Suðri - 17.03.1883, Side 4
24
legasta, að stjórnin gengist fyrir því,
að nýtt og betra skipulag kæmist
smátt og smátt á háttu og lög þjóðar-
innar, svo allt ið forna og úrelta, allt
það, sem stæði lífi og gæfu einstakra
manna og allrar þjóðarinnar fyrir þrif-
um, hyrfi svo að segja af sjálfu sér.
J>eir vildu fara byltingaleiðina, en hann
stjórnarleiðina. f>eir vildu rífa niður,
en hann vildi byggja upp. J>egar
Thiers missti við, varð hann í raun og
veru oddviti þjóðar sinnar og var það
til dauðadags, þó aðrir hefðu in æðstu
völd að nafninu til. Hann fór gæti-
lega að öllum breytingum, en þö með
mesta kappi og fylgi. f>egar það var
orðin sannfæring hans, að heill Frakk-
lands lægi við, að eitthvert nýmæli
fengi framgang, þá hætti hann ekki
fyr en svo fór, sem hann vildi. |>ann-
ig sá hann, að versta mein Frakklands
var það, að uppfræðing öll var í hönd-
um fáfróðra og konunghollra klerka, er
unnu þjóðveldinu allt það ógagn, er
þeir kunnu. Hann hætti eigi fyr en
hann fékk því uppfræðingarskipulagi
breytt með lögum, enda lögðu klerkar
slíkt hatur á hann, að þeir lustu upp
fagnaðarópi og kölluðu guðs dóm fall-
inn á hann, er hann lézt. Dauðinn
sætti alla andvígismenn hans og öf-
undarmenn við hann nema klerkana.
|>eirra hatur fylgdi honum bœði í lífi
og dauða. Margt hafði Gambetta í
hyggju, er honum entist eigi aldur til
að koma áleiðis. Hafa menn fyrir satt,
að honum hafi þótt mestu skipta, að
lög væru gefin ið bráðasta til að bæta
kjör verkmannanna í borgunum og fá-
tæklinga í sveitunum. pótti honum
hvorirtveggju hafa rétt til að fá hlut-
deild í ágóðanum af vinnu sinni, þar
sem hann nú allur rynni í sjóð verk-
smiðjueigendanna og jarðeigendanna.
þjóðveldið var það stjórnarskipunarlag,
sera hann taldi að gæti verið fremst
og fullkomnast allra, ef vel væri á
haldið. Hann elskaði þjóðveldið meir
en allt annað. Hann var ungur í
lund, ofsamaður í skapi, en allur ofsi
hans átti rót sína að rekja til einnar
ástríðu — ástarinnar til þjóðveldisins.
þjóðveldið gaf honum þann guðmóð,
er lagði honum í inunn ina brennandi
mælsku, er gagntók alla, þann kjark,
er aldrei lét bifast og ekkert þótti sér
ófært og þjóðveldið var honum ástmey
sú, er bætti honum að fullu allar
raunir og þrautir. |>jóðveldið átti
hvern lífsneista í honum.
Enn verður eigi sagt hvert tjón
Frakkland hefir beðið í láti Gambetta;
framtíðin ein fær leyst úr því. Marg-
ir hafa líkt andláti hans við dauða
Mirabeaus; það var margt líkt með
þeim; báðir voru frábærlega mælskir,
báðir voru manna frjálslyndastir, en
unnu þó stjórnsemi og föstu skipulagi,
og báðir dóu þá, er svo leit út, sem
Frakkland mætti sízt missa þeirra við.
Með Mirabeau gekk konungdæmið til
grafar á Frakklandi og allir eru á
sama máli um það, að hefði hans
notið við, mundi byltingin mikla aldrei
hafa orðið. Nú spá sumir því, að með
Gambetta leggist þjóðveldið í gröfina
og byltingin og stjórnleysið taki við,
og sé öllu ma*nnkyninu búið böl af
þeim skelfingum. Eg skal engar getur
leiða að því, sem framtíðin hylur, en
einungis geta þess, að þeir munu fáir
nú á dögum, er óska þess, að Mira-
beauhefðilifaðlengur og byltingin mikla
aldrei orðið. Byltingarnar leiða böl og
ógæfu yfir lönd og þjóðir, meðan á
þeim stendur, en þegar birtir yfir
mannkyninu eptir slíkar voðahríðir, sjá
menn, að þjóðunum hefir fleygt meira
fram á þeim tíma en á mörgum öld-
um. Saga heimsins sýnir, að nýjar
og stórar hugmyndir, er umsteypa
vilja fornu og rótgrónu 'skipulagi, fá
opt fyrst vöxt og viðgang, er þjóðirnar
hafa vökvað þær með blóði sínu, stund-
um mann fram af manni. Svo var um
siðabótina og þrjátigi ára stríðið. Svo
var um byltinguna miklu á Frakklandi.
Engum dettur í hug að neita því, að
hver oinstakur maður hlýtur því meiri
þroska, fær því fastari lífsskoðun, sem
hann bugar fleiri þrautir og raunir.
Hví skyldi eigi líf þjóðanna hlýða sama
lögmáli? Byltingar hafa ætíð leitt ó-
gæfu og sorg yfir samtíðina, ætíð verið
til gæfu fyrir mannkynið í heild sinni.
Hver fær sagt hve mörg tár, hve mikið
blóð hvert fet kostar af vegi þeim,
sem mannkynið leggur sér til full-
komnunarinnar?
M a n n a 1 á t.
Frézt hefir að norðan, að Snorri
Pálsson, verzlunarstjóri í Siglufirði, fyr
alþingismaður Eyfirðinga, sé dáinn.
Snorri var dugnaðar- og atorkumaður
inn mesti, gáfumaður góður, frjálslyndur
og ástsæll.
Olafur Olafsson, uppgjafaprestur
frá Fagranesi er og sagður dáinn.
Hann var alkunnur um allt land,
þótti maður greindur og allgott skáld.
I>ó mun hann eigi hafa fengizt við
sálmakveðskap.
porfinnur Jönatliansson, stúdent,
fyr verzlunarstjóri í Hafnarfirði, dó
hér í bænum 14. þ. m. Hann var
vandaður maður og gáfaður vel.
Óveitt prestak.ail.
Hruni í Árnessýslu (Hruna- og
Tungufellssóknir), metinn 1183 kr. 16
aur. Auglýst 9. marz. Veitist frá
fardögum 1883.
Hjálp til inna kágstöddu í
Skaptafellssýslnm.
pegar inum setta landshöfðingja
bárust sannar fréttir með austanpóst-
inum um ástandið í Skaptafellssýslun-
um, sendi hann mann beint austur
þangað inn 14. þ. m., með bréf þess efn-
is, að hverjum hrepp í Vestur-Skapta-
fellssýslu veittust 1250 kr. og Austur-
Skaptafellssýslu allri 1300 kr. (300 kr.
2 hreppum, en 350 kr. hinum tveim)
af gjafafé til matvörukaupa. Sendi-
maður átti og að flytja tilhoð það frá
útvegsbændum á Vatnsleysuströnd, að
skiprúm skyldu þeir Ijá 150 manns
þaðan að austan, þó þeir kæmu alls-
lausir í verið.
ffg* Póstskipið «Georg» kom í gær.
Embættispróf
við háskólann tóku í janarmán.:
pórhallur Bjarnarson (frá Laufási) i
guðfræði með 1. einkunn.
Halldór Daníelsson (frá Hólmum) í
lögfræði með 1. einkunn.
Finnur Jónsson (úr Keykjavík) ímál-
fræði með 2. einkunn.
Landritari
er settur Jón Jensson (rektors Sig-
urðssonar) cand. jur. Hann kom nú
með póstskipi.
a£j|r' Útlendar fréttir koma í næsta bl.
.ALULglýsiiigaD?.
Áx 1883, þriðjudaginn 17. apríl
næstkomandi, kl. 11. f. m. verður í
Keykjavík haldinu aðalfundur í inu
sunnlenzka síldveiðafélagi. Auglýst
mun verða á fullnægjandi hátt, í hvaða
húsi funduriun verður haldinn. Uppá-
stungur til breytingar á lögunum,
munu, ef til vill, verða bornar upp af
félagsstjórninni eða einhverjum hennar.
Keykjavík, 9. marz 1883.
Félagsscjórnin.
Bæjargjaldkerastörí'um gegni eg á
skrifstofu minni hvern virkan dag ]d.
11—1 en ekki á öðrum tímum að
nauðsynjalausu.
Keykjavík, 12. marz 1883.
Kr. 0. porgrímsson
bæjargjaldkeri.
Úær konur, sem vilja læra yfir-
setukvenncfrœði hjá mjer, eru beðnar
að sækja um það til yfirvaldanna svo
snemma, að kennslan geti byrjað fyrst
í októbermánuði hvert ár; en á öðr-
um tímum ársins verðnr þeim eptir-
leiðis eigi veitt kennsla.
Keykjavík 14. marz 1883.
SfíhierbecJc.
Kitstjóri og ábyrgðarmaður:
Gestur Pálsson.
Reykjavík. Prentari: Einab Póeðaeson.