Suðri - 08.01.1884, Qupperneq 1

Suðri - 08.01.1884, Qupperneq 1
Af Suðra koma 3 blöð út á mánuði. Uppsögn með 3 mán. fyrirvara. Árgangurinn 34 blöð kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), sem borgist fyrir ágústlok. 2. árg. „S u ð r i“ kemur út 3 sinnum í mánuði, venju- lega á laugard'ógum, 34 blöð um ár- ið með sötnu stœrð og verið liejur og kostar 3 kr. árgangurinn. Efní og frágangur á blaðinu tnun verða svo vandað, sem auðið er. Fréttaritara hefur hlaðið í öllum sýslum landsins til þess að senda því fréttir um tíðarfar og allt annað jérttnœmt, er við her, Útsendíngu Uaðsins hefur ídgej- andinn, Eiinir þórðarsou, á liendi og er hann að hitta í \nentstofu, sinni liér í hænum hvern virkan díig. Ritstjórnina hefur tíestur l'áls- sou á liendi, og verða allar greinir, sem œtlazt er til að komi í hlaðið, að sendast honum. Hann er að hitta hvern virkan dag ld. 3- 4 í húsi Jakohs Sveinssonar, rétt við kirkjuna hjá tjörninni. Auglýsingar verða teknar í hlaðið fyrir minna verð en áður, linan 8 a. með meginmálsletri og 10 a. með smáletri ogverður þannig íiaer licliningi ódýrara að setja auglýs- ingar í Suðra, en í liiu sunnlenzku blöðin. G 1 e ð-i 1 e g t n ý j á r! (Eptir ritstjórann ). Gamla árið kvaddi Island 31. des. með blíðviðri og pýðvindi og nýjárið gekk í garð með sömu veðráttu, logni, vorblíðu og 5 stiga liita. Gamla árið hafði verið gott ár að mörgu leyti. Yeðráttin var yfir höfuð hagstæð, pó vonð væri nokkuð kalt; sumarið víðast hvar ágætt, pó síðari hluti ágústmánaðar væri hálfsmánaðar rigningakafli; septemhermán. var apt- ur purviörasamur. Grasvöxtur var víðast í góðu lagi og nýting ágæt. 1) Framvegis ætlum vér oss, að svo miklu leyti sem unnt er, aS láta nafn höfundarins standa undir hverri grein eða fyrir ofanhverja grein í blaðinu. Fyrsta skilyrði fyrir pvf, að aðsendar greinir verði teknar f blaðið, er að höfundurinn setji nafn sitt undir hana, eða færi svo gild og nægileg rök fyrir nafnloysi greinarinnar í prívatbréfi til ritstjórans, að bonum pyki ástæða til, að taka pau til greina. Ritstj. Reykjavík H. janúar 1884. Hér má pó undan taka Strandasýslu; inn gamli fjandi, fiafísinn, spillti par enn pessu sumri sem svo mörgum áður; hann rak í júnímánuði inn á Húnaflóa, og hvarf ei aptur alfarinn fyr en um lok júlímánaðar. þetta spillti mjög grasvexti og nýtingu í Strandasýslu, og má pví með sanni segja, að Strandasýsla sé sá hluti landsins, er verst var við pessum vetri búinn, sem nú er að líða. Lifandi fé og sauðakjöt hefur aldrei verið í svo háu verði, sem í fiaust er leið. Ætlum vér pó, að pað hafi ekki verið almennt, að menn gripu til pess neyðarúrræðis, að fækka bústofni sín- um í fiaust, pó auðvitað sé, að sumir aumingjar hafa orðið að sæta pví ráði til pess að fá sér eittfivað úr kaupstað, enda munu fjarska-margir hafa verið orðnir kaupmönnum stórskuldugir eptir in frábæru harðindi. Síldaraflinn var síðastliðið sumar og haust fivergi nærri eins góóur og árín á undan. Hákarlsafii á pilskip- um var í góðu lagi syðra, en slíkt af- bragð nyrðra, að menn muna eigi slikt. í’iskiafli var í góðu lagi við Faxaflóa, einkum á Suðurnesjum; við ísafjarðardjúp náði hann tæplega meðal- ári, fyrir norðan ög austan mun hann fiafa veríð í meðallagi, en brást alveg í Vestmanuaeyjum. Almennt var mjög hart í ári síð- astliðið ár og bágindin mikil eptir harð- indin, eins og að líkindum lætur. Mest brögð munu hafa verið að pví sum- staðar vestra, en einkum syðra, í Rang- árvallasýslu og Skaptafellssýslu vestari. J>að má með sanni segja, að nær pví in eina lind, sem'ausid hefur verið úr til liknar inum bágstöddu, fiafa verið in útlendu samskot. Og er eigi annað sýnna, en að mannfellir hefði víða orðið, ef erlendar pjóðir hefðu ei svo göfulega filaupið undir fiagga með oss, pví bágindin voru fiér voðaleg og neyðin fiæði sorgleg og sönn hjá mörgum. Að fiinu leytinu verður pví eigi neytað, að samskotunum fiefur eigi verið skipt sem skyldi í sumum hreppum, pví pess skal vel gætt, að samskotin áttu ekki og eiga ekki að fiæta mönnum að fullu missi peirra, heldur áttu pau og eiga að verja pví, að fiér yrði eða verði hungursneyð eða 1. blað. mannfellir. J>að er pess vegna gagn- stætt tilgangi gefendanna, ef pað er satt, sem vér fiöfum heyrt, að sumir auð- ugustu mennirnir í einstöku fireppum fiafi fengið mest, af pví, að peir höfðu misst mest, pótt fieimilum peirra væri fivergi nærri hætt við hallæri. Sama er og að segja um pað, sem vér höf- um fieyrt sagt, að átt fiafi sér stað 1 einum hrepp í suðuramtinu, par sem merkur prófastur stóð fyrir skiptunum, að kúaeign manna hafi verið lögð til grundvallar fyrir skiptingunni, pannig, að sá fékk mest gjafakorn, sem flestar átti kýrnar. Af alpjóðlegum fyrirtækjum má geta pess, að iðnaðarmannafélagið í Reykjavík efldi til almennrar iðnaðar- sýnmgar fyrir allt land, og stóð sú syning fiér í bænum í ágústmánuði í sumar, er leið. Menn fiöfðu brugðizt all- vel við áskorun iðnaðarmannafélagsins og sent ýmsa muni til sýningarinnar, pó færri væru, en fiefði átt að vera. Sýningin sýndi pað ljóslega, að oss er enn mjög ábótavant í innlendri iðn; pó má geta pess, að innlendri tóvinnu mun hafa farið mjög fram in síðustu árin, og voru eigi fáir vottar þess á sýningunni. ]>egar pess er gætt, að petta var in fyrsta almenna sýning hér á landi, pá má kalla hana all- heppilega byrjun, ef minna fiefði verið um medalíu- og fieiðursbréfa-fiégóm- ann eptir sýninguna. Enn má pess geta, að lagðar hafa verið á síðastliðnu sumri firýr yfir tvær af ám landsins> Jökulsá á Brú og Elliðaárnar. Alpingi kom saman, eius og lög gera ráð fyrir, siðastliðið sumar. ]>ótti sumum árangurinn af pví fremur mag- ar, en pó má geta pess, að pað lög- leiddi ýmislegt, er miðar að framfÖr- um landsins. Má par telja fjölgun póstferðauna, löggilding nýrra verzlun- arstaða, frjálslegri lög um skottulækna, lög um fiskiveiðar filutafélaga í land- helgi, lög um sölu nokkurra pjóðjarða, um afnám aðílutningsgjalds af útlend- um skipum o. fl. Vegna harðærisins samdi pað og lög um linun í skatti á ábúð og afnotum jarða og á lausa- fé, sem lesendam «Suðra» er kunnugt, að vér fiöfum lialdið fram hér í blað- inu Af nafnkenndum mönnum, sem 1

x

Suðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.