Fróði - 28.07.1884, Side 2

Fróði - 28.07.1884, Side 2
135. bl. F R Ó Ð 1. 1884. 172 Konuögshirðin í Noregi i fornöld. (Niðurl.) Stallari konungs var tign* astur og fyrir öðrum embættismönnum við hirðina lengi frarnan af. Eigi er hægt að segja hve gamalt það embætti hefir orð- ið í Noregi. En það vitum vjer fyrir vfst að það var oröið til áður en Ólafur Tryggvason barðist við S v o 1 d u r áriö 1000. f*á er talað um K o 1 b j ö r n Stallara, er var með Ólafi konungi á Orminum langa. Stallarinn hafði á eldri tímum sæti í æðra öndvegi gagnvart konungi. En frá dögum Ólafs kyrra átti liann sæti áStallarastólnum er kallaður var, meðal höfðingja þcirra, er við voru staddir t d. ljensmanna. Stallarinn átti að boði konungs að tala fyrir hans hönd á opinberum fundum, & þingum og hirðstefnm, stjórna hirðinni og bera málefni hennar upp íyrir konunginum. Skyidi hann og hafa urnsjón með reiðskjótum konungs á ferðum hans. Af þessu starfi hans inuu nafnið vera dregið (af s t a 11 u r). Ilann hafði jöfn rjettindi við lenda menn en var þeim eigi jafntiginn. Tíöast voru tveir Stallarar undir eins. Nafn og embætti Stallari ætla menn að eigi sje norskt, því að snemma á öldurn var embættismaður við hirð Engilsaxneskra konunga er Stallari hjet eða Ste- allere; var það fyrir þann tíma, er Norðurlandaríki komst á fót. Bæði merkismenn og stallarar voru kosnir af konungi fir flokki hirð- manna, og voru ávalt með þeim lendum mönnum cr voru hjá konungi, að minnsta kosti eptir daga Magnfisar Lagabæt- is. Sarna er að segja ura skutilsvein- ana, er kallaðir voru hirðstjórar. I’essir hirðstjórar voru þó allt annað en hiröstjórar þeir, er konungur sendi hingað eptir að landsmenn voru gengnir honum á hönd. Pað voru hinir og þessir menn bæði íslenzkir og norskir. feir höfðu umboð af konungi til að heimta skafta af landinu, eða þeir leigðu landið og tóku alJa skatta af því í sinn sjóð, en borguðu kon- ungi fyrirfram vissa npphæð. Gerði konungur þetta vegna þess að honum þóttu skattar illa heimtast af landinu. Dróttseti og Skenkari voru líka embættismenn konungs, en þeir voru í tninni metum enn hinir, Drótt- setinn var nokkurs konar bryti; hafði hann á kendi að sjá um borð og vistir konungs. Skenkarinn helti á hornið handa konunginum. Aliir kann- ast við þann embættismann. Konung- urinn valdi þá af Skutilsveinutn sínum; en þeir höfðu sömu rjettindi og voru taldir í tölu þeirra. Betta var siður á dögum Magnúsar Iagabætis. Seinna hafði dróttseti miklu þýðingar meira vald ekki að eins við hirðina heldur og við stjómina yfir höfuð. Auk þessara embættismanna var við hirðina í Noregi eptir að kristni kom þangað, andlegur embættis- maður, er hirðbiskup var kallaður. Hirðbiskupa höfðu þeir Óiafur 173 helgi og Ólafur Tryggvason. Voru þeir í för með þeim, er þeir voru að kristna landsfólkið; rjeðu þeir miklu um fyrirkomulag kirknanna í Noregi og k i r k j u 1 ö gu m eða kristnirjett- um. Eptir daga Ólafs helga er eigi getið um þetta embætti framar. fað virðist hverfa, er kristnin er innleidd f Noregi fyrir fullt og fast og fleiri biskupar koma til sögunnar. Það eitt er víst að það hverfur með öllu sein- ast á II. öld og fyrst á 12. öld beg- ar Norcgi er skipt í ákveðin biskups- dæmi. Á 11. og 12. öld koma hirð- prestar í staðinn fyrir hirðbiskupa. Hann átti í fyrstu eigi annað að gera en halda guðsþjónustugerð; en síðar varð það og starfi hans, að vera skrif- ari konungs og gera upp reikninga hans. Á 12 öld og snemma á 13 öld var hann kallaður K a p a 1 i n konungs- ins. Ilonum var líka falin á hendur yfirumsjón með fjehirzlu konungs, og var fjehirðir hans. Úr þessu varð aö lokum hiö þýð- ingarmikla k a n s e 11 e r a-e m b æ 11 i. Magnós lagabætir (1263—1280) stofn- aöi það fyrstur og setti fastar skyldur þess og rjettindi. Kansellerinn er talinn l'yrir öðrum embættismönnum við hirðina í hirðskránni. Ilann átti að vera einn aí æztu ráðgjöfum konungs og njóta jafnrjettis við lenda menn, og vcra þeim jafn að virðingum. Hann átti ávalt að vera hjá konungi, geyma konungs innsiglið og á sína ábyrgð sjá um ritun allra kouungs-brjefa og auglýsinga. Þar að auki átti hann að hafa umsjón á öllum reikningum krfinunnar og skrám yfir jarðeignir hennar og aðrar eignir. Konungur átti að nefna hann á hirð- stefnu ; þar vann hann sjerstakan trfin- aðareiö. Konungurinn Ijet nefnil. alla sína handgengnu menn er við voru staddir blása til hirðstefnu. Að því búnu átti hann að lýsa því yfir þar, að hann gæfi þeim manni, er hann nefndi innsigli sitt með heiðri þeirn er með því fylgir. Sá, cr nefndur eða setíur var, átti að falia á knje fyrir konunginum og sverja honum trfinað með þessum eiði: „Til þess legg jeg hönd á þessa helgu bók og því skýt jeg til Guðs, að jeg skaJ vera hollur og trfir mínum herra N. Noregskonungi, bæði ljóst og Ieynt hvar sem hann er staddur, eptir því viti, sem guð hefir mjer gefið. Því skal jeg halda leyndu, er konungurinn býður mjer að láta leynt fara. Svo hjálpi mjer guö og þessi helgu orð sem heldá“I Undir kanselleranum stóða margir klerkar og voru það skrifarar. Ilirðprest- a r n i r voru þó til eptir að kansellera- ernbætlið var stofnað. Eptir hirðskránni áttu að vera tveir hirðprestar í kon- ungsgarði, sem höfðu á hendi guðs- þjónustu störf fyrir konunginn og hirð- ina. Bað er eigi tekið skýrt fram í hirðskrá, aö kansellerinn eigi að vera andlegur embættismaður, en embættis- skyldur hans bera það rneð sjer að 174 hann varð að læra dálítið af þess kon- ar fróðleik, og hann var eigi hjá öðr- um enn prestastjettinni á þeim tíma ; að minnsta kosti var það mjög sjaldgæít. Hákon konungur Magnfisson gaf út tii- skipun um það 1314 að prófasturinn við Maríukirkju í 0 s 1 o (þar sem nfi er Kristjanía) skyldi líka vera Iíansell- eri krúnunnar, og Iíka, að einn af hirð- prestunum, er konungi og kansellera þótti bezt hæfur, skyldi vera vara- k anselleri. Ilann átti að gegna störfum kansellera, þegar hann sjálfur gat eigi verið við hirðina. Hirðmennirnir og gcstirnir voru aðalhirðin. Þeir bundust hvorir fyrir sig í smærra fjelag er kallað var löguneyti. Höfðu þeir er í þessu fjelagi voru atkvæðisrjett um það er nýr fjelagi (lögunautur) var tekinn í það. JÞegar Stöfur blindi bað Harald harðráða um „að hann vildi gcra sig að hirðmanni sínum“, svaraði konungur því, að hann gæti eigi þegar heitið hon- nm því, „því að til þess verð jeg að hafa ráð hirömanna minna“. Þetta varkallað að „leita löguneytis“. Málefni hirðarinnar voru fitkljáð á hirðstefnunum, að sumu leyti undir stjórn konungsins ogaðsumu leyti und- ir stjórn hirðstjóranna. Hirðin hafði og hirðlög bæði gagnvart konunginum og fyrir fjelaga iicnnar innbyrðis. En þessi lög veittu henni ekki neina undanþágu frá almennum landslögura. Svo stend- ur f lögunum : „Vjer erum eiðbundn- ir til að halda lögin og efla þau, en ekki til að bijóta þau“. Ólafur konungur helgi og Óiafur kyrri ætla mcnn að samið hafi þessi lög eða safnað þeim í eina heild; hvenær þau hafi verið skrifuð fyrst vita menn eigi ; en skrifuðu lögin voru nefnd hirðskrá. Að hirðskrá hafi verið til áður enn Magnfis lagabætir gaf fit sína hirðskrá sjest af því, að í henni er vitnað til hirðskrá hinnar fornu. Hirðskrána skyldi lesa upp fyrir hirð- inni um hver jól og skyldi því lokið fyrir hinn 13. dag. Það hafði eigi verið tilgangur Magnfisar lagabætis að breyta að öllu hirðskrá hinni fornu, heldur að setja ákveðnari reglur einkum um það er laut að góðum siðum. Hann vildi reyna að endurbæta hirðsiðina er voru sumir orðnir mjög spilltir. Hann vildi sýna eins skýrt og hægt var, hvort ætti að vera augnamið hirðstjórn- arinnar; hfin ætti að ella konunginn til að bera skyldur sínar og aðstoða hann í stjórninni, en ekki vera að eins til að sýna ytri dýrð hans og stórmennsku. En þó hann breytti eigi mjög hirðskrá hinni fornu, gat hann þó komið því til leiðar að hirðsiðirnir breyttust og hirðin fjekk annað fitlit. 1272 gaf hann Skutilsveinum, hinum tign- ustu af hirðinönnum riddara og herra nafnbot. (Niðurl.)

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.