Fróði - 24.05.1883, Síða 2

Fróði - 24.05.1883, Síða 2
106. bl. I xt Ó Ð 1. 1883. 184 um kirkjulegra embætta sem sjálfsögð skylda, sýnir það, að veitingarvaldið sje ekki í rjettum höndum. Og þá er ekki unnað fyrir, enn að koma veitingarvald- inu með allri ábyrgð sinni þangað, sem það á að vera, í hendur safnaðarins. Hann einn getur ekki skorast undan þessari vandasömu og ábyrgðarmiklu skyldu. J>að er heilög og ómótmælan- leg skylda safnaðarins að taka á sig þessa skyldu, ef bann með nokkru móti f’ær gert það fyrir ríkisvaldinu. Jeg fæ, satt að segja, ekki dulizt þess, að jeg gruna marga, bæði æðri og lægri, embættismenn veraldlegrar stjett- ar og andlegrar, um að þeir líti svo á sem bjer sje fremur að ræða um metnað og sjálfræðislegar rjettindakröfur fyrir söfn- uðinn, enn heilagt skylduverk, sem hon- um beri að takast á herðar og leysa af hendi og engum öðrum. það er auð- vitað, að þessari skyldu er ekki einung- is samfara ábyrgðin, heldur og rjettindi, sem bverri 'annari skyldu, en þessum vjettindum er ekki svo varið, að þau sje girnileg metnaðarfíkn eða sjálfræðis- legum offrelsisveðrungi, enda ætla jeg að benda megi á reynzluna sem vitni þess gagnstæða, þétt jeg leiði það hjá mjer að þessu sinni. En í sambandi við það, sem þegar er almennt sagt um náttúrugáfur og náðargáfur skal jeg sjer- staklega víkja að löggefendum kirkju vorrar. J>að er alkunnugt, að alþingi semur kirkjulög sem þegnlög, þótt eigi sje í lögum tilskilið, að þingmenn játi kristna trú, svo fjarri fer þvi, að þeir þurfi að vera sinnandi hinni evangelisku lútbersku kirkju, sem er þjóðkirkja bjer á landi. Að því er til alþingismannanna kemur, er þó ekki krafan einungis sú eptir áður sögðu, að þeir hafi sjerstaka hæfilegleika, eða náttúrugáfur, til að semja lög fyrir ríkið, eða þjóðfjelagið, beldur og sjerstakar náðargáfur, til að semja lög fyrir hinn evangeliska lútherska söfnuð. J>egar þessa er gætt, má virðast svo, sem hæfir þingmenn sje vandfengn- ir, ef til nokkurra verulegra endurbóta á kirkjulögum kæmi; og er þegar áður bent á raun nokkra, sem á því er orð- in, hvernig þingið hefir leyst af hendi lög þau, er það hefir samið og til ytri kirkjumála hafa tekið. |>að fær ekki dulizt, þegar litið er á það, að allt aðra hæfilegleika þarf til þess, að setja kirkj- unni lög, enn þá sem þarf til þess, að setja þjóðfjelaginu lög, hve óhappaleg sú skip- un er og jafnvel skaðleg, að láta hvoru- tveggja löggjöfina vera í höndum sömu manna og samhliða. |>að má og full- yrða, að fáum þeim, sem liingað til hafa þingmenn kosið, hafi til hugar komið, að spyi’ja eptir náðargáfum þeirra, er þeir kusu, enda verður það ekki eptir atvikum láð, þótt svo hafi verið. |>ó að á alþingi hafi allt af verið margir prest- ar í samanburði við aðra þingmenn, má fullyrða, ■ að þeir hafi til þings verið kosnir af öðrum ástæðum enn þeim, að 185 þeir skyldu vera talsmenn kirkjunnar; enda munu fæstir þeirra leyfa sjer lof- stýr fyrir það, að hafa eflt góð kirkju- lög til sigurs á þingi, fremur enn aðrir þingmenn. f>að verður heldur ekki með sanni sagt, að þingið hafi látið sjer svo mjög annt um umbætur á lögum kirkj- unnar, sem á lögum þjóðfjelagsins. Og er slíkt fremur þakkavert, enn lastandi eptir því sem ástendur, þótt á hinn bóginn megi virðast svo, sem lögum kirkjunnar sje engu síður ábótavant, enn lögum þjóðfjelagsins. Búast má við því, að nokkrir sje þeir, sem líti svo á, sem þá sje ofiangt farið, þegar krafist sje náðargáfna af hverjum þeim, sem fengið er kirkjulegt embætti eða þjónusta, þótt sú krafa nái til hvers manns í söfnuðinum að öllu öðru enn því að ekki er krafist hinna sjerstöku náðargáfna, sem nauðsynlegar eru vegna hins sjerstaka embættis eða þjónustu. En við hinu get jeg ekki bú- ist, að nokkur kristinn maður neiti því, að þeir, sem eiga að vera kennendur og boðendur Guðs orðs, hvort heldur í skólanum eða á samkomum safnaðanna, eða meðal hinna ungu, þurfi að hafa náðargáfur andans til þess, því umfram alla aðra, sem sjerstaklega kirkjulega þjónustu hafa á hendi, þurfa þeir rík- uglegrar náðar heilags anda, til að geta leyst ætlunarverk sitt af hendi Guði til dýrðar en söfnuði hans til uppbyggingar. |>að hefir fyr verið sagt, að presturinn geti ekki gengt köllun sinni, þótt hann hafi lært trúfræði, siðfræði, biflíuþýðing o. s. frv. í skólanum, og þar að auki hafi mælsku- gáfu af náttúrunni. Mælskugáfan þarf að vera orðin að náðargáfu og innri mað- ur hans endurfæddur af anda trúar von- ar og kærleika. Að boðun orðsins full- nægi kröfum vísindanna og vitsins, það er ekki það, sem presturinn á að kapp- kosta. „Hin kristilega prjedikun er ekki einungis mannleg ræða um Krist, heldur birtir Kristur sjálfur fyrir prje- dikunina nærveru sina heiminum og hinum trúuðu með því hann æ af nýju kemur í andanum, sem hann sjálfur segir um“: „„hann mun minna yður á allt, það er jeg hefi yður sagt og mig dýrð- legan gera““. „J>etta er leyndardómur hinnar kristilegu prjedikunar, sem aðgrein- ir hana frá hverri annari ræðu um merka menn, sem uppi hafa verið, að því skapi sem prjedikuuin er í nafni Krists, að sama skapi vekur orðið enn og staðfostir trúna á Krist sem þá er hann umgekkst hjer á jörðu —, vekur og staðfestir trúna á frelsi það, sem oss er veitt í honum.* J>ví verður ekki neitað, að það er mjög svo mikil krafa, sem hjer er gerð til boðenda Guðs orðs, og hurla torvelt að fullnægja henni; en engu að síður er hún rjett, og söfnuð- urinn liefir vafalaust fullan rjett til að krefjast þess, að hún sje ýtarlega til *) Dr. H. Martensen christel. Dog- matik 1849 bls. 495. 185 greina tekin af þeim, sem prestleg em- bætti veita, ef honum er sjálfum synjað um þetta veitingarvald, svo sem það á hinn bóginn er vafalaus skylda hans að taka veitinguna að sjer og ábyrgð þá er henni fylgir. Sjerstaklega þarf ekki að tala um kennaraembætti presta- skólans og kennelidur prestaefnanna, með því að sama máli er að gegna að því er kemur til prestaskólakennaranna sem til prestanna. Prestaskólakennslan sem hver kristileg trúkennsla og siðfræða- kennsla á eflaust að vera undir umsjón safnaðarins. Onnur kennsla virðist vera kirkjunni óviðkomandi. (Niðurlag.) I iu al[>iii$' Eptir Jón Sigurðsson alþingismann. IV. Jeg skal enn nefna eitt af aðal- málum vorum, sem sje k i r k j u m á 1 i ð. llvernig þvf máli nú cr komið sýnir ljósast hve hæpið það er fyrir þingið, að ráðast f að taka nokkurt stórmál til meðíerðar, á meðan höndur þess eru rígbundnar með tímatakmarkinu. Svo sem kunnugt er, var kirkjumálið rækilega undirbúið, fyrst lieiina í hjer- uðum og svo af nefnd þeirri sem skip- uð var 1878, og kölluð hefir verið kirkjunefnd. Pað var aðalstarfi þingsins 1879 að semja prestakallalög- in 27. febrúar 1880, enn viti menn, eng- in lög sein þingið hefir samið hafa sætt jafn misjöfnum dómum sem þessi lög. þegjandi votturinn lýgur sízt, því að ekki færri enn 18 frumvörp voru lögð fyrir seinasta þing urn breytingar á nefndum lögum, og viðaukum við þau, og um önnur kirkjuleg málefni. Og þó þingið að því sinni væri svo hyggið, að vísa flestuin þessum frumvörpum á bug, sýnir þetta ljóslega, að prestakalla- lögin haía ekki náð þeim aðaltilgangi sfnurn, að bæta ástand kirkjunnar að nokkru ráði. Kirkjunni má enn lfkja við sjúkann mann, sein þjáist af megnri og íllartaöri uppdráttar sýki og takist mönnuin ekki, fyrr enn seinna, að fá meðu! sem duga við þessum krankleika, er sjúklingnum auðsæ hætta búinn Jegheíi að framan að eins nafn- greint nokkur hin helztu þjóðmál vor, er að mínu áliti þarfnast bráðra og góðra aðgerða og umbóta. En jeg hefi leitt hjá mjer að inestu, að láía mitt álit í Ijós um það, hverjar um- bætur horfa beinast við í hverju ináli lyrir sig. ÍGð ætla jeg þeiin að gera seinbetur eru til þess færir enn jeg, enda var það ekki tilgangur, miun með Ifnuin þessum, að fara að knjesetja mjer vitrarimenn, og kenna þeim stjórn- fræði. eða hagfræði, eða aörar vísinda- greinir se;n hjer til heyra. Aðaltil- gangur minn er sá með greinum þessum, a ð s k ý r a f y r i r in ö n n u m — írá mfnu sjónarmiði - li i n a pólitísku útsjón V o r a, og vekja athygli inanna á þeim teiknum tfmanna, sciu

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.