Suðri - 31.03.1883, Blaðsíða 3
27
og finnst Austurríkismönnum stundum
nóg um hve þeirra gætir lftið.
1 Berditsjev, sunnan og vestan á
Eósslandi, brann leikhós um um miðj-
an janóarmánuð, þarbrann 300 manns
inni.
Eigi fara rósturnar á Irlandi
minnkandi. í höfuðborginni, Dyfiinni,
gengur eigi á öðru en stórróstum og
samsærum ; menn eru handsamaðir
tugum saman og kastað í fangelsi, en
svo lítur ót, sem byltingamönnum fjölgi
en fækki eigi við það. Fyrir skömmu
eru nó morðingjar þeir uppvísir, er
drápu Cavendish lávarð og Burke land-
ritara í maímán. í fyrra vor. í fyrra
vetur höfðu írar stofnað morðfélag til
að ráða ina æðstu ensku embættismenn
á írlandi af dögum ; þá var Forster
Irlandsráðgjafi og var honum ætlaður
bani fyrstum manna ; hvað eptir annað
var honum gerð fyrirsát, en alltaf varð
eitthvað honum til lífs. Cavendish
lávarður var drepinn af því að hann
fylgdist með Burke; annars var hon-
um ekki bani ællaður. Um 20 af
morðfélaginu hafaverið teknir höndum
og bíða þeir nó dóms.
Gladstone hefur verið fremur las-
inn í vetur; fór hann suður til Mið-
jarðarhafs sér til heilsubótar, og dvaldi
þar um hríð, en var á heimleið aptur,
er síðast fréttist, því að þing Breta
var sett í miðjum f. m,
Skiptjón varð fyrir Hollandsströud-
um í vetur; gufuskip tvö, þýzkt vestur-
faraskip, Cimbria, og enskt kolaskip
frá Hull, Sultan, rákust á í þoku og
náttmyrkri eg laskaðist Cimbria svo,
að hún sökk þegar; var hún á leiðinni
til Nýju Jórvíkur með 402 vesturfara;
af farþegjum og skipverjum varð að
eins 56 bjargað.
Stórflóð hefir orðið í flestum ám í
Miðevrópu og valdið miklu tjóni;
mest brögð hafa orðið að því í Rín,
Neckar, Main og fleiri elfum á p>jóð-
verjalandi; urðu menn þúsundum sam-
an húsvilltir og atvinnulausir. Donau
óx líka svo að tjón varð að í Austur-
ríki, en einkum á Ungaralandi. Safn-
að hefir verið stórfé, svo mörgum mil-
jónum skiptir, handa þeim, er tjónið
biðu.
Eichard Wagner, inn heims-
frægi kompónisti, andaðist í Feneyjum
13. f. m., sjötugur að aldri. Auk
annars var hann einkennilegur að
því, að hann orti sjálfur undir öllum
söngleikjum (óperum) þeim, er hann
kompóneraði. Yaldi hann sér einkum
yrkisefni úr edduöld og fornöld inna
germönsku þjóða.
Nordenskjöld, inn frægi, sænski
norðurfari,_ætlarenn í langferð norður á
bóginn. Tilgangurinn er sá að leita inn-
ar fornu austurbyggðar á Grænlandi
og gera ýmsar aðrar vísindalegar rann-
sóknir þar í landi. Hans skoðun er,
að Austurbyggðar sé að leita austan
á Grænlandi, en eigi að sunnan og
vestan, sem Danir ætla. Oscar Dick-
son, stórkaupmaður í Gautaborg, kost-
ar förina. Á leið sinni til Grænlands
mun hann koma við í Eeykjavík í
sumar.
I Norður-Ameríku hafa fjarska-
legir vatnavextir verið í flestum stór-
ám í vetur, einkum Ohio. Manntjón
varð nokkuð, en fjártjón allt að 30
miljónum króna.
I Milwaukee, hðfuðstaðnum í Wis-
consin, brann hótel 9. janúarmán.
Hótelið var sjöloptað, nýlegt og ram-
byggt. Voru þar um 400 manna að-
komandi og 100 vinnufólks. Svo var
eldurinn skjótur, að eplir fjórðung
stundar stóð allt hótelið frá kjallara
til mænis í björtu báli. Allir stigar
tepptust þegar af eldi og reyk. J>eir
er efst bjuggu fleygðu sér upp á líf
og dauða ót um gluggana og týndu
þannig 60 manns lífi. Meiri hluti
manna brann þar inni en nokkurum
varð þó bjargað, flestum meira eða
minna limlestum. Eigandi hótelsins,
Hold, varð vitstola af skelfingum þess-
um.
Úr bréfi frá Kanpmannnahöfn
3. marz þ. á.; pað er einkum tvennt
sem einna mest hefir verið ritað og
rætt um hér í Höfn, af þeim mönn-
um, sem tala um annað en leikhús
og söngkonur: Stúdentasamkundan
(Studentersamfundet) og Dr. Georg
Brandes. pað mun vera kunnugt
heima, að stúdenlasamkundan var
stofnuð í fyrra vor, af ýmsum framfara-
mönnum, sem höfðu sagt sig úr stú-
ueníalelaguiu, og siðan hcfir fjcldi
manna, sem áður höfðu ekki verið í
neinu stúdentalélagi, gengið inn í
hana, t. d. flestallir íslenzkir stú-
dentar. Ágreiningurinn í stúdenta-
félaginu gamla kom af því, að þeir
sem þar höfðu völdin, viluu með öllu
bægja frá félaginu öllum þeim straum-
um, sem nú fyrir nokkurum árum hafa
tekið að streyma gegnum þjóðlíf Dana
bæði í pólitík, bókmenntum og listum,
og slðan bafa vaxið með hverju ári.
Svo var stúdentasamkundan stofnuð
og síðau hafa þar jafnan að öðru hverju
verið fyrirlestrar og umræður um ýms
efrii, sem við koma menntun og póli-
tík. Engin skoðun er útilokuð, ef hún
kemur fram í hæfilegum búningi. Til
þessara umræðna hefir utanfélagsmönn-
um verið boðið, eptir því sem rúm
hefir leyft, og án þess að farið hafi
verið eptir skoðunum þeirra, eins
hægri mönnum, vinstri mönnum og
sósíalistum (jafnaðarmönnum). En það
langmerkilegasta, sem félagið hefir
gert, er það, að það hefir efnt til
kauplausrar kennslu fyiir erfiðismenn.
Fjölda manna er farið að veita tilsögn
í þýzku, ensku, reikningi, réttritun,
eðlisfræði, aflfræði, sagnafræði og fl.
námsgreinum. Og þó hafa yfirvöldin
gert þeim svo erfiitt fyrir, sem þau
hafa getað. Forstöðumenn kennsl-
unnar sóttu um að mega nota hús-
næði í nokkurum af inum opinberu
skólum til að kenna þar, en því var
tafarlaust neitað, og það án þess að
nokkur grein væri gerð fyrir ástæðun-
um. Má af því marka, hvejfrjálslynd-
ir og þjóðhollir hægrimenn eru, enda
hafa flest hægri blöðin hér í Höfn
lagt illt til fyrirtækisins. f>að þykir
mjög biksvartur blettur á framkomu
hægri manna gagnvart framfaratil-
raunum inna frjálslyndari, þó ekki
væri reyndar hvítt að velkja.
Hér um daginn kvaddi Dr. Pingel,
formaður stúdentasamkundunnar, til
almenns stúdentafundar. Hann lét
þá í ljós í ágætri ræðu, þá skoðun
sína, að stúdentar ættu svo mjðg að
gefa sig við pólitík, sem á nokkurn
hátt gæti samrýmzt við námsstarf
þeirra, og þeirra aðalhlutverk í póli-
tíkinni ætti að vera það, að brjóta
uiður þann garð haturs og hleypidóma,
sem lægi milli Dana og pjóðverja,
enda væri ekki pjóðverjum einum um
að kenna. Allmiklar umræður spunn-
ust út úr því, og sá sem einkum
studdi mál Dr. Pingels var Dr. G.
Brandes. En harðar deilur hafa orðið
út úr því i blöðunum, og hægri blöð-
in vildu helzt gjöra Dr. Pingel ódreng
og landráðamann.
Dr. Brandes er nú kominn hitigað
til Kaupmannahafnar og háskólans
eptir 5 ára útivist. Nokkrir prívat-
menn skjóta saman handa honum 4000
kr. á ári til þess að halda fyrirlestra
hér við háskólann. Áður en hann fór
frá Berlín var honum haldin skilnað-
arveizla af inum helztu blaðamönnum,
skáldum og vísindamönnum Berlínar
og konum þeirra. pjóðskáldið Paul
Heyse orti fagurt kvæði til hans og
honum var að öllu leyti sýndur inn
mesti sómi. Fyrirlestra sína hér við
háskólann um pýzkaland frá júlíbylt-
ingunni 1830 verður hann að tvítaka
og þó hverfa menn hundruðum saman
frá í hvert skipti og fólki liggur við
meiðingum af troðningi, því að nægi-
lega stórt húsnæði er ekki til. pann
af inum „dönsku dvergum11 koma sér
að minnsta kosti ekki allir saman um
að líta smáum augum á.
Innlendar fréttir.
II. Að norðan og vestan.
Með norðan- og vestanpóstinum
höfum vér fengið þessar fréttir og
bréf:
Múlasýslum, 21. jan. þ. á.: Síðan
um nýjár hafa gengið hér stöðugar
þíður, en verið heldur votviðrasamt
og ónotatíð á skepnum; þó ganga
hestar flestir enn úti. Fullorðið fé er
vel fært enn og hefir því þó aldrei eða
mjög sjaldan verið gefið. Allt útlit er
því fyrir, að menn kunni að halda
skepnum sínum í vor, þótt illa horfð-
ist á í haust, er leið. Á efra Jökul-
dal og Hrafnkelsdal hefir viðrað verst
og jarðbannir verið síðan um eða fyrir
jólaföstukomu. — pað er sagður mok-
afli í Vopnafirði.
pingeyjarsýslu, pistilfirði 24. jan.
þ. á.: Hér hafa opt verið austan og
landsunnan bleytur og rigningar allt