alstaðar jafn-
mikil, en svo er og um hvað eina.
Tóbakskaup hafa hlotið að aukast þeg-
ar farið var að hafa rullu fyrir þrifa-
meðal handa sauðfje. Að öðru leyti
mun tóbakseyðsla ekki meiri nje al-
mennari enn fyr var, hjer um sveitir.
En vínfangakaup hafa minnkað hjer
svo mikið, að þau er varla að telja.
Svo er þá kaífið og það semþvf
ti 1 h e y r i r. Er ekki til neins að
dylja þess, að með því Ixöggva menn
stærstu skörðin í verzlunarreikninga
sína jafnaðarlega, fram yfir það sem
fyr var, og mætti því einna mest
draga úr skuldunum með því að draga
úr þeirri tegund eyðslunnar. Og með
því kaffi heyrir undir munaðarvörur,
þá þykir því síður áhorfsmál að ráð-
ast á það. En nú er þess að gæta,
að kaffið er hinn eini almenni sæl-
gætis og hressingardrykkur sem alþýða
hefir. Og að alþýðan, — sem vinn-
ur baki brotnu, og verður að neita
sjer um mörgþægindi, sem hinir „heldri“,
er lifa af aflafje hennar, fá að njóta,
skuli líka neita sjer algjörlega um
nautn þessa drykkjar, er í sannleika
of hart að ætlast til. Ef menn eiga
að komast a f án þess eða hins, sem
gott er og þægilegt, þá raega menn
aldrei komast á að hafa það. Þetta
er samkvæmt náttúrlegu eðli. En allt
er bezt í hófi. Og er uú kaffmautn
vorhóíleg? Hr. A- Brynjólfsson, sem
ritar um munaðarvörukaup í 107. tlbl.
„Skuldar“, reiknar það út, að til þess
hver lullorðinn maður á landinu geti
drukkið kaffi 2 á dag, þurfi hvert
kaffipund, scm flyzt til landsins, að
endust í 107 bolla. En nú er það
alkunnugt, að úr 1 kafíipundi fást f
mesta Iagi 30 bollar, og sje malkaffi
eða þess konar haft að þriðjungi —
sem þó er ofmikið — þá fást hjer
um bil 45 bollar. Eptir þessu vant-
ar töluvcrt til þess að liver fullorðinn
maður á landinu drekki kaffi 1 á dag.
Mjög víða er það samt drakkið 2 á
dag, en því fleiri hljóta þá hinir að
vera, sem drekka það aldrei, sje reikn-
ingur A. B. rjettur. Margir hafa kafíi
fremur til gestveitinga enn heimilis-
nautnar; þykir það hentugt til þess. f*eir
eru nú til, sem álfta nauðsynlegt fyrir
landsmenn að leggja gestrisnina niður;
en það sýnir sig svo, bjer á Suður-
Iandi, að í þeim sveitum, sem gestrisni
er minnst, þar er líka minnst fjör og
fjelagsandi. Pað raá því hvorki kalla
kaffinautnina ó h ó f I e g a nje allskost-
ar ónauðsynlega; en hún er ofvaxin
efnahag manna fyrir því. Menn
þurfa að spara kaffi, en menn
þurfa þá eitthvað í staðinn.
Sje bannað að flytja inn malkaffi,