Suðri - 19.01.1884, Side 1

Suðri - 19.01.1884, Side 1
Af Suðra koma 3 blöð út á mánuði. Uppsögn með 3 mán. fyrirvara. ■ Árgangurinn 34 blöð kostar 3 kr. (erlenilis 4 kr.1. sem borgist fyrir ágústlok. 2. árg. Ýms landsmál. I. Amtmannaembættiu (eptir ritstjórann). In síðari árin hefur milíið verið talað um afnám amtmannaembættanna og sumir liafa gert svo mikið tír pessu máli, að stundum lítur svo út, sem gæfa og framtíð pessa lands væri undir Jví komin, að amtmenn legðust niður, og menn hafa jafnvel látið í veðri vaka, að enginn sá pingmaður gæti pjóð- hollur kallast, sem legði móti slíkri pjóðarnauðsyn. I fjárlögin 1879 setti pingið pá at- hugasemd, að ef amtmannaembættin losnuðu, pá skyldu pau eigi veittföst- um embættismönnum, enda hefur eng- inn verið skipaður fastur amtmaður hér á landi síðan. Á alpingi 1881 var sampykkt pingsályktun í neðri deild- inni um að amtmannaembættin skyldu af numin. Á seinasta pingi 1883 voru sampykkt «lög um afnám amtmanna- embættanna og landritaraemhættisins sem og um stofnun fjórðungsráða*. pessi lög eru prentuð í 17. bl. 1. árg. «Suðra», 8. sept. f. á, og pykir oss pví óparíi að setja pau hér á ný, í heild sinni, en skulum að eins geta pess, að aðalefni peirra er, að amt- mannaemhættin, landritaraembættið og amtsráðin leggist niður, 1 skrifstofu- stjóri verði skipaður undir landshöfð- ingja (með 4000 kr. launum og skrif- stofufé landshöfðingja aukið um 1000 kr.), störfum amtmannanna skipt milli landshöfðingja og sýslumanna og 4 fjórðungsráð stofnuð, sitt fyrir hvern landsfjórðung, sem hafi inn sama starfa á hendi sem amtsráðin hafa haft. J>að eru reyndar engin líkindi til, að konungur staðfesti pessi lög, par sem landshöfðinginn í umhoði stjórn- arinnar lýsti pví yfir í báðum deild- um pingsins, að stjórnin héldi fast við pær skoðanir sínar í pessu máli, sem fram væru teknar í ráðherrabréfinu 10. des. 1878. En allt um pað teljum vér nauðsyn bera til, að athuga petta mál nokkuð nákvæmara en hingað til hefur verið gert í blöðunum, einkum par sem full ástæða er til að ætla, að skoðanir margra í pessu efni hafi eigi að styðjast við nægilega pekkingu á Reykjavík 19. janúar 1884. störfum og verksviði amtmannanna, enda kom pað svo augljóslega fram á seinasta pingi, að mestu furðu gegndi- Vér skulum nú fyrst líta á in áð- urnefndu nýju lög, sem pingið samdi, «um afnám amtmannaembættanna o. sv. frv.». Og er pá sjálfsagt réttast og eðlilegast að ganga út frá tilgangi pessara laga. Framsögumaðurinn 1 neðri deildinni, Friðrik Stefánsson, 1. pingmaður Skagfirðinga, tók skýlaust fram, að hann væri 1. að við hafa meiri fjársparnað fyrir landið, 2. að auka og efla ina umboðslegu stjórn, svo hún verði fljótari og liðugri til framkvæmda og 3. að auka héraðafrelsi'». Næðist pessi prefaldi tilgangur með pessum lögum, pá skulum vér fúslega játa, að á pað væri allt kapp leggj- andi, að fá slík lög staðfest og eigi væri hættandi fyr en sigurinn væri unninn, amtmannaembættin felld og ið nýja fyrirkomulag sett á laggirnar. En er pá vissa fyrir, eða likindi til, að pessi margfaldi tilgangur náist með þessum lögum ? Vér skulum strax taka pað fram, að oss getur enganveg- in skilizt, að svo verði. Hvað fjársparnaðinn snertir, pá munu laun amtmannanna, landritar- ans og skrifstofufé amtmannanna nú vera um 16000 kr. • J>essi nýju lög vilja skipa einn skrifstofustjóra undir landshöfðingjanum með 4000 kr. laun- um og auka skrifstofufé landshöfðingj- ans um 1000 kr. En pess má geta, að neðri deild pingsins vildi hafa skrif- stofustjórana 2 og sparnaðarnefndin réð peirri pingdeild til, að sampykkja lögin eins og efri deildin hefði breytt peim, «með pví svo mjög er orðið á- liðið pingtímans, pó nefndin sé enn peirrar skoðunar, að hagfeldara hefði verið, að skrifstofustjórar hefðu verið 2 o. s. frv.»1 2. J>að er pví enginn efi á, að pingið mundi brátt skipa pá 2, og ef peir fengju 4000 kr. í laun hvor og skrifstofufé landshöfðingjans yrði aukið um 1000 kr. fyrir hvorn peirra, pá yrði pað samtals 10000 kr.; pá eru 6000 kr. eptir. J>að mun óhætt að fullyrða, að pær nægðu ekJci til inna fyrirhuguðu fjórðungsráða, til ferða- kostnaðar og dagpeninga fyrir 1 fjórð- 1) Alþ.tíð. 1883 B 381. 2) Alþ.tið. 1883 C. 400. 2. blað. ungsráðsmann úr hverju sýslufélagi. Að pví má ganga vísu, að fjórðungs- ráðsfundirnir yrðu alveg að sama sJcapi lengri og ef til vill fleiri, sem fleiri sætu í fjórðungsráðunum en nú sitja í amtsráðunum. J>annig er auðsætt aðýé sparast ékki með inu nýja fyrirkomu- lagi. Hvað ið annað atriði snertir, að efla umboðsstjórnina og gera hana fljót- ari og liðugri til framkvæmda, pá mun hægt að sýna frarn á, að slíkt fæst ekki með pessum lögum. Mun pað «auka og efla umboðsstjórnina* að kippa burtu sjálfstæðum embættum og setja í peirra stað alveg ósjálfstæða skrií'stofustjóra undir landshöfðingjanum, sem aldrei verða annað en pað sem landritarinn nú er', pótt launin verði hærri og nöfnin dönsk (skrifstofustjóri = Contoir- chef)? Mun umboðsstjórnin verða «fljótari og liðugri», til framkvæmda, ef störfum amtmannanna er skipt milli landshöfðingjans og sýslumannanna ? J>að er almennt viðurkennt, að pað eigi að vera mark og mið pings og pjóð- ar að reyna af fremsta megni að auka valdsvið landshöfðingjans, svo vald hans komizt smátt og smátt sem næstvaldi pví er ráðherrann hefur nú. Er pað viturlegt pegar svo stendur á, að leggja landshöfðingjanum ýms umboðsleg störf á lierðar frá embættismönnunum undir honum'2 ? Er pað til að auka álit hans og veg í augum pjóðarinnar, pingsins eða stjórnarinnar? Og er að endingu ekki hætt við, að slík mál yrðu opt og mörgum sinnum að sitja á hakan- um fyrir öðrum pýðingarmeiri málum, pegar miklar annir væru á skrifstofu landshöfðingjans ? Hvað sýsluinennina snertir, pá er pað pví miður fremur almennt álit alpýðu manna hér á landi, að afgreiðsla málanna sé ekki eins «fljót og liðug» hjá mörgum sýslumönnum og æskilegt væri. Ætli afgreiðslan yrði «fljótari og liðugri» fyrir pað að mál- in yrðu fleiri, störfin umfangsmeiri en launin in sömu? Hvað ið priðja atriði snertir, að pessi lög «auki héraðafrelsi», pá hefur pað sjálfsagt verið meining framsögu- 1) sbr. ræ&u landshöfðingjans Alþtíð. 1883 A 384. 2) sbr. ræðu Arnljúts Ólafssonar Alþt. 1883 B 382—83. 5

x

Suðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.