Fróði - 21.02.1883, Side 2
96. bl.
F B Ó Ð 1.
1883.
64
65
66
að koma þangað annarstaðar frá, og
ganga þaðan. Meðan nú samgöngur og
póstferðir í landinu eru ekki meiri nje
betri enn pær eru, pá mundi mörgum á
fjarlægum-landshornum ganga viðskiptin
við Iteykjavíkurbanka seint og tregt,
svo ekki væri nein vanpörf á, að marg-
ar aðrar smærri peningastofnanir væru
víðs vegar um landið. Einmitt sparisjóð-
irnir eru hentugir til að vera þessar
smáu sveitaverzlanir með peninga. feg-
ar einhverjum liggur fljótlega á að fá
dálítið lán, þá er það auðsætt, að hon-
um er hægra að fá það úr sparisjóði
sem annaðhvort er innsveitis eður í næsta
kaupstað. |>egar aptur þarf stórfje til
stórra fyrirtækja, þá er gott að eiga
Iteykjavíkurbanka að. Og fyrir hina
mörgu og smáu sparisjóði, sem vera
ættu víðs vegar um landið, gæti einatt
verið gott að hafa viðskipti við bankann
í fieykjavík. Svo kann t. d. á stundum
til að bera, að 1 einu hjeraði sje á ein-
hverjum tíma miklu meiri peningar enn
þörf er á, svo sem einn merkur maður
segir að nú sje í Húnavatnssýslu, eptir
hina miklu fjársölu til Breta í haust.
J>egar sparisjóður er í hjeiaðinu, hljóta
í það skipti að koma inn í hann meíri
peningar enn hann getur ávaxtað, og
liggur þá, ef banki er í Iteykjavík, opið
fyrir, að koma þessum vandræðapening-
um í hann, í staðinn fyrir það er sumir
hinna fáu sparisjóða, sem nú eru, senda
peninga burt úr landinu til að gera sjer
þá arðsama. Bankinn gæti þannig ver-
ið sparisjóður sparisjóðanna, og spari-
sjóðirnir að nokkru leyti milliliður milli
bankans og margra einstakra manna.
Hvað er það sem hindrar menn
víðast hvar frá að stofna sparisjóði, sem
í flestum löndum eru ,.nú á tímum á-
litnir að vera injög þarfar stofnanir?
Halda menn að allir sjeu svo bláfátæk-
ir og bersnauðir, að enginn eigi eina
krónu til að leggja í sparisjóð ? Sú
skoðun er ekki ný, hvorki hjer á landi
nje 1 öðrum löndum áður enn sparisjóð-
ir urðu þar algengir, en skoðun sú hefir
allstaðar reynzt ástæðulaus. — þiykj-
ast engir nógu færir til að halda reikn-
inga fyrir lítinn sparisjóð? |>á væru
menn aumlega á sig komnir ef svo væri,
því engan stóran reikningsgaldur þarf
til þeirra hluta, enda munu þær sveitir
fáar á landinu, sem vanti nógu reikn-
ingsfæra menn til þessa. JDálítil kunn-
átta í einf'öldum reikningi, og svo reglu-
semi o« ráðvendni, nægir til að leysa
rejkningahaldið vel af hendi. — Eður er
þaö avo, að enginn nenni að gera sjer
ój»ak til að koma fótum undir svo þarf-
legt fyrirtffiki? J>að er einna hættast
við að þessi sje orsökin. En meðan
menn eru almennt svo skapi farnir, þá
ap eigi við miklum framfórum að búast
í kndinu.
jtlödruvallaskóliun.
Yegna þess að margir, sem litla
eða enga hugmynd hafa um Möðruvalla-
skólann og ástand hans, fella marga ó-
fagra og ósanna dóma um hann og þá,
sem fyrir honurn standa, telja hann gagns-
lausan fyrir landið. segja hann eyði að
eins peningum landsjóðsins, en piltar
læri lítið eða ekkert annaðá honum enn
iðjuleysi og sjeu til einskis nýtir þegar
þeir koma af honum, — þá finnum vjer
oss skylt að benda almenningi á, við
hvaða rök dómar þessir styðjast.
Svo er að sjá, sem það mundi gleðja
suma ef þessi þarfa, ágæta stofnun fjelli
um koll. En að gleðjast yfir því, er
hið sama og að gleðjast yíir því, að
menntunarleysi, kúgun og ófrelsi, sem
því er samfara, vinni sigur yfir dáð og
menntun. J>eir, sem það gleður eru því
hvorki þjóðar nje þjóðmenntunarvinir.
Sýnishorn aí' þeim sleggjudómum
sem felldir hafa verið um skólann, get-
urn vjer sjeð í brjefi frá ísafirði, er
prentað er í „Norðanfara-1 13. jan. þ. á.
Af hverju eru þessir dómar sprottnir?
J>eir munu að mestu leyti sprottnir af
hinni alkunnu grein, sem stóð í 156.—158.
nr. „Skuldar", er kastað hefir mestum
skugga á skóla þennan. Eptir henni að
dæma var stjórn og ástand skólans hið
versta, er þvi eigi þess að vænta, að
þeir dómar er á henni eru byggðir sjeu
rjettir eða sanngjarnir. En þeir, sem
eru því vaxnir að dæma með rjettsýni
um málefnið, munu sjá, að sú grein er
eigi rituð af óhlutdrægni og sannleiks-
ást, heldur af óvild og illum hug til
skólans og skólastjóra. í greininni er
að eins tekin fram hin svartasta hlið af
skólaástandinu í fyrra, margt rangfært
og ýkt og sagt frá ymsu er miður mátti
fara, án þess að tilgreina orsakirnar, og
geta þess er til málsbóta matti vera.
Óreglu þá er hjer var í fyrra, kennir
höfundur greinarinnar skólastjóra og fer
mörgum ófögrum orðum um breytni
hans í því efni; hefir hann lýst skóla-
stjóra þannig, að þeir er eigi þekkja hann,
hafa orsök til að álíta hann mikinn ó-
dreng. Segir greinarhöfundurinn meðal
annars, að herbergi það í skólanum, er
ætlað hafi verið fyrir sjúkrahús, hafi ver-
ið fyllt ymislegu rusli, svo piltar þeirer
hafi veikst hafi orðið að vera í svefn-
loptunum innan urn hina heilbrigðu, þar
eð þeim hafi eigi verið viðvært í sjúkra-
húsinu; en hann getur þess eigi, að
skólastjóri tók að sjer Pjetur heitinn
Jakobsson, sem dó hjer í fyrra og veitti
honum hjúkrun í sínum eignu herbergj-
uin meðan hann lá banaleguna. Söinu-
leiðis segir hann, að neyzluvatn pilta
hafi verið tekið úr læk_, sem mykjulögur
og annar óþverri hafi runnið í; en hann
getur þess eigi, að neyzluvatn kennar-
anna og allra sem á skólanum voru,hafi
verið tt'kið úr sama læknum, sem þ.ó
var. Hvort vatnið hefir vei'ið óhreint
eða eigi er oss ekki ljóst, en hitt þykir
oss ótrúlegt, að kennararnir og aðrir er
á skólanum voru, hafi haft óhreint vatn
til neyzlu. En þetta sýnir, eins og allt
er í greininni stendur, að það er ritað
af hatri og óvild til skólans, því finnum
vjer oss skylt, að hrinda þessu ámæli af
skólanum, þar eð vjer erum fullkomlega
sannfærðir um, að flest, er í greininni
stendur, er ýkt og fært til verra vegar.
Yjer höfum eigi komizt að neinu í fari
skólastjóra, er kenni ódrengskapar eða
þess, að hann hafi „tvær kápurnar“ eins
og höfundur Skuldargreinarinnar kemst
að orði, því í vetur hefir hann komið
fram, sein stjórnsömum og heiðvii'ðum
embættismanni sæmir; er það samkvæmt
því er í greininni stendur, að hann hafi
verið vel þokkaður af piltum hinn fyrsta
vetur. Ha.nn ann heitt þjóðmenntun
vorri og gerir sjer mikið far um að
stunda vel kennsluna, svo hún geti kom-
ið oss að sem beztum notum; á hann
þakkir skilið fyrir starfa sinn hjer við
skólann, sem vjer erum vissir um að ber
hina beztu ávexti fyrir land vort.
Enn fremur hefir höí'undur Skuldar-
greinarinnar xnjög ófrægt brytann, Jón
Gumundsson, segir hann hafi hatt
margs konar pretti og áseilni í frammi
við pilta þá, er keyptu fæði hjá honum.
Að hve miklu leyti þetta er satt eða ó-
satt, vitum vjer eigi svo gjörla ; en það
getum vjer sagt með sanni, að bryti
hefir reynzt oss vel í vetur, og eigi get-
ur það heldur dulizt neinum skynsömum
og sannsýnum manni, er les Skuldar-
greinina, að piltar hafa verið mjög harð-
ir í kröfum sínum við hann, en eigi tek-
ið eins ínikið tillit til, hve ódýrt fæðið
var.
Að því er snertir kennslu hjer á
skólanum í vetur, getum vjer með sanni
sagt, að hjer er keimt með þeirri alúð
og nákvæmni er heimtuð verður aí
kennaranna hálfu; enda er samlífið milli
vor og kennaranna hið bezta. En hvort
vjer lærum mikið eða litið á skólanum,
mun koma íram síðar, er vjer komum
af honum, og f'öruin að sýna hvað vjer
höfum numið ; það keinur þá fram hvort
vjer höfum lært nokkuð þjóð vorri og
sjálfum oss til gagns, eða hvort vjer
höfum látið fræðslu kennara vorra, ala
upp í oss leti og ómennsku. Baunin
verður ólýgnust.
Bitað 1. febrúar 1883.
Nokkrir nýsveinar á Möðruvallaskóla.
Hiigvekja.
Árferði þessa yfirstandanda árs er
alvarleg áskorun til bænda, að atliuga
búskaparlag sitt, og gera sjer grein fyr-
ir, hvort affarasælla inuui, og gefa
meiri og vissari arö, að setja árlega
svo margar skepnur á fóðurbyrgðir sín-
ar sem von er um að komist af, ef
bærilega íellur; eöa hafa þær eltki fleiri
en svo, að uiaður sje óhultur þó illa