Fróði - 04.05.1883, Síða 2

Fróði - 04.05.1883, Síða 2
104. bl. í R Ó Ð 1. 1883. 160 | veraldlegra drottna, af pví hún kom peim í bendur, pegar kirkjan hófst, sökum of- sókna páfatrúarinnar ? p>á má enn gera ráð fyrir peirri kreddu frá bálfu áhangenda hinnar lúthersku ríkiskirkju, að kirkjuskipun sú sem nú er, og kirkjusiðir, sem smátt og sraátt hafi á komist, hafi unnið hefð, og sje órask- anlegir og friðhelgir, pótt peir í raun- inni sje mannasetningar. Til að sann- færast um, hve fjarstæð og frekjufull pessi skoðun er, parf ekki annað enn líta á pað, að pessi mannaverk, pess- ar mannasetningar, eru settar við hlið guðsorði og sakramenntunum, og peim veitt sama gildi og hin sama helgi. Hús- ið hrörnar eptir pví sem pað verður eldra, af pví pað er ófullkomið mannaverk, liáð, ekki einungis eyðingu tímans, held- ur og kröfum hans ; og pessar manna- setningar, pessi mannaverk, hversu góð sem pau voru. og samsvarandi kröfum og pörfum tímans, er pau voru gerð á, eiga að verða óháð kröfum tímans og pörfum! Menn skyldu ætla, að skipun hinnar postullegu kirkju, og helgisiðir hennar, stæði ekki að baki kirkjuskipun og helgisiðum hinnar lúthersku ríkis- kirkju, og væri pá óefað rjettara að halda peim óbreyttum, og álíta órask- anleg, sem hin reformeraða kirkja, ef annaðhort ætti endilega að vera. (Framhald). Blm mjallir kvifjár. (Eptir búlausan f’ingeying.) það mun flestum, sem vit hafa á, bera saman um það, að ritgjörðin ,um sauðfjenað“ epiir (íuðmund sál. Einars- son próíast á Breiðabólsstað sje ágæt- lega vel samin og góð leiðbeining fyrir þá fjármenn, sem vilja taka sjer fram í iðn sinni. Ilið mesta af kenningu höfundarins er injög samhljóða áliti hinna beztu fjármanna f Þingeyjarsýslu. svo þeir rnunu þykjast haía lítið upp úr lestri bæklingsins; en það er þó ekki svo lítils vert að vita, að einn hinn lærðasti og athugasamasti bömað- ur og fjárræktarmaður, sem hefir búið á ymsurn ólíkum stöðum, hefir fyrir eigin reynslu komizt að sömu skoðun og þeir. Fáein smá atriði inunu þeitn þykja örelt; en nokkuð er líka mönn- um hjer alveg ný kenning, og það er þess vert, að þvf sje gaumnr gefinn þar sem þessa bæklings er minnzt í 1. ári „Fróða“, 24. blaði, er sjerstak- lega minnzt á tvær nýjungar, sem mönnum er ráðið til að reyna. Ann- að er það, að láta fje eigi vanta salt, einkum með slæmu hoyi. Þar sem þetta hcfir verið reynt, veit jeg ckki annað enn það hafi gefizt vel. Ilitt atriðið var um mjaltir ásauðar. Eins og þeim er kunnugt, sem ritið hafa lesið, segir höf. á bls. 21 áþessaleið: „Um mjaltir á ásauð er það að segja, að jeg þykist af reynslunni sannfærður um, að þaö er meira til skaða enn til 161 gagns að tvímjólka ær, og þvf heldur að þrfmjólka þær, injaltatíininn verður viö þaö lengri og mjöltin gengur of nærri ánum, svo þær halda !akar á sjer. Að mjólka hverja á vandlega einu sinrii í hvert mál, skal reynast affarasælast“. Mjer finnst að þessi grein beri með sjer, að hön sje sönn, og í áminnztum ritdómi í „Fróða“ eru menn f þessu tilliti hvattir til að „gera nákvæmar tilraunir og láta reynsluna skera ör“. i’etta sjá líkJega allir að var og er nauðsynlegt, en því hefir þó of lítill gauinur verið gefinn til þessa, þaö jeg veit. Stöku menn hafa látið byrja á einni mjölt, en hætt við þá reglu aptur af því þeir hafa óttazi málnytuskaða; en þó mjólkin væri minni fyrst cptir fráfærurnar, þessi næstu harðindaár, enn áður, þegar ær voru betur til fara og betra var árferöi þurfti ekki að vera mjaltalaginu um að kenna, nema að litlu leyti, svo á þess- ari rcynslu verður ekki byggt. Það er trölegt að málnyta kunni að verða rýrari fyrst ept.ir fráfærurnar, ef einni mjölt er tnjólkað, en aðalatriðið er, að ærnar halda þá betur á sjer, e( ekki er gengið of nærri þeim fyrst, meðan þær þola verst mjaltirnar. Það er auðskilið, að ánum munar miklu að vera mjólkaðar einni rnjölt, og standa því nær hálfu skemur í kvíunum, með- an þær eru magrar og snöggar, ef fil vill svo, að þær standa skjálíandi all- an mjaltatímann, ef að veðri er, og með því að hlífa þeim, þá munu þær eflaust borga þann milnytj halla, sem yrði fyrst eptir fráfærurnar, með kost- ineiri mjólk síöar, eða þær yrðu þeim mun feitaii að haustinu, að það borg- aði málnytuhallann, ef hann yrði nokk- ur. Af því sauðfje og geitfje er svo líkt að mörgu leyti, vil jeg geta þess, í sambandi við þetta, að nærgætnum bökonum hefir íundizt málnytuskaði að injólka geitur tvennum mjöltum, og hafa geiturnar þó mjólkað hjcr miklu meira enn ær, (að meðaltali nokkuð yfir 100 potta frá fráfærum til gangna). f*ær hafa haldið svo laugt uin betur á sjer, þar sem ær hafa vanalega mjólk- að bezt fyrstu inálin eptir fráfærurnar, nafa geitur mjólkað bezt þriðju eða jaín vel fjóiðu vikuna, ef illa hefir vorað, svo þær hala seint gengið ör hárum, því þær fullgræða sig ekki fyr enn þær eru farnar að loðnast aptur, sje kiild tíð. Mundi ekki geta vcrið eitthvað svipað með ærnar, væri þeiin vægt þegar þær þola verst mjaltirnar? Næstliðin tvö sumur var á míiiu heim- ili byrjað að injólka einni mjölt mán- uði eptir fráfærur, og reyndist það vel. Ærnar fitnuðu heldur betur en annars rnundi hafa orðið, en engin málnytu- skaði varð að því, eptir sem næst verð- ur kornizt, og talsvert erfiði sparaðist. En að ininni ætlun mundi hagræðið hafa orðið meira, eí allt af heíði ver- ið injólkað einui mjölt, Það er að eins einn bóndi sem jeg veit til að hefir látið injólka einni 162 mjölt allt af næstliðið sumar. Hann býr á ötbeitarjörð, engjalítilli, en held- ur landgóðri. Ær hans voru miklu magrari næstliðið vor, enn f fyrra vor og mjög Ijelegar mylkjur nálægt ^ ánna, en þó mjólkuðu þær allafr að jafnaðar- tali ineira, og smjörið varð líka meira (en það átti sjer víðar stað) og ærnar urðu þar að auki miklu íeitari. Að öllum kringnmstæðuin athuguðum, fmn jeg enga ástæöu til að ætla, að mjólk- urhæðin eptir þessar ær hefði getað orðið meiri f sumar enn f fyrra, ef tvímjólkað hefði verið, s'zt til þess að ærnar væru þó miklu feitari. Jeg álít ,)ví, að reynsla þessa bónda beri alvcg saman við reynslu sfra Guðmundar sál. Einarssonar. Bóndi þessi ætlar nö ekki að láta mjólka nema einni mjölt fram- vegis. Suinir hafa talið til, að þó ærnar á Breiðabólsstað á Skógarströnd þyldu að vera mjólkaðar einni mjölt, væri óvíst að slíkt gæti átt við, þar sem land og fjárkyn væri ólíkt. Ntí hefir þetta verið reynt á öðru fje og í öðrum landsfjórðungi og líklega f nokkuð ólíku landi, og þó reynzt eins*. Pað má telja merkilegt, hvað fast- heldnír menn eru við gamla mjaltalag- iö, jafnvel framfara vinir, svo að vfða eru ær enn þrímjólkaðar á hverju máli fyrst eptir fráfærurnar. En þrennar mjaltir hefi jeg áreiðanlega sjeð gera skaöa, og lleiri, sem jeg hefi átt tal viö, hafa verið á sama máli, enda mun nú alveg hætt við þær hjer í sveit. Sumir halda að reynslan hafi kennt mönnum, að betra væri að mjólka fleiri mjöltum enn einni, og því sje sjálf- sagt að halda þeirri reglu. En jeg fmynda mjer, aö menn haíi leiðst til þessa af þvf þeim var kunnugt, aö lömbin sjöga opt á dag, og því hald- ið, að mjólkurdrýgra væri að mjólka fleiri mjöltum, án þess að h ifa nokkra reynslu fyrir, hvort betra væri. Jeg leyfi mjer því að skora á menn sjer í lagi framfaramennina, að rcyna sem víðast komanda sumar hvernig þeim gefst, að láta mjólka einni mjölt. Og jeg get enn ekki tröað öðru, enn sönnum fjárræktarmönnum og böinönn- um þyki sö regla betrj þegar þeir hafa reynt hana enn hin eldri, einkuin þar sem er ötbeit eða mjög Ijett hey, því það er vfst, að þvf fyrri sem fjeð kcmst í hold, því betra er það í fóðri. Verði allur arður af ánutn lieldur meiri enn minni með því lagi, að mjólka að eins einni mjölt, get jeg ekki bet- ur sjeð, enn það sje ófyrirgefanlegt hugsunarleysi eða hirðuleysi í meðferð tímans og skepnanna, ef talsverðu af *) Síðan jeg ritaði grein þessa, hefi jeg sannfrjett, að merkur bóndí hjer í sýslunni hafi láfið mjólka ær sínar einni injölt sumarið 1881, og liafi reynzt það vel, og svo iná vera um fleiri, þó jeg hafi ekki heyrt þess getið. En sje svo að ymsir hafi reynt þetta, ættu þeir að lýsa yfir áliti sínu á því í blöö- unum.

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.