Suðri - 31.03.1883, Blaðsíða 4
28
frá veturnóttum. í jólavikunni kom
ákaflega mikið snjóáfelli, en síðan um
nýjárið hefir verið ágæt tíð, svo að fé
er nú ekkert gefið. Nýdáinn er hér
unglingsdrengur úr svefni; haun var
fyrst dálítið lasinn, sofnaði, svaf í 3
sólarhringa, en vaknaði rétt áður en
hann dó.
Eyjafjarðarsýslu, Akureyri 4. marz
þ. á.: Siðan eptir nýjár hefir verið
mjög frostalítið, en óstillt veðurátt,
einatt skipzt á stórrigningar og hríðar.
Síðan með góubyrjun hafa verið storm-
ar miklir á sunnan og suðvestan,
fylgdu þeim hríðar fyrstu góuvikuna,
en nú rétt fyrir miðgóuna gjörði af-
bragðs-hláku, svo að nú er orðið blóð-
rautt hér um sveitir. Nú sem stend-
ur er því útlit eigi rojög ískyggilegt
með heybirgðir manna; en eigi mun-
um vér þó hart vor staðizt geta svo
að eigi leiði vandræði af. Hér í sveit
hefir verið kvillasamt í vetur; tauga-
veiki stungið sér niður og ýmsir aðrir
sjúkdómar. Barnadauði hefir verið all-
mikill. Hér á Akureyri hafa þeir amt-
maðurinn, læknirinn, presturinn o. fl.
tekið sig saman og kenna ókeypis
tvisvar í viku, dönsku, skript, réttrit-
un, reikning o. fl.
Skagafjarðarsýslu, 3. marz þ. á.:
Veðrátta hefir verið góð allt fram að
þessum tíma. Inn 1. þ. ra. var hald-
inn fundur í Syðra-Vallholti og skrif-
aði sig þar yfir 100 manns til Ame-
ríkufarar. Sagt er, að þeir muni þó
miklu fleiri, er enn ætla að skrifa sig,
ef þeir geta selt.
Húnvatnssýslu, 7. marz þessa árs:
Síðan um þrettanda hefir veðrátta
verið in bezta yfir höfuð, og opt hlák-
ur og blíðviðri. 29. og 30. janúar
var hríðarveður á norðan, og stórhrið
á norðan inn 31. og 1. fébr. Eptir
það batnaði og var hláka góð inn 7.
og 8. febr. Síðan optast nær gott
veður til ins 20. f>á stórhríð á suð-
vestan, og einnig 21. og 22. Inn 23.
þiðnaði aptur; hefir veðrátta síðan og
til þessa tíma verið óstöðug og vinda-
söm og 1. þ. m. ofviðri á sunnan. 1
dag og 2 næstl. daga hefir verið stillt
og gott veður. Kvefsýki gekk nokk-
uð þung eptir nýár og fram á þorra,
en er nú aflétt. Nokkurir menn hafa
látizt síðan í byrjun þessa árs, þar á
meðal Björn Guðmundsson á Valdar-
ási í Víðidal og kona hans Gróa Snæ-
bjarnardóttir; varð einn dagur á milli
þeirra; þau voru bæði hnigin á efra
aldur. Björn sál. var merkur maður
og í betra lagi mentaður, vel að sér
i sagnafræði og ættfræði. Um mán-
aðarmót jan. og febr. andaðist Tóm-
as Jónsson bóndi á Brekkukoti, ágæt-
ur járnsmiður.
Skepnuhöld hafa verið góð það sem
af er vetri þessum, og er það efalaust
mikið að þakka inni góðu veðráttu,
því heyin reynast víðast hvar mjög
illa, bæði sakir alls konar óverkunar,
og líka eru þau afarlétt og áburðar-
frek, er því lítt hugsanlegt að skepn-
ur hefðu lifað á þeim, ef þær hefðu
staðið í húsi til lengdar.
>
Mælt er að alimargt fólk úr þess-
ari sýslu ætli vestur um haf til Ame-
ríku á næsta vori, t. d. af Vatusnesi
um 60 manna, og þar á meðal Ey-
jólfur Guðmundsson sem alkunnur er
fyrir lægni sína og dugnað við æðar-
varp, með flesta vandamenn sína. En
svo margt sem ætlar úr þessari sýslu
er mælt að miklu fleira muni fara úr
Skagaíirði. Margt af því fólki sem
ætlar að fara í vor, er efnilegt fólk
vel að efnum búið, enda komazt ekki
inir fátækari, af því að fargjaldið er
svo geysihátt. Ef nokkur jöfnuður
væri á efnum þeirra manna er fara
vestur, og hinna er eptir sitja, væri eg
ekkert á móti Ameríkuferðum; en hitt
lízt mér ekki eins vel á, ef efnamenn
fara og einhleypir menn, en eptir
verða fátækir fjölskyldumenn og em-
bættismenn; þá má til bæði að fækka
embættismönoum, og lækka laun
þeirra.
Mjög er líklegt að liart verði um
bjargræði manna á milli í vor, því
kýr hafa alveg brugðist með gagns-
muni í vetur, og málnyta var víðast
lítil í sumar og alivíða því nær engin.
Kaupstaðir munu nú að mestu korn-
lausir.
Strandasýslu, frá Steingrímsfirði
4. marz þ. á.: Hér eru mestu harð-
indi og jarðleysur hafa verið í allan
vetur, en flestir eru búnir að reka
hross og fé suður yfir, bæði í Gilsfjörö
og Saurbæ og Skarðsströnd, því þar
eru allir nokkurn veginn birgir með
hey. Taugaveiki er víða íarin aö
ganga og þung kvefveiki gengur sum-
staðar.
Isafjarðarsýslu, ísafirði 4. marz
þ. á : Tíðin mild, en óvenju storma-
söm, heizt af vestanátt og útsuðri;
flskiafii í minna meðallagi þá sjaldan
róið er, en það er opt ekki nema
einusinni í viku. Hér gengur kvef
og landfarssótt, en einkum á börnum.
Seint í f. m. fórst bátur með 4 mönn-
um úr fiskiróðri af Snæfjallaströnd.
Formaður var Veturliói Vagnsson frá
Dynjanda, ungur maður og efnilegur.
Héðan vantar nú skip úr hákallalegu
með 6 mönnum, formaður Jóhannes
Guðmundsson borgari hér úr bænum.
Er haldið, að þeir kunniaðhafa hleypt
norður fyrir Eitinn inn á Strandirnar
fyrir vestan Horn. Hér hefir hvorki
orðið vart harðinda né hallæris í vet-
ur; þar á móti hafa margir dansleikir
verið haldnir og sjónleikir frá því fyr-
ir jól og fram undir föstu, optast
einu sinni eða tvisvar í viku. Leikjð
hefir verið «Arabiska duptið•> eptir
Holberg og «Hinrik og Pernilla» ept-
ir sama, «Útilegumennirnir» og «Hús-
bændur og hjú» þýtt úr frakknesku.
pótti öllum þetta in bezta skemmtun
og luku einum munni upp um það,
að prýðilega væri leikið.
Dýrafirði 21. febr. þ. á : Um þess-
ar mundir er versta umhleypingatíð og
með öllu jarðlaust, en eg ýmynda mér,
að allir bændur hér þoli skorpuna til
páska, og surnir ef til vill lengur.
Dauf hafa verið aflabrögð við ísafjarð-
ardjúp í vetur, hæstur afli í Hnífs-
dal, er saltað úr 14 tunnum.
Barðastrandarsýslu, Reykhólasveit
5. marz þ. á.: Veðrátta hefir verið
in æskilegasta frá því i haust snemma
til góu, þá heldur vindasöm, hagbeit
nóg, en með góu gekk veðrið til út-
synnings-kafalda, þó gerði hláku fyrstu
dagana af marz og gjörleysti þá alla
útsyyningsfönn hér, sem var mikil.
En allt kemur nú upp á vorið hvernig
afklæðist fyrir mönnum.
Dalasýslu, Skarðsströnd 8. marz
þ. á.: Tiðin hefir verið lengst af góð
í vetur, svo að hestar, sem úti hafa
gengið eru í haustholdum. Samt eru
bændur ekki betur staddir en svo með
hey, að þegar gerð var skoðun hér í
hreppnum á heyi og matvælum, var
engin hreppsmanna, sem ætt.i lengur
hey fyrir fé en til sumarmála, ef þurft
hefði að gefa, og fyrir kýr þangað til
viku af sumri. En flestir áttu ekki
meiri matvæli, eu fram í miðjan ein-
mánuð, að 6 bændum undanskildum.
Laxárdal, 8. matz þ. árs. Hér
hefir verið ágæt tíð í vetur og er
óskandi að hún haldist eptir því sem
vora tekur. Um 100 manna eru stað-
ráðnir í að fara til Ameríku í sumar
héðan úr Dölunum og daglega bætast
nýir við.
Suæfellsnessýslu, undan jökli 15.
marz þ. á.í Mjög erfið er líðun manna
á nesi þessu og eru margar orsakir
til þess; fyrst sú, að nú í rúm 20
ár hefir sjávarafli minnkað ár frá ári
svo hlutir þeirra sem hafa sótt sjó
hafa að eins getað metizt 100—200
kr. virði og verður ekki slíkur afli
til viðurværis fyrir heil heimili. Nú í
30 ár hafa líka lagst í eyði 50 tómt-
hús utan Ennis og fólk fækkað á ann-
að hundrað. Fyrir 25 árum gengu
að vetrinum um 15 skip í Rifi; nú í
vetur gengur þar 1 bátur, en enginn
á Gufuskálum og er þetta eins dæmi
síðan nes þetta byggðist. Seinast liðíð
ár var eitthyert hið mesta aflaleysis
ár, nema í Ólafsvík í sumar. Svo var
aflaleysið mikið núna frá nýjári til
miðföstu að surnir sem róið höfðu 14
róðra fengu að eins 30—60 fiska hlut;
síðan hefir verið aligóður afli, svo
vetrarhlutir eru nú orðnir frá 100—
200 og lítur nú betur út með afla og
tíð en vant er. Nú er hr. Thorgrím-
sen, faktor í Ólafsvík, enn á ný að
safna til barnaskóla og er það in
mesta þörf, því að mennntuninní er
mjög ábótavant og stendur fyrir öll-
um þrifum.
Gufnbátur.
Oss er þannig skrifað af ísafirði:
Hér er mjög mikið áhugamál að fá
gufubát til flutninga um djúpið og
enda víðar, eru þau samtök orðin svo
öflug að til þess fyrirtækis er þegar
safnað 14000 kr. og væntanlegar 6000
kr. í viðbót innan skamms. Vonandi
er að bátur þessi verði svo stór, að
þið fengjuð að sjá hann við og við I
Keykjavík.
Híifís fyrir Ilúnaflóa.
Frézt hefir að uorðan, að sézt hafi
borgarís fyrir utan Húnaflóa, enda
bendir veðráttin hér á, að hafís sé
nyrðra.
Auglýsing.
í miðjum bænum fæst til leigu her-
bergi fyrir skósmið eða bókbindara.
Ritstjórinn vísar á heibergið.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Gestur Pálsson.
Reykjavík. Prentari: Einak Pókðarson.