Suðri - 31.03.1883, Blaðsíða 2

Suðri - 31.03.1883, Blaðsíða 2
26 Ef kæti mér í hjarta hló, þá hlóst þú með svo ástúðlig. J>ú varst mér allt, sem eg hef þráð, mín ástmey, systir, vinan mín, þú vissir æ hin vænstu ráð og vafðir þau í gæðin þín. Ei furða það var þó að mér æ þætti vænna og vænna' um þig, og þekkust minning það mér er, að þ ú hefur getað elskað mig. Svo tíðum þú mér barst á brýn, við brúðir margar ætti tal; þú skildir ekki að ástin mín sig einmitt tíðum þannig fal. J>ví hún var feimin fyrri ei hún fanga hafði látið sig, og karlmannstolt hún kveið því, mey, það kæmist upp, eg elskaði þig. [ Og svo leið ár — eg þakka þér, að þú svo lengi unnir mér, já, það leið vel, en því fór ver, með því hvarf ást úr hjarta þér. Eg finn þú tekur að kyssa kalt, þín kærleikshót eru þreytuleg, já, já, eg þekki þvílíkt allt, eg þarf ei mcira, fcr minn veg. Mér undrunar það engrar fær þótt úti se um blíðuhót, eg geng ei eptir, góða mær, eg gustuks-eyri tek ei mót. Eg þakka og geng minn gamla veg, og gleymi bæði von og trú, og komandi engu kvíði eg, það kætir ei né hryggir nú. Eg þakka allt sem áður varst og aldrei framar verður þú, eg þakka tryggð sem til mín barst, eg tef ei lengur, kveð þig nú. Bertel E. Ó. þorleifsson. Útlendar fréttir. Á Frdkklandi þykir það mestum tíðindum sæta, að um miðjan janúar- mánuð lét Napdleon keisarafrændi (bróð- ursonur Napdleons mikla og bræðr- ungur Napdleons III.) festa skjal mikið upp á gatnamótum í París. Var það ávarp til Iýðsins; þjdðveldisstjdrninni voru valin ill orð og henni brugðið um dugleysi og skammsýni og taldi Napóleon að þjdðinni væri sá einn kost- ur nauðugur, ef vel ætti að fara, að fá sér í hendur «forræði framkvæmd- arvaldsins». Keisarafrændi var tekinn höndum og á þingi risu allrniklar um- ræður um mál hans. Sunnan og vest- an úr landi bárust og ýmsar fréttir um, að einvaldssinnar létu þar miklu meira til sín taka en áður; ýmsir af af ættum einvalda þeirra, er að völd- um hafa setið á Frakklandi hafa og foringjavöld í liði Frakka og fór nú að kvisast að margir þeirra neyttu hervaldanna til að ná vináttu annara liðsforingja og hylli hjá hernum. pdtti nú mörgum sem einvaldssinnum hefði vaxið svo hugur* við dauða Gambetta, að þeir hefðu nú í hug stdrræði nokkuð. Frumvarp var borið upp í fulltrúadeild- inni um að vísa öllum einvaldaættingj- um úr landi. Öldungadeildin felldi frumvarpið; var nú aptur frestað að fá frumvarp í þessa stefnu gert að lög- um, en þingdeildirnar gátu eigi orðið á eitt sáttar. Urðu nú tíð ráðgjafa- skipti; Duclerc og þeir er með honum stýrðu, urðu að fara frá, en við stjdrn- arforsæti tók sá, er Falliéres heitir. Eigi sat hann langa hríð að völdum, því að hann fekk engan veg ráðið máli þessu til lykta, er þingdeildirnar stóðu andvígar hvor annari. Átti nú Grévy úr vöndu að ráða, því fiestum þdtti helzt til mikill vandi fylgja þeirri virð- ingu, að vera sjdrnarforseti. Um 20. f. m. tókst Ferry að fá menn með sér í nýtt ráðaneyti. Ferry hafði þau ráð, er honum þótti örvænt um, að deildirnar yrðu á eitt sáttar, að hann neytti einhverra eldri laga til að taka hervöld af konungsættingjum. par við lætur stjdrnin lenda um sinn. Napd- leoni var sléppt úr varðhaldi eptir 3 vikur og fdr hann úr landi til Eng- lands. Sumum þykir þetta allt vottur þess, að þjóðveldið standi nú eigi leng- ur á svo föstum fótum sem meðan Gambetta naut við. Hvsð spm hví líður, þá er auðsætt af þessum atburð- um hvílíkan missi Frakkland hefur beðið við lát Gambetta; fjandmönnum hans,einvaldssinnum, þykir færið kom- ið til að búa þjtíðvaldsstjdrninni fjör- ráð, og vinum hans þykir slík hælta á ferðum, að þeir reka einvaldaætt- ingja úr landi og taka hervöld af þeim, þar sem þeir in síðari árin, er vegur Gambetta var sem mestur, gerðu ein- ungis gis að rétti þeirra til ríkisstjdrn- ar á Frakklandi og kölluðu það fíflsku eina og fldnsku, að hyggja, að kögur- sveinar þeir fengju nokkuru sinni skotið þjdðvaldsstjdrninni [skelk í bringu. 1 útlendu fréttunum í 3. blaði voru gátum vér þess, að Krapotkin, rúss- neskur fursti, hefði verið tekinn fastur í Lyon í desembermán. 1 janúarmán- uði var mál hans dæmt. Varnarræðu flutti hann skörulega og sagði hreint og beint, að það hefði verið mark sitt og mið að koma föstu skipulagi á bylt- ingamenn og breiða svo út kenningar þeirra, sem unnt væri. Hann var dæmdur í 5 ára fangelsi og inir helztu af félögum hans. Gustave Doré lézt 23. jan. í vet- ur ; hann var einhver frægastur málari Frakka, þeirra er nú eru uppi. Hann hefur auk annars málað myndir með ritningunni og þykir það prýðisverk. Keisari Bússa lét í janúarmánuði auglýsing út ganga til allra þegna sinna, þess efnis, að í maímán. í vor skuli þau keisarahjdnin krýnd í Mosk- dfu, inni fornu ramrússnesku höfuð- borg ríkisins. Sagði hann meðal ann- ars í auglýsingunni, að nú væri slík kyrð og spekt komin á í ríki sínu, að in hclga athöfn mundi nií fram að ganga og verða til sannrar trúarstyrk- ingar öllum landslýð. Skömmu síðar fann hann á náttborðinu í svefnher- bergi sínu ávarp frá byltingamönnum. Skoruðu þeir á hann að gefa nú þjdð- inni frjálslega stjdrnarskrá fyrir krýn- ingu sína; ella kváðust þeir eigi mundu hætta fyr, en honum væri í hel komið. Giers, utanríkisráðgjafi fíússakeisara ferðaðist í vetur til ítalíu. Á heim- leiðinni kom hann við í Vínarborg og var tekið þar með inum mestuvirtum. Hafa menn fyrir satt, að enginn maður nema konungborinn væri, hafi fengið slíkar alúðarviðtökur hjá Austurríkis- keisara og frændum hans. Blöðum þjdðverja þdtti ndg um dálætið og hræddust, að hér mundi eitthvað búa undir, og að Austurríkismenn mundu fúsir á að gera samninga og bandalag við Rússa um skipulag allt á Balk- anskaga að þjtíðverjum fornspurðum, en pjdðverjar og Austurríkismenn eru, eins og kunnugt er svarnir bandamenn og Jbandalag það sáttmálum bundið; mjög þykja pjóöverjar fyrir þeim í öllu

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.